Morgunblaðið - 31.08.2021, Blaðsíða 13
AFP
Listi Ursula von der Leyen, forseti
framkvæmdastjórnar sambandsins.
Evrópusambandið hefur fjarlægt
Bandaríkin af lista yfir þau lönd
sem undanþegin eru takmörkunum
á ónauðsynlegum ferðum meðan á
faraldri kórónuveirunnar stendur.
Þessi skilgreining sambandsins
er ekki bindandi fyrir aðildarríkin,
sem geta enn leyft bólusettum,
bandarískum ferðamönnum að
ferðast inn fyrir landamæri sín.
Flest ríkin hafa þó til þessa fylgt
ráðleggingum þeirra sem stýra
sambandinu frá Brussel.
Ónauðsynlegar ferðir til Evrópu-
sambandsins, frá öðrum ríkjum en
aðildarríkjunum 27 auk Íslands,
Liecthenstein, Noregs, Sviss, An-
dorra, Mónakó, San Marínó og Vat-
íkansins, voru bannaðar fyrr í far-
aldrinum.
EVRÓPUSAMBANDIÐ
Bandaríkin tekin af
undanþágulistanum
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 2021
Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is
Gámaleiga
Er gámur lausnin fyrir þig?
Við getum líka geymt gáminn fyrir þig
568 0100
stolpigamar.is
HAFÐU
SAMBAND
Búslóðageymsla ❚ Árstíðabundinn lager ❚ Lager ❚ Sumar-/vetrarvörur
Frystigeymsla ❚ Kæligeymsla ❚ Leiga til skemmri eða lengri tíma
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
Loftbrúnni frá alþjóðaflugvellinum
Hamid Karzai í Kabúl, höfuðborg
Afganistans, var lokað í gær þegar
síðasta flugvél Bandaríkjahers tók á
loft rétt fyrir miðnætti að staðar-
tíma. Var það gert í samráði við ta-
líbana sem nú hafa tekið yfir alla
stjórn í Afganistan. Lýkur þar með
tveggja áratuga langri hernaðar-
íhlutun Bandaríkjamanna í landinu.
Snemma í gærmorgun virkjaðist
eldflaugavarnakerfi Bandaríkjahers
í námunda við flugvöllinn eftir að
vígamenn skutu á loft eldflaugum.
Minnst fimm eldflaugum var grand-
að af kerfinu, að því er fram kemur í
umfjöllun fréttaveitu Reuters. Var
flaugunum skotið frá pallbifreið sem
lagt hafði verið í Kabúl. Einhverjar
eldflaugar sprungu innan borgarinn-
ar, en ekki er talið að vestrænt herlið
hafi verið í hættu vegna þessa. Full-
yrt er að liðsmenn Ríkis íslams, svo-
nefndir ISIS-K-liðar, beri ábyrgð á
eldflaugaárásinni. Þeir eru einnig
sagðir bera ábyrgð á nýlegri sjálfs-
vígssprengjuárás nærri alþjóðaflug-
vellinum hvar vel á annað hundrað
manns féllu, þeirra á meðal börn. Í
hópi hinna látnu voru einnig 13
bandarískir hermenn, 11 karlmenn
og tvær konur á aldrinum 20-31 árs.
Jarðneskar leifar þeirra hafa þegar
verið fluttar til Dover-herflugvallar-
ins í Delaware í Bandaríkjunum. Var
forseti Bandaríkjanna viðstaddur
heimkomuna, en þetta er mesta
mannfall í röðum bandarískra her-
manna í Afganistan frá því í mars-
mánuði 2013 þegar 15 hermenn féllu.
Vilja Joe Biden úr embætti
Augljóst stjórnleysi í tengslum við
brotthvarf Bandaríkjanna frá Afg-
anistan og mikil blóðtaka í tengslum
við aðgerðina hefur vakið hörð við-
brögð vestanhafs. Meðal þeirra sem
gagnrýnt hafa forsetann Joe Biden
opinberlega eru ættingjar hermanna
sem féllu við Kabúl-flugvöll.
Hafa sumir þeirra kallað eftir því
að forsetinn verði ákærður til emb-
ættismissis fyrir stórkostleg afglöp í
starfi. Þá hafa Repúblikanar einnig
lýst mikilli óánægju sinni með brott-
hvarf hersins með þessum hætti.
Einn þeirra er Mitch McConnell,
leiðtogi Repúblikanaflokksins í öld-
ungadeild Bandaríkjaþings.
„Þetta er ein versta ákvörðun í
utanríkismálum í sögu Bandaríkj-
anna. Mun verri en Saígon. Það voru
engir víetnamskir hryðjuverkamenn
í Saígon sem vildu ráðast á heima-
land okkar eftir að við fórum þaðan,“
sagði McConnell í sjónvarpsviðtali
við fréttamenn CBS-stöðvarinnar.
Á meðan hersveitir Bandaríkj-
anna voru í kappi við tímann söfn-
uðust æðstu leiðtogar talíbana sam-
an í Kabúl. Tilgangurinn er að setja
saman nýja stjórn yfir Afganistan.
Þótt ýmislegt sé á huldu varðandi
þennan innsta hring talíbana er vitað
að æðsti leiðtogi þeirra er maður að
nafni Hibatullah Akhundzada, fædd-
ur 1961 í Kandahar-héraði. Hann var
valinn leiðtogi árið 2016 í kjölfar
drónaárásar Bandaríkjahers sem
drap þáverandi leiðtoga, Mullah
Akhtar Mansour. Áður fór fremur
lítið fyrir Akhundzada, hann sagður
hafa verið einn af helstu trúspeking-
um samtakanna. Sökum þessa er tal-
ið að hann hafi af trúarlegum
áherslum fremur en hernaðarlegum
verið valinn leiðtogi talíbana. Það
var ekki fyrr en talíbanar tryggðu
stjórn sína á Afganistan sem Ak-
hundzada hóf að sjást opinberlega.
Fram að því fór hann huldu höfði og
sást nær einungis í áróðursmynd-
böndum.
Lítið vitað um næstráðandann
Einn stofnenda talíbana og þeirra
helsti herstjórnandi er Abdul Ghani
Baradar, fæddur 1968 í Uruzgan-
héraði. Hann tók þátt í aðgerðum
gegn hersveitum Sovétmanna á sín-
um tíma, var handtekinn í Pakistan
árið 2010 og sleppt 2018 eftir þrýst-
ing Bandaríkjamanna. Hann leiddi
einnig viðræður talíbana við Banda-
ríkin um brotthvarf þeirra.
Lítið er vitað um næstráðanda
talíbana, Sirajuddin Haqqani. Hann
er sagður fæddur einhvern tímann á
bilinu 1973-1980 og þá annaðhvort í
Afganistan eða Pakistan. Hann er
sonur frægs Mujahideen-herstjórn-
anda frá Sovétátökunum og stjórnar
nú meðal annars helstu sjálfsvígs-
sveit vígasamtakanna.
AFP
Brotthvarf Bandarískar hersveitir voru í kappi við tímann í gær þegar þessi vél tók á loft frá Kabúl-flugvelli.
Fara frá Afganistan eftir
tveggja áratuga hersetu
- Yfir 120 þúsund manns hafa verið fluttir á brott með herflutningavélum
AFP
Blóðtaka Flogið var með jarðneskar leifar þeirra 13 hermanna sem létust
við alþjóðaflugvöllinn í Kabúl til Dover-herflugvallar í Bandaríkjunum.
Brottflutningurinn
» Bandaríkin, Rússland og
Tyrkland fluttu áfram fólk frá
Kabúl-flugvelli við afar erfiðar
aðstæður í gær.
» Bretar, Frakkar, Danir, Spán-
verjar, Ítalir, Kanadabúar, Pól-
verjar, Hollendingar, Norð-
menn, Þjóðverjar, Ástralir,
Belgar, Svíar og Ungverjar
höfðu í gær einnig lokið að-
gerðum sínum í Afganistan.
» Yfir 120 þúsund manns hafa
verið fluttir með þessum hætti
og lauk aðgerðum Bandaríkja-
hers í gær.
„Við viljum að þið haldið ykkur
heima, það er afar mikilvægt.
Ástandið er alvarlegt um alla New
Orleans,“ sagði borgarstjórinn
LaToya Cantrell í ávarpi til borgar-
búa þegar fellibylurinn Ída náði
landi í ríkinu Louisiana í Bandaríkj-
unum. Fellibylurinn er flokkaður í
flokk fjögur af fimm á Saffir-
Simpson-mælikvarðanum og var
því búist við umtalsverðu tjóni af
hans völdum. Mikið vatnsveður
fylgir storminum með tilheyrandi
flóðahættu víða.
Eitt helsta raforkuverk Louisi-
ana missti afl í látunum og olli það
algeru rafmagnsleysi í New Or-
leans um tíma. Litlar fréttir höfðu í
gær borist af mannfalli vegna
veðurofsans, en einn var sagður
hafa látist þegar tré féll á hann
nærri Baton Rouge. Var um að
ræða sextugan karlmann.
BANDARÍKIN
AFP
Veðurofsi Kona leitar skjóls um stund.
Ída barði á íbúum
Louisiana-ríkis