Morgunblaðið - 31.08.2021, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 31.08.2021, Blaðsíða 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 2021 PON er umboðsaðili PON Pétur O. Nikulásson ehf. Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður Sími 580 0110 | pon.is Við bjóðum alla Jungheinrich eigendur velkomna! GÆÐI OG ÞJÓNUSTA Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is „Þarna eru saman komin kvæði sem ég hef verið að horfa á síðasta ára- tuginn, sum lengur en önnur. Þau snúa að því sem við getum kallað sígild efni; ást, tregi og söknuður,“ segir Tómas R. Einarsson kontra- bassaleikari um nýja plötu þeirra Ragnhildar Gísladóttur, Ávarp undan sænginni. Þau munu fagna útgáfunni með tvennum tónleikum, annars vegar á Jazzhátíð Reykjavíkur í Hörpu föstudaginn 3. september kl. 20 og hins vegar í Edinborgarhúsinu á Ísafirði 9. september kl. 20.30. Á plötunni er að finna tíu lög Tóm- asar við kvæði ýmissa skálda. „Ég velti mjög lengi fyrir mér hvaða söngvari gæti komið vel út í þessu, hvernig rödd mig langaði í. Svo var allsendis óvíst hvort viðkomandi rödd myndi hafa áhuga á verkefn- inu.“ Tómas hafði unnið með Ragnhildi fyrir 27 árum að plötunni Landsýn. „Þar söng hún fjögur lög fyrir mig og kom fram á tónleikum og leysti það vel af hendi eins og allt sem hún hefur gert á sínum ferli. Hún hefur dálítið dökkan tón í sinni rödd og mjög sterkt „klang“, eins og sagt er á Norðurlöndum, auðþekkjanlegan raddhljóm.“ „Ég varð snemma dálítið skotinn í þeirri hugmynd að tala við Ragn- hildi,“ segir Tómas. Hann hafi því farið á nokkra tónleika þar sem hún kom fram. „Ég heyrði mjög skýrt og greinilega að hún var jafn góð og hún hafði verið fyrir 27 árum, að við- bættri þeirri dýpt sem lífsreynslan gefur. Þannig ég færði það í orð við hana hvort hún væri til í þetta verk- efni og hún sló til.“ Yfirburða hljóðfæraleikarar Tómas fékk síðan til liðs við þau Ragnhildi þá Ómar Guðjónsson gítarleikara, Magnús Trygvason Elíassen trommuleikara og Davíð Þór Jónsson píanó- og hammond- leikara. „Eitt af því sem gerir það að verkum að þetta tókst með ágætum var það að þessir samstarfsfélagar, Davíð og Ómar, hafa spilað með mér í sextán ár og þekkja minn stíl, hvernig ég spila og vita líka hvers ég óska frá þeim og það er bara ofboðs- lega gott að hafa með sér menn sem lesa mann svona fullkomlega og eru hvor um sig yfirburða hljóðfæraleik- arar. Það sama gildir um Magnús Trygvason trommara sem spilar á helmingnum af öllum plötum sem eru hljóðritaðar á Íslandi núna. Það er ótrúleg gæfa að hafa tekist að stefna þessu fólki saman.“ Ljóðin sem Tómas hefur valið á plötuna og samið tónlist við eru úr ýmsum áttum en eru allt ljóð sem hafa fylgt honum í dágóðan tíma. „Það er nú nokkuð augljóst að ég er sæmilega kunnugur kveðskap Kristínar Svövu, dóttur minnar, og titillagið „Ávarp undan sænginni“, sem er úr hennar fyrstu bók, Blót- gælum, hitti afskaplega vel á mig. Þessi tilfinning að vakna og spyrja sig: „Er þetta eitthvað að skána? Kemst ég fram úr núna? Tekur þessi dagur betur á móti mér en dagurinn í gær og dagurinn í fyrradag og dag- urinn þar á undan?“ Ég gerði langt og snúið lag við þetta kvæði en ég fann að það var of flókin nálgun og setti þetta í salt í áratug. Svo kvikn- aði þetta fyrir svona tveimur árum. Þetta er mikið textamagn og það er það sem flækti málin. Í staðinn fyrir að tónsetja hvert einasta atkvæði þá hafði ég talkafla. Þá fannst mér að lagið kviknaði.“ Kristín Svava á annað ljóð á plöt- unni sem Tómas segir fjalla um eig- ingirni ástarinnar. Það ber titilinn „Skítt með það, förum heim til mín“. Að vita ekki hvert mann rekur Tvö kvæði á plötunni eru eftir Halldór Laxness. „Ég segi ekki að ég kunni Kvæðakver hans utan að en ég er ansi kunnugur því og hef legið yfir því í hálfa öld. Það hafa margir kastað sér á þessa mjóslegnu ljóðabók Halldórs og líklega búið að gera svona fimm lög við hvert ein- asta kvæði. Ég hef gert allnokkur lög við kvæði úr bókinni en ég var ekki alveg búinn.“ Í þetta sinn urðu fyrir valinu „Þú kysstir mína hönd“ og „Stríðið“, ort í orðastað Bjarts í Sumarhúsum. „Annar gamall kunningi, ef svo má segja, er Steinn Steinarr.“ Tóm- as segir frá því að fyrir hálfri öld hafi hver sá sem settist upp á svið með gítar í hönd byrjað á því að segjast ætla að flytja nokkur lög sem hann hefði gert við ljóð eftir Stein Stein- arr. „Það voru allir að heyja sér ljóð Steins Steinars í sín lög. Ég er býsna kunnugur ljóðasafni Steins en enduruppgötvaði núna kvæði sem heitir „Myndlaus“. Á plötu Tómasar ber það þó titilinn „Ó, þú og ég“ sem er upphafslína kvæðisins. Sveinbjörn I. Baldvinsson, sem er gamall spilafélagi Tómasar, ljóð- skáld og handritshöfundur, á einn texta á plötunni. Tómas segir það óskaplega fallegt ástarkvæði sem beri titilinn „Lending“ og sé um þá tilfinningu að vera á floti og vita ekki hvert mann rekur. Annað ástarkvæði sem finna má á plötunni er „Hvenær sé ég þig næst?“ eftir Lindu Vilhjálmsdóttur. „Þetta er hluti af ljóðabálki eftir Lindu. Ég var sérstaklega skotinn í þessari síðu. Þar ákvað ég að hafa bara kontrabassa og trommur undir, til að fá aðeins öðruvísi hljóm.“ Tómas valdi einnig brot úr „Næturljóði“, kvæði í sex hlutum, eftir Ingibjörgu Haraldsdóttur sem var mikil vinkona Tómasar. Ein lína úr því hafði lifað lengi með honum: „Eina glaða nótt“. „Ég kíkti á þetta aftur og fann hvað þetta var sterkt. Þetta er ort um þá tilfinningu þegar aldurinn færist yfir og maður veit ekki hversu lengi maður heldur heilsu sinni eða vitund. Aldur eða veikindi geta ógnað öllu. En hún biður þarna um „eina logandi stjörnu“, „eina glaða nótt“.“ Allar tilvistarspurningarnar Ljóðið „Þrennt“, eftir Sigfús Daðason er eina ljóðið á plötunni sem Tómas segist kunna utan að og fer hann með línurnar fimm sem hann segir innihalda allar tilvistar- spurningarnar: „Ég skil ekki upp- hafið / ég skil ekki ástina / ég skil ekki dauðann. / Óverðskuldað / er þetta þrennt.“ Þannig líður mér gagnvart eilífðarmálunum og þetta kvæði Sigfúsar hitti óskaplega vel á mig þegar ég las það fyrst. Það var hins vegar ekki augljóst að búa til lag við þetta ljóð. Þetta er ekkert sérstaklega sönglegur texti, er held ég óhætt að segja. Þannig það tók tíma að landa því svo vel færi en ég var mjög ánægður með útkomuna.“ Tómas á sjálfur textann við loka- lagið „Ég sakna þín“. „Það er til dóttur minnar sem lést af slysförum fyrir ellefu árum. Mörg af þessum kvæðum hafa elt mig í langan tíma en ég var ekki bú- inn að finna leiðina að lögunum en nú er það komið.“ Tómas segir það mikilvægt að hafa lögin fjölbreytt því annars geti áheyrandinn sofnað í miðri plötu. „Þarna eru tregafullar latín- ballöður, hægur djassvals og mjúkt swing, svo eitthvað sé nefnt“. Aðeins kraftmeiri latínsveifla sé í titillaginu „Ávarp undan sænginni„ og „Skítt með það, förum heim til mín“. „Þar er gefið aðeins í,“ segir Tómas. „Núna er kominn geisladiskur og platan er á tónlistarveitum en svo er von á vínylplötu í október. Fyrsta lagið mitt kom út á vínylplötu fyrir fjörutíu árum þannig að nú er ég kominn hringinn.“ Ljósmynd/Baldur Kristjánsson Reynslumikil „Ég varð snemma dálítið skotinn í þeirri hugmynd að tala við Ragnhildi,“ segir Tómas R. Einarsson um upphaf samstarfs þeirra Ragnhildar Gísladóttur. Auðþekkjanlegur tónn hennar passaði nýjum lögum hans vel. Ótrúleg gæfa að stefna þeim saman - Tómas R. Einarsson og Ragnhildur Gísladóttir gefa saman út plötuna Ávarp undan sænginni - Útgáfutónleikar á Jazzhátíð Reykjavíkur - Ný lög Tómasar við ýmis ljóð um ást, trega og söknuð Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Karlovy Vary (KVIFF) í Tékklandi lauk um helgina, en hún var haldin í 55. sinn í ár. Á lokadegi hátíðar- innar hlaut myndin Strahinja Bano- viæ í leikstjórn Stefans Arsenijeviæ kristalskúluna; Dietrich Brügge- mann var verðlaunaður fyrir leik- stjórn sína á myndinni Nö og verð- launuð fyrir bestan leik voru leikkonan Éléonore Loiselle í myndinni Guerres og leikarinn Ibrahim Koma í myndinni Strahinja Banoviæ. Sérstök verðlaun forseta hátíðarinnar komu í ár í hlut banda- ríska leikarans Ethans Hawke. „Það er mér mikill heiður að vera hér með ykkur,“ sagði Hawke þeg- ar hann tók við viðurkenningunni. Hawke heiðraður á KVIFF AFP Gleðistund Ethan Hawke tekur við viðurkenningunni úr hendi Jiri Bartoska, forseta Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Karlovy Vary.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.