Morgunblaðið - 31.08.2021, Blaðsíða 18
18 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 2021
Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is
Fékk bíllinn
ekki skoðun?
Aktu áhyggjulaus í burt á nýskoðuðum bíl
Sameinuð gæði
BJB-Mótorstilling þjónustar
flesta þætti endurskoðunar
anngjörnu verði og að
ki förum við með bílinn
n í endurskoðun, þér
kostnaðarlausu.
á s
au
þin
að
Ólafur Þ. Jónsson
ritar grein um Sósíal-
istaflokkinn sem birtist
í Morgunblaðinu 25.
ágúst 2021. Hann af-
flytur þar margt í
stefnuskrá flokksins.
Ólafur segir að hvergi
sé minnst á yfirtöku
fyrirtækja í stefnu-
skránni. Það er ekki
rétt. Í upphafi stefnu-
skrár flokksins stendur:
„Sósíalistaflokkur Íslands vill að
framþróun samfélagsins stýrist af
hagsmunum almennings. Þess
vegna þarf almenningur að ná völd-
um, ekki aðeins yfir opinberum
stofnunum heldur einnig nær-
umhverfi sínu. Vinnustaðurinn,
verkalýðsfélagið, skólinn, hverfið,
sveitarfélagið, þorpið – öll þessi svið
eiga að vera undir valddreifðri
stjórn þar sem hagsmunir fólksins
eru í fyrirrúmi.“
Í stefnuskránni stendur enn frem-
ur: „Sósíalistaflokkur Íslands vill að
öll áhersla í ríkisfjármálum sé á vel-
ferð og jöfnuð, fólk fái það sem það
þarf frá ríkinu og greiði það sem það
geti til samneyslunnar. Þá séu
helstu innviðir landsins samfélags-
lega reknir svo sem skólakerfi, heil-
brigðiskerfi, bankakerfi, samgöngu-
kerfi, velferðarkerfi, orkuveitur og
fleira og séð til þess að ríkið útvisti
ekki verkefnum þeim tengdum og sé
fyrirmynd í heiðarlegum við-
skiptaháttum. Þjónusta í heil-
brigðis-, mennta- og
almenningssam-
göngukerfinu sé þá
íbúum kostnaðarlaus
utan skattkerfisins
eins og fram kemur í
stefnu flokksins um
menntamál, heil-
brigðis- og samgöngu-
mál.“
Í stefnuskrá Sósíal-
istaflokksins segir: „Að
landið tryggi tengsl við
næstu nágrannaþjóðir,
auki samskipti við aðrar smáþjóðir
og vinni að því að koma á stofnun
friðarbandalags meðal þjóða í stað
hernaðarbandalags.“ Öllum ætti að
vera ljóst að framkvæmd þessarar
stefnu merkir að Ísland verður ekki
aðili að hernaðarbandalagi hvorki
NATO né neinu öðru hern-
aðarbandalagi.
Ólafur er ekki að rita í fyrsta sinn
um sósíalisma. Í þetta sinn afflytur
hann stefnu eina flokksins á Íslandi
sem boðar sósíalisma. Á síðasta ári
fullyrti hann ranglega í Morg-
unblaðinu að í Sovétríkjunum hefði
verið sósíalismi. Hann bar á borð
fyrir lesendur Morgunblaðsins að
Moskvuréttarhöldin hefðu verið
sanngjörn og heiðarleg og Gúlagið
hefði ekki verið neitt nema fangelsi
þar sem vistaðir voru afbrotamenn.
Ólafur fór ekki rétt með þá stað-
reynd hvenær 6. þing rússneska
bolsévíkaflokksins var haldið. Hann
fullyrti í Morgunblaðinu 7. desem-
ber 2020 að þingið hafi verið haldið
26. júlí til 3. ágúst 1917. Sú tímasetn-
ing er samkvæmt gamla tímatalinu
sem tíðkað var í Rússlandi fram að
októberbyltingunni. Ólafi hlýtur að
vera kunnugt um að sú bylting er
nefnd októberbyltingin vegna þess
að tímatalið í Rússlandi var 13 dög-
um á eftir því tímatali sem nú tíðk-
ast. Valdataka bolsévíka fór fram 24.
október 1917 samkvæmt því tímatali
sem þar tíðkaðist. Æ síðan var
hennar minnst 7. nóvember eins og
allir vissu en Ólafur þykist ekki vita.
Sú staðreynd að Kerenskystjórnin
hneppti Trotsky í fangelsi 5. ágúst
samkvæmt nýju tímatali er óhögg-
uð. Það hentar fráleitum málflutn-
ingi Ólafs að fullyrða að flokksþingið
hafi verið haldið áður en það var
haldið. Síðan segir hann að Trotsky
hafi verið settur í fangelsi 7. ágúst.
Það er ósatt. Trotsky fór í fangelsi 5.
ágúst samkvæmt gamla tímatalinu
sem notað var þá í Rússlandi.
Ólafur virðist vilja fjalla um sósí-
alisma. Hann getur nú kynnt sér eitt
merkasta rit sem kom út um Sov-
étríkin og sósíalismann. Það er rit
Trotskys, Byltingin svikin, sem kom
út á íslensku á síðasta ári.
Eftir Erling
Hansson
» Ólafur er ekki að rita
í fyrsta sinn um
sósíalisma. Í þetta sinn
afflytur hann stefnu
eina flokksins á Íslandi
sem boðar sósíalisma.
Erlingur Hansson
Höfundur þýddi bókina Byltingin
svikin sem kom út á Íslandi nýlega.
Stefna Sósíalistaflokksins
Margir ná háum
aldri, sem betur fer,
við ágæta heilsu og
þeir sem betur standa
efnahagslega geta
væntanlega skapað sér
léttara lífshlaup en
þeir sem verr standa í
þeim efnum.
Að flestra mati
skipta traustir vinnu-
staðir miklu máli í lífi
fólks. Meiri áhersla og virðing þarf
að koma til í þjóðfélaginu fyrir jafn-
ari afkomu fólks og að krefjandi störf
séu metin betur til launa o.fl. þátta,
alla vega ekki síður en störf sem
gjarnan er hampað út og suður þótt
þau skapi jafnvel ekki mikið fyrir
samfélagið.
Leggja þarf meiri áherslu á virkar
forvarnir, sjúkraþjálfun o.fl. hjá eldri
borgurum, slíkt framlag myndi
margskila sér til baka með betra
heilsufari og ýmsu fleiru. Jafnframt
á aukna heimilisaðstoð, sem myndi
gera fleirum kleift að búa mun leng-
ur sjálfstætt á eigin vegum.
Byggja þarf fleiri hágæðahjúkr-
unarheimili fyrir þá sem eru verri til
heilsu (myndi draga úr legupláss-
leysi á hátæknisjúkrahúsum o.fl.)
sem og hentugar íbúðir af ýmsum
stærðum fyrir þá sem eru betri til
heilsu með aðgengi að vissri þjón-
ustu, t.d. mötuneyti o.fl.
Til stóð að gera þetta á heildar-
svæðinu við Sléttuveg á sínum tíma,
en frá því var horfið því miður. Slíkar
íbúðir mega ekki vera á verðbilinu
90-100 milljónir eða meira og/eða
með dýrri leigu. Æskilegast væri að
ríkið, lífeyrissjóðirnir og sveitar-
félögin stæðu að framkvæmdinni
með hófsömu söluverði íbúða og/eða
leigu þ.e. eftir vali hvers og eins.
Umsjón og rekstur gæti síðan verið á
hendi traustra einkaaðila ef verða
vill og/eða hjá því opinbera með
kröfu um traustan og ábyrgan rekst-
ur. Þetta fyrirkomulag myndi auka
framboð á íbúðarhús-
næði fyrir yngra fólk í
uppbyggðum hverfum
og því vera hagkvæmt
fyrir samfélagið og
margskila sér til baka á
ýmsan hátt. Fram-
kvæmdin hefur oft verið
rædd, en lítið orðið úr
verki, sjálfsagt of hag-
kvæm fyrir kerfið, og
hugmyndin því látin
falla niður í skúffu eins
og svo margt annað sem
hagkvæmt er og betur
má fara.
Tryggja þarf öryggi/umhverfi
eldri borgara sem annarra í þjóð-
félaginu. Lífeyri þarf að bæta hjá líf-
eyrissjóðunum sem eru með 6.500
milljarða eða meira í ávöxtun og fer
ört vaxandi. Margir njóta aldrei
greiðslu úr sjóðunum eða í stuttan
tíma og hafa slakan lífeyri eftir
greiðslu í sjóðina í áratugi. Þeir sem
ekki hafa greitt í lífeyrissjóði njóta
jafnvel hærri lífeyrisgreiðslna frá
TR. Samkvæmt samþykkt á Alþingi
telja sérfróðir að margir lífeyris-
þegar eigi rétt á hærri greiðslum frá
TR en skerðingar segja til um í dag
af lágum lífeyri. Síðan koma til líf-
eyrisþegar með háan lífeyri vegna
sérsamninga og hárra launa víða í
kerfinu og eru því í góðum málum af-
komulega. Vonandi koma lífeyris-
þegar almennt til með að njóta svip-
aðra lífeyriskjara á komandi árum,
þeirra skylduframlag í lífeyrissjóði á
að geta skilað þeim betri lífeyri en
víða er í dag. Lækka þarf skatta, af-
nema af séreignasparnaði og lífeyri
við 67 ára aldur, þ.e. vissri upphæð
pr. ár, svipað og hjá þeim sem njóta
skattleysis af séreignasparnaði
vegna íbúðarkaupa og fyrirmyndin
því til staðar í kerfinu sem og varð-
andi lægri skatta af sparifé, hluta-
bréfaágóða o.fl. Framkvæmdin á því
að vera auðveld fyrir stjórnvöld.
Afskrifa þarf eldri námslán (ný lán
eru með afskriftum) í áföngum, t.d.
eftir 20 ára trygg greiðsluskil, ella er
oft um lífstíðarlán að ræða hjá þeim
sem ekki hafa efni á uppgreiðslu lán-
anna. Sumir eldri borgarar skulda
verulega og eru í dýru leiguhúsnæði
og hagur þeirra því bágur í mörgum
tilfellum og ekki mun hann batna ef
vextir og verðbólga fara á skrið á ný.
Það á að vera hægt að gera betur
við þá sem lagt hafa landi og þjóð
mikið til á starfsævinni, vilji til úr-
bóta er allt sem þarf í okkar gjöfula
landi. Heyrst hefur í umræðunni/
kerfinu að æskilegt væri að lífeyris-
þegar gætu tekið að sér viss störf hjá
sveitarfélögum og víðar til að bæta
hjá sér afkomuna. Þeir þurfa þá að
hafa heilsu til starfsins. Reyndar er
það svo eins og kerfið er byggt upp í
dag að ef lífeyrisþegar fengju greitt
fyrir nefnda vinnu, þá færi megnið af
þeirri greiðslu í skatt eins og skýrt
kom fram í góðri grein Geirs Waage í
Morgunblaðinu fyrir skömmu.
Vonandi huga frambjóðendur til
Alþingis að framangreindum þáttum
og koma til betri vegar fyrir eldri
borgara, ekki bara í orði heldur í
verki. Þörfin er augljós og hefur
lengi verið fyrir þá sem brotið hafa
ísinn við uppbyggingu á samfélaginu
ásamt þeim sem gengnir eru.
Veiruskömmina þarf að varast og
stjórnvöld að taka á þeim málum af
hyggjuviti sem fyrr, slökun á skimun
o.fl. í lok júní var skref út í óvissuna
eins og komið hefur í ljós. Látum
slíkt ekki henda aftur, hlustum á rök
okkar hæfustu sérfræðinga í þessum
málum. Það fer best á því, þá sígum
við út úr veiruvánni fyrr en ella.
Hvers vegna er ekki hlustað á
eldri borgara sem skyldi?
Eftir Ómar G.
Jónsson » Samkvæmt sam-
þykkt á Alþingi telja
sérfróðir að margt eftir-
launafólk eigi rétt á
hærri greiðslum frá TR
en skerðingar segja til
um í dag.
Höfundur er fulltrúi/dst.
Ómar G. Jónsson
Mikið mæðir á okk-
ar framlínustarfs-
mönnum þessa dag-
ana vegna Covid-
faraldursins. Þá á ég
fyrst og fremst við
hjúkrunarfólk, lækna,
sjúkraflutningafólk,
slökkviliðsmenn og
lögregluþjóna. Hægt
væri að skrifa lýsingar
um sérhverja starfs-
grein en ég ætla nú að
beina athygli minni að okkar frá-
bæra fólki í lögreglunni. Und-
anfarna mánuði hef ég átt mörg
samtöl við lögregluþjóna um hvern-
ig þeir upplifa sig í störfum sínum.
Fjölgun lögregluþjóna
Á vef Alþingis er tilgreint að
fjöldi lögregluþjóna á Íslandi hafi
verið 662 þann 1. febrúar 2020.
Þetta samsvarar að á Íslandi er
einn lögregluþjónn á hverja 557
íbúa. Í skýrslu dómsmálaráðherra
frá árinu 2001 kemur fram að fjöldi
lögregluþjóna var þá hlutfallslega
mestur á Íslandi af öllum Norður-
löndum eða einn á hvern 441 íbúa,
en meðaltalið á Norðurlöndum var
þá 573 íbúar á lögregluþjón. Í dag
hefur fjöldi lögregluþjóna á Norður-
löndum haldist óbreyttur eða einn á
577 íbúa. Ljóst er að á meðan fjöldi
lögregluþjóna hefur staðið í stað á
Norðurlöndum þá hefur þeim hlut-
fallslega fækkað verulega á Íslandi.
Þessar tölur eru í samræmi við þau
samtöl sem ég hef átt. Jafnframt
hefur nýleg ákvörðun um styttingu
vinnutíma orðið til þess að vaktir
eru nú mannaðar með færri lög-
reglumönnum, sem eykur enn
meira það álag sem fyrir er. Þegar
tekið er tillit til aukinna og nýrra
verkefna lögreglunnar, tveggja
milljóna ferðamanna, netglæpa, við-
veru afbrotagengja frá Evrópu,
fjármálaafbrota, mansals og auk-
inna verkefna varðandi fjöl-
skyldutengd afbrot, verkefni sem
flest þekktust vart hér á landi fyrir
20 árum, er ljóst að ástandið er
grafalvarlegt.
Lausnin er mjög skýr. Það þarf
að fara í aðgerðir til að fjölga lög-
regluþjónum á landinu strax.
Endurvakning
lögregluskólans
Þegar lögregluskól-
inn var lagður niður
2016 var það gert skil-
yrt að verðandi lög-
regluþjónar þyrftu að
ljúka tveggja ára
skólanámi (diplóma) á
háskólastigi og að
starfsnámshluti yrði
síðan í umsjá mennta-
og starfsþróunarset-
urs ríkislögreglustjóra
sem stofnað var í kjöl-
farið. Farið var í þessar aðgerðir
til að ná fram sparnaði í rík-
isrekstri. Það er gott og vel að
reyna að spara þar sem hægt er,
en það sem hefur skapast í kjölfar-
ið er að praktísk/raunþjálfun lög-
reglunema hefur verið minnkuð til
muna. Ekki er lengur kennt yfir
heilt námsár eins og var í lögreglu-
skólanum hér áður heldur er þetta
nokkurra vikna námskeið sem
kemur í kjölfar þess að nemendur
ljúka sínu diplómanámi. Þetta hef-
ur leitt til þess að lögregluþjónar
eru ekki jafn vel undirbúnir til að
takast á við hin daglegu vandamál
sem koma upp í þeirra vinnu.
Hvort lausnin sé að endurvekja
starfsemi gamla lögregluskólans
skal ég ekki segja en það er ein-
róma skoðun viðmælenda minna
að lengja þurfi verklega námið til
muna, svo að nýliðar í lögreglunni
séu betur undirbúnir til að takast á
við þær áskoranir sem þeir mæta á
hverjum degi.
Fyrir þjóð sem telur aðeins 360
þúsund íbúa og engan her er nauð-
synlegt að efla stöðugt og styrkja
löggæsluaðila ríkisins, þannig að
ávallt sé vel þjálfað starfsfólk fyrir
hendi í lögreglunni.
Tvær leiðir til að
bæta starfsum-
hverfi lögreglunnar
Eftir Aðalstein
Hauk Sverrisson
Aðalsteinn Haukur
Sverrisson
» Lausnin er mjög
skýr. Það þarf að
fara í aðgerðir til að
fjölga lögregluþjónum
á landinu strax.
Höfundur situr í 2. sæti á lista
Framsóknar í Reykjavík suður.
Allt um sjávarútveg