Morgunblaðið - 31.08.2021, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 31.08.2021, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 2021 ✝ Friðrik Friðriksson fæddist 6. október 1937 í Reykjavík. Hann lést lést 19. ágúst 2021 á hjúkrunarheimili Hrafnistu við Sléttuveg. For- eldrar hans voru Friðrik Einarsson og Hannesína Rut Þorbjörnsdóttir. Friðrik byrjaði sextán ára til sjós, fyrst á varðskipinu Þór sem messadrengur, síðan var hann hjá Ríkisskipum og síðar júní 1959, d. 8. september 2020. Hann á einn son, Atla Gunnar. Friðrik var KR-ingur og sleppti helst aldrei heimaleik í Vesturbænum. Friðrik var mikill áhugamað- ur um sögu og varðveislu sögu- legra muna tengdra siglingum og hélt ýmsu til haga sem ann- ars væri líklega glatað og gleymt. Þá var hann dugandi líkanasmiður og fylgdi þar langri hefð í menningu sjó- manna. Útför Friðriks fer fram frá Útskálakirkju Garði í dag, 31. ágúst 2021, klukkan 15. Streymt verður frá útförinni á slóðinni: https://www.facebook.com/ groups/fridrik Einnig er hægt að sjá streym- ið á: https://mbl.is/andlat hjá Eimskip, endaði Friðrik sjómensk- una á skólaskipinu Sæbjörg. Friðrik kvæntist Esther Helgu Páls- dóttur, f. 29. júní 1935, d. 17. júlí 2015. Friðrik og Esther eignuðust eina dóttur; Hönnu Rut, f. 23. júlí 1968, hún á tvo syni, Ar- on Ásberg Björnsson og Krist- ófer Ásberg Björnsson. Einnig ólu þau upp systurson Estherar, Eirík Kristin Þórðarson, f. 8. Hafsins hetjan og KR drengur er fallinn frá, eftir stendur í huga okkar félaga minning um yndisleg- an mann Friðrik Friðriksson báts- mann hjá Eimskipi yfir hálfa öld sem hefur sagt skilið og tekið flugið til sinnar elskulegu konu, Estherar Helgu Pálsdóttur sem lést 17. júlí 2015, sjómannsfrú alla tíð sem beið daginn út og inn eftir sínum elsku- lega manni. Nú hafa þau verið sam- einuð á ný í Útskálakirkjugarði þar sem þau munu liggja hlið við hlið. Þetta var legstaður sem þau ákváðu saman við hafið. Enda hafði Friðrik sagt að það kæmi ekki ann- að til greina, enda var hann alinn upp við fjöruna og við sjóinn, þar voru mína æskustöðvar, segir sjó- maðurinn Friðrik Friðriksson. Líf- ið í Vesturbænum, þar sem þau bjuggu á Tómasarhaganum, var yndislegt, þar naut Friðrik sín vel í fríum að bralla við sjóminjasöfnun, sem er að mínu áliti stærsta safn í einkaeigu á Íslandi, þar eru munir sem mega ekki glatast, minningar um tæki og tól um sjósókn, her- minjar, merki, koju úr varðskipinu Þór, skipslíkön og miklu meira sem ekki er hægt að segja frá í stuttu máli. Allt heimilið tengdist sjónum. Eitt af herbergjum hans kallaði ég Friðriksstofu, þar var sagan við hafið. Stórar seglskútur og skip sem hann hafði smíðað, meira að segja var mikil athöfn á heimili þeirra hjóna þegar skútan Frikki Frikk var skírð með viðurvist okk- ar félaga. Síðan er vert að minnast Gylfa Sigfússonar, fv. forstjóra Eimskips, sem í samráði við Frið- rik lét setja upp glæsilegt sjóminja- safn í höfuðstöðvum Eimskips, eitt glæsilegasta safn síðari tíma, þar sem munir bátsmannsins hjá Eim- skipi eru til staðar, enda voru Gylfi og Friðrik mjög sáttir og hvað þá heldur gestir og aðrir sem þar komu að skoða safnið. Ásgeir Hjálmarsson, fv. skipstjóri sem kom Byggðarsafninu í Garði á koppinn á sínum tíma, var mikill vinur Friðriks þar sem þeir höfðu sama áhugamálið, að safna sjóm- injum og síðan í gamla græna bragganum, þar hittu ég og Friðrik Geira yfir sögum og kaffi. Leiðir okkar Frikka og Cocomo hafa legið yfir tugi ára, þar sem við vorum saman á tveimur skipum, Álafossi árið 1985, RO-RO í nær fjögur ár þar til hann fór í önnur verkefni. Síðan hittumst við aftur árið 1989, þá á Brúarfossi RO RO í átta ár þar sem yndislegir félagar voru saman komnir. Hann kom með okkur á m/s Goðafoss, sem allir kölluðu Gullskipið, í jólatúr, sem var hans síðasta ferð til sjós. Við höfðum mikið samband, hvort hann hringdi í mig eða ég í hann. Sama svarið, skipasmiðurinn í Vesturbænum. Síðasta símtal sem við áttum þegar ég hringdi kl. 17:07 þann 9. ágúst í þig, við áttum gott samtal í rúmar 5 mínútur. Þú sagði við mig mér þyk- ir vænt um þig og ég sagði það sama. Hinrik syni mínum þótti vænt um þig, enda voruð þið miklir vinir, enda báðir vinstrihandar- menn. Skólabörn í Vesturbæjar- skóla minnast þín fyrir að fræða þau um sjómennskuna þegar þau komu í heimsókn á Aflagrandann. Þakka þér vinur fyrir góðar stund- ir. Hanna Rut, börn og fjölskylda, samúðarkveðjur til ykkar allra. Jóhann Páll Símonarson. Friðrik Friðriksson ✝ Ólöf Svandís Eiríksdóttir fæddist í Reykja- vík þann 15. októ- ber 1935 og ólst upp í Réttarholti í Sogamýri. Hún lést á Landspít- alanum í Fossvogi þann 19. ágúst 2021. Hún var 13. barnið í 15 dætra hópi hjónanna Sig- rúnar Benediktu Kristjáns- dóttur frá Bræðraminni í hjónanna Sæunnar Þorleifs- dóttur og Magnúsar Jens- sonar. Hann lést 9.3. 1993. Börn Ólafar eru Magnús Karlsson, Sæunn Elfa Ped- ersen Karlsdóttir, Eiríkur Sverrir Karlsson, látinn, Sig- rún Sóley Karlsdóttir, látin, og Máni Jökull Karlsson. Systur Ólafar eru Rannveig Ingveldur, látin, Unnur Krist- jana, látin, Magga Alda, látin, Jóna Kristjana, látin, Auður Halldóra, látin, Lára Brynhild- ur, Svava Guðrún, látin, Stef- anía Salóme, látin, Inga Ásta, látin, Erla Eyrún, látin, Björg Aðalheiður, látin, Magnfríður Dís, Lilja Ragnhildur, látin, og Rafnhildur Björk. Útför Ólafar fór fram í kyrrþey. Bíldudal og Eiríks Einarssonar frá Suðurhvammi í Mýrdal en þau bjuggu lengst af í Réttarholti við Sogaveg. Eigin- maður hennar var Karl J. Magn- ússon, sem var loftskeytamaður og rafeindavirkja- meistari, hann fæddist og ólst upp í Hafn- arfirði. Hann var sonur Það er alltaf erfitt að kveðja sína nánust þó að það sé gangur lífsins að kveðja sitt jarðneska líf þegar við verðum gömul. Samt er það alltaf svo sárt þeg- ar þeir sem hafa fylgt manni alla ævi kveðja. Hins vegar veit ég að móðir mín var alveg sátt við að brottfarartíminn nálgaðist. Móðir mín var einstaklega ljúf hjálpsöm, kærleiksrík og skemmtileg kona og sannur vin- ur í raun. Hún var dugleg og ósérhlífin. Það er því miður ekki hægt að segja að líf hennar hafi verið dans á rósum en hún tókst á við öll áföllin af miklu æðru- leysi og sýndi ótrúlega mikinn styrk sama hvað gekk á. Hún átti marga góða vini og ynd- islegar systur sem reyndust henni vel. Eitt af því sem hún kenndi mér var það að taka öll- um eins og þeir eru. En það voru einkunnar orð hennar. Móðir mín og faðir kynntust mjög ung og samband þeirra var einstakt. Ef hægt er að tala um sanna ást, þá var þetta sönn ást. Oft voru miklir erfiðleikar, en alltaf stóðu þau saman og sigr- uðust á þeim. Mamma missti mikið þegar hann lést og lífs- gleði henna varð aldrei sú sama eftir það. Ég læt hér fylgja lítið ljóð sem faðir hennar orti um hana þegar hún var ung stúlka. Ólöf þú ert enn þá gáta sem ekki er hægt að ráða í dag Ef ég mætti myndi ég láta mótbyr snúast þér í hag Hvíl í friði elsku mamma þín dóttir, Sæunn Elfa Pedersen Karlsdóttir. Kæra Ólöf. Þegar ég hugsa um þig þá koma til mín endalausar góðar minningar. Strax og ég flutti inn í fjölbýlishúsið þar sem við bjuggum báðar, myndaðist teng- ing á milli okkar. Síðan þá heim- sóttum við hvor aðra reglulega, spjölluðum og drukkum kaffi saman. Þú sagðir mér sögur af lífi þínu og ég sagði þér frá mínu lífi. Ég lærði mjög mikið af þér um hvernig hægt er að ganga í gegnum erfiðleika og koma sterk út úr þeim. Þú varst vön að segja að þú hafir oft ver- ið lífshættulega veik, en alltaf tókst þér að jafna þig. Svo hafð- irðu húmor fyrir sjálfri þér og aðstæðum, varst brosmild og hlóst. Augu þín glömpuðu af gleði þegar þú sagðir frá því þegar þú söngst með systrum þínum og ég fékk að heyra upp- töku af söngnum. Oft fékk ég líka að heyra söguna af því þeg- ar þú hittir manninn þinn, róm- antískari sögu hef ég ekki heyrt. Þú kenndir mér margt og sýndir alltaf kærleika. En það markverðasta sem ég lærði af þér er að þú áleist að við værum í þessu lífi til að læra af því. Þú tókst erfiðleikum með eins miklu jafnaðargeði og mannlegt er og gladdist yfir því góða í líf- inu, oftast yfir fjölskyldunni. Nágrannar þínir í húsinu (þar á meðal ég og fleiri) sóttu í þig því þú hafðir svo góða nærveru, bönkuðu oft í viku hjá þér og spurðu: „Er kaffihúsið opið?“ Og þú sagðir brosandi: „Já, allt- af.“ Mig langar að þakka þér fyrir samfylgdina. Þú ert ljós í lífinu. Knús til þín, Katrín María Elínborg- ardóttir og dætur. Ólöf Svandís Eiríksdóttir Rósin mín rauða, hvít ertu orðin. Hjartkær vinkona, Rósa Hall- dórsdóttir, er dáin. Við kynntumst haustið 1959 í Húsmæðraskólanum á Varmalandi í Borgarfirði, og urð- um við strax góðar vinkonur, enda Rósa Halldórsdóttir ✝ Rósa Halldórs- dóttir fæddist 13. ágúst 1940. Hún lést lést á hjúkr- unarheimilinu Horn- brekku, Ólafsfirði, 17. ágúst 2021. Hún var jarðsungin frá Ólafsfjarðarkirkju 24. ágúst 2021. herbergisfélagar. Þar áttum við sam- eiginlega margar góðar stundir með skólasystrum okkar. Rósa var einka- barn og umvafin um- hyggju og hlýju, kannski ofvernduð vegna veikinda í æsku. Hún bauð af sér góðan þokka, var hvers manns hug- ljúfi enda fannst ekki grandvarari sál. Hún var mikill dýravinur. Rósa var tvígift. Fyrri maður hennar hét Ingimar Jónsson tón- listarmaður, f. 1935, d. 1978, en hann lést langt um aldur fram. Seinni maður hennar er Ragnar Hjaltason, dugandi maður til allra verka, bæði til sjós og lands. Þau eignuðust engin börn, en Ragnar átti þrjú börn frá fyrra hjónabandi, en einn sonur er látinn. Fyrir giftingu vann Rósa úti, fyrst í Nóa-Síríusi en síðar á Sól- vangi í Hafnarfirði. Síðasta hluta ævinnar fluttu Rósa og Ragnar hingað til Ólafsfjarðar, á æskuslóð- ir Ragnars. Stuttu eftir það veiktist Ragnar alvarlega og þá reyndi á Rósu og var hún honum stoð og stytta í veikindum hans. Síðustu ár- in dvaldi hún á hjúkrunarheimilinu Hornbrekku í Ólafsfirði, þar sem hún naut góðrar umönnunar og hlýhugar, og þar lést hún 17. ágúst síðastliðinn. Ég votta Ragnari og aðstand- endum innilega samúð mína. Þín vinkona, Sigrún. Morgunblaðið birtir minning- argreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðs- ins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar Innilegar þakkir fyrir samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, KRISTMUNDAR ELÍS JÓNSSONAR. Dætur hins látna og fjölskyldur þeirra Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGIGERÐUR K. GÍSLADÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Ísafold mánudaginn 23. ágúst. Útför hennar fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 1. september klukkan 15 síðdegis. Hulda Hallgrímsdóttir Ingi Þór Hermannsson Kristinn Hallgrímsson Helga Birna Björnsdóttir Sigurður Hallgrímsson Guðbjörg Magnúsdóttir Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdadóttir, tengdamóðir, amma og systir, KARA GUÐRÚN MELSTAÐ, lést á heimili sínu í Wendgräben, Þýskalandi, 31. maí síðastliðinn. Minningarathöfn fer fram í Akureyrarkirkju 3. september klukkan 13. Alfreð Gíslason Elfar Alfreðsson Andrea Eiðsdóttir Aðalheiður Alfreðsdóttir Falk Horn Andri Grétar Alfreðsson Karítas Hrönn, Herdís, Eiður, Kara og fjölskylda Hjartkær eiginmaður minn og okkar ástkæri INGÓLFUR PÁLL STEINSSON, fv. auglýsingastjóri, sem lést á Hjúkrunarheimilinu Hrafnistu í Hafnarfirði 25. ágúst, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 2. september klukkan 13. Erna Fríða Berg Þórunn Ingólfsdóttir Kristín Ingólfsdóttir Einar Sigurðsson Pálmi Ingólfsson Sigurrós Sverrisdóttir Sigurjón Ingólfsson Lillý Sverrisdóttir Björn Sverrisson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær faðir okkar, ALBERT VALDIMARSSON bifvélavirkjameistari, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju 2. september klukkan 13. Streymt verður frá Facebook-síðu Akureyrarkirkju. Dætur og fjölskyldur Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HAUKUR SIGURÐSSON viðskiptafræðingur, lést á líknardeild Landspítalans laugardaginn 28. ágúst. Sérstakar þakkir fær starfsfólk líknardeildarinnar fyrir einstaka umönnun og hlýju. Ásta Kjartansdóttir Guðrún Gyða Hauksdóttir Njáll Trausti Friðbertsson Sigurður Ingi Hauksson Sigrún Eyþórsdóttir Þórleif Kristín Hauksdóttir Árni Geir Ómarsson Kjartan Ingi Hauksson Eva Rún Boorman Colmsdóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.