Morgunblaðið - 31.08.2021, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 31.08.2021, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 2021 ✝ Signý Una Sen fæddist í Ku- lang Su við borg- ina Amoy (Xiamen) í Kína 23. júlí 1928. Foreldrar henn- ar voru Kwei Ting Sen, f. 2.8. 1894, d. 5.12. 1949, og Oddný Erlends- dóttir, f. 9.6. 1889, d. 9.7. 1963, frá Breiðabólsstöðum á Álftanesi. Þau höfðu kynnst í Edinborg en fluttust til Amoy eftir að þau höfðu gifst og var faðir Signýjar prófessor í upp- eldisfræði við háskólann þar, og einn af stofnendum háskól- ans 1921. Signý ólst upp í Amoy fyrstu árin. Borgarastyrjöld hófst í Kína 1927 og ákváðu foreldrar Signýjar að Oddný skyldi sigla til Íslands með eftirlifandi börn sín tvö, Jón (seinna konsert- meistara SÍ) og Signýju. Eldri bróðir þeirra, Erlendur Ping- Hwa, f. 17.1. 1918, d. 23.11. 1924, hafði látist af slysförum. Signý gekk í Landakotsskóla og síðar MR. Hún giftist Jóni Júl- íussyni, latínukennara í MR, síðar starfsmannastjóra Loft- leiða og Flugleiða og skrif- stofustjóra á skrifstofu Norð- urlandamála, 1949. Foreldrar hans voru Júlíus Rósin- dætur, Emmu, f. 13.10. 2010, og Elíu, f. 21.10. 2014. b. Guðbergur Geir, f. 22.3. 1986, MS í tölvunarfr. frá Col- umbia-hásk. New York. Eig- inkona hans er Sigríður Marta Harðardóttir, f. 1986, lögfræð- ingur og eiga þau þrjár dætur, Hönnu Maríu, f. 18.6. 2013, Ragnheiði Söru, f. 27.6. 2015, og Sigríði Lindu, f. 29.6. 2017. 2) Sigríði Hrafnhildi, f. 12.8. 1953, d. 19.8. 2014, MA í fjöl- miðlafræði frá Freie Universi- tät í Berlín, starfaði sem sjálf- stæður atvinnurekandi og full- trúi hjá forsetaembættinu. Fyrri eiginmaður Sigríðar var Sveinn Egill Úlfarsson, f. 1950, viðskiptafræðingur. Seinni maður Sigríðar var Sveinn Björnsson, prótokollstjóri for- setaembættisins og síðar sendi- herra Íslands í Strassborg og Vínarborg. Dætur Sigríðar og Sveins Úlfarssonar eru: a. Signý Vala, f. 12.7. 1976, yfirlæknir blóðmeinadeildar Landspítalans, gift Þóri Skarp- héðinssyni lögfræðingi. Börn þeirra eru Hrafnhildur Helga, f. 7.8. 2001, Sigrún Edda, f. 1.3. 2006, og Skarphéðinn Egill, f. 19.8. 2010. b. Unnur Edda lögfræðingur. Maki Daði Ólafsson. Börn Unn- ar Eddu eru Elsa Vala Rúnars- dóttir, f. 16.5. 2007, og Helena Sif Daðadóttir, f. 3.10. 2017. Jarðarförin fór fram í kyrr- þey. kransson, f. 5.7. 1892, d. 4.3. 1978, og k.h., Sigríður Jónatansdóttir, f. 26.4. 1904, d. 22.9. 1992. Signý lauk BA-prófi í sænsku og ensku frá Há- skóla Íslands 1959 og stundaði laga- nám við HÍ 1968- 1976. Hún starfaði sem fulltrúi í sænska sendiráðinu í Reykjavík eftir heimkomu frá námi í Sví- þjóð og gjaldkeri Sementsverk- smiðjunnar til 1968. Eftir að hún lauk lagaprófi starfaði hún fyrst sem móttökustjóri Hótels Sögu í nokkra mánuði og síðan sem deildarlögfræðingur hjá lögreglustjóranum í Reykjavík uns hún hætti störfum sökum aldurs 1998. Signý og Jón eignuðust tvö börn: 1) Erlend Ping-Hwa, f. 26.4. 1948, MA frá Cambridge-hásk., PhD frá sama hásk., 1978, pró- fessor (1996) í heimspeki við HÍ (próf. emeritus 2018). Hann er kvæntur Hönnu Maríu Siggeirs- dóttur, f. 6.8. 1950, lyfjafr. og fv. lyfsala. Synir þeirra eru: a. Jón Helgi, f. 28.2. 1982, byggingaverktaki, hann er kvæntur Martinu V. Nardini, f. 1985, lækni og eiga þau tvær Gæfa okkar í lífinu er að njóta þess með góðu fólki. Fólki sem tekur þátt í lífi okkar og kemur hvert öðru við. Ég hef notið þess að þekkja Signýju Sen frá fæðingu og á öll- um æviskeiðum. Hún var vinkona mömmu minnar, mamma Siggu Hrafnhildar æskuvinkonu minnar og við vorum saman nokkur ár í lagadeildinni. Milli okkar var sterkur strengur. Signý var stórbrotin kona, kona tveggja heimsálfa og það er ekki einfalt að lýsa henni. Það sem öðru fremur einkenndi hana var fegurð, hugrekki, vitsmunir – og einnig nokkrir skapsmunir. Spontanítetið - hið eðlilega og óþvingaða – var ríkt í fari hennar. Signý Sen var sterk kona og það var enginn lánlaus sem naut hennar trausts. Því kynntist ég sannarlega. Hvassaleiti 111 var engu öðru líkt – ævintýraheimur. Kínversk áhrif voru mikil og djúp virðing fyrir landinu, sögu þess og menn- ingu augljós. Ég sagði um vinkonu mína Sig- ríði Hrafnhildi að yfir heimili hennar hefði verið heillandi brag- ur af fegurð, samræmi og smekk. Þetta á einnig við um Hvassaleiti 111. Og mannlífið á þessu fallega heimili var einstakt. Þess nutum við æskuvinkonur Siggu Hrafn- hildar í ríkum mæli. Þar ræktuðu menn garðinn sinn, bæði líkama og sál. Mig grunar að þar hafi ég notið sérstaklega vináttu mömmu og Signýjar. Signý og Jón töluðu við okkur um menntun, menningu og fram- tíðardrauma – þau sýndu okkur mikinn áhuga enda dóttirin yndi og eftirlæti foreldra sinna. Er- lendur spilaði undravel á flygilinn og þurfti stundum frið frá ærslum okkar – en sýndi einstaka þolin- mæði. Þau voru góð fjölskylda. Ég þakka Signýju fyrir ómet- anlega vináttu, umhyggju og hvatningu og votta afkomendum hennar einlæga samúð. Ragnhildur Hjaltadóttir. Við sáum Signýju Sen fyrst þegar við settumst á skólabekk með henni í lagadeild Háskóla Ís- lands haustið 1969. Við veittum strax athygli þessari tígulegu, há- vöxnu konu sem var greinilega af austurlensku bergi brotin. Signý féll strax inn í hópinn þrátt fyrir að vera um tuttugu árum eldri en við hin, en á þessum árum var mjög sjaldgæft að eldri konur settust á bekk í háskóla. Hún sýndi með þessu einstakan kjark, dugnað og frumkvæði, sem ein- kenndi hana alla tíð. Áður hafði hún lokið háskólaprófi í ensku og sænsku. Fljótlega tókust með okkur góð kynni. Við bárum sam- an bækur okkar fyrir próf og þá kom í ljós hversu góður námsmað- ur hún var, rökföst, öguð og ná- kvæm. Oft ók hún okkur heim úr skólanum á Citroen-bragganum sínum og bauð á sitt glæsilega og smekklega heimili, fyrst á Háa- leitisbraut og síðar í Hlyngerði. Þar galdraði hún fram framandi rétti sem við höfðum aldrei fengið áður. Signý var undragóður kokk- ur og bar fram matinn á fögrum borðbúnaði. Hún var sannkölluð heimskona, enda höfðu þau Jón Júlíusson, hinn ágæti eiginmaður hennar, ferðast um flestar ef ekki allar heimsálfur og bar heimili þeirra og elegant klæðnaður og allt fas Signýjar þess vel merki. Þrátt fyrir yfirburði aldurs og reynslu kom hún alltaf fram við okkur sem jafningja. Signý hóf störf að námi loknu hjá embætti Lögreglustjórans í Reykjavík þar sem hún starfaði allar götur uns hún lét af störfum fyrir aldurs sakir. Hún var eina konan sem starfaði sem löglærður lögreglufulltrúi og var vinsæl meðal samstarfsmanna sinna. Við Signý hittumst reglulega og glöddumst saman á ýmsum merkisdögum í lífi okkar. Hún fylgdist vel með störfum okkar og hvatti með ráðum og dáð. Börnum okkar og barnabörnum sýndi hún einstakan áhuga og velvild. Minn- isstæð er ferð með lögfræðingum til Þingvalla undir stjórn Sigurðar Líndal, okkar fyrrverandi kenn- ara við lagadeild. Eftir fyrirlestur Sigurðar klöngraðist hann með hópinn um holt og móa meðan Signý og Jón litu eftir ungum börnum okkar í rútunni og sögðu þeim sögur. Signý gat lengst af búið heima með hjálp Erlendar sonar síns og fjölskyldu hans en síðustu árin bjó hún á Sóltúni. Þangað var gott að koma og spjalla um allt milli him- ins og jarðar, en Signý hélt sínu andlega atgervi þrátt fyrir háan aldur og fylgdist vel með gangi mála, ekki síst á stjórnmálasvið- inu. Við söknuðum þess að geta ekki hitt hana að undanförnu vegna heimsfaraldursins. Signý var skarpgreind, traust, hlátur- mild og hafði góða kímnigáfu. Að leiðarlokum þökkum við áralanga tryggð og vináttu okkar elskulegu vinkonu. Megi Guð blessa minningu hennar. Erlendi, Hönnu Maríu og barnabörnum sendum við innilegar samúðar- kveðjur. Ingibjörg K. Benediktsdóttir. Þuríður I. Jónsdóttir. Það var bjart yfir vorinu 1949 þegar við settum upp stúdents- húfurnar og alls staðar sást til vega. Við vorum 35 stelpurnar og strákarnir voru 67 talsins. Óvenjulega margar stelpur voru úr stærðfræðideild eða sex en hin- ar allar úr fornmáladeild eins og þótti eðlilegt fyrir stúlkur á þeim tímum. Það er til marks um hugs- unarháttinn að þegar þessar sex innrituðu sig í stærðfræðideild vakti það umtal í bænum og hneykslaði suma. Strákarnir skiptust þannig að 35 fóru í mála- deild og 30 í stærðfræðideild. Við höfum borið gæfu til að rækta vináttu öll þessi yfir 70 ár og það tel ég lífsgæði. Fyrir utan starfandi saumaklúbba sem við stelpurnar höfum rekið og smíða- verkstæðin sem sumir strákanna komu á fót höfum við jafnan minnst júbílafmæla með ýmsu móti hér á landi og erlendis. Minnisstæð er hátíðin á 25 ára af- mælinu þegar við stelpurnar æfð- um leikrit sem Svava Jakobsdótt- ir hafði samið fyrir okkur og gerðist auðvitað á heimili Hall- veigar Fróðadóttur og Ingólfs Arnarsonar vegna afmælis Ís- landsbyggðar sama ár. Vigdís leikstýrði og við sungum kvæði sem skáldin í hópnum sömdu. Og Signýju skorti ekki fyrir- mynd. Á heimili hennar er mál- verk af móður hennar, Oddnýju Erlendsdóttur, afar fallegri og tignarlegri konu með barðastóran hatt og undurfallegan svip. Hún varð ein víðförlasta kona sinnar samtíðar hér á landi. Hún naut þess að komast til menntunar, út- skrifaðist úr Kvennaskólanum í Reykjavík og lauk kennaraprófi frá Flensborgarskólanum. Hún stundaði kennslu, meðal annars var hún heimiliskennari austan- fjalls. Hún var haldin útþrá og réð sig sem bókara til fyrirtækis Garðars Gíslasonar & Hey í Leith á Englandi og stundaði jafnframt nám í ensku og enskum bók- menntum við Háskólann í Edin- borg. Þar kynntist hún hinum kín- verska námsmanni Kwai Ting Sen sem leiddi til hjónabands þeirra 1917. Þau héldu til Kína þar sem þau settust að, hann hlaut prófessorsstöðu í sálar- og uppeldisfræði við Háskólann í Amoy. Síðar við Háskólann í Shanghai. Hann kom einu sinni til Íslands og hélt fyrirlestur í Reykjavík sem laðaði að sér fjöl- menni. Sumarið 1937 hélt Oddný með börnin tvö til Íslands í heimsókn en fór aldrei aftur til Kína. Til þess lágu margar ástæður, meðal annars stríð á milli Kínverja og Japana. Hún kom sér fyrir í Reykjavík og börnin menntuðust. Sjálf stundaði hún enskukennslu við Kvennaskólann í Reykjavík og víðar. Signý var gædd miklum mann- kostum. Hún var skarpgreind og hugrökk og víðlesin í íslenskum og erlendum bókmenntum. Hún var höfðingi heim að sækja, frá- bær kokkur og gott er að minnast margra samfunda á hennar afar smekklega heimili þegar gleðin var við völd. Það er von mín að mannkostir Signýjar megi fylgja afkomend- um hennar, Erlendi, Hönnu, son- um og þeirra fjölskyldum, og dætrum Siggu, Signýju Völu og Unni Eddu, og fjölskyldum þeirra. Sigríður Th. Erlendsdóttir. Signý Una Sen Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ERNA SIGURGEIRSDÓTTIR, Hríshóli, Eyjafjarðarsveit, lést mánudaginn 16. ágúst á hjúkrunar- heimilinu Hlíð, Akureyri. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 3. september klukkan 10. Þeim sem vilja minnast hennar er til dæmis bent á Heimahlynningu eða Öldrunarheimili Akureyrar. Minnt er á að enn eru fjöldatakmarkanir í gildi en streymt verður frá athöfninni á Facebook-síðunni Jarðarfarir í Akureyrarkirkju. Viðar Hreinsson Anna Guðrún Júlíusdóttir Sigurgeir Bjarni Hreinsson Bylgja Sveinbjörnsdóttir Kristján Hreinsson Anna Sigrún Rafnsdóttir Ævar Hreinsson Elín Margrét Stefánsdóttir Helga Berglind Hreinsdóttir Guðmundur S. Óskarsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, sonur, bróðir og mágur, SIGURÐUR MAGNÚSSON, Reyrhaga 2, Selfossi, sem lést af slysförum þriðjudaginn 24. ágúst, verður jarðsunginn frá Selfosskirkju fimmtudaginn 2. september klukkan 15. Þeim sem vilja minnast hins látna er bent á Björgunarfélag Árborgar, 586-26-1500, kt. 470483-0839. Streymt verður á www.selfosskirkja.is. Hámarksfjöldi í kirkju er 200 manns. Kirkjugestir verða að skila miða með nafni, kt. og símanúmeri við innganginn. Björk Reynisdóttir Magnús Stefán Elísabet Elías Arnþór Theodóra Jóna Aníta Guðrún Bergsveinn Dagbjört Sara Kári Freyr og Katrín Sara Guðrún og Richard Campbell María Magnúsdóttir Viðar Erlingsson Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, KARL SIGURÐUR JAKOBSSON frá Grund, Jökuldal, lést mánudaginn 23. ágúst. Útför hans fer fram frá Egilsstaðakirkju laugardaginn 4. september klukkan 14. Þeir sem ekki eiga heimangengt geta kvatt Mansa í streymi á vefslóðinni https://egilsstadaprestakall.com. Kolbrún Sigurðardóttir Stefanía Katrín Karlsdóttir Eiríkur S. Svavarsson Jakob Karlsson Ruth Magnúsdóttir Grétar U. Karlsson Ásthildur Jónasdóttir Rut, Sara, Ísold, Hólmfríður, Anna Birna, Helga Kolbrún, Katrín Jökla, Kolbrún Sif, Brynjar Snær, Heiðdís Jóna, Heiðrós Hulda og Bergrós Harpa Elskulegur frændi minn, LOFTUR RUNÓLFSSON, fyrrverandi bóndi á Strönd í Meðallandi, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju í Meðallandi laugardaginn 4. september klukkan 14. Loftur Magnússon Okkar ástkæra, AUÐUR KRISTÍN MATTHÍASDÓTTIR, Lyngholti 5, Ísafirði, lést á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, Ísafirði, 29. ágúst. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Aðalsteinn Ómar Ásgeirsson Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, vinkona, amma og langamma, KRISTBJÖRG ÞÓRARINSDÓTTIR, fyrrum húsfrú í Hítarnesi, lést laugardaginn 28. ágúst. Útförin fer fram frá Borgarneskirkju laugardaginn 4. september klukkan 14. Þórunn Katrín Skúladóttir Þórður Kristján Skúlason Kristbjörg Skúladóttir Skúli Lárus Skúlason Sigrún Ólafsdóttir Ingi Þór Skúlason Björk Gísladóttir Kristín Júlía Pálsdóttir Steinar Þór Snorrason Aðalheiður Pálsdóttir Jón S. Egilson Halldór Jón Pálsson Jónína H. Jónsdóttir Stefán Helgi Pálsson Berglind Knútsdóttir Júlíus Pálsson Becky Pálsson Ágústa G. Geirharðsdóttir Elín Hekla Klemenzdóttir og ömmu- og langömmubörn Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síð- una. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.