Morgunblaðið - 31.08.2021, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 31.08.2021, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 2021 2021 ALÞINGISKOSNINGAR Andrés Magnússon andres@mbl.is Fylgi flokka er almennt orðið ákaf- lega misskipt eftir kjördæmum. Segja má að Sjálfstæðisflokkurinn sé eini flokkurinn, sem njóti veru- legs stuðnings í öllum kjördæmum, en þó er fylgi hans í höfuðborginni merkjanlega lægra en í flestum kjördæmum öðrum. Lægst er það þó á Norðausturlandi, sem má kalla undantekningu. Það er í sjálfu sér ekki nýtt að flokkum vegni misvel í hinum ýmsu kjördæmum, það er einmitt ein helsta forsenda þeirra, að þau hafi misjafna hagsmuni og samsetningu, sem ólík framboð og frambjóðendur séu misvel til fallin að gæta eða vera fulltrúar fyrir. Þannig hefur Fram- sóknarflokkurinn alla tíð átt meira fylgi að fagna utan höfuðborg- arsvæðisins en innan. Það er hins vegar athyglisvert að sjá hvernig sá munur virðist fremur ágerast en hitt, þrátt fyrir að senni- lega hafi hagsmunir byggðarlaganna ekki verið jafnsamofnir áður, sam- göngur og tækniframfarir hafa jafn- að margvíslegan aðstöðumun mikið og á sinn hátt flatt út samfélagið. Þess gætir lítt í stjórnmálum, þar sem fæstir flokkar hafa jafna skír- skotun í kjördæmunum. Hér að ofan gefur að líta hvernig fylgi flokkanna skiptist í einstökum kjördæmum, en þar er notast við samanlagðar niðurstöður úr þremur könnunum, sem MMR gerði í sam- starfi við Morgunblaðið. Rétt er að ítreka að þær sýna því ekki vel fylgisþróun síðustu viku, en veita hins vegar ábyggilegri niður- stöður í fámennari kjördæmum en ella. Þar má sjá ýmsar spegilmyndir. Öfugt við Framsókn á Viðreisn þannig nær aðeins fylgi á höfuðborg- arsvæðinu, en Píratar höfða grein- lega mun síður til Norðlendinga en annarra. Samfylkingin er hins vegar með sitt langsterkasta vígi í Norð- austurkjördæmi með nær 18% en meðaltalið annars staðar undir 10%. Þingmenn eru reiknaðir með reiknivél Landskjörsstjórnar, samkvæmt niðurstöðum skoðanakannana MMR, en miðað er við kjörsókn í Alþingiskosningum 2017. Fylgi og þingmenn kjördæma samkvæmt í samanteknum skoðanakönnunum MMR frá júní til ágúst Samanlagðar síðustu þrjár kannanir MMR, mælt dagana 24. júní - 6. júlí, 8.-14. júlí og 18.-24. ágúst SV 13 ÞINGMENN Kjördæmakjörnir ● Bjarni Benediktsson (D) ● Jón Gunnarsson (D) ● Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (C) ● Guðmundur I. Guðbrandssson (V) ● Þórhildur SunnaÆvarsdóttir (P) ●Willum Þór Þórsson (B) ● Bryndís Haraldsdóttir (D) ● Þórunn Sveinbjarnardóttir (S) ● Óli Björn Kárason (D) ● Sigmar Guðmundsson (C) ●Arnar Þór Jónsson (D) Jöfnunarsæti ● Gísli Rafn Ólafsson (P) ● Karl Gauti Hjaltason (M) RS 11 ÞINGMENN Kjördæmakjörnir ● Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (D) ● Svandís Svavarsdóttir (V) ● Björn Leví Gunnarsson (P) ● Kristrún Frostadóttir (S) ● Hanna Katrín Friðriksson (C) ● Hildur Sverrisdóttir (D) ● Katrín Baldursdóttir (J) ● Orri Páll Jóhannsson (V) ● Lilja Alfreðsdóttir (B) Jöfnunarsæti ● Inga Sæland (F) ●Arndís A. Kristínar- Gunnarsdóttir (P) RN 11 ÞINGMENN Kjördæmakjörnir ● Guðlaugur Þór Þórðarson (D) ● Halldóra Mogensen (P) ● Helga Vala Helgadóttir (S) ● Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir (C) ● Diljá Mist Einarsdóttir (D) ● Katrín Jakobsdóttir (V) ● Ásmundur Einar Daðason (B) ●Andrés Ingi Jónsson (P) ● Brynjar Níelsson (D) Uppbót ● Jón Steindór Valdimarsson (C) ● Gunnar Smári Egilsson (J) S 10 ÞINGMENN Kjördæmakjörnir ● Guðrún Hafsteinsdóttir (D) ●Vilhjálmur Árnason (D) ● Sigurður Ingi Jóhannsson (B) ● Álfheiður Eymarsdóttir (P) ● Ásmundur Friðriksson (D) ● Birgir Þórarinsson (M) ● Ásthildur Lóa Þórsdóttr (F) ● Hólmfríður Árnadóttir (V) ● Oddný Harðardóttir (S) Jöfnunarsæti ● Guðbrandur Einarsson (C) 8 17 6 34 7 7 7 4 NA 10 ÞINGMENN Kjördæmakjörnir ● Ingibjörg Ólöf Isaksen (B) ● Njáll Trausti Friðbertsson (D) ● Logi Einarsson (S) ● Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (V) ● Líneik Anna Sævarsdóttir (B) ● Berglind Ósk Guðmundsdóttir (D) ● Hilda Jana Gísladóttir (S) ● Haraldur Ingi Haraldsson (J) ● Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (M) Jöfnunarsæti ● Jakob Frímann Magnússon (F) NV 8 ÞINGMENN Kjördæmakjörnir ● Þórdís K. R. Gylfadóttir (D) ● Stefán Vagn Stefánsson (B) ● Haraldur Benediktsson (D) ● Bjarni Jónsson (V) ● Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (B) ●Valgarður L.Magnússon (S) ● Helga Thorberg (J) Jöfnunarsæti ● Bergþór Ólason (M) 0% 5% 10% 15% 20% 25% 30% JPVSFCMBD NORÐVESTURKJÖRDÆMI 0% 5% 10% 15% 20% 25% 30% JPVSFCMBD NORÐAUSTURKJÖRDÆMI 0% 5% 10% 15% 20% 25% 30% JPVSFCMBD SUÐURKJÖRDÆMI 0% 5% 10% 15% 20% 25% 30% JPVSFCMBD REYKJAVÍK NORÐUR 0% 5% 10% 15% 20% 25% 30% JPVSFCMBD REYKJAVÍK SUÐUR 0% 5% 10% 15% 20% 25% 30% JPVSFCMBD SUÐVESTURKJÖRDÆMI B C D F J M P S V Norðvestur 20,8% 3,3% 27,4% 4,1% 9,3% 5,9% 6,0% 9,6% 11,6% Norðaustur 22,4% 1,7% 18,7% 5,0% 7,9% 7,6% 7,1% 18,0% 11,4% Suður 13,2% 7,3% 28,4% 8,6% 3,2% 9,4% 11,2% 7,6% 8,2% Suðvestur 10,2% 12,9% 29,3% 4,2% 5,6% 5,4% 11,0% 8,7% 11,5% Reykjavík suður 7,4% 10,6% 21,1% 6,3% 7,7% 5,8% 14,6% 11,3% 14,7% Reykjavík norður 9,9% 12,5% 22,7% 4,5% 5,6% 4,8% 15,8% 12,9% 10,5% Sjálfstæðis- flokkurinn ViðreisnFramsóknar- flokkurinn MiðflokkurSósíalista- flokkurinn Flokkur fólksins Vinstrihreyfingin — grænt framboð SamfylkingPíratar Mjög misjöfn staða í kjördæmunum - Skautun í stjórnmálum skilar sér í fylgi eftir kjördæmum - Fleiri flokkar verða afdráttarlausir þéttbýlisflokkar miðað við fylgi - Enginn flokkanna með jafna skírskotun í öllum kjördæmum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.