Morgunblaðið - 12.08.2021, Síða 50
50 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 2021
✝
Stefán Már Ing-
ólfsson fæddist
á Seyðisfirði 16.
febrúar 1932. Hann
lést á Hjúkrunar-
heimilinu Eir 29.
júlí 2021.
Foreldrar hans
voru Hjálmar Gísli
Ingólfur Jónsson, f.
15. september 1902,
d. 13. febrúar 1985,
og Maren Böðvars-
dóttir, f. 30. ágúst 1902, d. 20.
október 1939.
Þann 15. júní 1963 giftist Stef-
án eftirlifandi eiginkonu sinni
Maríönnu Elísu Franzdóttur, f.
Metzner, hjúkrunarfræðingi, f.
18. júní 1927. Foreldrar hennar
voru Dr. jur. Franz Ludwig
Metzner, f. 26. maí 1895, d. 6. maí
1970, og kona hans, Marianne
Metzner, f. Moser, f. 17. sept-
ember 1901, d. 10. febrúar 1998.
Þau eignuðust eina dóttur,
Helgu Maríu Stefánsdóttur, f. 2.
maí 1964. Eiginkona hennar er
Verzlunarskóla Íslands, eftir því
við hann að taka að sér þýsku-
kennslu við skólann tímabundið.
Hann ákvað að taka því en varð
svo fastráðinn við skólann og hélt
áfram kennslu allt þar til hann lét
af störfum árið 1998, eða í 43 ár.
Hann tók einnig að sér kennslu á
þýskunámskeiðum hjá Germaníu
1956-1961 og var við tollgæslu-
störf á Seyðisfirði á sumrin sömu
ár. Hann kenndi íslensku fyrir út-
lendinga einn vetur haustið 1958
í afleysingum í Miðbæjarskól-
anum. Síðar lagði hann stund á
nám í finnsku í Háskóla Íslands
1972-1977 og lauk 3. stigs prófi.
Ásamt Magnúsi Jochumssyni
þýddi hann bókina Manillareipið
eftir Vejo Meri úr finnsku árið
1973. Hann sótti einnig námskeið
fyrir þýskukennara 1975 og 1976
og tók próf sem löggiltur dóm-
túlkur og skjalaþýðandi í og úr
þýsku árið 1981.
Útför Stefáns Más fer fram frá
Grafarvogskirkju í dag, 12. ágúst
2021, kl. 13.
Edda Stefanía Levy,
f. 9. mars 1947, og
eru synir þeirra
Stefán Már Levy
Helguson, f. 22. júlí
2008, og Ástvaldur
Þór Levy Helguson,
f. 22. júlí 2008.
Stefán Már ólst
upp á Seyðisfirði og
gekk í barnaskól-
ann þar. Eftir
barnaskólann fór
hann norður og tók gagnfræða-
próf frá Menntaskólanum á Ak-
ureyri 1948 og stúdentspróf 1951
frá sama skóla. Hann hóf nám í
þýsku í Háskóla Íslands haustið
1951. Stefán var valinn úr hópi
umsækjenda um styrk frá félag-
inu Germaníu til þýskunáms við
Háskólann í Köln. Hann tók sér
eins árs frí frá Háskóla Íslands
og var þar við nám veturinn 1952
til 1953. Hann lauk BA-prófi í
þýsku frá Háskóla Íslands 1955.
Í febrúar 1955 leitaði dr. Jón
Gíslason, þáverandi skólastjóri
Eftir margra ára baráttu við
Alzheimer-sjúkdóminn hefur
pabbi kvatt þessa jarðvist. Það
er erfitt að sjá á eftir föður sín-
um í gegnum þessi veikindi og
sannast þá kannski orðatiltækið
„oft verður gamall maður barn“.
En ef ég lít til baka sé ég ynd-
islegan mann, besta föður sem
hægt er að hugsa sér. Ég á í
raun ekki til nógu stór orð til að
lýsa honum, bljúgur, hógvær, til-
litssamur, hjálpsamur, um-
hyggjusamur eru aðeins nokkur
orð sem koma upp í hugann.
Pabbi kynntist mömmu þegar
hann kenndi íslensku einn vetur í
Miðbæjarskólanum. Mamma var
send á námskeiðið 1958 ásamt
öðrum konum frá Elliheimilinu
Grund. Eftir að þau komust að
því að þau áttu heima á svipuðum
slóðum, Ljósvallagötu og Brá-
vallagötu, voru þau oftar en ekki
samferða heim af námskeiðinu.
Þetta þróaðist svo í dýpra sam-
band og þó að mamma hafi farið
að vinna í tvö skipti við hjúkrun í
Bandaríkjunum héldu þau sam-
bandi með bréfaskriftum. Þau
keyptu sér svo sína fyrstu íbúð í
kjallaranum á Hagamel 18. Þau
voru mjög nægjusöm, notuðu
m.a. tvær stórar kistur úr ferða-
lögum mömmu til Bandaríkjanna
sem mublur.
Það þarf ekki að tíunda það að
þegar ég fæddist varð ég auga-
steinn pabba, það var ekki til
það sem hann vildi ekki gera fyr-
ir mig. Hann hjálpaði mér við
lærdóminn, aðstoðaði mig við að
flytja í Hátúnið og síðar Stara-
rimann og var alltaf svo um-
hyggjusamur, hvort allt væri í
lagi hjá mér og síðar okkur
Eddu, hvort það væri eitthvað
sem okkur vantaði eða hann
gæti gert. Ég hef alltaf getað
leitað til pabba ef mig vantaði
svar við einhverju. Oftast hafði
hann svör á reiðum höndum en
ef ekki fletti hann þeim upp í
einhverjum af þeim fjölda orða-
bóka og uppflettirita sem hann
átti, hann var nefnilega mikill
grúskari. Hann átti ógrynni af
bókum og það voru bókstaflega
bókahillur í hverju einasta her-
bergi. Oft á tíðum kom hann
heim með eina eða tvær bækur
sem hann hafði keypt í fornbóka-
versluninni Bókinni hjá Braga
Kristjónssyni á leiðinni heim.
Þegar pabbi og mamma fluttu
upp í Sóleyjarima barst í tal við
flutningana að aldrei hefðu
menn borið eins marga bóka-
kassa á milli heimila.
Pabbi tók aldrei bílpróf og
labbaði því yfirleitt allt sem
hann fór. Á gönguferðum sínum
rakst hann iðulega á ýmsa ketti.
Hann gaf sér alltaf tíma til að
stoppa, klappa þeim og tala við
þá og marga þekkti hann með
nafni. Þegar pabbi kom svo heim
sagði hann okkur mömmu alltaf
frá því hvaða ketti hann hefði nú
hitt þann daginn og sá ég alltaf í
augum hans hvað þetta gaf hon-
um mikið. Hann var enda dýra-
vinur mikill og passaði fyrir okk-
ur Eddu kettina á sumrin þegar
við fórum í frí til Þýskalands
með mömmu. Ég held innst inni
að hann hafi frekar viljað passa
kettina en fara út með okkur.
Klassísk tónlist skipaði mik-
inn sess í lífi pabba og var Rich-
ard Wagner í sérstöku uppáhaldi
hjá honum. Það var alltaf ein-
hver klassísk tónlist á fóninum
hjá honum og þykir mér ægilega
vænt um það í dag að hafa
kynnst þeirri tónlist.
Nú hefur elsku pabbi fengið
hvíldina, það verður vel tekið a
móti honum.
Hvíl í friði elsku pabbi minn,
þín
Helga.
Nú hefur Stefán Már tengda-
faðir minn kvatt þennan heim
eftir áralöng veikindi og langar
mig að minnast hans með þess-
um línum mínum.
Stefáni kynntist ég fyrir rúm-
um þremur áratugum þegar ég
fór fyrst með Helgu á Kapla-
skjólsveginn til Stefáns og Marí-
önnu foreldra hennar. Þá eins og
alla tíð síðan var mjög ljúft og
gott að koma þangað og spurði
Stefán hvort hann hefði kennt
mér því hann var og hafði verið
mörg ár kennari í Verzlunar-
skólanum og urðu árin alls 43
áður en hann fór á eftirlaun.
Hann var góðum gáfum gæddur,
hafði yndi af öllum fróðleik, las
mikið og átti stórt og gott safn
bóka. Oft var leitað til hans ef
mann vantaði svör eða upplýs-
ingar um hina ýmsu hluti og
aldrei stóð á svari hjá honum.
Hann var okkar Google á þeim
tíma og aldrei þreyttist Stefán á
að leiðbeina okkur og fræða.
Hann var mikill tungumálamað-
ur, kunni mörg tungumál og hélt
áfram að stúdera þau eftir að
hann lét af kennslu. Sóra áhuga-
málið hans var þó klassísk tón-
list og þar átti hann mikið og
áhugavert safn. Oft þegar við
fórum til útlanda var leitað í tón-
listarverslunum að tónverkum
með vissum stjórnendum eða
söngvurum því ekki mátti kaupa
hvaða útgáfu sem var. Stefán
var ljúfmenni, traustur og um-
hyggjusamur og mikil var gleði
hans þegar afadrengirnir hans
komu í heiminn og ekkert það til
sem hann ekki vildi gera fyrir
augasteinana sína. Þeir elskuðu
afa sinn og gott var að fara til
afa og ömmu þar sem var dekrað
við þá og ýmislegt skemmtilegt
gert.
Aldrei sá ég hann reiðast, allt
leysist með rólegheitum sagði
hann og minnti á að það væri
nauðsynlegt að slappa af.
Stefán fór allra sinna ferða
fótgangandi, gerði daglega leik-
fimiæfingar og var vel á sig
kominn líkamlega. Hann var
mikill dýravinur og voru kettir í
sérstöku uppáhaldi hjá honum.
Ófáar kisurnar urðu á vegi hans
á göngutúrum um bæinn og allt-
af var tími fyrir smá klapp
handa þessum ferfættu vinum
hans. Okkar kisur nutu góðs af
hlýju hans og passaði hann þær
hér áður þegar við Helga fórum
til útlanda.
Fyrir um 10 árum greindist
Stefán með Alzheimer-sjúkdóm-
inn. Læknirinn sem greindi þann
illvíga sjúkdóm var gamall nem-
andi hans og hafði hann á orði að
hann yrði lengi að taka hann
vegna þess hve mikið hann hefði
stundað heilaleikfimi um ævina,
það reyndist líka svo verða. Þeg-
ar honum versnaði mjög fór
hann á Hjúkrunarheimilið Eir
þar sem vel var hugsað um hann.
Hann hélt sinni ljúfu lund allt til
enda, það breyttist aldrei.
Stefán er farinn í tónleikasali
æðri heima og nýtur þar sinnar
elskuðu tónlistar í friði og al-
gjörri ró.
Ég vil á kveðjustund þakka
elsku tengdaföður mínum fyrir
hans trausta vinskap og um-
hyggjuna sem hann sýndi mér
alla tíð. Strákarnir hans kveðja
líka afa sinn með söknuði og
munu þeir alltaf geyma í hjarta
sér hvað þeir áttu yndislegan
afa, eins og þeir sjálfir komust
að orði.
Blessuð sé minnig Stefáns
Más Ingólfssonar.
Edda Levy.
Yfir tindum öllum
er ró,
friður á fjöllum,
fugl í tó
hljóðnaður hver;
það bærist ei blær eða kliður.
Einnig þinn friður
framundan er.
(J. W. von Goethe)
Stefán Már, frændi minn frá
Seyðisfirði, er fallinn frá vel við
aldur. Móðurafi hans, Böðvar
Stefánsson, flutti til Seyðisfjarð-
ar úr Húnavatnssýslu vestur í
lok 19. aldar, en þá var þar mikil
uppbygging og fólki fjölgaði ört.
Böðvar var söðlasmiður og vann
einnig við skósmíði. Á Seyðisfirði
voru samgöngur við útlönd tölu-
verðar snemma á tuttugustu öld
og nokkuð alþjóðlegur bragur á
bænum þar sem töluð var bæði
íslenska, danska og norska.
Böðvar og kona hans, Jónína
Friðrika, eignuðust mörg börn,
eitt þeirra var Maren, móðir
Stefáns Más. Efnin voru lítil, en
síðar meir byggði elsti sonurinn
og nafni hans hús fyrir sitt fólk.
Stebbahús stóð uppi í hlíðinni
fyrir ofan höfnina þar sem fylgj-
ast mátti með skipakomum. Þar
dvaldi drengurinn mikið hjá
móðurfólki sínu, en hann missti
móður sína mjög ungur. Faðir-
inn hugsaði einnig vel um dreng-
inn sinn og hélt ráðskonu.
Á uppvaxtarárum Stefáns
Más var heimsstyrjöldin í gangi,
og mikil síldveiði þegar bærinn
fylltist af aðkomufólki og lífi.
Þessi bæjarbragur og sam-
göngur við útlönd gerðu ef til vill
að verkum að hann fór utan til
náms eftir stúdentspróf til að
nema þýsku í Köln. Hana kenndi
hann síðan lengi í Verslunarskól-
anum. Stefán Már var hæglátur
maður, mikill menntamaður og
afar fróður, nánast fjölfræðing-
ur, sem gott var að leita til.
Hann átti til að brydda upp á
nýjungum í kennslunni; hann
spilaði Bertholt Brecht á plötu-
spilara fyrir okkur nemendur
sína og söng kvæði eftir Heine,
eini kennarinn sem gerði slíkt.
Og hann lét okkur lesa Nætur-
ljóð vegfaranda, eftir Goethe,
sem birtist hér í þýðingu Yngva
Jóhannessonar.
Ég minnist þess sem barn er
hann kom í heimsókn á Skóla-
vörðustíginn, nýkominn úr námi
með þykk og svört gleraugu af
öllum sínum bóklestri, sólbrúnn
með framandi andblæ. Færni
hans í tungumálum lýsir sér
meðal annars í því að á miðjum
aldri lærði hann finnsku og
þýddi síðan með ágætum söguna
„Manilareipið“.
Það voru notalegar stundir í
fjölskylduboðum hjá þeim Mari-
anne á Kaplaskjólsveginum,
ásamt Helgu dóttur þeirra og
Eddu, síðan komu drengirnir,
Stefán Már og Ástvaldur Þór.
Ég sendi þeim öllum innilegar
samúðarkveðjur.
Berglind Gunnarsdóttir.
Stefán Már Ingólfsson
✝
Þórunn Þór-
arinsdóttir
fæddist í Reykja-
vík 5. mars 1947.
Hún lést á Hille-
röd-sjúkrahúsinu í
Danmörku 18. maí
2021 eftir erfið
veikindi.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin
Þórarinn Helgi
Jónsson, f. á Ytri-
Rauðamel í Eyjahreppi 8. jan-
úar 1913, d. 23. apríl 1986, og
Jenny Lea Svanhild Olsen, f. í
Vestmanna í Færeyjum 16.
október 1910, d. 2. júlí 2006.
Systur Þórunnar eru: Lea, f.
29. ágúst 1939, Emmy, f. 28.
desember 1941, d. 22. desem-
ber 2009, og Elna, f. 8. sept-
ember 1943. Hálfbróðir Þór-
unnar sammæðra var Trausti
Ólafsson, f. 19. júlí 1935, d. 31.
mars 2016, og samfeðra hálf-
systir er Jóna Guðrún Þór-
arinsdóttir, f. 25. apríl 1936.
Þórunn var tvígift og tvífrá-
skilin. Fyrri eig-
inmaður hennar er
Birgir Jakobsson
læknir og seinni
eiginmaður henn-
ar Peter Birk Jen-
sen hjá danska
hernum. Þórunn
og Peter eiga sam-
an dótturina Lindu
Margit, f. 5. mars
1987, og var hún
ættleidd frá Kór-
eu.
Þórunn ólst upp í Vestur-
bænum í Reykjavík en æsku-
heimili hennar stóð við
Brekkustíg 14b. Hún útskrif-
aðist sem stúdent frá MR 1967
og sem meinatæknir frá Meina-
tækniskóla Íslands 1969. Hún
hélt út til Danmerkur í fram-
haldsnám í lífefnafræði.
Þórunn bjó og starfaði í
Danmörku alla tíð síðan.
Þórunn óskaði eftir að vera
jörðuð á Íslandi og var jarðsett
í Gufuneskirkjugarði 9. ágúst
2021.
En komin eru leiðarlok
og lífsins kerti brunnið,
og þín er liðin æviönn,
á enda skeiðið runnið.
Í hugann kemur minning mörg
og myndir horfinna daga,
frá liðnum stundum læðist fram
mörg ljúf og falleg saga.
(Höf. ók.)
Lea Þórarinsdóttir.
Donna systir og frænka fékk
sitt gælunafn frá föðursystur
sinni þegar hún var nýfædd og
gælunafnið festist við hana alla
tíð síðan enda afar fallegt.
Donna fæddist heima á
Brekkustíg 14b og var yngst
fjögurra systra. Hún var dekruð
af eldri systrum sínum og það átti
vel við hana enda sótti hún mikið
til þeirra og samveru með þeim.
Donna var alla tíð glæsileg
kona, glaðlynd, félagslynd og
hrókur alls fagnaðar.
Hún var alla tíð forvitin og
vildi fræðast um allt mögulegt,
menn og málefni. Hún var mikil
málamanneskja og talaði nokkur
tungumál svo sem ensku, dönsku,
frönsku, ítölsku og þýsku.
Donna hafði gaman af hvers
kyns sögum og var dugleg að búa
til sögur og fór oft og tíðum á flug
þegar hún sagði frá af mikilli inn-
lifun eins og sannur rithöfundur.
Hún var listræn og málaði mynd-
ir í frístundum sínum og einnig
hafði hún mjög gaman af elda-
mennsku og töfraði fram dýrind-
ismáltíðir þegar henni datt í hug.
Hún hafði gaman af börnum og
passaði gjarnan systrabörnin
þegar hún var yngri.
Donna varð ekki þeirrar gæfu
aðnjótandi að eignast eigið barn
og því ættleiddu hún og Peter
seinni maðurinn hennar litla
stúlku sem var þeim mikill gleði-
gjafi og þótti þeim báðum mjög
vænt um hana.
Donna var einnig mikill katta-
vinur og átti nokkra ketti um
dagana sem hún dekraði við. Síð-
ustu árin bjó hún ein með kött-
unum sínum.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin, sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni.
Faðir minn láttu lífsins sól
lýsa upp sorgmætt hjarta.
Hjá þér ég finn frið og skjól.
Láttu svo ljósið þitt bjarta
vekja hann með sól að morgni.
Drottinn minn réttu sorgmæddri sál
svala líknarhönd.
Og slökk þú hjartans harmabál
slít sundur dauðans bönd.
Svo vaknar hann með sól að morgni.
Farðu í friði vinur minni kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
(Bubbi Morthens)
Við hugsum til Lindu með
hlýju og vottum henni okkar inni-
legustu samúð.
Lea, Gestur, Bryndís, Tómas,
Agnar, Baldur og fjölskyldur.
Þórunn
Þórarinsdóttir
Nú hefur hún
kvatt, mín kæra Ás-
laug Pálsdóttir, fyrr-
verandi prestsfrú,
sem ég í huganum
kenni alltaf við Staf-
holt. Náin kynni tókust með okkur
þegar við hjónin fluttum í presta-
kallið árið 1999, á þau bar aldrei
skugga.
Áslaug var klettur sem margir
stóluðu á án þess að orð væru höfð
á því. Vinna sveitaprestsins mót-
aði hana ekki síður en hann. Íbú-
arnir voru fáir, þekktust og tengd-
ust mikið innbyrðis. Ef upp komu
áföll þá leitaði fólk oftar en ekki
fyrst til prestsins. Hann fékk þá
oft það erfiða hlutverk að vinna
Áslaug Pálsdóttir
✝
Áslaug Páls-
dóttir fæddist
1. maí 1940. Hún
lést 16. júlí 2021.
Útförin fór fram
4. ágúst 2021.
með sorgir vina
sinna eða kunningja.
Þegar þannig hagaði
til var gott að eiga
maka sem studdi við
og styrkti og það
gerði Áslaug Páls-
dóttir. Hún var án
efa sú stoð sem eig-
inmaður hennar, sr.
Brynjólfur Gíslason,
þarfnaðist.
Við messuhald í
prestakallinu var hennar hlutur
ekki smár. Hún hafði góða söng-
rödd, söng sjálf í kirkjukórnum og
sá um að hann kæmi saman og
rækti skyldur sínar. Hún bar
söngfólki kaffi og með því á kóræf-
ingum og hátíðarkaffi á jólaföstu.
Og ætíð var boðið upp á ríkulegt
messukaffi í Stafholti. Þar vildi
hún ekki hjálp nema kannski ögn
við uppvaskið.
Ekki var fyrrverandi prestsfrú-
in í Stafholti sú sem steig á pall né
hélt ræður. Því síður að hún hopp-
aði upp á borð í veislum til að vekja
á sér athygli. Það hugnaðist henni
illa og var algjörlega í mótsögn við
hennar persónuleika. „Ef halda
þarf ræðu getur Brynjólfur sem
best séð um það. Hann er í æf-
ingu,“ sagði hún við mig eitt sinn.
Aldrei man ég eftir því að Ás-
laug legði illt til nokkurs manns.
Frekar þagði hún eða sagði
kannski: „Ja það hefur verið ein-
hvern veginn.“ Ekki bar hún held-
ur sorgir sínar á torg, var aldrei
ónotaleg en brá stundum fyrir sig
fálæti ef umræðuefnið var þannig
að hún vildi ekki ræða það frekar.
Í dreifbýlinu naut mýrdælska
sveitastúlkan sín vel. Þar nestaði
hún börnin sín til að takast á við
lífið, eins og best hún kunni. Veitti
þeim öryggi og skjól og sá til þess
að flugfjaðrirnar yrðu vel vaxnar
áður en þau flygju út í heiminn. Að
þeim myndi vel farnast var hennar
ósk.
Áslaug var berdreymin. Við
ræddum stundum merkingu
þeirra drauma og reyndum að
ráða í skilaboðin sem í þeim fólust.
En draumarnir sem slíkir gáfu
jafnframt tækifæri til samfunda
og símtala sem hafa myndað
ómetanlegar minningar sem í dag
er gott að orna sér við.
Oft minnti Áslaug mig á konuna
sem Davíð Stefánsson frá Fagra-
skógi lýsir í ljóði sínu „Konan sem
kyndir ofninn minn“ og ég held, í
einfeldni minni, að henni hafi þótt
vænt um þessa samlíkingu. En
glæsileg og reist ræktaði hún
garðinn sinn, bæði í eiginlegri og
óeiginlegri merkingu. Studdi við-
kvæman gróður jarðar og mann-
lífs.
Kæra vinkona. Enn vildi ég að
við gætum átt gott samtal en er þó
glöð yfir því að þú ert komin í
faðminn á elskunni þinni og nýtur
sumarlandsins með honum. Inni-
legar þakkir fyrir vináttuna og
njóttu alls sem ný veröld hefur
upp á að bjóða.
Elsku, Palli, Ásta, Magga og
Guðný. Ég votta ykkur mína
dýpstu samúð. Guð blessi og varð-
veiti minningu Áslaugar Pálsdótt-
ur.
Birna G. Konráðsdóttir.