Morgunblaðið - 12.08.2021, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 12.08.2021, Qupperneq 20
20 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 2021 VIÐTAL Hólmfríður María Ragnhildard. hmr@mbl.is „Við megum aldrei gleyma því að þetta verkefni, að takast á við lofts- lagsbreytingar, mun skapa mikla at- vinnu og mörg tækifæri fyrir Ísland. Þetta mun styrkja íslenskan land- búnað, íslenska matvælaframleiðslu og íslenskt samfélag í heild. Til að það sé hægt þurfum við að fjárfesta og gera það núna. Við þurfum öll að vera sammála um að taka þessi skref og byggja upp jákvætt samtal milli allra hagaðila, ríkisins, fyrirtækj- anna, bændanna, einstaklinganna sem búa í landinu, og svo framvegis,“ segir Jón Ágúst Þorsteinsson, for- stjóri Klappa – grænna lausna. Klappir vinna með fjölda fyrir- tækja að því að lágmarka kolefnisfót- spor þeirra og losun gróðurhúsaloft- tegunda. Telur Jón Ágúst einsýnt, í ljósi niðurstöðu skýrslu Sameinuðu þjóðanna um stöðu loftslagsbreyt- inga sem birt var á mánudaginn, að loftslagsvandinn sé gríðarlegur og verkefni þjóða heims mjög stórt. Þykir nú nokkuð ljóst að lítið hafi breyst síðustu ár þrátt fyrir yfirlýs- ingar og loforð þjóðarleiðtoga. Staða og markmið Íslands Í desember 2015 var Parísarsátt- málinn samþykktur af 196 löndum og tók hann gildi á heimsvísu 4. nóvem- ber næsta árs. Eins og frægt er var markmið samningsins að sporna gegn loftslagsbreytingum og tak- marka hlýnun jarðar þannig að hækkun hitastigs fari ekki yfir 1,5-2 gráður miðað við meðalhitastig sem var við upphaf iðnvæðingar. Með undirritun sáttmálans skuld- batt Ísland sig til að draga allveru- lega úr útblæstri koldíoxíðs (CO²) og gróðurhúsalofttegunda á næstu 15 árum. Er nú stefnt að því að árið 2030 verði búið að draga úr losun gróð- urhúsalofttegunda á Íslandi um 55% miðað við losunina árið 1990. Stefnum við jafnframt á kolefnis- hlutlaust Ísland árið 2040, þ.e. að los- un gróðurhúsalofttegunda fari ekki umfram það sem við bindum. Til að ná því hafa yfirvöld sett þau markmið að efla aðgerðir sem miða að kolefn- ishlutleysi og auka áherslu á loftslag- stengd þróunarsamvinnuverkefni. Að sögn Jóns Ágústs hefur losun Íslands lítið sem ekkert breyst frá því að sáttmálinn var undirritaður á sínum tíma. Eru Íslendingar nú með eitt stærsta kolefnisfótspor í Evrópu miðað við höfðatölu, eða 15,8 tonn á íbúa á árinu 2019, ef ekki er tekið tillit til landnotkunar, skógræktar, al- þjóðaflugs og siglinga. Er það tæp- lega tvöfalt stærra en meðaltalslosun í Evrópusambandinu sem stendur í 8,4 tonnum á íbúa. „Losunin hefur aukist frekar en minnkað frá 2015. Við erum búin að missa þriðjung af þeim tíma sem við höfðum, það er það sem gerir verk- efnið rosalega dýrt. Við erum að tapa árum. Við hvert ár sem líður eykst kostnaðurinn verulega og tíminn okkar styttist til þess að ná tökum á þessu.“ Frá árinu 1990 hefur losun Íslands aukist um 35% ef ekki er horft til landnotkunar og skógræktar en árið 2020 voru um 4,7 milljónir tonna leystar í andrúmsloftið. Kveður skuldbinding okkar á um að sú tala verði komin niður í 1,6 milljónir árið 2030. „Við höfum núna tíu ár til að fara úr 4,7 milljónum tonna í 1,6 millj- ónir tonna. Við erum því að tala um gríðarlega stórt verkefni,“ segir hann. Næstu skref Spurður hvaða skref Íslendingar þurfi nú að taka til að raunhæft sé að ná settum markmiðum segir Jón Ágúst að nauðsynlegt sé að horfa til margra þátta. Er þá meðal annars mikilvægt að skoða eldsneyti, sam- göngur, framleiðsluferli, flokkun úr- gangs og neyslu Íslendinga svo eitt- hvað sé nefnt. „Við þurfum að átta okkur á því hvernig við tökum koldíoxíð út úr framleiðsluferlinu og bindum það. Það þarf að innleiða tæknilausnir sem við þekkjum, þróa þær og skala þær upp. Við þurfum að framleiða Sér tækifæri í baráttunni - Jón Ágúst segir mikla atvinnusköpun felast í baráttunni gegn loftslagsbreytingum - Bændur í lykil- hlutverki þegar kemur að bindingu gróðurhúsalofttegunda - Vill að Íslendingar séu hvattir áfram Morgunblaðið/Eggert Loftslagsbreytingar Jón Ágúst segir aðgerðaleysi kosta Íslendinga gífurlegar fjárhæðir í baráttunni við loftslagsbreytingar. Vill hann auka fjárfestingar ríkisins í þessum málaflokki. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Bjartsýnn Jón Ágúst Þorsteinsson er forstjóri Klappa – grænna lausna. PERFECTION GLÆSILEG HÁGÆÐA GLASALÍNA Skeifunni 8 | Kringlunni | Glerártorgi | Sími 588 0640 | casa.is Aðalfundur Tölvubíla hf. Verður haldinn á Hótel Hilton fimmtudaginn 26. ágúst klukkan 20:00 í sal F&G Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar. 2. Reikningar félagsins. 3. Kosning stjórnar, skoðunarmanna og löggilds endurskoðanda. 4. Önnur mál. Reikningar félagsins afhentir við innganginn. Stjórnin.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.