Morgunblaðið - 12.08.2021, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 12.08.2021, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 2021 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Í byrjun vik- unnar var til- kynnt um tengdar ákvarð- anir Bandaríkj- anna, Bretlands og Kanada gegn yfir- völdum í Hvíta- Rússlandi. Stjórnin í Minsk hefur dregið að sér athygli að undanförnu þar sem andóf gagnvart yfirvöldum hefur aukist svo að þau hafa neyðst til að sýna sitt rétta andlit opin- berlega. Þá blasti við að hafa þarf meira fyrir því en á unda- förnum áratugum að knýja al- menning til að kyngja ofríkinu. Nú er það ekki svo, að tök og aðferðir núverandi forseta landsins hafi breyst í megin- atriðum frá því að hann var fyrst „kosinn“ til síns embætt- is. Það má reyndar halda því fram að forsetinn hafi tryggt ákveðinn „stöðugleika“ með þekktum vinnubrögðum, þótt ekki hafi það verið sá þáttur stöðugleika sem frjálsar þjóðir sækjast almennt eftir. Lúkasjenkó var fyrst kjörinn forseti fyrir senn 27 árum og einnig hefur hann blásið til þjóðaratkvæðis til að breyta að nokkru stjórnmálalegri um- gjörð landsins. Þær atkvæða- greiðslur hafa verið umdeildar, ekki einungis vegna efnisins, heldur hvernig að þeim var staðið, og hafa eftirlitsmenn og einstök ríki iðulega lýst áhyggjum vegna þess. Þegar pólitísk átök á milli Rússlands og Úkraínu fóru vaxandi uns í bardaga sló fékk Hvíta- Rússland um hríð stöðu vett- vangs þar sem talsmenn Pútíns og valdamenn ESB-ríkja gátu ræðst við á „hlutlausum“ vett- vangi. Þótt ýmsir telji víst að forseti Hvíta-Rússlands muni ekki halda völdum í Minsk mjög lengi, kippi Pútín forseti að sér verndarhendi sinni, er hitt jafnrétt að stundum hefur kastast nokkuð í kekki á milli þessara tveggja á umliðnum árum. Pútín og öðrum valdamönn- um í Rússlandi þykir sem ESB og Atlantshafsbandalagið hafi þrengt verulega að sér á liðnum árum og í upphafi notfært sér veika stöðu Jeltsíns í framhaldi af falli múrsins og gjaldþroti kommúnista. Saka Pútín og hans menn Bush eldri og Bandaríkin, og síðar ráðandi ríki ESB, með nokkrum rétti, um að hafa gengið á svig við fyrirheit sín um að tryggja bæri jafnvægi á milli afla á þessu svæði og takmarka út- víkkun Nató og ESB í austur- átt. Með hliðsjón af þeirri þróun og því með hvaða hætti Brussel ýtti undir „hliðholl öfl“ í Úkra- ínu í framhaldinu hafi verið stuðlað að tortryggni og öryggisleysi á svæðinu. Pútín hefði glatað stöðu sinni heima fyrir hefði hann ekki brugðist við. Viðskiptaþving- anir, sem fylgdu í kjölfarið, hafa litlu skilað enn sem komið er og fáir sjá það fyrir sér að þær muni breyta miklu, svo sem varðandi stöðu Krímskaga, á komandi tímum, og alls ekki á meðan Pútín ræður því sem hann vill í Moskvu. Forsetanum í Kreml þætti ekki hagfelldara fyrir sig að öfl undirgefin ESB eða eftir atvik- um Nató settust að völdum í Minsk. Þótt starfsbróðirinn þar sé ekki auðveldur bandamaður er hann mun betri kostur Á það er einnig bent, að gæta þurfi samræmis í ákvörðunum um stjórnmálalegar þvinganir og þær forsendur sem gefnar eru þurfa að standast. Yfirlýs- ingar sem fylgdu nýjustu ákvörðunum voru ekki sann- færandi. Sumir leiðtoganna sem að þeim stóðu sögðu að mestu réði skortur á lýðræði og vernd mannréttinda í Hvíta- Rússlandi og að gengið væri of fast gegn mannréttindum þar í landi. Sama mætti segja um önnur ríki og þar með talið mjög öflug, sem tækju slíku ekki þegjandi. Vesturlönd geta ekki látið það ráða mestu hvort vanmáttug smáríki eiga í hlut eða önnur. Hvar voru riddarar réttlætisins eftir atburðina í Hong Kong sem allir vita nú að engu verður breytt um? Hitt er á hinn bóginn aug- ljóst að bregðast þarf hart við atvikum eins og þeim þegar farþegaflugvél er tekin á leið um viðurkennt flugsvæði, þótt um skamma stund hafi leiðin legið yfir Hvíta-Rússland. Þá er vélin neydd til að lenda í Minsk þegar yfirvöld standast ekki þá freistingu að koma klóm sínum í pólitískan and- stæðing. Sjálfsagt var að bregðast hart við svo að yfir- völdunum sem fóru offari yrði algjörlega ljóst að slíkt yrði aldrei liðið. Obama forseti, með Joe Bid- en sem varaforseta, slakaði mjög á öllum þvingunum gagn- vart Kúbu, þótt varla yrðu merkjanlegar breytingar í mannréttindamálum þar. Og það var áberandi hversu mátt- leysisleg andmæli bárust frá Washington vegna síðustu at- burða á Kúbu. Þaðan var ber- sýnilega einskis að vænta. Æskilegt er að rækta betur sambandið við Pútín en gert hefur verið, þótt það einstigið sé vissulega vandratað. Það hrópar því miður á okkur að hvorki Evrópa né Bandaríkin lúta leiðsögn núna} Aðgerðir þurfa að ganga upp Í gærmorgun var Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra gestur þeirra Heimis og Gulla í Bítinu á Bylgjunni. Þar ræddi hann meðal annars almannatrygg- ingakerfið. Ummæli hans vöktu undrun okkar í Flokki fólksins. Augljóst að hann er bú- inn að skipta um skoðun og virðist nú styðja ým- is mál sem Flokkur fólksins hefur mælt fyrir ár- um saman. Flokkur fólksins hefur ítrekað mælt fyrir frumvöpum til að bæta almannatryggingakerfið og draga úr skerðingum. Þar á meðal um afnám skerðinga ellilífeyris vegna atvinnutekna eldra fólks. Vegna andstöðu stjórnarflokkanna hefur það aldrei náð fram að ganga. Bjarni sagði einmitt um þá hugmynd haustið 2018: „Við eigum að stilla upp frítekjumarkinu í almannatryggingakerfinu hvað atvinnutekj- urnar snertir með skynsamlegum hætti. Við höfum nýlega hækkað frítekjumarkið verulega. Það væri algjörlega galið að afnema það.“ Í útvarpinu í gær svaraði hann því hins vegar játandi þeg- ar hann var spurður hvort það kæmi til greina að ellilífeyr- isþegar ættu að eiga þess kost að vinna án þess að verða fyr- ir skerðingum vegna atvinnutekna sinna. Þetta þótti sem sagt galið þegar hann sat í ríkisstjórn og hafði tækifæri til að breyta kerfinu en kemur nú vel til greina þegar kosn- ingar eru á næsta leiti. Eldri borgarar verða fyrir grimmilegum skerðingum vegna eigin atvinnutekna. Þeir mega vænta þess að missa 70-80% af þeim í skatta og skerðingar. Þá hefur ríkisstjórnin sett aftur á það ömurlega fjárhags- lega ofbeldi sem felst í „krónu-á-móti-krónu- skerðingum“ á hóp eldra fólks. Það furðulegasta við þá lagasetningu er að ríkisstjórnin og fjár- málaráðherra voru tilbúin að borga milljónum meira fyrir að koma skerðingum aftur á en það hefði kostað að gera það ekki. Milljóna króna ástæðulaus útgjöld sem ein- ungis ollu þeim verst settu fjárhagstjóni. Verst setta eldra fólkið sett á ný í þessar ömurlegu skerðingar þrátt fyrir að fá 10% minna útborg- að en lægstu lífeyrislaun almannatrygginga sem allir vita að eru langt undir framfærsluþörf. Það yrði fagnaðarefni ef Bjarni Benediktsson myndi styðja frumvarp Flokks fólksins um af- nám skerðinga ellilífeyris vegna atvinnutekna en þetta er ekki í fyrsta skiptið sem formaður Sjálfstæðisflokksins lofar slíkum breytingum korter fyrir kosningar. Bjarni sendi eldri borgurum bréf skömmu fyrir alþingiskosningarnar 2013 þar sem hann einmitt lofaði því að Sjálfstæðisflokkurinn myndi afnema tekjutengingu ellilífeyris. Efndirnar þekkja allir þrátt fyrir að tækifærin hafi ekki skort enda Sjálfstæðisflokkurinn búinn að vera í ríkisstjórn sleitulaust síðan. Öryrkjar mega enn þola skerðingar sem nema 65 aurum á hverja krónu. Það þrátt fyrir öll loforð um annað sem gef- in voru fyrir síðustu kosningar. Flokkur fólksins segir burt með skerðingar, bætum kjör- in. Guðmundur Ingi Kristinsson Pistill Hugljómun Bjarna Höfundur er þingmaður og þingflokksformaður Flokks fólksins. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Rebekka Líf Ingadóttir rebekka@mbl.is L jóst er að ákvörðun ríkis- stjórnarinnar um að gild- andi sóttvarnaaðgerðir verði framlengdar um tvær vikur mun hafa áhrif á skóla- hald, sem er að hefjast. Áfram verða tvö hundruð manna samkomu- takmarkanir, eins metra regla og grímuskylda innanhúss þar sem ekki er hægt að viðhalda fjarlægðar- mörkum. Byrjun skólaannar í mennta- skólum verður því ekki með eðlileg- um hætti eins og vonast hafði verið til. Nemendur, sem margir hverjir eru nú á leið á sitt þriðja og síðasta ár menntaskólagöngu sinnar, segj- ast finna fyrir gríðarlegum missi en fæst þeirra hafa upplifað eitt skólaár menntaskólagöngunnar þar sem takmarkanir hafa ekki verið við völd. Gríðarlega mikill missir „Við finnum öll fyrir svo miklu vonleysi, af því að það héldu ein- hvern veginn allir að þetta væri búið og við sem erum á þriðja ári fengj- um loksins eitt alveg venjulegt skólaár en það verður greinilega ekki,“ segir Sólrún Dögg Jósefs- dóttir, inspector scholae, formaður nemendafélagsins í Mennta- skólanum í Reykjavík. „Við gerðum okkur vonir um að við gætum haldið til dæmis busaball- ið okkar á réttum tíma og svoleiðis en svo náttúrlega er það ekkert inni í myndinni fyrr en í fyrsta lagi í október, segir skólastjórn við okkur. Það er auðvitað rosalegur skellur að fá hvorki busaballið né busavikuna, eða jafnvel bara skólasetninguna, það er mikið um hefðir í MR þannig að um leið og við missum úr ein- hverjar svona hátíðlegar hefðir er það gríðarlega mikill missir.“ Svipuð svör komu frá nemenda- félagi Verslunarskóla Íslands (NFVÍ), þar sem nemendur höfðu vonast eftir eðlilegri byrjun á skóla- árinu. „Við erum með fullskipulagt skóladagatal fyrir félagslífið út skólaárið og erum bara búin að vera að skipuleggja eins og þetta yrði venjulegt skólaár en síðan kemur annað í ljós núna á síðustu vikum,“ segir Kári Freyr Kristinsson, forseti NFVÍ. Hann bendir á að í svo stórum skóla sé ómögulegt að hafa eitthvert félagslíf á meðan viðhafa þurfi takmarkanir líkar þeim sem núna eru í gildi. Hann segir að skipuleggja þurfi fyrstu vikurnar upp á nýtt með tilliti til þeirra tak- markana sem áfram verða í gildi, til dæmis þurfi að skipta upp nýnema- deginum þar sem um stóran árgang sé að ræða. „Auðvitað erum við ekki nógu sátt með þetta en það þýðir í rauninni ekkert að hengja haus, við þurfum bara að halda áfram, þetta er alls ekki skemmtilegt.“ Alls ekki einfalt Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir að skólinn hafi eins og flestir aðrir vonast til þess að skólahald yrði með sem eðli- legustum hætti en unnið verði með það sem nú er uppi. „Hins vegar vitum við það að þetta er ekkert einfalt vegna þess að það er nú bæði þannig að það er tals- verður skjálfti í samfélaginu og síð- an er fólk í sóttkví og lasið, svo það þarf að beita þeim ráðum að bjóða upp á þá möguleika að streyma frá kennslustundum líka og vera með fjölbreyttari kennsluhætti eftir því sem þarf. Við leitumst við að vera með eins eðlilegt skólahald og hægt er en þetta er alls ekki einfalt.“ Nemendur finni fyrir ákveðnu vonleysi Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Grímuskylda Nemendur á göngum Menntaskólans við Hamrahlíð. Í áframhaldandi reglugerð um sóttvarnaaðgerðir segir að öll börn á grunnskólaaldri og yngri séu undanþegin grímuskyldu með öllu, hvort sem er í skóla- starfi eða annars staðar. Nem- endum í framhalds- og háskól- um ber hins vegar skylda til að bera grímu þegar húsnæði er illa loftræst eða ekki er unnt að tryggja eins metra nálægðar- takmörkun. Þorsteinn Sæberg, formaður Skólastjórafélags Ís- lands, leggur áherslu á að það þurfi að koma í veg fyrir að heilu deildunum sé lokað ef upp komi smit innan veggja skól- anna og kallar eftir því að kynntar verði sértækar aðgerðir til að koma í veg fyrir að heilu bekkirnir þurfi að fara í sóttkví. Þórólfur Guðnason sóttvarna- læknir hefur þá gefið út að hraðpróf verði ekki staðgengill sóttkvíar. Sértækar aðgerðir GRÍMUSKYLDA Í FRAM- HALDS- OG HÁSKÓLUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.