Morgunblaðið - 12.08.2021, Qupperneq 45
MINNINGAR 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 2021
Svínadalinn til þín sl. sumar þar
sem að þú naust þín á fallegum
sólardegi á meðan Eddi var niðri
á vatni að veiða í soðið. Við höfð-
um ekki komið lengi í þennan
sælureit ykkar og þrátt fyrir að
vera slöpp þá sýndir þú okkur
allar lautirnar og beðin með öll-
um fallegu blómunum og þú
kunnir nafnið á þeim öllum. Þú
talaðir um hvað ykkur langaði að
gera meira á landinu ykkar og
gafst okkur góð ráð í blómaum-
hirðu, sem okkur þótti mjög
vænt um. Það var alltaf gott að
koma í Svínadal.
Undir lokin þá háðir þú mjög
harða baráttu við mein sem vildi
ekki sleppa þér eða láta í friði.
Æðruleysi þitt í þessari baráttu
sat oft í mér og ég hef ekki alltaf
kunnað að segja réttu orðin við
þig til að lýsa því hversu mikið
ég dáðist að þér í þessari loka-
baráttu þinni við meinið.
Takk fyrir að vera frábær
mamma, tengdamamma, amma
og langamma barna okkar.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka
hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Við munum minnast þín fyrir
hlýjuna, kærleikinn og fegurðina
í lífinu og söknuður okkar er
mikill.
Guðbjartur Stefánsson,
Anna Sigríður Jónsdóttir,
börn og barnabarn.
Mig langar að minnast minn-
ar ástkæru og yndislegu tengda-
móður.
Steina var lífsglöð kona, alltaf
hress og skemmtileg, talaði
ávallt vel og fallega um fólk.
Minnisstæð eru hennar við-
brögð, aðeins fallegt bros þegar
henni fannst umræðan ekki já-
kvæð og tók aldrei undir nei-
kvæðni.
Hún hlakkaði svo til efri ár-
anna, byggði sér sumarbústað í
fallegu umhverfi þar sem hún og
hennar ástkæri Eddi nutu þess
að vera. Það var alltaf jafn ynd-
islegt að fylgjast með því hvað
þau nutu sín vel saman. Svo
samrýmd og falleg hjón alla tíð.
Árlegu borgarferðirnar var eitt-
hvað sem þau elskuðu og þá sér-
taklega Kaupmannahöfn. Það er
svo gott á þessari stundu að
minnast ferðarinnar sem við átt-
um með þeim þar á afmælisdegi
hennar fyrir tveimur árum.
Það sem einkenndi fjölskyld-
una sem ég varð svo lánsamur
að verða hluti af aðeins tvítugur
var þessi væntumþykja og sam-
heldni en tengdamamma lagði
sig fram við að koma fjölskyld-
unni sem oftast saman og notuð
voru öll tækifæri til að hittast og
gleðjast saman.
Tengdamamma hafði lítið
gaman að því að keyra bíl sjálf
en okkar allra fyrstu kynni fóru
saman í bílnum mínum, þá ný-
byrjaður að hitta mína yndislegu
Laufeyju sem ég keyrði eitt sinn
heim til að passa litlu systur sín-
ar, Unni og Elínu, þar sem til-
vonandi tengdamamma þurfti
far í klippingu en Laufeyju
fannst þá einmitt tilvalið að nota
tækifærið og láta mig hitta hana
í fyrsta skiptið og kynnast.
Þarna hófust okkar góðu kynni
en við náðum strax vel saman og
ég fann að þarna var ég kominn
með góðan bandamann í að
styrkja mína stöðu um að vinna
hug og hjarta dóttur hennar
enda lagði ég mig allan fram að
klúðra ekki okkar fyrsta spjalli
sem gekk mjög vel.
Barátta tengdamömmu í sín-
um veikindum stóð í nokkur ár
og var það aðdáunarvert hvað
hún lagði sig fram við að halda
utan um sína og skapa með okk-
ur góðar minningar. Ég var svo
heppinn að fá að keyra hana
nokkrum sinnum á Landspítal-
ann og heim til sín aftur en í
þessum ferðum okkar áttum við
mjög góð og einlæg samtöl sem
ég mun aldrei gleyma. Þetta gaf
okkur báðum að ég tel mjög
mikið og okkar tengsl urði jafn-
vel enn sterkari.
Það veður erfitt að hugsa til
þess að mín elskulega tengda-
mamma veður ekki í komandi
fjölskylduboðum en ég ætla að
trúa því að hún haldi áfram að
fylgjast með okkur öllum með
sínum einstaka áhuga eins og
hún hefur alla tíð gert og ég veit
að við munum alltaf finna fyrir
hennar sterku nærveru þó svo
hún sé nú komin á æðri stað.
Ég mun sakna þín óendanlega
elsku tengdamanna. Þrátt fyrir
mikla sorg þá hugga ég mig við
minningar um okkar síðasta
þétta faðmlag á afmælisdegi
Laufeyjar sem ég mun aldrei
gleyma ásamt okkar síðustu
kveðjustund og ég veit að þú
munt taka vel á móti mér þegar
minn tími kemur eins og alltaf.
Þinn
Hilmar.
Kæra Steina, tengdamamma
og amma barnanna minna, þín
verður sárt saknað.
Jafnt á gleðistundum sem
öðrum meira krefjandi hafðir þú
ávallt gleði, hlýju og jákvæðni að
leiðarljósi.
Við fjölskyldan berum í
brjósti okkar ótal góðar stundir
með þér sem við munum gæta
að og rifja upp um ókomna tíð.
Fráfall ástvinar er sárt og
koma ýmsar tilfinningar nú í
huga manns.
Munum við ætíð gæta þess að
hafa gleði, hlýju og jákvæðni
ríkjandi um minningu þína líkt
og þú geislaðir af í lífinu.
Þinn tengdasonur,
Jón Ingi.
Elsku amma, við söknum þín
mikið, þú varst alltaf svo góð við
okkur.
Takk fyrir að baka góðu
pönnukökurnar í sveitinni. Takk
fyrir að prjóna fallegar og mjúk-
ar peysur handa okkur. Takk
fyrir að baka fallegar kökur fyr-
ir afmælin okkar.
Takk fyrir góða vanillurjóm-
ann sem þú bjóst til með jarð-
arberjunum sem þið afi rækt-
uðuð í sveitinni. Takk fyrir að
eiga alltaf þurrkað mangó í
skúffunni. Takk fyrir að vera
alltaf svona góð og ástrík við
okkur. Takk fyrir að fara alltaf
með bænirnar fyrir svefninn.
Takk fyrir að syngja með okkur.
Takk fyrir að elda gott lamba-
læri handa okkur í sveitinni.
Takk fyrir að kenna okkur hvað
fuglarnir heita. Takk fyrir að
kenna okkur nöfnin á blómun-
um. Takk fyrir að fara með okk-
ur í berjamó. Takk fyrir alla
góðu göngutúrana saman. Takk
fyrir að nenna alltaf að lesa fyrir
okkur. Takk fyrir öll mjúku
knúsin. Takk fyrir möndlugraut-
inn sem við fengum hjá ykkur
afa á jólunum. Takk fyrir öll jól-
in sem við héldum saman. Takk
fyrir að hlusta á okkur.
Elsku besta amma okkar, við
söknum þess svo mikið að geta
ekki leitt þig, strokið mjúku
hendurnar þínar og fengið gott
knús frá þér. Við vitum að þú ert
í hjörtunum okkar eins og þú
sagðir okkur og við geymum þig
þar að eilífu.
Þín,
Darri, Birta Guðrún,
Laufey, Hákon Jaki,
Hekla Lind og Sóley.
Það voru sorgarfréttir er við
fréttum af andláti Steinunnar
Hlínar Guðbjartsdóttur. Þótt
okkur hafði verið ljóst um nokk-
urn tíma að heilsu hennar hefði
hrakað vorum við ekki undir það
búin að hún myndi kveðja svo
fljótt. Steinunn og Erlendur
reistu sér fallegan bústað í landi
Kambhóls í Hvalfjarðarsveit og
var eftir því tekið hve samhent
þau voru í öllu því sem þau tóku
sér þar fyrir hendur. Þau hafa
bæði verið í stjórn sumarhúsa-
félagsins okkar í rúm 10 ár og
verið mjög virk í öllum verk-
efnum sem félagið hefur tekið
fyrir. Það var einstaklega
ánægjulegt að eiga samleið með
Steinunni því hún var einstak-
lega glaðlynd kona sem sem
gerði umhverfi sitt svo mikið
betra með nærveru sinni, svo
einstaklega brosmild, hjálpsöm
og glaðleg öllum stundum.
Hún skilur eftir sig skarð
meðal allra þeirra sem þekktu til
hennar og þó sérstaklega hjá
Erlendi og fjölskyldu hans sem
sakna eiginkonu, móður og
ömmu.
Félagar í sumarhúsafélaginu í
landi Kambhóls kveðja kæra
vinkonu og flytja öllum aðstand-
endum innilegustu samúðar-
kveðjur.
Þórður Guðmundsson.
Nú hefur Steina okkar kvatt
jarðlífið eftir erfið veikindi; veik-
indi sem hún tók af því æðru-
leysi sem hennar var von og
vísa. Við vinkonurnar erum af
þeirri kynslóð sem ólst upp þeg-
ar uppbygging var mikil í
Reykjavík eftir hernámsárin og
landsmenn flestir farnir að hafa
meiri fjárráð. Foreldrar okkar
byggðu sér hús í Smáíbúða-
hverfinu, í Akurgerðinu, nánar
tiltekið.
Við vorum ekki komnar á
skólaaldur þegar kynni okkar
hófust. Á þeim tíma voru flest
börn úti að leika sér alla daga.
Þar var ýmislegt brallað sem
ekki verður tíundað hér en í
mörgu því átti Steina stóran
þátt, enda alltaf gaman þar sem
hún var nálæg. Við vorum sam-
an í skólakórnum, í skólahljóm-
sveitinni, þar sem Steina spilaði
á fiðlu, og við vorum í handbolta,
í Víkingi, að sjálfsögðu. Við lás-
um líka mikið og bókasafnið var
félagsmiðstöð hverfisins (áður
en við komumst á sjoppualdur-
inn). Ekki mátti heldur missa af
framhaldssögum barnanna í út-
varpinu eða framhaldsleikritun-
um eins og spennutrylli þess
tíma „Hulin augu“.
Steina fór alltaf til Eyja á
sumrin til ættingja sinna, vann í
fiski, var á þjóðhátíð og hafði frá
ýmsu að segja við komuna heim.
Steina var fyrst okkar til að
stofna fjölskyldu og þegar við
svo fórum báðar utan til náms
og starfa skildi leiðir um tíma.
En eftir því sem árunum fjölgaði
skipti ekki máli hvort við hitt-
umst einu sinni á ári eða jafnvel
sjaldnar um tíma því það var
alltaf sami sterki þráðurinn á
milli okkar. Sem betur fer juk-
ust samverustundirnar aftur hin
síðari ár og Steina kom með í
„saumaklúbbinn“ okkar og end-
urnýjaði kynnin við gamlar
skólasystur. Þær senda fjöl-
skyldunni samúðarkveðjur.
Steina var skarpgreind,
blómstraði í hverju því sem
henni datt í hug að gera. Hún
hafði einstaklega góða nærveru,
var jákvæð, æðrulaus, með ríka
réttlætiskennd og hafði sterkar
skoðanir sem hún lagði alltaf
fram á einlægan og hreinskipt-
inn hátt. Brosið hennar var fal-
legt og hlýjan skein af henni.
Hún var mikil fjölskyldukona,
vildi allt fyrir fólkið sitt gera.
Missir Edda, barnanna og fjöl-
skyldunnar allrar er mikill.
Við þrjár, Steina, Gerður og
Hulda, vorum þríeykið úr Ak-
urgerðinu. Við höfum verið það í
hjartanu síðan. Nú erum við
tvær eftir. Við erum þakklátar
fyrir að hafa fengið að eiga
Steinu að vinkonu og fyrir allar
góðu stundirnar sem við áttum
með henni í gegnum árin. Send-
um öllum ástvinum samúðar-
kveðjur. Minningin um góða
konu lifir að eilífu.
Gerður og Hulda.
Stapahrauni 5, Hafnarfirði
Sími: 565 9775
www.uth.is - uth@uth.is
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Kristín
699 0512
Ástkær sonur okkar, bróðir, mágur og
frændi,
SIGURÐUR RAGNAR KRISTJÁNSSON,
(Siggi Raggi),
lést á Borgarspítalanum sunnudaginn 1.
ágúst. Útför hans fer fram frá Vídalínskirkju í
Garðabæ fimmtudaginn 19. ágúst kl. 13.00.
Streymt verður frá athöfninni, hlekk á
streymi má nálgast á mbl.is/andlát.
Þeim sem vilja minnast Sigga er bent á Handverkstæðið
Ásgarð, reikningur 528-26-123456, kennitala 610396-2679.
Kristján Guðni Hallgrímsson Steinhildur Sigurðardóttir
Edda Björk Kristjánsdóttir Jón Trausti Ólafsson
Dilja Björk Örvarsdóttir
Arnar Ingi Traustason
Hildur Karitas Traustadóttir
Ástkær móðir okkar, amma, langamma og
langalangamma,
ÁSHILDUR M. ÖFJÖRÐ,
Raftahlíð 69, Sauðárkróki,
lést á Sjúkrahúsinu á Sauðárkróki 31. júlí.
Útförin fer fram frá Sauðárkrókskirkju
föstudaginn 13. ágúst klukkan 14.
Þórdís Ragnh. Malmquist Konráð Óli Fjeldsted
Bergur Ketilsson Gunnur Sigdís Gunnarsdóttir
Rögnvaldur S. Valbergsson Hrönn Gunnarsdóttir
Aðalbjörg J. Valbergsdóttir Örn Erhard Þorkelsson
Valdís Sigrún Valbergsdóttir Jóhannes Snorrason
Hannes Valbergsson Flor Maria Flores Castagnoli
Snæbjörn Freyr Valbergsson Árný Anna Svavarsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær sambýliskona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
ÁSTRÍÐUR BALDURSDÓTTIR,
Víkurbraut 30, Höfn,
sem lést 1. ágúst, verður jarðsungin frá
Hafnarkirkju föstudaginn 13. ágúst
klukkan 14. Jarðsett verður í Kotstrandarkirkjugarði.
Athöfninni verður streymt á https://youtu.be/xOK_-QHsV-A
Jóhann Einarsson
Margrét Helga Bragadóttir
Vilhjálmur Baldur Bragason Sigrún B. Halldórsdóttir
Jón Bragason Ása Jóhannsdóttir
Ragnar S. Jónsson
Pétur Bragason Guðrún Einarsdóttir
og barnabörn
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
GUNNBJÖRN JENSSON,
Ránargötu 27, Akureyri,
lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri
föstudaginn 30. júlí. Útför hans fer fram
frá Akureyrarkirkju mánudaginn 16. ágúst klukkan 13.
Vegna samkomutakmarkana verður athöfninni streymt
á facebooksíðunni Jarðarfarir í Akureyrarkirkju – beinar
útsendingar
Borghildur Rún Baldursdóttir
Friðrik Baldur Gunnbjörnss. Valgerður Sif Hauksdóttir
Jens Sigmundur Esra Gunnbjörnsson
afabörn og aðrir aðstandendur
Ástkær eiginmaður minn,
HLÖÐVER HALLGRÍMSSON,
Hraunvangi 3, Hafnarfirði,
lést miðvikudaginn 4. ágúst á
hjúkrunarheimilinu Sólvangi, Hafnarfirði.
Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju
fimmtudaginn 19. ágúst klukkan 13. Athöfninni verður einnig
streymt á https://www.facebook.com/groups/hlodver
Guðrún Númadóttir
Ásdís Hlöðversdóttir
Sædís Hlöðversdóttir Eggert Karvelsson
Díana Hlöðversdóttir
Sóley Hlöðversdóttir Heiðar Jóhannsson
Bjarney Hlöðversdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir, tengdamóðir, amma og
langamma,
HILDUR KRISTINSDÓTTIR,
lést á Landspítalanum í Fossvogi
sunnudaginn 1. ágúst.
Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey.
Guðríður Gunnarsdóttir Björn G. Ólafsson
Gunnar Már Gíslason Guðrún Helgadóttir
og langömmubörn
Okkar ástkæri
STEINGRÍMUR HÁLFDANARSON
loftskeytamaður
varð bráðkvaddur á heimili sínu 6. ágúst.
Útför verður auglýst síðar.
María Hlín Steingrímsdóttir
Hanna Steinunn Steingrímsdóttir, Eyjólfur D. Jóhannsson
Jóhanna Þ. Ingimarsdóttir
Sindri Máni, Hilmir Snær og Ísak Elí