Morgunblaðið - 12.08.2021, Page 60
60 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 2021
Sálfræðingur
Laust er til umsóknar starf sálfræðings hjá Skóla- og vel-
ferðarþjónustu Árnesþings. Um er að ræða 100% stöðu.
Æskilegt er að viðkomandi gæti hafið störf 1. september
n.k. eða eftir samkomulagi.
Hjá Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings starfar öflug
liðsheild sérfræðinga sem vinnur í þverfaglegu samstarfi
um málefni einstaklinga og hópa. Sjö sveitarfélög reka
Skóla- og velferðarþjónustuna sem hefur starfsstöð í
Hveragerði. Á svæðinu eru sjö leikskólar, sex grunnskólar
og tveir leik- og grunnskólar.
Starfssvið sálfræðings
• Ráðgjöf til foreldra og starfsfólks leik- og grunnskóla.
• Forvarnastarf með áherslu á snemmtæka íhlutun.
• Sálfræðilegar athuganir og greiningar á börnum og
unglingum, ráðgjöf og eftirfylgd mála.
• Fræðsla og ráðgjöf vegna mála einstaklinga eða hópa.
• Viðtöl við nemendur m.a. vegna tilfinninga- og hegð-
unarvanda.
Menntunar- og hæfniskröfur
• Löggilding til starfa sem sálfræðingur.
• Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
• Skipulagshæfileikar og rík færni í samskiptum.
• Hæfni í þverfaglegu samstarfi.
Leitað er eftir metnaðarfullum einstaklingi sem er tilbúinn
að taka þátt í áframhaldandi þróun þjónustunnar og
samstarfi við aðra sem koma að málefnum barna og ung-
menna.
Umsóknarfrestur er til og með 18. ágúst 2021.
Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi Sálfræðinga-
félags Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga
Umsóknir sendist rafrænt á netfangið hrafnhildur@arnest-
hing.is. Umsókninni skal fylgja ferilskrá og skal þar geta
umsagnaraðila. Nánari upplýsingar um starfið veitir Hrafn-
hildur Karlsdóttir teymisstjóri Skóla- og velferðarþjónustu
Árnesþings, hrafnhildur@arnesthing.is.
Umönnunarstarf
Óska eftir starfsfólki í umönnun 5 ára stelpu
sem er langveik og fjölfötluð og þarf aðstoð
við allar daglegar þarfir. Stelpan býr í vel
útbúinni íbúð, jafnt fyrir hana og starfsfólk,
sem er í 190 - Vogum. Einungis heiðarlegir
og úthaldssamir einstaklingar koma til
greina.
Frekari upplýsingar eru að fá hjá Kristni
Aðalsteini í síma 783 1008.
BDO ehf. leitar eftir metnaðarfullum einstaklingi
með reynslu af vinnu við endurskoðun og/eða
uppgjörum lögaðila, skattframtalsgerð og tengdum
verkefnum.
Helstu verkefni og ábyrgð
• Endurskoðun - þátttaka í teymisvinnu.
• Uppgjör og skattframtalsgerð.
Menntunar- og hæfniskröfur
• Sjálfstæði í starfi og fagleg vinnubrögð.
• Löggilding í endurskoðun er kostur.
• Hafa lokið Macc námi eða í Macc námi eða sam-
bærulegu námi.
• Greining gagna. Góð þekking á Excel. Þekking á
Power BI er kostur.
BDO ehf. er hluti af alþjóðlegri keðju BDO Global og
starfar í yfir 170 löndum.
Umsóknir skulu sendar á bdo@bdo.is. Frekari upp-
lýsingar veitir framkvæmdastjóri í síma 531 1111.
Endurskoðun
og uppgjör
Intellecta ehf. Síðumúla 5 108 Reykjavík 511 1225 intellecta.is
Árangur fyrirtækja ræðst af þekkingu, getu og reynslu
starfsmanna. Hver einstök ráðning er mikilvæg fjárfesting
og er hagur bæði fyrirtækis og viðkomandi einstaklings
að vel takist til.
Nú "%%u#
þú það sem
þú !ei$a# að
á FINNA.is
IÐNAÐARMENN VERSLANIR
VEITINGAR VERKSTÆÐI
BÓKHALDSÞJÓNUSTA OG FLEIRA