Morgunblaðið - 12.08.2021, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 12.08.2021, Blaðsíða 42
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 2021 „Nú er haustið að detta í gang eða svona fólk að undirbúa sig og fólk að panta alveg í gríð og erg og við vorum einmitt að bæta við nýjung hjá okkur sem er hreyfing, æfingaprógramm í okkar prógrammi, þannig að það eru stóru fréttirnar hjá okkur,“ segir Ingi Torfi hjá ITS Macros næringarþjálfun í viðtali við morg- unþáttinn Ísland vaknar. Í næringarþjálfuninni hjá ITS er fólk vigtað, mælt og fær svo að borða eftir eigin formúlu. „Þú færð svo að púsla saman deginum og ræður svona nokkurn veginn hvað þú borðar sjálfur en auðvitað aðstoðum við fólk við það og síðan áttar þú þig á því að þú varst líklega að borða of lítið á virkum dögum og svo mögulega of mikið um helgar og svo allt í einu fer þetta að jafnast út og við fylgjum fólki í gegnum þetta, átta vikur að minnsta kosti. Samhliða því er alls konar svona þar sem við hjálpum fólki að vinna með hugarfar og jákvæðni og svona,“ segir Ingi. Orðin ansi sjóuð í því hvað hver og einn á að borða Spurður hvernig hann kemst að því hvaða formúlu hver og einn á að borða eftir segist Ingi sjálfur vinna eftir ákveðinni formúlu sem hann er búinn að læra. „Það er ekki til nein töfraformúla en við er- um orðin ansi sjóuð í því hvað hver og einn á að borða mikið miðað við aldur, kyn, hæð og hreyfingu. Þetta eru breyturnar og svo auðvit- að getur verið að við byrjum og þú finnur eng- an mun strax og svo getur verið að við þurfum að breyta tölum og aðlaga, þetta er „team- work“ í gegn þannig að það er „feedbackið“ sem við fáum og svo kannski á viku tvö-þrjú er- um við farin að finna og sjá mun og þá vitum við að við erum að vinna með réttar tölur. Eða þá segjum að þú byrjir að finna að þú sért að hreyfa þig meira og allt í einu segirðu: „Heyrðu Ingi, ég þarf að hreyfa mig, ég er of kraftmikill, ég er að fíla þetta og ég er farinn að æfa meira.“ Þá þurfum við að bæta við tölurnar mögulega og aðlaga. Þannig að við fylgjumst með hvernig orkan er, ertu að léttast, eru sentimetrar að fara? Þú skilar af þér upplýs- ingum sem við svo vinnum með og þá verður þetta gott samstarf,“ útskýrir hann. Ingi segir um 80% af viðskiptavinum hans vera fólk sem stundar aðeins létta hreyfingu, svo sem göngutúra. „Þú getur verið að passa mataræðið ótrúlega vel en þú ert kannski rétt yfir orkuþörfinni þinni alla daga og þá gerist ekkert. Þá léttistu ekki. Ef þú ferð allt í einu að skrá þetta og ferð að leggja aðeins meiri metnað í matinn og hreyfingin bara eins að þá allt í einu fer eitt- hvað að gerast. Um leið og við erum undir orkuþörfinni förum við að léttast,“ segir hann og bætir við: „Það eru rosalega margir sem æfa eins og fagmenn en ná ekki að komast á draumastaðinn af því að það gerist í eldhúsinu. Það gerist með því að stúdera mataræðið, þá nærðu þessum lokaspretti og kemst í mark og verður ótrúlega glaður.“ Spurður um einn hlut sem hægt sé að byrja á til þess að koma mataræðinu í betri farveg seg- ir Ingi Torfi það klárlega vera grænmetið. „Ég er alltaf voða hlynntur því að borða grænmeti og ef fólk fókusar svolítið á það að hafa grænmeti í hádegismat og kvöldmat og svolítið mikið af því, það er alveg magnað hvað það gerir fyrir okkur. Sérstaklega fyrir þá sem eru að reyna að létta sig kannski. Ef þú borðar meira grænmeti verðurðu saddari og mettari og líður betur og þú þarft ekki að borða eins mikið af einhverju sem er kannski ekki gott fyrir þig. Þannig að fyrsta skrefið getur verið að borða grænmeti í öll mál með því sem þú borðar og ósjálfrátt verður bókhaldið þitt betra,“ segir hann. Viðtalið við Inga Torfa er hægt að nálgast í heild sinni á K100.is. „Við erum orðin ansi sjóuð í því hvað hver og einn á að borða“ Ingi Torfi hjá ITS Macros hjálpar fólki að borða eftir formúlu sem hentar hverjum og einum. Hann segir fólk vera byrjað að undirbúa sig fyrir haustið og að nóg sé að gera hjá honum þessa dagana. Skjáskot/Instagram-síða IngaSkjáskot/Instagram-síða Inga Ingi Torfi Hjálpar fólki að ná árangri með mataræðinu. Mataræðið skiptir miklu máli Ingi Torfi segir flesta við- skiptavini sína hreyfa sig létt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.