Morgunblaðið - 31.08.2021, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 31.08.2021, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 2021 Smiðjuvegi 34 • gul gata Kópavogi • biljofur@biljofur.is Viðgerðir // Bilanagreining // Varahlutir // Smurþjónusta Sérhæfð þjónusta fyrir 544 5151 tímapantanir Rótgróið fyrirtæki, starfrækt frá 1992 Bíljöfur ehf er stoltur aðili að kynna aðgerðir ríkisstjórnarinnar ALLIR VINNA sem felur í sér endurgreiðslu á VSK af vinnulið einkabifreiða Sími 555 2992 / 698 7999 Hátt hlutfall Omega 3 fitusýra Gott fyrir: • Maga- og þarmastarfsemi • Hjarta og æðar • Ónæmiskerfið • Kolesterol • Liðina Læknar mæla með selaolíunni Selaolían fæst í: Apótekum, Þín verslun Seljabraut, heilsuhúsum, Fjarðarkaupum, Fiskbúðinni Trönuhrauni, Hafrúnu ogMelabúð Óblönduð – meiri virkni Selaolía Ég heyrði fyrst um Selaolíuna í gegnum kunningja minn en konan hans hafði lengi glímt við það sama og ég, - stirðleika í öllum liðum og tilheyrandi verki. Reynsla hennar var það góð að ég ákvað að prufa. Fyrstu tvo mánuðina fann ég litlar breytingar, en eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið niður stiga á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað áður. Ein góð „aukaverkun“ fylgdi í kjölfarið, ég var með frekar þurra húð um allan líkamann, en eftir að ég fór að nota Selaolíuna hvarf sá þurrkur og húð mín varð silkimjúk. Ég hef nú notað Selaolíuna í eitt og hálft ár og þakka henni bætta líðan og heilsu. Guðfinna Sigurgeirsdóttir. „Eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið niður stiga á vinnustaðmínum sem ég hafði ekki getað áður.“ Karítas Ríkharðsdóttir karitas@mbl.is „Ég hef alltaf haft gaman af þessari mýtu um reykfylltu bakherbergin,“ segir Ingvar Pétur Guðbjörnsson, upplýsingafulltrúi Sjálfstæðisflokks- ins, um starfsemi stjórnmálaflokka á Íslandi í nýjasta Dagmálaþætti Morgunblaðsins. Ásamt Ingvari ræða Kári Gauta- son, fyrrverandi framkvæmdastjóri þingflokks Vinstri grænna, og Freyja Steingrímsdóttir, aðstoðar- maður Loga Einarssonar, við Kar- ítas Ríkharðsdóttur um stjórnmála- öfl, allt frá grasrót þeirra að þingflokkum, störf pólitískra starfs- manna, fjármál flokkanna, kosninga- baráttu og starfsemi í heimsfaraldri. Gjörbreytt starfsumhverfi Ingvar segir starfsumhverfi stjórnmálaflokka gjörbreytt. „Fyrir fimmtán til tuttugu árum störfuðu um tuttugu manns hjá flokknum. En það var fyrir tíma samfélagsmiðla og ýmissa tæknibreytinga en í dag starfa um fimm til sex manns […] sem sinna þessum 150 félögum um allt land sem eru starfandi.“ Þá var efling Alþingis með aukinni aðstoð við þingflokka hluti af stjórn- arsáttmála sitjandi ríkisstjórnar. Kári Gautason rifjar upp að við upphaf kjörtímabilsins hafi hann ver- ið eini pólitíski starfsmaður Vinstri grænna, sem leiða ríkisstjórn, á Al- þingi. Þegar hann lauk þar störfum í vetur voru pólitískir aðstoðarmenn orðnir þrír. Hann segir starf á skrif- stofum stjórnmálaflokka annars veg- ar og innan veggja Alþingis hins veg- ar ólík. Alþingi bergmálshellir „Maður gleymir sér svo í rörsýn- inni á þinginu; manni finnst allt hverfast um þingið og svo kemur maður út fyrir það og það veit enginn hvað er í gangi þar,“ segir Kári. Freyja lýsir síðan sínu starfi sem aðstoðarmaður formanns í stjórnar- andstöðu, sem einhvers konar blandi beggja. Hún aðstoðar Loga, sem er þingmaður í utanríkismálanefnd, sem slíkan inni á þingi en sem for- maður flokks ber hann sömuleiðis ábyrgð á flokksstarfi og málefna- starfi Samfylkingarinnar. Öll eiga þau þó sameiginlegt að störf þeirra eru fjölbreytt, allt frá því að raða stólum og borðum og hella upp á kaffi fyrir fundi, yfir í flókna greiningarvinnu og samningaviðræð- ur. Nauðsynleg viðbót Þau eru öll sammála um að aukin aðstoð við þingmenn hafi verið nauð- synleg og hafi leitt til vandaðri vinnu- bragða. Á kjörtímabilinu hefur sautján pólitískum aðstoðarmönnum verið bætt í starfslið Alþingis. Freyja bendir á hið augljósa, að þrátt yfir smæð þjóðarinnar þurfi að semja og viðhalda jafn miklu af lög- um og á öðrum þjóðþingum. „Mér finnst umræðan stundum á villigöt- um um þessa þingflokka. Við erum með þingræði og það verður bara að vera aðstoð og sérþekking þar,“ segir Freyja. Lýðræði kostar Annað sem starfsmennirnir póli- tísku eru sammála um, er að lýðræði kosti og þar sem stjórnmálaflokkar eru hornsteinn lýðræðis hér á landi þurfi að fjármagna starfsemi þeirra með einum eða öðrum hætti. Ingvar segir að hann teldi farsæl- ast að auka gegnsæi og leyfa frjálsa styrki til stjórnmálaflokka og minnka um leið álögur á skattgreiðendur. Í dag eru takmörk á upphæð sem einstaklingar, lögaðilar og tengdir aðilar geta lagt til stjórnmálaflokka en framlög til stjórnmálaflokka úr ríkissjóði hafa hækkað á kjörtíma- bilinu. Reykfylltu bakherbergin eru mýta Dagmál Kári, Ingvar og Freyja, pólitískir starfsmenn úr ólíkum áttum, ræða það sem fram fer á bak við tjöldin. - Segja fjölgun pólitískra aðstoðarmanna á Alþingi hafa verið nauðsynlega - Hlutverk starfsmanna ólík eftir starfi innan stjórnmálaflokka - Farsælla að auka gagnsæi og leyfa frjáls framlög til flokka Ríkið þarf að bregðast við aðstæðum sem nú eru uppi, þegar reglubundið áætlunarflug til og frá Vestmannaeyj- um í gegnum Reykjavík hefur lagst af. Þetta segja stjórnmálamenn í Suð- urkjördæmi sem Morgunblaðið ræddi við í gær. Síðasta Eyjaferð Ice- landair er í dag, þriðjudag. Stjórn- endur félagsins ákváðu að hætta um komandi mánaðamót, í stað þess að halda áfram mánuði lengur skv. sum- aráætlun. Þar ræður að markaður var ekki lengur fyrir fluginu. „Flugsamgöngur við Eyjar verður að tryggja,“ segir Vilhjálmur Árna- son, þingmaður Sjálfstæðisflokks. „Ríkið þarf að styrkja við áætlunar- flug á þessari leið, ef ekki verða ferðir með sjúkraflugvélum eða þyrlum fleiri. Takmarkaðar samgöngur veikja líka atvinnulífið í Eyjum; til dæmis ferðaþjónustuna. Stuðningur við flug til Eyja þarf að vera til staðar, sparnaður ríkisins að einu leyti þar eykur kostnað á öðrum póstum. Þetta þarf allt að skoðast í stóru samhengi og fylgjast með framvindunni. Ég hef í morgun meðal annars verið í sam- bandi við bæjarstjórann í Eyjum vegna þessa og vona að botn komist í þetta mál sem fyrst.“ Hólmfríður Árnadóttir, sem skipar efsta sæti á lista VG í Suðurkjör- dæmi, segir í samtali við Morgunblað- ið mikilvægt að brugðist verði skjótt við þeim aðstæðum sem nú eru komn- ar upp í samgöngumálum Vestmann- eyinga. „Áætlunarflug til Eyja er nauð- syn,“ segir Hólmfríður. Lýsir hún því sem mikilvægri lífæð íbúa og atvinnu- lífs. Beri flug sig ekki á forsendum markaðar þurfi ríkið að stíga inn og styðja, rétt eins almenningssamgöng- ur. sbs@mbl.is Áætlunarflug til Eyja nauð- synlegt og verður að tryggja - Frambjóðendur bregðast við stöðunni í samgöngumálum Vilhjálmur Árnason Hólmfríður Árnadóttir 2021 ALÞINGISKOSNINGAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.