Morgunblaðið - 31.08.2021, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 2021
Rafstilling ehf
Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is • Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14
Hröð og góð þjónusta um allt land
Startar bíllinn ekki?
Við hjá Rafstillingu leysum málið
Einnig getum við úvegað
startara og alternatora
í allskonar smávélar
frá Ameríku
Rafstilling ehf er sérhæft verkstæði
í alternator og startaraviðgerðum.
Við höfum áratuga reynslu í
viðgerðum fyrir einstaklinga
og fyrirtæki.
Verkstæðið er með öll nauðsynleg
tæki og tól til þessara verka.
Allir viðgerðir hlutir eru prófaðir í
prufubekk til að tryggja að allt sé
í lagi. Þeim er einnig skilað
hreinum og máluðum.
Áratuga
reynsla
Fulltrúar ríkisins eiga í viðræðum
við eigendur þess notaða skips sem
helst kemur til greina að kaupa fyr-
ir Landhelgisgæsluna. Ekki hefur
þó verið ákveðið að kaupa skipið.
Leitað hefur verið að hentugu og
hagkvæmu skipi frá því í mars að
ríkisstjórnin ákvað að ráðast í kaup
á varðskipi til að leysa varðskipið
Tý af hólmi. Í upphafi ársins kom í
ljós við slipptöku Týs að önnur að-
alvél skipsins er biluð og smíði
nýrra varahluta tímafrek. Auk þess
að tveir af tönkum skipsins væru
ónýtir vegna tæringar og að sjó-
kælikerfi þess lekur. Slíkur leki er
talinn ógna öryggi skips og áhafn-
ar.
Ríkisstjórnin ákvað í mars að
kaupa notað skip sem komi í stað
Týs við gæslustörf. Talið var unnt
að fá gott skip fyrir einn til einn og
hálfan milljarð króna. Skipið mun
fá nafnið Freyja.
Fimm tilboð bárust í kjölfar út-
boðs sem Ríkiskaup auglýstu og
fóru sérfræðingar yfir gögn um
skipin. Samkvæmt upplýsingum frá
Landhelgisgæslunni er mikilvægt
að velja öflugt varðskip sem er sér-
staklega útbúið til að sinna lög-
gæslu, leit og björgun á krefjandi
hafsvæðum umhverfis Ísland. Ekki
þóttu öll fullnægja skilyrðum í út-
boðslýsingu. Starfsmenn Landhelg-
isgæslunnar hafa skoðað þau skip
sem áhugi var á að kanna nánar.
Nú standa yfir viðræður við eig-
endur þess skips sem helst er talið
koma til greina að kaupa. Búist er
við að málin skýrist í fyrri hluta
septembermánaðar. helgi@mbl.is
Morgunblaðið/Eggert
Seyðisfjörður Týr var til taks í náttúruhamförunum í desember.
Hafa augastað á
Freyju í stað Týs
- Viðræður um kaup á varðskipi
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Verktakafyrirtækið Eykt mun ann-
ast hönnun og framkvæmdir við
stækkun seiðaeldisstöðvar Arctic
Fish í Norður-Botni í Tálknafirði og
norska fyrirtækið Eyvi sér um
tæknibúnað stöðvarinnar. Áætlað er
að kostnaður við verkið verði um 3,5
milljarðar króna og verður það ein
af stærstu framkvæmdum einka-
aðila á Vestfjörðum.
Arctic Smolt, dótturfyrirtæki
Arctic Fish, hefur komið upp mikilli
seiðastöð í Norður-Botni og rekið
síðustu ár. Ákvörðun var tekin um
að stækka stöðina til að fylgja eftir
stækkun sjókvíaeldis fyrirtækisins,
að afloknu vel heppnuðu hlutafjár-
útboði síðastliðinn vetur.
Framkvæmdir að hefjast
Sú aðstaða sem fyrir er nýtist
stærri stöð, meðal annars klakstöð,
rannsóknarstofa og fleira. Húsnæði
verður stækkað um 4.200 fermetra
og verður samtals 14.200 og kerja-
rými verður meira en tvöfaldað, við
bætast 7.200 rúmmetrar og verður
alls 13.500 rúmmetrar eftir stækk-
un. Framleiðslugeta stöðvarinnar
tvöfaldast, verður 1.000 tonn sem
svarar til um fimm milljóna 200
gramma seiða. Úr þeim fjölda á að
vera hægt að ala um það bil 25 þús-
und tonn af laxi í sjókvíum í slátur-
stærð.
Ráðgert er að hefja framkvæmdir
á næstu dögum, þegar byggingar-
leyfi fást. Færeyska fiskeldisráð-
gjafarfyrirtækið SMJ Aqua var Arc-
tic Fish til ráðgjafar við hönnun. Sú
vinna er langt komin, að því er fram
kemur í fréttatilkynningu frá fyrir-
tækinu.
Gert er ráð fyrir að verktími verði
um tvö ár og að 40-50 manns komi
að vinnunni á framkvæmdatíma.
Norska fyrirtækið Eyvi, sem
hannar og selur heildarlausnir í
seiðaeldisstöðvar, mun þróa sér-
sniðna lausn sem hentar þörfum
Arctic Fish og aðstæðum á Íslandi.
Meðal búnaðar er vatnshreinsikerfi
(RAS) en slíkt kerfi er fyrir í núver-
andi seiðastöð og var það fyrsta
sinnar tegundar hér á landi. Tryggt
rafmagn er mikilvægur þáttur í fisk-
eldi á landi. Sett verður upp vara-
aflstöð við seiðaeldisstöðina með
þremur 1,4 megavatta vélum.
Tvöfalda sjókvíaeldið
Arctic Fish áformar að slátra um
12 þúsund tonnum af laxi upp úr
sjókvíum á þessu ári. Fyrirtækið er
að stækka og gera áætlanir ráð fyrir
að framleiðslan tvöfaldist innan
þriggja ára.
Um 70 manns vinna hjá Arctic
Fish, þar af 15 í seiðaeldisstöðinni.
Samið um vinnu við tvö-
földun seiðaeldisstöðvar
- 3,5 milljarða króna framkvæmd að hefjast í Tálknafirði
Eldisker Rúmmál eldiskerja meira en tvöfaldast við stækkun seiðaeldis-
stöðvar Arctic Fish í Tálknafirði. Framkvæmdir hefjast á næstunni.