Morgunblaðið - 31.08.2021, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 31.08.2021, Blaðsíða 14
SVIÐSLJÓS Ómar Friðriksson omfr@mbl.is I llkynja æxli og hjarta- sjúkdómar hafa verið al- gengustu dánarorsakir Ís- lendinga um árabil og varð ekki breyting þar á á síðasta ári að því er fram kemur í nýrri út- tekt í Talnabrunni embættis land- læknis á dánartíðni og dán- arorsökum árið 2020. Þar kemur fram að þrátt fyrir að dánartíðni vegna Alzheimers-sjúkdómsins hafi aukist á umliðnum áratugum hefur heldur hægt á þeirri þróun á sein- ustu tveimur árum og lækkaði dán- artíðni lítið eitt í fyrra frá árinu á undan. Í fyrra létust 2.302 einstaklingar hér á landi og var fjórðungur látinna undir sjötugu. Til að fá skýra mynd yfir lengra tímabil er reiknuð svo- nefnd aldursstöðluð dánartíðni sem leiðréttir þann mun sem verður til vegna ólíkrar aldurssamsetningar þjóðarinnar frá einum tíma til ann- ars. Þá kemur í ljós að aldursstöðluð dánartíðni vegna hjartasjúkdóma hefur lækkað verulega frá árinu 1996 bæði meðal karla og kvenna. Lækkun dánartíðni vegna þessara sjúkdóma meðal karla er ríflega 55% frá árinu 1996 og 44% meðal kvenna. Í fyrra var aldursstöðluð dánar- tíðni vegna illkynja æxla meðal karla 182 á hverja 100 þúsund íbúa en þar á eftir komu hjartasjúkdómar (157,9 á hverja 100 þúsund íbúa). Benda höfundar greinarinnar, þau Hildur Björk Sigbjörnsdóttir og Jón Óskar Guðlaugsson, á að undanfarna ára- tugi hafi orðið viðsnúningur á þessu, því dánartíðni karla var lengi vel hæst í flokki hjartasjúkdóma en næsthæst í flokki illkynja æxla. Ald- ursstöðluð dánartíðni kvenna á 100 þúsund íbúa var hæst í fyrra í flokki illkynja æxla (149,9) og næsthæst í flokki hjartasjúkdóma (95,4). Allt frá árinu 1996 hefur aldurs- stöðluð dánartíðni vegna krabba- meina meðal karla lækkað um tæp- lega 40% en hjá konum um nærri 28% á sama tímabili. Flestir karl- menn sem létust vegna krabbameina á seinasta ári, dóu vegna illkynja æxlis í blöðruhálskirtli og vegna ill- kynja æxlis í barkakýli, barka, berkju og lunga. Þá má rekja andlát flestra kvenna sem létust vegna krabbameina í fyrra til illkynja æxlis í barkakýli, barka, berkju og lunga og til illkynja æxlis í brjósti. Mikil breyting hefur orðið á dán- artíðni Alzheimers-sjúkdómsins á seinustu áratugum en heldur hefur hægt á þeirri þróun eins og fyrr seg- ir. Á seinasta ári var aldursstöðluð dánartíðni vegna Alzheimers- sjúkdómsins 44,5 á hverja 100 þús- und íbúa hér á landi, 30,5 hjá körlum og 51,9 hjá konum. Fjórðungur látinna í fyrra undir sjötugu Dánartíðni vegna illkynjaæxlaoghjartasjúkdóma Aldursstöðluð dánartíðni 1996-2020 Fjöldi látinna eftir aldursflokkum vegna Covid-19, 2020 og 2021 350 300 250 200 150 100 50 15 10 5 0 30-39 ára 40-49 ára 50-59 ára 60-69 ára 70-79 ára 80-89 ára 90+ ára 2 0 4 6 14 6 1996 1999 2002 2005 2008 2011 2014 2017 2020 182,0 157,9 149,9 95,4 Dánartíðni árið 2020 1 33andlát alls 9,06 andlát á hverja 100.000 íbúa Illkynja æxli: Karlar Konur Hjartasjúkdómar: Karlar Konur Heimild: Talnabrunnur embættis landlæknis H ei m ild :c ov id .is Í Talnabrunni kemur einnig fram að eftir fækkun krufninga undan- farin 15 ár fjölgaði krufningum tals- vert í fyrra miðað við nokkur fyrri ár. Voru framkvæmdar 276 krufn- ingar á látnum einstaklingum með lögheimili á Íslandi. Hlutfall réttarkrufninga af fjölda andláta var 10,8% sem er nærri þremur prósentustigum hærra en á árinu á undan. 14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 2021 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Fáeinar vikur eru til kosn- inga. Nokk- uð vantar enn upp á að línur hafi skýrst svo að það muni lík- lega auðvelda kjós- endum verk sitt í kjörklefanum. Og fjarri því er enn að helstu átaka- línur skeri sig úr og skipti flokk- um og mönnum í stórar fylk- ingar. Flokka fjöld og kraðak einkenna enn aðdraganda kosn- inganna, þótt þær séu svo skammt undan. Systursmá- flokkarnir Samfylking og Við- reisn, hafa vissulega dregist þéttar saman en aðrir, en þó er sá samdráttur um furðu fátt og lítið. Flokkarnir tveir eru helstu burðardýr stjórnarmeirihluta Dags B. Eggertsssonar, sem drepið hefur flest í dróma í höf- uðborginni og sjálfsagt eiga þeir það sameiginlegt að vilja heyra sem minnst um það næstu vik- urnar. En málstaðurinn eini felst í því að góna í átt að ESB, báðir tveir með síendurteknum hótunum um að kasta sjálf- stæðri mynt, en enginn almenn umræða snýst um slíkt nú. Í þessu sambandi er fróðlegt að horfa til nýlegra skrifa Mer- vyns Kings, lávarðar og fyrrver- andi aðalbankastjóra Englands- banka. Hann hefur bent á að ákafamenn á meginlandinu, sem tala fyrir nýjum skrefum í átt að þéttara sambandi kalla hratt á hörð viðbrögð almennings. Slík skref myndu ekki einungis ýta undir efnahagslegt öngþveiti, heldur jafnframt til stjórn- málalegs uppnáms: „Myntbandalag hefur stuðlað að stríði á milli mið- stýringarelítu ann- ars vegar og lýð- ræðisafla meðal einstakra þjóða hins vegar. Að ýta undir slíkt er gríðarlegt hættuspil.“ King lávarður bendir á að „stærsta efnahagsveldi ESB hafi staðið frammi fyrir þeim skelfilegu kostum að skrifa und- ir innistæðulausa skuldbindingu til stuðnings sambandinu með stórbrotnum og óendanlegum kostnaði fyrir skattgreiðendur, eða að stíga ella fast á bremsuna og stöðva þegar tilraunastarf- semina með myntbandalag í álf- unni!“ Og hann bætti við: „Eina færa leiðin til að þjóðir ESB neyðist ekki lengur til að horfa beint ofan í hyldjúpan samdrátt, samfellt vaxandi fjölda- atvinnuleysi, þar sem hvergi sér fyrir enda á sligandi böggum skuldugu þjóðanna, er að leysa evruna upp!“ Þessi skilaboð geta ekki ljós- ari verið. En þessi orð Mervyns Kings gera það skiljanlegra, að ekki verður betur séð á könnunum í augnablikinu en að þýsk stjórn- mál, sem hafa verið forsenda stöðugleika í álfunni um ára- tugaskeið, séu í hreinu uppnámi um þessar mundir. Það auðveld- ar ekki ástandið. Systurflokkarnir tveir bjóða þjóðinni í bíltúr með farkosti þar sem hvert ein- asta hjól er sprungið} Flokkar fáránleikans Alþýðulýðveldið Norður- Kórea, þar sem íbú- arnir hafa fengið að kynnast sósíalism- anum áratugum saman, má nú enn einu sinni þola matarskort. Í gegnum tíðina er talið að millj- ónir hafi fallið úr hungri í land- inu vegna þessarar helstefnu og á síðustu mánuðum hefur enn syrt í álinn. Talið er að stór hluti þjóðarinnar þjáist af van- næringu og jafnvel hungri og ástandið er orðið það slæmt að yfirvöld hafa látið ríkisútvarp sitt greina frá því að matvæla- staðan sé orðin hættuleg. Meira að segja hinn pattara- legi Kim Jong-un þykir hafa lát- ið á sjá og í fágætri umfjöllun þar í landi um heilsufar leiðtog- ans ástsæla lýsti einn þegn hans því í sjónvarpsviðtali að íbúar landsins væru harmi slegnir og tárfellandi yfir því hve mjög hann hefði lagt af. Það þarf mikið til að stjórn- völd þessa stærsta fangelsis veraldar leggi út í slíka áróðurs- herferð og segir sitt um stöð- una. En það undarlega er að á sama tíma ákveða þau að kveikja á ný á kjarnaofnum í kjarnorkuverinu í Yongbyon þar sem starfsemi hafði leg- ið niðri í vel á þriðja ár. Með þessu er hætt við að Norður-Kórea geti aukið við kjarnorkuvopnabúr sitt og vald- ið enn frekari ógn í nágrenninu og jafnvel víðar ef Kim tekst að hrinda í framkvæmd áformum um langdrægar kjarnaflaugar. Eins og Alþjóðakjarnorku- stofnunin bendir á eru þessi nýjustu tíðindi af kjarnorku- brölti Norður-Kóreumanna mikið áhyggjuefni og brot á ályktun Sameinuðu þjóðanna. Vissulega er með ólíkindum að Kim skuli ekki leita sátta við umheiminn, láta af kjarnorku- vígbúnaðinum og einbeita sér að því að bjarga almenningi í landinu frá hungurdauða. En ef til vill eygir hann von í veikleika Vesturveldanna, einkum Bandaríkjanna, sem hingað til hafa reynt að hafa hemil á hon- um, föður hans og afa. Það kæmi ekki á óvart. Í miðjum matvæla- skorti er áherslan í Norður-Kóreu á vopnaframleiðslu} Kveikt á kjarnaofni U ndangengið kjörtímabil hefur enginn flokkur á Alþingi barist af eins mikilli einurð og afli fyrir auknum réttindum öryrkja og eldra fólks og Flokkur fólksins. Við höfum lagt fram tugi þingmála sem miða að því að bjarga almannatryggingaþegum úr fá- tæktargildrunni sem stjórnvöld hafa búið þeim. Hugmyndir okkar um að draga úr skerð- ingum og auka hvata til atvinnuþátttöku hafa mætt mikilli andstöðu, sérstaklega hjá Sjálf- stæðisflokknum. Þeir mæltu gegn baráttu- málum okkar í ræðu og riti og greiddu einnig atkvæði gegn þeim í þingsal. Nú korteri í kosningar hefur Sjálfstæðis- flokkurinn snarlega skipt um skoðun. Nú þykir þeim skynsamlegt að draga úr skerðingum í almanna- tryggingarkerfinu og hvetja til atvinnuþátttöku! Ég vona að kjósendur falli ekki fyrir þessu gamla útþynnta kosn- ingabragði. Hver man ekki eftir bréfinu „góða“ sem for- maður Sjálfstæðisflokksins sendi til allra eldri borgara skömmu fyrir þingkosningar 2013? Loforð um að hætta að skerða ellilífeyri vegna atvinnutekna hvarf um leið og at- kvæðatalningu lauk. Þeim hefði verið í lófa lagið að styðja frumvarp Flokks fólksins um afnám skerðinga ellilífeyris vegna atvinnu- tekna, eða frumvarp Flokks fólksins um að efla atvinnu- þátttöku öryrkja. En þeir gerðu það ekki. Þvert á móti fundu þeir því allt til foráttu. Í Bítinu í gærmorgun heyrði ég í Jóni Gunnarssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins. Þar rómaði hann „nýjar“ hugmyndir flokks síns um nýtt lífeyriskerfi. Í hinu nýja kerfi myndi fólk sem hefði 100.000 kr. í lífeyristekjur fá lífeyristrygginu sem tryggði þeim t.d. 250.000 kr. á mánuði. Stað- reyndin er þó sú að fólk með 100.000 kr. í líf- eyristekjur fær í dag mun meira en 250.000 kr. á mánuði úr tryggingakerfinu. Svona vel þekkja sjálfstæðismenn velferðarkerfið sem þeir hafa að eigin sögn „staðið vörð um“. Nú skal sem sagt rammgera fátæktargildruna enn frekar með því að bjóða fátækasta fólkinu að lifa á 250.000 kr. á mánuði. Í stjórnarmyndun má áfram gera ráð fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn vilji fría sig allri ábyrgð á félagsmálaráðuneytinu sem augljóslega er eitur í þeirra beinum. Úlfar í sauðargæru eru komnir á atkvæðaveiðar. Við vitum öll að raunveruleg stefna þeirra er að viðhalda kúgun og fátækt þeirra sem ekki geta borið hönd fyrir höfuð sér. Það hafa þeir alltaf gert. Fleiri flokkar eru að reyna að herma eftir baráttumálum Flokks fólksins og vilja gera þau að sínum. Nú skal dregið úr skerðingum og fátæku fólki tryggð mannsæmandi lífs- kjör. Þessir flokkar eiga það flestir sameiginlegt að hafa setið í ríkisstjórn en ekkert gert þegar þeir höfðu getu til. Flokkur fólksins mun ekki snúa baki við kjósendum sín- um að kosningum loknum. Við lögðum fram fleiri þingmál um hagsmuni aldraðra og öryrkja en nokkur annar flokkur á síðasta kjörtímabili. Kæri kjósandi, ef þú vilt hjálpa okk- ur að brjóta múra og bæta kjörin þá seturðu x við F. Inga Sæland Pistill Brjótum múra og bætum kjörin Höfundur er formaður Flokks fólksins. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen Alls létust 29 einstaklingar vegna Covid-19 hér á landi á seinasta ári og fjórir hafa látist á yfirstandandi ári vegna sjúkdómsins eða 33 alls frá upphafi faraldursins. Meirihluti þeirra sem látist hafa af völdum Covid-19 er karlar. Fjöldi dauðsfalla vegna kórónuveirunnar á hverja 100 þúsund íbúa hér á landi er kominn í 9,06 samkvæmt uppsöfnuðum tölum á covid- .is, en heildardánartíðnin var 7,9 á hverja 100 þúsund um seinustu ára- mót. Til samanburðar er dánartíðnin núna 15,22 í Noregi, 142,8 í Svíþjóð, 44,4 í Danmörku og 18,5 í Finnlandi skv. tölum Johns Hopkins-háskólans yfir dauðsföll af völdum kórónuveirunnar í heiminum. Á covid.is kemur fram að sex þeirra sem létust voru á tíræðisaldri, 14 voru á níræðisaldri, sex á áttræðisaldri, fjórir á sjötugsaldri, tveir á sextugsaldri og einn á fertugsaldri. 0,34% smitaðra hafa látist hér á landi sem er eitt lægsta hlutfall dauðsfalla af fjölda smitaðra í heiminum skv. Johns Hopkins. 9 dauðsföll á hverja 100 þús. 33 LÁTNIR VEGNA COVID-19 FRÁ UPPHAFI FARALDURSINS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.