Morgunblaðið - 31.08.2021, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 31.08.2021, Blaðsíða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 2021 Fjöldi gesta var viðstaddur opnun sýningar á verkum Hrafhildar Arnardóttur / Shop- lifter í menningarhúsinu Norðurbryggju í Kaupmannahöfn á föstudagskvöldið var. Sýningin ber nafnið Nervescape IX og er níunda og nýjasta verkið í Nervescape- sýningaröð Hrafnhildar. Fyrir opnun sýn- ingarinnar ræddi Heiðar Kári Rannversson sýningarsjóri Norðurbryggju, og jafnframt sýningarinnar ásamt listakonunni, við Hrafnhildi á sviði og komust færri gestir að en vildu til að hlýða á líflegt samtalið. Sýn- ingin var síðan opnuð af sendiherra Íslands í Danmörku, Helgu Hauksdóttur. Umfangsmikil sýning Hrafnhildar er í báðum helstu sýningarsölum Norður- bryggju, á tveimur hæðum. Er innsetningin gerð úr lituðu gervihári, eins og á fyrri Nervescape-sýningum hennar en þær hafa verið settar upp víða um lönd. Þá var litríkt gervihárið einnig efniviðurinn í verki henar, Chromo Sapiens, sem var sett upp á síðasta Feneyjatvíæringi þegar hún var fulltrúi Íslands. Verk Hrafnhildar verða áberandi í Dan- mörku næstu misseri því í desember verður opnuð sýning hennar í hinu virta listasafni ARoS í Árósum. Morgunblaðið/Einar Falur Hárdrýli Gestir við opnun sýningarinnar á Norðurbryggju nutu þess að hverfa inn í marglitan heim Hrafnhildar. Hár á Norðurbryggju - Sýning á verkum Hrafnhildar Arnardóttur / Shoplifter opnuð í menningarhúsi Íslands, Færeyja og Grænlands Samtal Fyrir opnun sýningar ræddu sýningarstjórinn Heiðar Kári Rannversson og Hrafnhildur uppruna og litríkan heim verka hennar. Blásið er til söngveislu í Salnum í kvöld kl. 19.30 í tilefni af 75+1 árs afmælis tónskáldsins Johns Speight. Söngvararnir Hallveig Rúnarsdóttir, Hildigunnur Einars- dóttir, Sigríður Ósk Kristjáns- dóttir, Eyjólfur Eyjólfsson og Ágúst Ólafsson frumflytja þar lög eftir John við ljóð að eigin vali. Um píanóleik sjá Edda Erlendsdóttir, Eva Þyri Hilmarsdóttir og Svein- björg Vilhjálmsdóttir. „Þó John sé betur þekktur fyrir stærri tónsmíðar svo sem sinfóníur, óratoríur og kammerverk þá hefur hann samið um hundrað lög fyrir rödd og píanó. John hefur undan- farin ár unnið að verkefni sem felst í því að hann spyr söngvara sem hafa vakið hrifningu hans hvort hann megi semja verk fyrir þá. Ef svar söngvarans er jákvætt upp- ljóstrar hann um skilyrðin sem eru þau að söngvaranum beri að velja ljóð. Þetta gæti verið vandasamt þar sem smekkur fólks á ljóðum er mismunandi – en útkoman er nokk- uð góð,“ segir í tilkynningu og á það bent að efnisskrá tónleikanna samanstandi „af lögum sem John hefur samið fyrir yngri kynslóð söngvara – sem voru nægilega áræðnir til að segja „já“.“ Frumflutningur söng- laga eftir John Speight Morgunblaðið/RAX Tónskáldið John Speight. Bassaleikarinn Þorgrímur Jóns- son fagnar annarri sólóplötu sinni með útgáfutónleikum á Jazzhátíð Reykjavíkur í Flóa Hörpu í kvöld, þriðjudag, kl. 20. Platan er „inn- blásin af íslenskri náttúru, síbreytilegu veðri og þá sér í lagi frá sunnanverðum Vestfjörðum. Titillag plötunnar er einmitt nefnt í höfðuðið á sveitabænum Haga á Barðaströnd þar sem höf- undur eyddi ófáum sumrum í æsku. Tónlistin, sem er öll samin/ skrifuð og útsett af Þorgrími, er af ýmsum toga, allt frá austræn- um áhrifum Balkanskagans, vest- rænni popp- og rokktónlist sem og evrópskum djassi. Í fyrirrúmi eru lagrænar og vel ígrundaðar tónsmíðar og útsetningar sem ættu að sýna styrkleika hljóm- sveitarinnar í heild sinni. Hér rík- ir gott jafnvægi á milli tónsmíða þó svo að fjölbreytileikinn sé í fyrirrúmi,“ segir í tilkynningu. Með Þorgrími leika Rögnvaldur Borgþórsson á gítar, Tómas Jóns- son á píanó og ýmis önnur hljóm- borð og Magnús Trygvason Elias- sen á trommur. Haga fagnað í Flóa Fjölhæfur Þorgrímur Jónsson, bassaleikari og tónskáld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.