Morgunblaðið - 31.08.2021, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 2021
HURÐIR
Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is
• Stuttur afhendingartími
• Hágæða íslensk
framleiðsla
• Val um fjölda lita í
RAL-litakerfinu
• Vindstyrktar hurðir
Bílskúrs- og iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir með gönguhurð
Bílskúrshurðir
Hurðir í trékarma
Tvískiptar hurðir
Smíðað eftir máli
Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
um sækúna Sæunni er líka afar
heillandi og gaman að minnast henn-
ar,“ segir Hólmfríður sem tók þátt í
Sæunnarsundi árið 2019. Í fyrra
setti kórónuveiran strik í reikning-
inn svo ekki var synt þá, en aftur nú
og mæltist það vel fyrir.
þeirra sem tóku þátt í Sæunnar-
sundi. Synti yfir fjörðinn, 2,5 kíló-
metra, á 58 mínútum.
„Nei, ég hef ekkert sérstaklega
lagt mig eftir sjósundi. Hins vegar
er afar gaman að taka þátt í þessum
viðburði sem vel er staðið að. Sagan
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Alls 28 manns tóku þátt í svonefndu
Sæunnarsundi í Önundarfirði síðast-
liðinn laugardag. Af þeim sem
þreyttu sundið náðu 23 að synda frá
Valþjófsdal yfir til Flateyrar. Þessa
leið synti kýrin Sæunn í október árið
1987, nema hvað hún fór öfuga leið.
Þegar leiða átti kúna Hörpu frá
Neðri-Breiðadal í Önundarfirði í
sláturhúsið á Flateyri sleit hún sig
lausa. Hljóp fram í fjöru, lagðist til
sunds og kom að landi handan fjarð-
ar. Bjargaði þannig lífi sínu. Var eft-
ir þetta nefnd Sæunn af bændunum í
Valþjófsdal sem keyptu kúna þegar
hún kom í land.
Sundfólkið vestra var flest um það
bil klukkusund yfir fjörðinn. Aðal-
steinn Friðriksson er sá sem var
fyrstur yfir fjörðinn og fór leiðina á
50 mínútum.
Alls öryggis var gætt í Sæunnar-
sundi. Björgunarsveitarmenn víða af
norðanverðum Vestfjörðum dóluðu í
kringum sundfólkið á leið yfir fjörð-
inn. Menn af varðskipinu Þór, sem lá
inni á Flateyri, voru á sömu miðum.
Sæunnarsund var nú þreytt í þriðja
sinn. Viðburðinn er óðum að festast í
sessi og er jafnan síðustu helgina í
ágústmánuði.
Þrekraun, öldur og
straumarnir voru þungir
„Þetta var afar skemmtilegt sund
en talsverð þrekraun. Öldur voru á
firðinum og þegar nálgaðist land við
Flateyri var þungur straumur í sjón-
um og gefa þurfti vel í til að komast
þarna í gegn,“ segir Hólmfríður
Bóasdóttir á Ísafirði, sem var ein
Þreyttu Sæunnarsund
yfir Önundarfjörð
- Afreks minnst vestra - Kýrin bjargaði sér - Sjósund
Ljósmynd/Halla Signý
Sund Komið að landi eftir sund yfir Önundarfjörð. Fjallið Þorfinnur sunnan
fjarðar í baksýn. Gaman að taka þátt, segir sundkonan Hólmfríður Bóas-
dóttir sem er fremst á þessari mynd. Margir fylgdust með viðburðinum.
Ríkiseignir og Framkvæmdasýsla
ríkisins verða sameinaðar undir
heitinu Framkvæmdasýslan - Ríkis-
eignir frá og með 15. september. Í
tilkynningu á vef stjórnarráðsins
kemur fram að fasteignasafn stofn-
unarinnar sé hið stærsta á landinu,
alls um 530 þúsund fermetrar hús-
næðis í um 380 fasteignum víðs veg-
ar um landið.
Samkvæmt upplýsingum frá fjár-
málaráðuneytinu mun Guðrún
Ingvarsdóttir verða forstöðumaður
sameinaðrar stofnunar. Guðrún
hefur gegnt starfi forstjóra Fram-
kvæmdasýslu ríkisins. Alls vinna 66
manns hjá stofnununum tveimur og
mun það fólk starfa saman undir
nýjum hatti.
Fasteignirnar sem falla undir
sameinaða stofnun hýsa m.a. fram-
haldsskóla, heilbrigðisstofnanir,
söfn, lögreglustöðvar og marg-
víslegt skrifstofuhúsnæði. Jafn-
framt munu um 300 jarðir í ríkis-
eigu heyra undir stofnunina. Þá
mun stofnunin nýja gegna hlut-
verki miðlægs leigutaka húsnæðis
fyrir hönd ríkisins.
Stefnt er að því að sameiningin
skili bættri áætlanagerð og stýr-
ingu eignasafnsins en það auki skil-
virkni og bæti þjónustu, að því er
fram kemur í tilkynningu.
Guðrún mun stýra
sameinaðri stofnun
- Stærsta fasteignasafn á landinu
Hjúkrunarfræðingnum, sem liggur
undir grun vegna andláts á Land-
spítalanum, var sleppt úr haldi í
gær.
Þetta staðfesti Hulda Elsa Björg-
vinsdóttir, sviðsstjóri ákærusviðs
Lögreglunnar á höfuðborgarsvæð-
inu, en Landsréttur felldi í gær úr
gildi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir
hjúkrunarfræðingnum.
Að sögn Huldu voru ekki fyrir
hendi rannsóknarhagsmunir sem
réttlættu áframhaldandi gæslu-
varðhald.
Lögreglan tilkynnti í fyrradag að
hún hefði til rannsóknar andlát
konu sem lést á Landspítalanum.
Síðar kom fram að hjúkrunarfræð-
ingur á spítalanum væri grunaður
um manndráp.
Hjúkrunarfræðing-
urinn laus úr haldi
Töluvert færri smit hafa greinst síð-
ustu daga ef miðað er við ástandið
fyrr í mánuðinum. 46 greindust inn-
anlands í fyrradag, þar af 21 utan
sóttkvíar. Færri kórónuveirusmit
hafa ekki greinst innanlands síðan
19. júlí síðastliðinn, við upphaf fjórðu
bylgju. Óvenju hátt hlutfall þeirra
sem greindust í fyrradag voru óbólu-
settir. 34 voru óbólusettir en 12 full-
bólusettir. 815 eru nú með virkt Co-
vid-smit, þar af 199 börn.
Í gær lágu 14 sjúklingar inni
vegna Covid. 13 þeirra liggja á
bráðalegudeildum spítalans og einn
á gjörgæslu. Hann er ekki í öndunar-
vél. Alls hafa 95 sjúklingar lagst inn
á spítalann í fjórðu bylgju faraldurs-
ins. Um þriðjungur er óbólusettur.
Sextán hafa þurft að leggjast á gjör-
gæslu. Þá hafa þrír sjúklingar látist.
14 daga nýgengi innanlands á
hverja 100.000 íbúa stendur nú í 294.
Nýgengið innanlands hefur lækkað
verulega síðan 9. ágúst þegar það
var sem hæst. Þá var það 433.
Fólk skilji stefnuna betur
Víðir Reynisson, yfirlögreglu-
þjónn hjá almannavarnadeild ríkis-
lögreglustjóra, er vongóður um að
faraldurinn sé í rénun. Hann skilur
vel óvissu fólks vegna tíðra reglu-
gerðabreytinga en segir almanna-
varnadeildina gera sitt besta til þess
að halda öllu skýru.
Víðir segir landsmenn taka stefnu
stjórnvalda hægt og rólega í sátt:
„Ég held að við séum búin að jafna
okkur á svekkelsinu og pirringnum
sem einkenndi umræðuna svolítið
þegar við þurftum að setja takmark-
anir aftur á eftir að öllu var aflétt.
Mér finnst fólk núna kannski
skilja betur þessa aðferðafræði sem
við erum að beita, það er að tempra
smitun frekar en að koma algjörlega
í veg fyrir þau. Finna hve mörg smit
við ráðum við á hverjum tíma,“ segir
Víðir en hann segir engin stór vanda-
mál hafa komið upp nýverið í eftirliti
með takmörkunum.
Skilur óvissu margra um reglur
Reglugerðir um takmarkanir inn-
anlands og þær reglur sem gilda á
landamærum breytast oft. Fleiri
hugtök eru kynnt á borð við smitgát
og próf til greiningar á veirunni hafa
mismunandi áhrif eftir því hverrar
gerðar þau eru. Víðir segist skilja
það vel að fólk sé oft og tíðum ringlað
þegar það fæst við þessar reglur:
„Við finnum það alveg og fáum
fjölda spurninga á hverjum degi þar
sem við erum að svara þessu. Við er-
um líka með netspjall og þar er mjög
mikið spurt um útfærslur á reglu-
gerðinni, bæði á landamærum og
breytingum innanlands. Fólk er að
velta fyrir sér sjálfsprófum, hrað-
prófum og öðru slíku. Þetta er bara
svolítið ruglandi núna en við erum að
reyna að skýra þetta út og koma ein-
földum og góðum skilaboðum á
framfæri.“
Útfærsla hraðprófa í vinnslu
Í nýjustu reglugerð heilbrigðis-
ráðherra er gert ráð fyrir sérstakri
undanþágu til þess að halda 500
manna viðburði gegn því að allir
gestir séu skrásettir og sýni nei-
kvæða niðurstöðu úr hraðprófi.
Aðspurður hvort einkaaðilar verði
fengnir til þess að framkvæma þessi
próf eða hvort hið opinbera muni sjá
um umsýsluna segir Víðir það eitt af
því sem sé til umræðu. „Ég held að
það sé allt opið í því, menn vilja bara
finna þá lausn sem er hagkvæmust
bæði í framkvæmd og kostnaði.“
Fólk smiti ekki aðra
Önnur nýlunda í reglugerðum
heilbrigðisráðherra er frjáls sala
sjálfsprófa til greiningar Covid-19.
Þeir sem fá jákvæða niðurstöðu úr
slíku prófi eiga að sæta sóttkví og
láta framkvæma PCR-próf til þess
að staðfesta sýkingu. Víðir segir það
mikilvægt að fólk sem fái jákvæða
niðurstöðu einangri sig og varist að
smita aðra.
Kórónufaraldurinn í rénun
- Ekki færri smit greinst síðan í upphafi fjórðu bylgju - Nýgengi smita innan-
lands hefur lækkað verulega - Ekki verið að koma algjörlega í veg fyrir smit
150
125
100
75
50
25
0
Fjöldi innanlandssmita frá 12. júlí
júlí ágúst
Staðfest smit 7 daga meðaltal
Heimild: covid.is kl. 11.00 í gær
46 ný innan-
landssmit
greindust sl. sólarhring
852 einstaklingar eru
í skimunarsóttkví
1.907 einstaklingar
eru í sóttkví
Einstaklingar undir eftirliti
Covid-göngudeildar LSH
815 einstaklingar
eru undir eftirliti
Covid-göngudeildar LSH
14 af þeim sem eru
undir eftirliti
flokkast sem gulir*
Enginn
flokkast sem
rauður**
14 sjúklingar liggja inni á LSH
með Covid-19
13 sjúklingar liggja á bráðalegu-
deildum,fimm þeirra óbólusettir
1 er á gjörgæslu,
ekki í öndunarvél H
ei
m
ild
:L
S
H
kl
.1
4
íg
æ
r
*Aukin einkenni Covid-19.
**Alvarlegri einkenni, s.s.
mikil andþyngsli og hár hiti.
Maðurinn sem hóf skothríð á Eg-
ilsstöðum síðastliðið fimmtudags-
kvöld hefur verið úrskurðaður í
tveggja vikna gæsluvarðhald. Hér-
aðsdómur Reykjavíkur féllst á
kröfu héraðssaksóknara um
gæsluvarðhald á grundvelli rann-
sóknarhagsmuna og til að verja
aðra fyrir árásum sakbornings.
Í tilkynningu kemur fram að
rannsókn málsins lúti meðal ann-
ars að tilraun til manndráps, vald-
stjórnarbrotum, líkamsárás og
hótunum auk barnaverndar-
lagabrota.
Sakborningur, sem lögregla
skaut, er sagður á batavegi og
hefur verið fluttur á almenna
deild og sætir gæslu á sjúkrahúsi.
Byssumaðurinn
í gæsluvarðhaldi