Morgunblaðið - 31.08.2021, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 31.08.2021, Blaðsíða 32
Þrír ungir tónlistarmenn, píanóleikarinn Erna Vala Arn- ardóttir, sellóleikarinn Hjörtur Páll Eggertsson og fiðlu- leikarinn Sólveig Vaka Eyþórsdóttir, koma fram á tón- leikum í Norðurljósum Hörpu í kvöld kl. 20. Þar verða ýmsir kimar rómantíkurinnar kannaðir. Flutt verður einleikssónata fyrir selló eftir Hans Abrahamsen frá Danmörku, fiðlusónata í e-moll eftir Englendinginn Edward Elgar og að lokum píanótríó nr. 1 eftir hinn þýska Johannes Brahms. Miðar eru seldir á harpa.is og í miðasölu Hörpu. Margs konar rómantík í Hörpu kemur til mín, en er alltaf með símann við rúmstokkinn og syng hugmynd- irnar inn á hann. Það er mikilvægt að halda efninu þannig til haga því ann- ars er hætta á að það hreinlega týn- ist.“ Edda hlustar á alla tónlist en segist samt ekki vera mikið í klassíkinni. „Mér þykir þessi djassskotna tónlist mín skemmtilegust, svokallaður „smooth jass“.“ Til nánari útskýr- ingar segir hún að hún hafi alist upp við klassíska tónlist, þar sem alltaf hafi þurft að spila eftir bókinni, fylgja nótunum, því annað væri vit- laust. „Mér finnst betra að vera frjáls og spila djassinn af fingrum fram, þar sem allt er leyfilegt.“ Snemma árs 2015 gaf hún út plöt- una No Words Needed og fyrir um tveimur árum kom New Suit út. Bjarni, Friðrik og Agnar Már leika með henni á plötunum. Hún segir að titlarnir skýri innihaldið. Á fyrri plöt- unni sé enginn söngur. Þá hafi Agnar Már spilað sólóin á píanó, en á þeirri seinni hafi hún séð um allan píanó- leikinn. „Ég birtist eins og í nýjum fötum, tónlist án söngs.“ Bætir við að þetta sé í fyrsta sinn sem hljóm- sveitin komi fram opinberlega, en frítt er á tónleikana. Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Edda Borg ásamt hljómsveit verður með tónleika í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag og hefjast þeir klukkan 17. Tón- leikarnir eru liður í Jazzhátíð Reykja- víkur. „Ég hef lítið flaggað nýlegum djassskotnum plötum mínum á Ís- landi en við spilum lög af þeim,“ segir Edda. Með henni leika Agnar Már Magnússon á hljómborð, Benedikt Brynleifsson á trommur, Bjarni Sveinbjörnsson, eiginmaður hennar, á bassa og Friðrik Karlsson á gítar. Frá barnsaldri hefur tónlist verið ríkur þáttur í lífi Eddu. „Ég ólst upp við djass,“ segir hún, en Ólafur Krist- jánsson, faðir hennar, var skólastjóri Tónlistarskólans í Bolungarvík og sendi hana í píanónám til Ragnars H. Ragnar á Ísafirði, þegar hún var sex ára. „Tónlistin var alls staðar, hann var meðal annars í hljómsveit Villa Valla á Ísafirði og ég fór snemma að fara á tónleika með þeim, músíkin heillaði mig strax og ég hef stöðugt bætt við mig.“ Hún byrjaði að spila með hljóm- sveit Axels Einarssonar í Klúbbnum eftir að hún flutti til Reykjavíkur 16 ára. „Ég spilaði síðan í stórhljómsveit Gunna Þórðar í Broadway og hef ver- ið að síðan.“ Skapandi skólastjóri Eftir að hafa verið í frekara píanó- námi hjá Halldóri Haraldssyni í Tón- listarskólanum í Reykjavík útskrif- aðist Edda sem tónmenntakennari 1988 og árið eftir stofnaði hún Tón- skóla Eddu Borg, sem hún hefur rek- ið síðan í Seljahverfi í Breiðholti. „Skólinn hefur gengið mjög vel,“ seg- ir hún. „Ég hef ekki þurft að auglýsa í fjölda mörg ár, öll árin hefur verið fullt og langir biðlistar.“ Þrátt fyrir að vera önnum kafin í skólanum hefur Edda alltaf haft tíma til þess að vera skapandi í faginu. „Tónlistin kemur til mín öllum stund- um og ég nýti tímann vel til þess að semja.“ Í því sambandi nefnir hún að hún fái oft hugljómun í svefni. „Ég nenni ekki alltaf fram úr rúminu til þess að spila og syngja það sem þá Spilar djassinn af fingrum fram - Edda Borg og hljómsveit með tónleika í Ráðhúsinu síðdegis Tónlistarkona Edda Borg spilar á keytarann á tónleikunum. www.gilbert.is ÚRSMÍÐAMEISTARI OKKARMISSIR ALDREI EINBEITINGUNA 101 38mm og 101 32mm Islandus 1919 44mm og Frisland 1941 42mm Islandus Dakota 44mm ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 243. DAGUR ÁRSINS 2021 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 739 kr. Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr. PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr. Keflavík, Fylkir og Tindastóll heyja harða baráttu um sæti sín í úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu, Pepsi Max- deildinni, en Keflavík vann afar mikilvægan 1:0-sigur gegn Tindastóli á Sauðárkróki í 16. umferð deildarinnar í gær. Það var bandaríski framherjinn Aerial Chavarin sem skoraði sigurmark leiksins strax á 9. mínútu en á sama tíma gerðu Fylkir og Þróttur úr Reykjavík 1:1-jafntefli í Árbæ. Keflavík er með 16 stig í áttunda sætinu þegar tveimur umferðum er ólokið, Fylkir er með 13 stig í ní- unda sætinu og Tindastóll 11 stig í því tíunda. » 26 Þrjú lið heyja harða baráttu ÍÞRÓTTIR MENNING

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.