Morgunblaðið - 12.08.2021, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 2021
Tónlist
fyrir sálina
Matur
fyrir líkamann
Aðalstræti 2 | s. 558 0000
Kíktu til okkar
í góðan mat og
notalegt andrúmsloft
Borðapantanir á
www.matarkjallarinn.is
Nýttu ferðagjöfina
hjá okkur
Það var djassbarinn Skuggabaldur
við Austurstræti sem reið á vaðið.
„Lucky Saint, áfengislausi bjórinn,
er gríðarlega vinsæll svo við erum
mjög ánægð með að geta nú boðið
okkar fólki upp á hann á krana. Við
höfum verið með gott úrval af 0%
bjór og þetta er því kærkomin við-
bót,“ segir Jón Mýrdal, eigandi
Skuggabaldurs. Frá því Akkúrat hóf
að bjóða veitingastöðum, börum og
hótelum upp á úrval af vönduðum
0% drykkjum hefur góður áfengis-
laus lagerbjór á krana verið efstur á
óskalista viðskiptavina. Það er því
mikið gleðiefni að geta nú boðið við-
skiptavinum Akkúrat upp á þennan
valmöguleika.
Sólrún María Reginsdóttir hjá
Akkúrat segir þetta skref vera stór-
an hluta af hugsjóninni á bak við
Akkúrat. „Það er þessi hugmynd um
að allir getir verið með og notið þess
að drekka góðan drykk við skemmti-
leg tilefni. Okkar markmið er að
bjóða þeim stóra hópi fólks sem farið
er að velja 0% drykki, eingöngu eða
stundum, upp á alvöruvalkost. Það
er mikilvægt skref í þá átt þegar fólk
hér á landi getur nú fengið áfengis-
lausa bjórinn sinn í fallegu glasi úr
krana eins og hinir, skálað og notið
lífsins. Þetta var akkúrat það sem
vantaði!“ segir Sólrún María.
Lucky Saint þarf vart að kynna en
hann hefur hlotið verðlaun um heim
allan sem besti áfengislausi bjórinn.
Innihaldsefnin eru aðeins fjögur;
vatn, bygg, ger og humall, og bjór-
inn er ósíaður. Þetta ferli og val á
hráefni þýðir að engin þörf er á að
bæta við gervi- eða sætuefnum.
Hann er þess vegna ekki bara ein-
staklega bragðgóður heldur er syk-
urinnihaldið aðeins þriðjungur af því
sem flestar tegundir áfengs bjórs
innihalda, með einungis 53 kaloríum
í hverjum bjór.
Áfengislaus á krana í fyrsta sinn á Íslandi
0% drykkir njóta sívaxandi vinsælda og áfengislausi lagerbjórinn Lucky Saint hefur slegið í gegn hjá landsmönnum í sumar. Nú er sá
hinn sami mættur á krana en þetta er í fyrsta sinn sem boðið er upp á áfengislausan bjór með þeim hætti hér á landi.
Ljósmynd/Akkúrat
Bylting Það er mikil bylting
fyrir neytendur að geta fengið
áfengislausan bjór á krana.