Morgunblaðið - 12.08.2021, Blaðsíða 47
dætur mínar tvær og í hvert
skipti sem ég lenti í vandræðum
varst það alltaf þú sem komst til
mín fyrst til að hjálpa mér að
finna lausnir. Þú veittir mér
styrk svo að ég myndi ekki gef-
ast upp. Þú varst vön að segja:
„Lífið er skóli. Maður verður að
læra alla ævi.“ Það reyndist al-
veg hárrétt hjá þér. Nú þegar ég
nálgast það að verða sjötug
kann ég að meta mikilvægi orða
þinna. Ég hefði ekki getað gert
það sem ég hef gert um ævina án
þinnar hjálpar. Þú varst leiðar-
ljósið í lífi mínu og verður það
áfram. Elsku Þórey, íslenska
mamma mín, þú munt lifa að ei-
lífu í hjarta mínu.
Sari Ohyama.
Góð samstarfskona mín og
vinkona, Þórey Kolbeins, hefur
kvatt okkur. Það var mikill feng-
ur og gæfa fyrir Þroskaþjálf-
skóla Íslands þegar Þórey tók
við starfi yfirkennara skólans
haustið 1983. Skólinn var í mik-
illi þróun og reyndi mjög á lagni
allra sem að málum komu að
leysa þau farsællega.
Þórey var öflugur kennari,
kunni sitt fag og hún kunni þá
list að hlusta á nemendur, leggja
þeim ráð og segja þeim til. Öll
störf hennar voru unnin af ljúf-
mennsku og glöðum huga og
fyrir það er ég henni þakklát.
Kunningsskapur okkar þró-
aðist í vináttu og áttum við
margar góðar stundir saman,
bæði hér heima og á ferðum er-
lendis. Það var gaman að ferðast
með Þóreyju. Hún var áhuga-
söm og forvitin um hvað eina
sem fyrir augu bar og þannig
urðu dagarnir þegar við vorum á
ferðalögum oftar en ekki að æv-
intýrum.
Það er dýrmætt að hafa átt
svona vin og fyrir það er ég
þakklát.
Elska Þóreyjar til foreldra
sinna og æskuheimilis var sönn
og alla ævina styrkur og gleði-
gjafi. Birtan og sólskinið sem
umvafði þessar minningar henn-
ar geisluðu af henni og mótuðu
ljúflyndi hennar. Þannig tókst
hún á við sorgir og andstreymi
sem lífið sendi henni.
Á sama hátt og ég hef áður
kvatt vini mína fel ég þessa
kæru vinkonu mína þeim guði er
hefur sólina skapað.
Bryndís Víglundsdóttir
fv. skólastjóri Þroskaþjálfa-
skóla Íslands.
Hún bar nafnið Mjallhvít með
reisn, var heilsteypt, björt og
hjartahlý.
Haustið 1962 réðst Þórey
Mjallhvít til starfa við Ísaks-
skóla. Hún aflaði sér viðbótar-
menntunar við guðfræðideild HÍ
og í sérkennslufræðum við KÍ.
Hún varð yfirkennari við
Þroskaþjálfaskóla Íslands frá
hausti 1983 til hausts 1997 en þá
kom hún aftur til starfa við Ís-
aksskóla og sinnti þá sér-
kennslu.
Öll þessi störf vann Þórey af
áhuga og kostgæfni. Hún var
svo lánsöm að hafa notið leið-
sagnar Ísaks Jónssonar þegar
hún var við nám í stúdentadeild
Kennaraskóla Íslands og minnt-
ist hans í blaðagrein á 70 ára af-
mæli Ísaksskóla.
Þórey Mjallhvít bar virðingu
fyrir nemendum og kynnti sér
aðstæður þeirra og möguleika.
Hún skrifaði leikandi einfalda
lestexta til þjálfunar fyrir byrj-
endur og lengra komna og létti
þeim lestrarnámið.
Fimm ára deildir voru settar
á laggirnar haustið 1972 við Ís-
aksskóla og þar nýttust kraftar
Þóreyjar vel. Starfið þar grund-
vallaðist á hugmyndum Ísaks
Jónssonar um að hefja kennslu
yngri barna við fimm ára aldur.
Starfið var vel undirbúið af skól-
ans hálfu og er enn í fullu fjöri.
Það var bæði gott og gaman
að starfa með Þóreyju Mjall-
hvíti, fá að kynnast henni sem
kennara og sem húsmóður á
gestkvæmu heimili. Hún tók öll-
um gestum opnum örmum og til
hennar var gott að leita.
Líf hennar var ekki alltaf
dans á rósum. Þungbærast var
þó þegar Heiður dóttir þeirra
Baldurs veiktist illa og dó í
blóma lífsins Það var henni og
fjölskyldunni afar erfitt. Þórey
Mjallhvít lét þó aldrei deigan
síga. Skapgerð hennar og með-
fædd glaðværð dugðu henni vel í
öllu mótlæti.
Heimili hennar og fjölskyld-
unnar bar vott um bókhneigð og
listfengi. Þar blésu vindar frá
ólíkum menningarsvæðum er
vöktu forvitni gesta og leiddu
gjarnan til líflegrar umræðu,
hláturs og söngs. Þórey sá oft
skoplegu hliðarnar á hlutunum.
Sem dæmi um glettni Þóreyjar
Mjallhvítar er að eitt sinn rétti
hún okkur sem við borð hennar
sátum litla spegla og bað okkur
að líta í þá um leið og hún setti
fram eftirfarandi vísubrot:
Lífið löngum sýnist mér
líkt og einhver gletta.
Horfa í spegil, heilsa sér,
hugsa: „Hver er þetta?“
(Höf. ók.)
Hjónin Baldur og Þórey ferð-
uðust víða og sóttu meðal annars
esperantóþing í ýmsum löndum
þar sem Baldur naut virðingar
vegna skáldskapar og þýðinga á
esperantó.
Þórey Mjallhvít unni fjöl-
skyldu sinni, börnum, tengda-
börnum og barnabörnum heitt
og bar hag þeirra fyrir brjósti,
hún var stolt af verkum þeirra.
Perluhópurinn sendir innileg-
ar samúðarkveðjur til fjölskyldu
Þóreyjar Mjallhvítar.
Við söknum góðrar vinkonu
Anna og Sigríður Soffía.
Kær bekkjarsystir úr MA,
samkennari í Ísaksskóla og lífs-
tíðarvinkona, Þórey Kolbeins, er
látin. Hún var einstök mann-
eskja, hreinlynd, heiðarleg,
gestrisin, tónelsk, glöð og sí-
hlæjandi og –syngjandi kona.
Það eru forréttindi að hafa átt
hana að sem vinkonu áratugum
saman. Þótt heimsóknum hafi
fækkað mjög síðustu ár af ut-
anaðkomandi aðstæðum hafa
straumar vináttu og minninga
aldrei rofnað eða dofnað.
Síðustu rúmlega 20 árin fór
ég marga gönguferðina frá
Hæðargarði inn á Sogaveg, en
þar bjuggu þau hjónin Þórey og
Baldur Ragnarsson lengst af, en
hann var einnig bekkjarbróðir
okkar beggja.
Heimili þeirra var þrungið
menningu og list, einstakar
bækur, ekki síst hans eigin
skáldskapur, bæði á íslensku og
esperanto, hvarvetna, eins gaf á
að líta sérstaka dýrgripi sem
þau höfðu eignast á ferðum sín-
um um fjarlæg lönd, t.d. Kína og
Japan, þar sem þau höfðu bund-
ið fjölskyldubönd.
Glaðværð Þóreyjar var eitt af
sterkustu einkennum hennar,
ásamt hlýju til alls þess sem lífs-
ins anda dró. Að koma þar inn
um dyr var ekkert venjulegt,
hún vafði mann innilega og lengi
að sér og lýsti því hástöfum yfir
hve yndislegt það væri að fá
mann í heimsókn! Bak við hana
stóð Baldur með kaffi og með-
læti. Þarna spjölluðum við og
bárum saman bækur okkar, þar
til Baldur hvarf inn á skrifstofu
sína og sökkti sér niður í skáld-
skap sinn, en við Þórey héldum
talinu áfram.
Ekki sungum við saman í
þessum heimsóknum en ógleym-
anlegt er það algjörlega að rifja
upp þegar við samkennararnir
höfðum maraþonsöng, og þar
var Þórey þrautseigust allra og
gleði hennar og kæti smitaði
langt og lengi út frá sér.
Blessuð sé hver einasta minn-
ing um þennan gleðigjafa sem
hún var. Samúðarkveðja til að-
standenda frá okkur Antoni.
Herdís Egilsdóttir.
MINNINGAR 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 2021
✝
Þorbjörg
Ágústa Birg-
isdóttir fæddist 16.
febrúar 1949 á
Borg í Sandgerði.
Hún lést á Land-
spítalanum Foss-
vogi 2. ágúst 2021.
Foreldrar Þor-
bjargar voru Gróa
Axelsdóttir, f.
21.10. 1924, d. 9.4.
2004, og Nurmann
Birgis Jónsson, f. 4.3. 1923, d.
1.2. 2012. Sammæðra systkini
Þorbjargar eru Sigríður Vil-
hjálmsdóttir, f. 1.9. 1951, Ás-
mundur Guðberg Vilhjálms-
son, f. 4.2. 1954, Axel Arndal
Vilhjálmsson, f. 2.6. 1959.
Þorbjörg Ágústa var gift
Gunnari Erni Gunnarssyni, f.
2.12. 1946, d. 28.3. 2008, og
eru börn þeirra Vilhjálmur
Jón, f. 8.11. 1965, maki Svan-
fríður Sigurlín Sturludóttir,
börn þeirra eru: Alexander
Dan, f. 28.7. 1988, og Sunna
Guðríður, f. 30.12. 1994. Gunn-
ar Guðsteinn, f.
12.10. 1968, maki
Hafdís Sigurjóns-
dóttir, börn þeirra
eru: Gunnar Örn,
f. 19.5. 1991, Þor-
valdur Óskar, f.
8.10. 1992, og
Þórður Tindur, f.
16.11. 1996. Rósa-
lind María, f. 4.4.
1972, maki Ágúst
Erling Gíslason,
börn þeirra eru: Gabríel Dan,
f. 19.3. 2001, og Kristófer Dan,
f. 16.3. 2004. Að auki á Þor-
björg Ágústa með Haraldi Ás-
geiri Gíslasyni, f. 28.1. 1958,
soninn Einar Þór, f. 15.11.
1984.
Útförin fer fram frá Hvals-
neskirkju í dag, 12. ágúst
2021, klukkan 14.
Streymt verður frá útför-
inni. Stytt slóð á streymið:
https://tinyurl.com/urmh6hnb
Virkan hlekk á streymið má
finna á:
https://mbl.is/andlat
Elskuleg móðir okkar er farin í
hinstu ferðina til sumarlandsins
góða. Við efumst ekki um að þar
hlaupi hún um berfætt í íðil-
græna grasinu með nið árinnar
sem tónlist í eyrum. Nú getur þú
aftur þotið um bæinn eins og þú
elskaðir að gera, að skjótast á
appelsínugulu Hondunni að
redda málunum.
Við þökkum þér, ljúfa mamma
okkar, fyrir allt. Þú varst alltaf
svo tilbúin að hlusta, með góð ráð
á reiðum höndum þegar við
þurftum á að halda. Þú varst mik-
il barnagæla og hafðir gaman af
heimsóknum okkar og ömmu-
barnanna, sem iðulega fengu
fjöruferð út á Gróttu. Þar heldur
krían, uppáhaldsfuglinn þinn,
mikið til – enda er krían þekkt
fyrir hárbeittan gogginn, hverj-
um þeim sem dirfist að skipta sér
af ungum hennar. Skyldi engan
undra að hún sé fuglinn þinn:
Stórglæsileg, ákveðin og fylgin
sér.
Þú lifðir fyrir okkur börnin þín
og stórfjölskylduna alla. Bein-
skeytt og opinská varðir þú ung-
ana þína fram undir hið síðasta.
Minnisverð eru orð sem þú sagðir
nánast alltaf í símtölum okkar
eftir miserfiða daga, að það yrði
nú betra á morgun. Nú eru það
þessi orð sem við systkinin segj-
um við hvert annað, en alltaf voru
þau sannari frá þér komin. Munu
þau vonandi veita okkur styrk í
framtíðinni, þó þú hafir nú kvatt
okkur. Tregafullur söknuður rík-
ir í hjörtum okkar systkina eftir
fráfall þitt, elsku móðir okkar.
Við þökkum þér fyrir sam-
fylgdina. Við þökkum fyrir ást-
ina. Við þökkum fyrir staðfest-
una. Við þökkum fyrir góða
umönnun. Við þökkum fyrir
mömmu.
Ó, heita og margreynda móðurást,
milda og sterka, sem aldrei brást,
og Drottins vors dýrasta gjöfin.
Hve lík er hún elsku lausnarans,
er leiðarstjarna hvers einasta manns,
er lýsir um hauður og höfin.
Hún hugsar ekki um sinn eigin hag,
en öllu fórnar, og nótt og dag
ég veit, að hún vakir og biður.
Hún heyrir barnanna hjartaslátt
og hlustar og telur hvern andardrátt,
hún beygir sig bljúg að þeim niður.
Hún kyssir þau, vaggar þeim blítt í
blund,
hún brosir og grætur á sömu stund,
að brjósti sér viðkvæm þau vefur
og veitir þeim af sínu lífi líf,
er ljós þeirra, vernd og bezta hlíf.
Hún er engill, sem Guð oss gefur.
Guð blessi þig, móðir, í gleði og þraut,
og geislar frá himins stjörnu braut
þér lýsi um ófarin árin.
Og sál þín gleðjist við hjarta hans,
vors hjartkæra, góða frelsarans,
er skilur bezt tregann og tárin.
(Sumarliði Halldórsson)
Vilhjálmur Jón Gunnarsson,
Gunnar Guðsteinn Gunnarsson,
Rósalind María Gunnarsdóttir,
Einar Þór Haraldsson.
Þetta er eitthvað sem ég er bú-
in að vera hugsa um í mörg ár að
ég þurfi að skrifa en guð hvað ég
var ekki tilbúin að gera það strax.
Mamma var miklu meira en bara
mamma, hún var minn besti vin-
ur og skilur eftir mjög stórt tóm í
hjartanu mínu. Það eru svo mörg
ævintýrin sem við lentum í og
sögunar sem ég get sagt, eins og
eitt sinn þegar við vorum stopp á
ljósum og þú söngst „I’m horny,
horny horny“ án þess að hafa
hugmynd hvað það þýddi og ég
hvarf í sætið. Það er svo margt
sem ég get skrifað og sagt hérna
en þú veist þetta allt og þú veist
hvað ég elska þig af öllu mínu
hjarta og sakna þín meira en orð
fá lýst. Eina sem ég get sagt er
takk mamma, takk fyrir að ala
mig upp. Takk fyrir að gera mig
að góðum manni. Takk fyrir að
vera alltaf til staðar fyrir mig og
vera stolt af mér og hvetja mig til
dáða. Takk fyrir að vera þú með
þína endalausu hlýju og ást sem
umvefur mig núna og ég mun
ekki bregðast þér og mun halda
áfram að gera þig stolta af mér.
Takk fyrir að vera mamma mín
og ég elska þig svo mikið og
hlakka til að hitta þig aftur þegar
ég kem heim. Þinn elskandi son-
ur og að endingu læt ég fylgja
setningu sem einkenndi þig:
„You are first, my last, my every-
thing.“
Einar Þór Haraldsson.
Elsku Tobba mín.
Ung varstu orðin tengda-
mamma mín, aðeins 33 ára. Kær-
ustu minningar mínar um þig eru
frá Lindargötunni – þú áttir svo
hlýlegt og fallegt heimili og tókst
ávallt vel á móti mér, þessari
stelpuskjátu sem Villi þinn var að
umgangast. Þú varst léttlynd,
samt ströng, en ávallt var stutt í
gleðina og stríðnina – þú gast
stundum verið ákaflega stríðin.
Alltaf varstu mér góð, þótt við
værum ekki alltaf sammála og
virtum við það hjá hvor annarri.
Hvernig þú hreiðraðir um þig og
börnin þín, sama hvar þú bjóst,
sýndi sú alúð hversu hlý kona þú
varst og þess mun ég ávallt minn-
ast. Sjáumst þegar ég fer í löngu
ferðina. Mun ávallt elska þig.
Þín
Svana.
Þorbjörg Ágústa
Birgisdóttir Morgunblaðið birtir minning-
argreinar endurgjaldslaust
alla útgáfudaga.
Óheimilt er að taka efni úr
minningargreinum til birt-
ingar í öðrum miðlum nema
að fengnu samþykki.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt
að senda lengri grein. Lengri
greinar eru eingöngu birtar á
vefnum. Hægt er að senda ör-
stutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er
unnt að tengja viðhengi við síðuna.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem nánustu að-
standendur senda inn. Þar koma
fram upplýsingar um hvar og hve-
nær sá sem fjallað er um fæddist,
hvar og hvenær hann lést og loks
hvaðan og klukkan hvað útförin
fer fram. Þar mega einnig koma
fram upplýsingar um foreldra,
systkini, maka og börn. Ætlast er
til að þetta komi aðeins fram í for-
málanum, sem er feitletraður, en
ekki í minningargreinunum.
Undirskrift | Minningargreina-
höfundar eru beðnir að hafa
skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni
undir greinunum.
Minningargreinar
Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is
VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN
Útfararþjónusta
í yfir 70 ár
Sigurður Bjarni Jónsson útfararstjóriMagnús Sævar Magnússon útfararstjóri
Guðmundur Baldvinsson útfararstjóriJón G. Bjarnason útfararstjóri
Innilegar þakkir til allra sem sýndu
okkur hlýhug og samúð við andlát og
útför elskulegrar eiginkonu, móður,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
ÞÝÐRÚNAR PÁLSDÓTTUR,
Rúnu,
Sæviðarsundi 9, Reykjavík.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki bæklunardeildar
Landspítalans í Fossvogi fyrir hlýhug og góða umönnun.
Sigurður V. Gunnarsson
Sigurvin Rúnar Sigurðsson Ólafía Guðrún Kristmundsd.
Gunnar Hermann Sigurðss. Arnbjörg Anna Guðmundsd.
Sveinn Sigurðsson Sigurborg H. Sigurbjörnsd.
barnabörn og langömmubörn
Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
elskulegrar móður okkar, tengdamóður,
ömmu, langömmu og langalangömmu,
INGIBJARGAR SIGURÐARDÓTTUR,
Hátúni 4,
áður prófastsfrúar á Kvennabrekku
í Dölum.
Sigríður Eggertsdóttir
Vilborg Eggertsdóttir
Margrét Eggertsdóttir
Hildur Eggertsdóttir Sigurður R. Guðjónsson
Ingibjörg Eggertsdóttir Stefán Skjaldarson
Hlöðver Eggertsson Brynja Davíðsdóttir
Eggert Hörgdal Snorrason Sesilía Myrna Alota
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabörn
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
EGGERT GUÐMUNDSSON,
Stigahlíð 8,
lést á heimili sínu 22. júlí.
Jarðarför hefur farið fram í kyrrþey.
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýju.
Reynir Eggertsson Bára Marteinsdóttir
Þórunn Edda Eggertsdóttir Axel Sævar Blomsterberg
Arndís Sjöfn Eggertsdóttir
Ragnheiður Eggertsdóttir
Guðrún Æsa Eggertsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn