Morgunblaðið - 12.08.2021, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 12.08.2021, Blaðsíða 48
48 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 2021 ✝ Jón Borgþór Sigurjónsson fæddist í Reykjavík, 31. október 1943. Hann lést á Heilsu- stofnun Akraness 27. júlí 2021. For- eldrar Borgþórs voru Kristín Björg Borgþórsdóttir, f. í Hafnarfirði, 18.9. 1926, d. 15.1. 1987, og Sigurjón Mar- teinn Jónsson, f. á Litlasandi í Hvalfjarðarsveit, 4.12. 1922, d. 18.9. 1956, stjúpfaðir Guðmann Guðbrandsson, f. á Stokkseyri 17.5. 1926, d. 19.5. 1999. Eftirlif- andi systkini Borgþórs eru Birg- ir Sigurjónsson, f. 1946, Herdís Sigurjónsdóttir, f. 1949, og Bára Guðmannsdóttir, f. 1964. Látin er Þórhildur (Dódó) Sigurjóns- dóttir, f. 1955, d. 2018. Borgþór kvæntist 1964, Sig- rúnu Stefánsdóttur, f. 13.8. 1940, d. 18.4. 2003, þau skildu 1982. Dætur þeirra eru: 1) Rósa Karen Borgþórsdóttir, f. 21.1. 1966, gift Degi Hilmarssyni, f. 11.7. 1966. Börn Rósu eru a) Anna Kristín Heiðarsdóttir, f. 12.7. 1987, unn- usti hennar er Grétar Kristófer Sigþórsson, f. 1984, börn þeirra eru Kristófer Ísak og Klara Dís, b) Heiður Berglind Þorsteins- dóttir, f. 20.3. 1994, og c) Tristan Dominic Þorsteinsson, f. 11.7. björn Alexander Sæmundsson, f. 26.3. 1986, unnusta hans er Liga Liepina, f. 1988, dóttir þeirra er Eva Viktoría. c) Pétur Ásbjörn Sæmundsson, f. 5.1. 1989, unn- usta hans er Sigríður Sandra Eg- ilson f. 1993, þeirra börn eru Eið- ur Alexander Kling og Sigríður Salka Kling, fyrir á Sandra Hildi Maríu Magnúsdóttur. Þann 26. nóvember 1985 kvæntist Borgþór Mettu Írisi Kristjánsdóttur, f. 1951. Þau skildu árið 2000. Börn Írisar eru Steinn Kári og Kolbrún Dröfn. Borgþór ólst upp í Efstasundi 58 í Reykjavík. Eftir grunnskóla- göngu fór hann á togara, en gerðist bóndi árið 1964 á Ak- urholti í Eyjahreppi til ársins 1970 þegar fjölskyldan flutti til Hafnarfjarðar. Á þeim tíma starfaði Borgþór m.a. við þak- pappalagnir hjá T. Hannessyni & Co en í 31 ár var hann hjá Byko, fyrst við að stakka timbur, síðar sem afgreiðslumaður og versl- unarstjóri timburdeildar í Hafn- arfirði. Borgþór hafði mikla ánægju af að ferðast, hvort tveggja innanlands og utan, og fór í ófáar Bændaferðir svokall- aðar. Hann stundaði veiði við hvert tækifæri, ýmist í vötnum eða helstu laxveiðiám landsins. Hans mesta stolt og prýði var sumarbústaðurinn sem byggður var í Úthlíð í Biskupstungum. Útför Borgþórs fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 12. ágúst 2021, kl. 13. Stytt slóð á streymi: https://tinyurl.com/9rc7yj2y Virkan hlekk má finna á: https://www.mbl.is/andlat 2000, unnusta hans er Aníta Agnes Halldórsdóttir, f. 2000. Börn Dags eru a) Hilmar Þór, f. 19.11. 1990, unnusta hans er Erla Frið- björnsdóttir, f. 14.6. 1987, b) Gunnar Þór, f. 27.6. 1997, unnusta hans er Arna Bjarnadóttir, f. 1997, og c) Ásdís, f. 14.6. 1999, unnusti hennar er Einir Orri Brynjólfsson f. 1997, 2) Sylvía Marta Borgþórsdóttir, f. 12.11.1968, börn hennar eru a) Stefán Rafn Sigurbjörnsson, f. 27.12. 1989, unnusta hans er Ásta Guðrún Helgadóttir, f. 1990, og b) Arna Þóra Steinþórsdóttir, f. 15.3. 1999. Borgþór feðraði dóttur Sig- rúnar, Kristínu Björgu (Elías- dóttur), f. 12.5. 1964, dóttir henn- ar er Guðný Hrefna Sverrisdótt- ir, f. 19.11. 1982, gift Hilmari Þór Hafsteinssyni, f. 16.2. 1978, þeirra börn eru Salka Lind og Sverrir Logi. Fyrir átti Sigrún Sesselju Sig- ríði Hauksdóttur (skráð Ævars- dóttir í Þjóðskrá), f. 20.5. 1960. Hennar börn eru a) Sigrún Erla Sæmundsdóttir, f. 29.7. 1982, unnusti Sigrúnar er Viktor Eyj- ólfsson, f. 1986, þeirra dætur eru Ellý og Antonía Signý. b) Guð- Ég treysti því að vel hafi verið tekið á móti elsku pabba í Sum- arlandinu fagra og að nú sitji hann hjá litlu systur sem var honum svo kær og öllum hinum sem á undan honum eru farnir. Síðustu dagar pabba voru hin mesta þrauta- ganga en þeir allra síðustu örlítið léttari. Við áttum nokkrar eftir- minnilegar stundir sem ég er þakklát fyrir að hafa fengið með honum. Það var erfitt að sjá orku og gleði glaðlétta pabba þverra smátt og smátt, en hann hafði svo margoft náð sér á strik eftir erfið veikindi. Lengi vel trúði ég að þetta væri eitt af þeim skiptum. Lífsgæði pabba voru ekki mikil og höfðu ekki verið það í mörg ár, það er því ákveðin friðþæging að nú þurfi hann ekki að stríða meir. Ég trúi því að í Sumarlandinu séu hvorki verkir né andnauð. Ég á pabba margt að þakka, hann kenndi mér óbeint að halda á hamri og skipta um klær og skreyta litla jólatréð að ógleymdu því að tjalda. Ég fylgdist með því sem hann gerði og gerði svo bara eins, nema að tjalda, þá tók maður þátt. Hann gaf mér fyrstu og einu veiðistöngina, svona bensínstöðv- arstöng. Svo var rennt fyrir fisk í einhverju vatninu og veiddi ég þennan agnarlitla fisk sem ég fann svo til með, en honum var sleppt. Þótt veiðiferðirnar yrðu ekki fleiri kom það ekki að sök því samveru- stundirnar með pabba urðu síðar í formi fjölmargra heimsókna til okkar þegar við bjuggum í Dan- mörku, en í minningunni voru þær óteljandi. Ég hafði og hef áhuga á að vita hvernig lífið var hér áður fyrr og pabbi var alveg tilbúinn að ræða „gamla tímann“. Hann sagði mér ýmislegt úr uppeldi sínu. Eins og þegar honum voru bornar fréttirnar af andláti föður síns, þá aðeins 12 ára gamall. Hann sagði mér líka frá sameiginlegu leynd- armáli þeirra mömmu sem upp- lýstist fyrir nokkrum árum. Já, það kom margt í ljós sem ég hafði ekki hugmynd um varðandi pabba. T.d. hafði hann verið í kirkjukór og var þrjú ár í Iðnskól- anum en lauk ekki námi því hann varð ástfanginn af mömmu og gerðist bóndi. Hann kom mér sí- fellt á óvart. Pabbi var alltaf boð- inn og búinn að aðstoða við hvers kyns viðvik svo lengi sem heilsan leyfði. Hann hafði líka gaman af að gleðja fólk, á öllum aldri og þá sér- staklega börn og var alltaf til í ein- hvern fíflaskap eins og t.d í úti- legum stórfjölskyldunnar. Pabbi var mikil félagsvera og stóð fyrir spilakvöldum og páskabingóum. Hann fékkst líka til að leika jóla- svein fyrir börnin í Danmörku við mikla kátinu. Um hver áramót fór pabbi með Sigga, systurson sinn, að leiði föður síns með blóm og kerti en Siggi er alnafni afa. Hann er líka mikill FH- og Haukamaður og pabbi lét hanna tvískiptan FH- og Haukabol fyrir Sigga sem hef- ur vakið mikla athygli. Pabbi var á sínum yngri árum fríður sýnum, hávaxinn og með mikið dökkt hár. Hann hafði gaman af að dansa og var bara nokkuð góður í því þótt hann hafi aldrei í dansskóla kom- ið. Nú dansar hann í Sumarland- inu með þeim sem á undan honum eru farin. Með þessum fátæklegu orðum kveð ég elsku pabba minn og þakka honum fyrir allt og allt. Þín elskandi dóttir, Rósa Karen. Mig langar að skrifa svo margt um þig, elsku pabbi, en orðin standa í hálsinum og tárin renna niður kinnarnar. Þú sem gafst mér svo mikla hlýju og varst alltaf til staðar þegar ég þurfti á hjálp að halda. Hvert örstutt spor var auðnuspor með þér, hvert andartak er tafðir þú hjá mér var sólskinsstund og sæludraumur hár, minn sáttmáli við guð um þúsund ár. (Halldór K. Laxness) Takk fyrir allt, elsku pabbi. Þín dóttir, Marta. „Eruð þið komin elskurnar?“. Þessi orð hljóma í huganum þegar ég hugsa til tengdapabba, Jóns Borgþórs Sigurjónssonar, eða Bogga eins og hann var alltaf kall- aður. Við Boggi kynntumst skömmu eftir að leiðir okkar Rósu lágu saman í byrjun árs 2009. Þá hafði hann verið að glíma við alls kyns krankleika í nokkur ár og náði sér aldrei almennilega af því allt þar til yfir lauk. Þegar við spjölluðum saman bar veikindin oft á góma enda líf hans litað af þeim, en aldr- ei skynjaði ég þó sjálfsvorkunn eða depurð hjá honum. Við und- irbúning útfarar Bogga höfum við hjónin hlustað á æviminningar hans allt frá bernsku og þar kom ýmislegt fram sem ég ekki vissi. Margt af því hefði ungur drengur aldrei átt að upplifa af ógætni og skilningsleysi jafnaldra og fullorð- inna. Orð og gerðir sem rista sári unga sál og móta til lífsstíðar. Það leitar á hugann hvernig ævi okkar getur bundist fjötrum þess sem var, en á sama tíma vaxið og blómstrað ef lífsviðhorfin og vilji sækja í þá átt. Til að það megi verða þarf sáttin að koma til og þrátt fyrir allt er það hún sem stendur upp úr öllu því sem ég kynntist í tengdaföður mínum. Enginn biturleiki eða gremja til þess liðna heldur glaðværðin og léttleikinn sem skein í gegn allt fram á síðasta kvöldið sem Boggi lifði. Þá var Rósa hjá honum og ætlaði að staldra lengur, en pabbi hennar fann að stundin var komin og bað hana með sinni léttu röddu að fara nú heldur heim og knúsa okkur krakkana. Svo gætu þau sést síðar. Og það er þannig sem ég trúi að málalokin verði, eða eig- um við að segja næsti kafli. Hafðu þökk fyrir allt og allt, elsku Boggi minn. Við sjáumst síð- ar. Þinn tengdasonur, Dagur Hilmarsson. Jón Borgþór Sigurjónsson ✝ Guðrún Jóns- dóttir fæddist á Grýtubakka í Grýtubakkahreppi 23. júní 1939. Hún lést á Heilbrigð- isstofnun Sauð- árkróks 3. ágúst 2021. Foreldrar hennar voru hjónin Jón Bjarnason, bóndi og rithöf- undur, f. 4. maí 1910, d. 12. des. 1991, og Ingi- björg Tryggvadóttir húsfreyja, f. 26. des. 1916, d. 23. sept. 1992. Systkini Guðrúnar eru Margrét Hulda, f. 1940, Tryggvi, f. 1946, d. 2003, Þórey Kristín, f. 1952, Bjarni, f. 1953, Fríður, f. 1954, og Arnheiður, f. 1963, d. 1973. Guðrún giftist 30. desember 1965 Halldóri Þorleifi Ólafs- syni, f. 20. des. 1934, d. 12. okt. 2016, frá Miklabæ í Óslands- 4. Ingibjörg Arnheiður, f. 1975. Guðrún flutti með foreldrum sínum og systur í Garðsvík á Svalbarðsströnd árið 1944 og hafði alla tíð sterkar taugar til æskustöðvanna. Hún gekk í barnaskólann á Svalbarðs- strönd en auk þess stundaði hún nám við Tóvinnuskólann á Svalbarði einn vetur. Guðrún starfaði í mötuneyti Mennta- skólans á Akureyri þar til hún fór í Húsmæðraskóla á Löngu- mýri í Skagafirði 1960-1961. Veturinn á eftir kenndi hún handavinnu við sama skóla. Guðrún og Halldór hófu búskap á Miklabæ á móti foreldrum hans árið 1965. Halldór lést ár- ið 2016 og flutti Guðrún á dval- arheimili á Sauðárkróki í árs- byrjun 2019 og bjó þar til æviloka. Útför Guðrúnar fer fram frá Sauðárkrókskirkju í dag, 12. ágúst 2021, og hefst athöfnin klukkan 14. Streymi verður í gegnum Fa- cebook-síðu og Youtube-rás Sauðárkrókskirkju. hlíð. Foreldrar hans voru Ólafur Valgarð Gunn- arsson bóndi, f. 1894, og Elísabet Ingveldur Hall- dórsdóttir ljós- móðir, f. 1904. Börn Guðrúnar og Halldórs eru: 1. Jón Ingi, f. 1965. Börn Jóns eru: a) Helga Þór- ey, f. 1984, eiginmaður Jónatan Jónsson, f. 1979. Sonur þeirra: Óskar Bjarni, f. 2012. b) Guð- rún Ósk, f. 1995. Dætur henn- ar: Dagný Ösp, f. 2015, og Ylfa Mist, f. 2017. c) Þórdís Stella, f. 1999, sambýlismaður Kristján Reynir Kristjánsson, f. 1992, d) Gunnar Valur, f. 2000. 2. Anna Elísabet, f. 1966. Sonur Önnu: Dagur Magnússon, f. 1990. 3. Ólafur Gunnar, f. 1967. Dóttir Ólafs: Guðrún Benney, f. 2008. Ég kvaddi mömmu í hinsta sinn 3. ágúst síðastliðinn á sama staðnum og við hittumst fyrst, Sjúkrahúsinu á Sauðárkróki. Mamma sagði gjarnan að hún væri það heilsuhraust að hún hefði aldrei þurft að leggjast inn á spítala nema þegar hún fæddi mig en það flokkaðist víst ekki sem veikindi heldur sjálfskapar- víti. Slysabarnið ég tók þessum ummælum ekki nærri mér því ég efaðist aldrei um ást hennar á mér sem var algjörlega gagn- kvæm. Systkini mín þrjú fædd- ust heima í sveitinni. Að vera ör- verpi hafði sína kosti og galla. Ég var mömmusjúk með eindæm- um. Ég vildi ólm fara í sumar- búðir með vinkonum mínum að Hólum í Hjaltadal sem eru um 12 km frá æskuheimilinu. Það var samþykkt og meira að segja fjár- fest í regngalla sem ég átti að hafa meðferðis. En þegar á hólminn var komið treysti ég mér ekki að fara frá mömmu. Við tvær fórum oft til Akureyrar að heimsækja afa og ömmu og fleiri ættingja og það voru miklar gæðastundir. Ég var alltaf í gluggasætinu í Norðurleiðarrút- unni á leiðinni til Akureyrar því mamma var svo lofthrædd. Þetta er auðvitað „life hack“ af bestu gerð. Það var alls ekki draumur mömmu að búa í sveit en örlögin réðu því. Mér fannst hins vegar dásamlegt að alast upp á sveita- heimili með þremur kynslóðum þar sem var mikill gestagangur og líf og fjör. Eftir að ég varð fullorðin skil ég engan veginn hvernig mamma komst yfir öll verkefni dagsins, ár eftir ár. Ég man hvað ég var svekkt þegar ég, mömmusjúka barnið, mátti ekki fara með henni í berjamó því að hún vildi bara fá að vera ein í friði. Ég skil hana mætavel núna. Hún var hörkudugleg, úr- ræðagóð, vandvirk, ósérhlífin, gestrisin og þolinmóð. Bakaði lager af bakkelsi vikulega og saumaði föt á alla fjölskylduna og fleiri til. Hún elskaði að gera handavinnu og hún var ótrúlega handlagin. Hún dæsti nú samt þegar hún kláraði handavinnu- verkefnin mín í grunnskóla og skildi ekki af hverju ég hafði engan áhuga á handavinnu. Mamma var alltaf líkamlega hraust og algjör nagli en því miður fékk hún Alzheimer-sjúk- dóminn. Henni fannst leiðinlegt að tapa minninu og þekkja ekki lengur fólk. Hún tók þó veikind- um sínum með miklu jafnaðar- geði og æðruleysi. Hún var til fyrirmyndar í því eins og svo mörgu öðru. Henni leið vel í dag- vistinni og svo seinna á dvalar- heimilinu á Sauðárkróki, talaði fallega um starfsfólkið og var mjög fegin að þurfa ekki að elda sjálf. Ég er þakklát fyrir að eiga hana fyrir mömmu, hún kenndi mér góð gildi, var sérlega mikill húmoristi, vinur vina sinna og mikil fjölskyldukona. Hún hafði sterkar taugar til æskuslóðanna og þreyttist aldrei á að rifja upp skemmtilegar sögur af Sval- barðsströndinni. Hún átti líka frábærar minningar og vinkonur frá Húsmæðraskólanum á Löngumýri og ég varð verulega leið síðastliðið vor þegar hún hafði ekki heilsu til að hitta skólasystur sínar en hún beið alltaf spennt eftir að hitta þenn- an skemmtilega hóp sem hélt sambandi í öll þessi ár. Takk fyrir allt elsku mamma mín. Ég sakna þín. Ingibjörg Arnh. Halldórsdóttir (Inga Heiða). Elsku amma mín, þetta eru búnir að vera skrítnir dagar eftir að þú fórst frá okkur. Mér finnst svo skrítið að hugsa til þess að sjá þig ekki aftur. Mínar fyrstu minningar eru þegar við vorum að brasa saman á Miklabæ, manstu þegar við fórum alltaf saman í fjósið að mjólka og reka kýrnar, ég man að þetta var það skemmtilegasta sem ég gerði með þér, man líka að þú varst ekki alveg sammála mér enda varstu búin að gera þetta í marga áratugi. Svo sátum við oft saman við eldhúsborðið og drukkum flatt gos með bestu lyst og ræddum ýmislegt saman, misgáfulegt býst ég við. Þú sagðir að þú vorkenndir mér að heita Guðrún eins og þú því það væri svo kerlingarlegt nafn, veistu amma að ég dýrka þetta kerlingarlega nafn okkar, því ég heiti í höfuðið á þér, konu sem ég hef alltaf litið upp til. Amma, ég skal samt viður- kenna að ég var komin með nóg af laginu um Bjössa á mjólkur- bílnum allar bílferðir, en í dag er það ein af mínum bestu minn- ingum og fyndnustu því ung- lingnum sem ég var fannst þetta ekki kúl. Veistu amma mér fannst þú alltaf svo fyndin, finnst enn þá fyndið þegar maður hringdi í þig eða hitti þig og spurði þig hvern- ig þú hafðir það, þá fékk maður alltaf sama svarið, ég er að drep- ast úr leti, en samt varstu kannski búin að vera að brasa ýmislegt. Ég sakna svo að fá ekki ömmu fiskibollur sem voru engu líkar. Amma mín, góða ferð í Sum- arlandið og vonandi hittir þú allt þitt fólk sem hefur beðið eftir þér. Ég á eftir að sakna þín svo mikið og líka Dagný og Ylfa. Í bljúgri bæn og þökk til þín, sem þekkir mig og verkin mín. Ég leita þín, Guð, leiddu mig og lýstu mér um ævistig. Ég reika oft á rangri leið, sú rétta virðist aldrei greið. Ég geri margt, sem miður fer, og man svo sjaldan eftir þér. Sú ein er bæn í brjósti mér, ég betur kunni þjóna þér, því veit mér feta veginn þinn, að verðir þú æ Drottinn minn.. (Pétur Þórarinsson) Þín Gudda. (Guðrún Ósk Jónsdóttir) Guðrún Jónsdóttir Nú er horfin himna til heilbrigð sál í ljóma, sem við fögur friðarskil fagnar nýjum blóma. Kristín Snæfells Arnþórsdóttir ✝ Kristín Snæfells Arnþórsdóttir fæddist 4. október 1950. Hún andaðist 3. júlí 2021. Útför Kristínar fór fram 26. júlí 2021. Gullfalleg og góð og sönn gaf hún af sér mikið. Fylgdi henni í allri önn indælt sólskins blikið. Hún svo mörgum hugg- un var, hjörtu gladdi líka. Allar stundir í sér bar eðlið kærleiksríka. Full af lífi fram á við færði hún allt til bóta. Hlýja geisla sendi um svið, sigur bestu hóta. Þótt hún marga reyndi raun, reis hún hátt með prýði. Gæskan henni gaf sín laun, gull í hverju stríði. Heiðrað gat hún líf og ljós ljúf með trúum hætti. Þar af brunni jákvæð jós, jafnaði mál og bætti. Vermd af sálar vænstu rún vann hún allt til þrifa. Væru allir eins og hún yrði gott að lifa! (RK) Vinarkveðja, Guðrún Hrólfsdóttir. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Óheimilt er að taka efni úr minningargreinum til birt- ingar í öðrum miðlum nema að fengnu samþykki. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felli- glugganum. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.