Morgunblaðið - 12.08.2021, Blaðsíða 32
32 FRÉTTIR
Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 2021
www.danco.is
Heildsöludreifing
Fyrirtæki og verslanir
Kynntu þér úrval á vefverslun www.danco.is
Einnota
andlitsgrímur
3ja laga
10 stk. pakkningar
Type IIR
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Ashraf Ghani, forseti Afganistans,
heimsótti í gærmorgun hina um-
setnu borg Mazar-i-Sharif og reyndi
að hughreysta þar varnarlið borg-
arinnar. Heimsókn Ghanis féll hins
vegar að miklu leyti í skuggann af
þeim tíðindum, að nokkur hundruð
afganskra hermanna hefðu lagt nið-
ur vopn við borgina Kunduz, en þeir
höfðu leitað skjóls við flugvöll borg-
arinnar eftir að talíbanar hertóku
hana um helgina.
Ghani ræddi í heimsókn sinni við
Atta Mohammad Noor og Abdul
Rashid Dostum um hvernig mætti
verja borgina gegn talíbönum, en
báðir voru á sínum tíma stríðsherrar
í baráttunni gegn þeim.
Dostum sagði við fjölmiðla fyrir
fundinn að talíbanar „lærðu aldrei
neitt af sögunni“ og hét því að hann
myndi fella íslamistana. „Talíbanar
hafa komið norður nokkrum sinnum,
en þeir lentu alltaf í sjálfheldu. Það
er ekki auðvelt fyrir þá að sleppa,“
sagði Dostum, en hann barðist á sín-
um tíma við hlið Sovétmanna eftir
innrásina 1979.
Níunda borgin hertekin
Þá náðu talíbanar einnig á sitt
vald borginni Faizabad, höfuðborg
Badkhsjan-héraðs. Er borgin ní-
unda héraðshöfuðborgin sem talíb-
anar hertaka síðan þeir hófu sókn
sína á föstudaginn, en það er um
fjórðungur allra héraðshöfuðborga
landsins.
Kunduz er stærsta borgin af þeim
níu, og uppgjöf stjórnarhermann-
anna við flugvöll borgarinnar þýðir
að ólíklegt er að stjórnarherinn
muni geta náð henni aftur á sitt vald
á næstunni.
Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði
í fyrrinótt að hann sæi ekki eftir
þeirri ákvörðun að kalla herlið
Bandaríkjamanna heim frá Afgan-
istan eftir nærri tveggja áratuga
veru þar. Hvatti hann leiðtoga Afg-
anistans til þess að taka höndum
saman og berjast fyrir þjóð sína
gegn ásókn talíbana. „Þeir verða að
berjast fyrir sig sjálfa.“
Biden sagði einnig að Bandaríkja-
stjórn myndi áfram styðja við bakið
á stjórnvöldum í Kabúl, en erindrek-
ar Bandaríkjanna vinna nú að því að
endurræsa viðræður um vopnahlé á
milli talíbana og stjórnvalda, sem nú
fara fram í Katar.
Lítil von þykir hins vegar til þess
að talíbanar muni fallast á slíkt
vopnahlé, nema afgönskum örygg-
issveitum takist að stemma stigu við
árásum vígamanna þeirra á næstu
vikum.
AFP
Heimsókn Ashraf Ghani sést hér stíga út úr flugvél sinni í Mazar-i-Sharif.
Leitar á náðir stríðsherra
- Ghani ræðir við Noor og Dostum um varnir Mazar-i-Sharif - Talíbanar hertaka
níundu höfuðborgina - Biden hvetur leiðtoga Afganistans til að taka höndum saman
Stjórnvöld í Súdan munu framselja
Omar al-Bashir, fyrrverandi ein-
ræðisherra landsins, til alþjóðlega
sakamáladómstólsins í Haag, sem
og aðra embættismenn sem dóm-
stóllinn hefur kært vegna átakanna
í Darfúr-héraði.
Mariam al-Mahdi, utanríkisráð-
herra Súdans, sagði að ríkisstjórnin
hefði ákveðið þetta í gær í tilefni af
heimsókn frá Karim Khan, aðalsak-
sóknara dómstólsins, til landsins, en
Khan og al-Mahdi ræddu saman í
fyrradag.
Ekki er ljóst hvenær Bashir verð-
ur framseldur, en enn á eftir að fá
lokasamþykki fyrir því frá fullveld-
isráði landsins, en það fer nú með
þjóðhöfðingjavald í Súdan. Það sam-
anstendur af fulltrúum hersins, sem
steypti Bashir af stóli árið 2019, og
þeirra stjórnmálaafla sem voru ráð-
andi í andstöðu við Bashir.
Eftirlýstur í rúman áratug
Dómstóllinn gaf út alþjóðlega
handtökuskipun á hendur Bashir
árið 2009 vegna stríðsglæpa og
glæpa gegn mannkyni í Darfúr-hér-
aði, og aðra árið 2010 fyrir þjóð-
armorð. Bashir, sem er 77 ára gam-
all, lét sér fátt um finnast og
ferðaðist ítrekað utan í krafti stöðu
sinnar sem þjóðhöfðingi, en hann
ríkti með harðri hendi í Súdan í
þrjátíu ár eða þar til herinn ákvað
að steypa honum af stóli 2019 vegna
mótmælaöldu sem hafði staðið í
fjóra mánuði.
Sameinuðu þjóðirnar áætla að um
300.000 manns hafi verið myrtir og
um 2,5 milljónir manna reknar frá
heimilum sínum í átökunum í Darf-
úr-héraði árið 2003.
Súdan hyggst
framselja Bashir
- Sakaður um þjóðarmorð í Darfúr
AFP
Í búri Omar al-Bashir hefur verið í
haldi frá valdaráni hersins 2019.
Sneið úr brúðartertu, sem borin var
fram í brúðkaupi Karls Bretaprins og
Díönu prinsessu, var boðin upp í gær,
og seldist sneiðin á 1.850 sterlings-
pund, eða sem nemur um 324 þúsund
íslenskum krónum.
Sneiðinni fylgdi aðvörun um að
borða ekki kökuna, en brúðkaup
Karls og Díönu fór fram 29. júlí 1981,
eða fyrir rétt rúmum fjórum áratug-
um.
Chris Albury, uppboðshaldarinn
og sérfræðingur í munum tengdum
bresku konungsfjölskyldunni, sagði
að það hefði komið sér á óvart hversu
margir voru tilbúnir til að bjóða í
kökusneiðina, en upphafsverð var á
bilinu 300-500 pund.
Moyra Smith, sem vann fyrir El-
ísabetu drottningarmóður, ömmu
Karls, fékk sneiðina á sínum tíma, og
seldi fjölskylda hennar hana á upp-
boði eftir andlát Smith árið 2008. Þá
fengust 1.000 pund fyrir hana.
BRETLAND
AFP
Uppboð Kakan er í góðu ásigkomulagi.
Varað við að borða
tertuna á uppboðinu
Saksóknarar í Þýskalandi greindu
frá því í gær að þeir hefðu hand-
tekið breskan sendiráðsstarfsmann
fyrir njósnir í þágu Rússa. Mun
maðurinn hafa látið rússnesku
leyniþjónustunni leynileg skjöl í té í
skiptum fyrir pening.
Heiko Maas, utanríkisráðherra
Þýskalands, sagði að Þjóðverjar
litu málið mjög alvarlegum augum
þar sem um þegn bandalagsríkis
væri að ræða. Bresk stjórnvöld
munu veita Þjóðverjum alla aðstoð
við rannsókn málsins.
ÞÝSKALAND
Breti handtekinn
fyrir njósnirKínverskur dómstóll ákvað í gær að
dæma kanadíska kaupsýslumanninn
Michael Spavor í ellefu ára fangelsi
fyrir njósnir. Dómurinn í máli Spav-
ors féll sólarhring eftir að áfrýjunar-
dómstóll staðfesti dauðadóm yfir
öðrum Kanadamanni, Robert Lloyd
Schellenberg, vegna meints eitur-
lyfjasmygls.
Justin Trudeau, forsætisráðherra
Kanada, fordæmdi dóminn yfir
Spavor í gær og sagði hann vera
„óviðunandi og ranglátan“. Sagði
Trudeau í yfirlýsingu sinni að Spav-
or hefði nú setið í fangelsi í tvö og
hálft ár fyrir engar sakir, og hefði
mátt þola ógagnsæja málsmeðferð
og réttarhöld „sem fullnægðu ekki
þeim lágmarkskröfum sem al-
þjóðalög krefjast“.
Spavor var handtekinn árið 2018
ásamt samlanda sínum Michael
Kovrig fyrir njósnir, en kanadísk
stjórnvöld segja ákærurnar á hend-
ur þeim af pólitískum rótum runnar.
Kínverjar og Kanadamenn hafa átt í
deilu vegna Meng Wanzhou, stjórn-
anda í Huawei, sem handtekin var í
Kanada vegna framsalsbeiðni
Bandaríkjamanna. Framsalsmál
hennar er nú fyrir kanadískum dóm-
stólum.
Dominic Barton, sendiherra Kan-
ada í Kína, sagðist í gær ekki trúa
því að það væri tilviljun að dómar
hefðu fallið í málunum tveimur á
sama tíma og verið sé að fjalla um
framsalsbeiðnina í réttarsal.
Spavor verði sleppt þegar í stað
Bandaríkjastjórn fordæmdi einn-
ig dóminn og krafðist þess að Spavor
yrði sleppt skilyrðislaust úr haldi
þegar í stað. Antony Blinken, utan-
ríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði
óviðunandi að fangelsa einstaklinga
fyrir engar sakir til að beita erlend
ríki þrýstingi. „Það á aldrei að nota
fólk sem skiptimynt.“
Evrópusambandið lýsti einnig yfir
stuðningi sínum við Kanadamenn í
málinu og sakaði Kínverja um að
hafa neitað Spavor um sanngjörn
réttarhöld. Frönsk stjórnvöld for-
dæmdu einnig dómana tvo og lýstu
yfir samstöðu með Kanadamönnum.
Dómurinn óviðunandi og ranglátur
- Bandaríkjamenn og Frakkar for-
dæma dóma yfir Kanadamönnum
AFP
Kína Dominic Barton sendiherra
ræðir við fjölmiðla eftir dóminn.