Morgunblaðið - 31.08.2021, Side 24
kæmi til mín því hún yrði alltaf svo
ánægð með lífið eftir að hitta alla og
fá hárið fínt.“
Sigrún segir að til þess að verða
lánsamur í starfi þurfi bæði brenn-
S
igrún Kristín Ægisdóttir
fæddist 31. ágúst 1961 í
Reykjavík og ólst upp á
Seltjarnarnesi og hefur
búið á nesinu alla tíð.
Hún gekk í Mýrarhúsaskóla og síð-
an í Valhúsaskólann og var líka í
ballett. „Ég byrjaði 8 ára í ballett
hjá Eddu Scheving á Skúlagötunni.
Síðan tók ég inntökupróf í Listdans-
skóla Íslands og komst inn. Þar var
mikill agi og við þurftum að vera
með hárið sérstaklega greitt og í
sérstökum ballettbúningum. En það
var líka svo fallegt. Alltaf lifandi tón-
list í tímunum og þegar ég lít til baka
var ballettinn mjög góður undirbún-
ingur undir lífið.“
Sigrún var mjög ung þegar hún
eignaðist kærasta og hún var orðin
móðir rétt tæplega 17 ára gömul.
„Ég ætlaði alltaf að verða ballerína
og komst ansi langt í því þegar ég
hætti í Þjóðleikhúsinu þegar ég varð
ófrísk. En ég hélt áfram að dansa og
var í djassballett hjá Báru og var
bæði í dansflokki þar og að kenna al-
veg þar til ég varð 27 ára.“
Hún hafði alltaf haft mikinn áhuga
á tísku og öllu sem henni tengdist og
fór í Tækniskólann og lærði þar hár-
snyrtingu. „Það var eiginlega fyrr-
verandi tengdamóðir mín sem leiddi
mig bara niður á Hótel Sögu og kom
mér þar á samning árið 1978, en hún
þekkti þar eitthvað til.“ Sigrún lærði
fagið á Hótel Sögu og aðeins tvítug
tók hún við stofunni, um vorið 1982.
„Ég var að spá í að prófa að fara á
fleiri staði, en meistarinn minn var
að flytja út á land og sagði við mig:
Þú tekur bara við stofunni! Svo ég
gerði það og er núna búin að vera
hér í 43 ár og sé ekki eftir því.“
Lykillinn að velgengni Sigrúnar í
faginu er að hún hefur alltaf haft
brennandi ástríðu fyrir því sem hún
er að gera. „Ég hef líka verið mjög
heppin með starfsfólk og við höfum
marga fastakúnna sem hafa fylgt
okkur í gegnum árin og eru eins og
gamlir vinir og alltaf gaman að
spjalla þegar þau koma á stofuna.
Ein skemmtileg kona sem hefur
komið til mín í gegnum árin sagði
einu sinni við mig að hún þyrfti ekki
að fara til sálfræðings þegar hún
andi áhuga og líka að gefa af sér.
Hún hefur gert það og verið mjög
sveigjanleg og oft var unnið á hátíð-
isdögum. „Ég vann alltaf á nýársdag
þegar nýársböllin voru og einnig oft
annan í jólum. Ég var alltaf boðin og
búin til að redda ef þess þurfti og
kannski er það þess vegna sem það
er alltaf jafn mikið að gera hjá okkur
og oft langir biðlistar.“
Um árabil var Sigrún í sjónvarps-
þættinum Ísland í bítið hjá Heimi
Karls og Ingu Lind. „Við vorum með
Breytt útlit þar sem við spáðum í
bæði hártískuna og fatatískuna, en
ég er mikill fagurkeri og elska fal-
legt hár og föt og húsbúnað.“
Það er líka mikilvægt að fylgjast
mjög vel með í sínu fagi og það hefur
Sigrún gert. „Ég hef verið mjög öfl-
ug í að taka þátt í sýningum og
keppnum og hef þvælst út um allan
heim.“ Hún hefur haldið sýningar
bæði hérlendis og erlendis og starf-
aði með Intercoiffure um árabil og
fór á hverju ári á sýningar þar. Hún
fékk frumkvöðlaverðlaun í hár-
greiðslu árið 2008, en þá var haldin
óskarsverðlaunahátíð hárgreiðslu-
fólks í Hollywood um nokkurra ára
skeið og frumkvöðlaverðlaunin voru
einna stærstu verðlaunin, því það
þurfti að skora svo hátt á mjög
breiðu sviði hárgreiðslunnar. „Það
var stórkostlegt að koma þarna og
hitta allt þetta færa hárgreiðslufólk
og fá þessi æðstu verðlaun sem hægt
er að fá.“
Sigrún býr enn að dansnáminu og
heldur sér í góðu formi. „Ég er enn
að hreyfa mig mikið og elska að fara
á skíði og fer oft í skíðaferðir. Að
vísu slasaði ég mig illa á Ítalíu þegar
Covid var að byrja. En Ítalía er allt-
af mitt land og ég hef bæði unnið
mikið með Ítölum í gegnum tíðina að
skapa línur í hártískunni fyrir vor,
sumar, haust og vetur og svo finnst
mér svo flott tískan á Ítalíu og líka
bara menningin og listin.“
Hjólreiðar eru líka í uppáhaldi,
bæði heima og eins hefur hún farið í
Sigrún Kristín Ægisdóttir hárgreiðslumeistari og eigandi Hársögu – 60 ára
Börnin Frá vinstri: Ólafur Ægir, Þór, Sigrún, Jónína Þóra og Bjarki.
Fékk frumkvöðlaverðlaun
í hárgreiðslu í Hollywood
Hárgreiðslumeistarinn Sigrún hefur starfað í faginu
í 43 ár og rekið Hársögu frá því hún var tvítug.
Golfið „Golfvöll-
urinn er eiginlega
eins og félags-
miðstöð fullorðna
fólksins.“
24 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 2021
40 ÁRA Örn Arnarson
fæddist 31. ágúst 1981 í
Reykjavík, en ólst upp í
Hafnarfirði. Örn er einn
allra besti sundmaður
sem Ísland hefur átt og
hann byrjaði ungur að
synda. „Ég var alltaf í
lauginni. Öll mín föð-
urfjölskylda er meira og
minna fyrrverandi sund-
fólk.“ Hann byrjaði í
landsliðinu þegar hann
var 15 ára árið 1996 og
fékk sinn fyrsta stóra tit-
il 1998 á Evrópska SC-
meistaramótinu í Shef-
field á Englandi þar sem
hann fékk gullið fyrir 200
m baksund. Árið 1999
vann hann gull bæði í 100 m og 200 m baksundi á Evrópska SC-meist-
aramótinu í Lissabon í Portúgal. Örn fór á þrenna Ólympíuleika sem fulltrúi
Íslands, árið 2000 í Sydney; 2004 í Aþenu og 2008 í Peking. „Það er ótrúlegur
undirbúningur sem fylgir því að fara á svona mót. En það er mjög góð tilfinn-
ing að vera fulltrúi landsins á svona stórmóti og mér fannst sérstaklega gam-
an þegar ég fékk þann heiður að vera fánaberi 2008.“ Örn var þrisvar kjörinn
íþróttamaður ársins, árin 1998 1999 og 2001. Eftir síðustu Ólympíuleikana
ákvað Örn að hætta að keppa og snúa sér að þjálfun. „Ég byrjaði að þjálfa
yngri hópa í Hafnarfirði 2004, en ég fór svona fyrst að einbeita mér alveg að
þjálfun árið 2008. Mér var bent á góðan skóla í Danmörku og ég fór þangað.“
Örn kunni vel við sig og er enn í Danmörku og þjálfar í dag í Frederica
Svømmeklub. „Góður þjálfari þarf að hafa skilning á þeim sundmönnum sem
hann er að vinna með og huga að heildstæðum þáttum líka, eins og fjölskyldu
og vinum svo það sé gott jafnvægi.“
FJÖLSKYLDA Eiginkona Arnar er Vinni Hansen og þau eiga börnin Sif,
tveggja ára og Atlas Aron, eins árs. „Við erum að flytja þessa dagana svo það
er nóg að gera.“
Örn Arnarson
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl ,
Hrútur Vertu vakandi fyrir því hversu miklu
þú eyðir þessa dagna og ekki sleppa þér ef
þú átt ekki fyrir því. Kannski er rétti tíminn
til þess að selja eitthvað.
20. apríl - 20. maí +
Naut Þú þarft að verja sjálfan þig betur og
hætta að hafa svona miklar áhyggjur af
fólki sem þér finnst einblína á þig.
21. maí - 20. júní 6
Tvíburar Ímyndunaraflið er af hinu góða ef
maður kann að hafa á því hemil og gera
greinarmun á draumi og veruleika.
21. júní - 22. júlí 4
Krabbi Það er óhjákvæmilegt að liðin atvik
skjóti upp kollinum, þegar þú þarft að fara í
gegnum pappíra frá fyrri tíð. Mikilvægt er
að sýna þeim sem þú deilir fortíðinni með
ræktarsemi.
23. júlí - 22. ágúst Z
Ljón Þú heldur að það sé ekki nægur tími
til að gera það sem þig langar til að gera.
Byrjaðu því strax á að saxa á listinn.
23. ágúst - 22. sept. l
Meyja Það er engin ástæða til þess að láta
hugfallast þótt eitthvað blási í móti. Hvað
sem þú uppgötvar mun breyta þér til batn-
aðar.
23. sept. - 22. okt. k
Vog Leitaðu upplýsinga hjá öðrum um þau
mál, sem þú veist að þig vantar vitneskju
um. Einhverra hluta vegna ert þú full/ur
bjartsýni á framtíðina þessa dagana.
23. okt. - 21. nóv. j
Sporðdreki Þú vilt skipuleggja alla hluti
sem er í góðu lagi ef þú reynir um leið að
vera sveigjanleg/ur þegar það á við.
22. nóv. - 21. des. h
Bogmaður Nú er rétti tíminn til þess að
láta reyna á þær hugmyndir, sem þú hefur
gengið með í maganum að undanförnu.
Hikaðu ekki við að grípa gæsina, þegar hún
gefst.
22. des. - 19. janúar @
Steingeit Þú þarft að gera einhverjar ráð-
stafanir varðandi heilsu þína. Grafðu að-
eins dýpra og þá finnur þú styrkinn sem
þarf til
20. jan. - 18. febr. ?
Vatnsberi Að veita stuðning er ekki endi-
lega það sama og að vera sammála. Hafðu
þetta í huga því að hlutirnir eru að breytast
og það kemur sér vel að hafa mikla aðlög-
unarhæfni.
19. feb. - 20. mars =
Fiskar Þú verður að finna sköpunarþrá
þinni farveg og sinna henni sem mest þú
mátt. Leyfðu ævintýraþránni að fá útrás.
Til hamingju með daginn
PÖNTUN AUGLÝSINGA
er til 7. september
SÉRBLAÐ
–– Meira fyrir lesendur
Börn &
uppeldi
Víða verður komið við í uppeldi barna í
tómstundum, þroska og öllu því sem
viðkemur börnum frá fæðingu
til 12 ára aldurs.
NÁNARI UPPLÝSINGAR:
Katrín Theódórsdóttir
569 1105 kata@mbl.is
fylgir Morgunblaðinu
föstudaginn 10. sept.