Morgunblaðið - 31.08.2021, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 2021
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
.Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
.Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
.Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
.Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
.Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Byggingavörur
Harðviður til húsabygginga
Sjá nánar á www.vidur.is
Vatnsklæðning, panill, pallaefni,
parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu
verði. Eurotec A4 harðviðarskrúfur.
Penofin harðviðarolía.
Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf.
Upplýsingar hjá Magnúsi í símum
6600230 og 5611122.
Ýmislegt
Styrktar- og
stuðningsaðilar óskast
Lítið íþróttafélag óskar eftir
styrktar- og stuðningsaðilum.
Allar nánari upplýsingar á
dansa@dansa.is
Bílar
Nýr Ford Transit Custom stuttur
L1H1. Það eru hvergi til sendibílar
nema hjá Sparibíl !
Þessi er til afhendingar strax !
Verð: 3.890.000,- án vsk.
www.sparibill.is
Hátúni 6 A – sími 577 3344.
Opið kl. 12–18 virka daga.
Atvinnuauglýsingar
Blaðberar
Upplýsingar veitir #,&)"-/%
í síma %!" $#$$
Morgunblaðið óskar eftir
blaðber#! $
.('!+*$"
Raðauglýsingar
Félagsstarf eldri borgara
Boðinn Þriðjudagur: Ganga/stafganga kl. 10:00, farið frá anddyrir
Boðans. Spilum bridge og Kanasta kl. 13:00.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffisopi og spjall kl. 8:10-11:00.
Prjónað til góðs kl. 8:30-12:00. Hádegismatur kl. 11:30-12:30.
Bónusrútan kl. 13:10. Síðdegiskaffi kl. 14:30-15:30.
Garðabær Poolhópur í Jónshúsi kl. 9:00. Gönguhópur fer frá
Jónshúsi kl. 10:00. Hægt er að panta hádegismat með dagsfyrirvara.
Meðlæti með síðdegiskaffinu frá kl. 13:45 – 15:15.
Gerðuberg Opin vinnustofa í Búkollulaut frá kl. 8:30, heitt á
könnunni. Gönguhópur (leikfimi og ganga) frá kl. 10:00. Núvitund
með Álfhildi er í fríi þessa viku. Myndlist/listaspírur frá kl. 13:00. Vil-
jum minna á að Félagsvist byrjar aftur á morgun kl 13:00.
Hraunbæ 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9.
Félagsvist kl. 13:00. Muna að koma með grímur og spritta hendur.
Léttar veitingar seldar í hléi.
Hraunsel mánudagur Myndlistarklúbbur kl. 9, stóla-jóga kl. 10 og
félagsvist kl. 13. Þriðjudagur: Brids kl. 13. Miðvikudagur: Stóla-jóga kl.
10, línudans kl. 11, bingó kl. 13 og handverk kl. 13. Fimmtudagur:
Pílukast kl. 13. Föstudagur: Línudans kl. 10 og brids kl. 13.
Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá 8:30-10:30.
Útvarpsleikfimi kl. 9:45. Helgistund kl. 14:00.
Korpúlfar Útvarpsleikfimi kl. 9:45 í Borgum Boccia í Borgum kl. 10:00
og helgistund kl. 10:30 í Borgum. Spjallhópur í listasmiðju í Borgum
kl. 13:00 í dag hádegisverður og kaffihúsið með sömu opnunartíma.
Minnum á aðalfund Korpúlfa á morgun 1. sept. kl. 13:00 í Borgum.
Venjuleg aðalfundarstörf, kaffi á könnunni og sóttvarnir í heiðrum
hafðar.
Samfélagshúsið Vitatorgi Í dag, þriðjudag, er hópþjálfun í setus-
tofu milli kl. 10:30-11:00. Eftir hádegi, milli kl. 14:15-15:00 verður tölvu
- og snjallsíma aðstoð á 2. hæð. Þá förum við saman fótgangandi í
verslunarferð í Bónus á Laugarvegi milli kl. 15:00-16:00 úr anddyri á
3. hæð. Verið öll velkomin til okkar á Lindargötu 59 - við hlökkum til
að sjá ykkur.
Seltjarnarnes Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 07.10. Kaffikrókurinn á
Skólabraut frá kl. 9.00. KIvennaleikfimi í Hreyfilandi kl. 11.30.
Skráningarblöð á námskeið og almenna dagskrá liggja frammi í
aðstöðunni á Skólabraut. Kíkið endilega í kaffi.
FINNA VINNU
AtvinnublaðMorgunblaðsins
kemur út tvisvar í viku.
Á fimmtudögum í aldreifingu
og í laugardagsblaðinu.
Þær birtast líka á atvinnuvef
mbl.is og finna.is
Aðeins er greitt eitt verð.
80.000manns 18 ára og eldri sjá FINNA
VINNU atvinnublaðMorgunblaðsins
Lesendur Morgunblaðsins lesa blaðið oftar
og lengur en hjá öðrum
71% landsmanna heimsækja mbl.is daglega
sem gerir hann að stærsta fjölmiðli landsins*
Fáðu meira út úr þinni
atvinnuauglýsingu!
Fjórir snertifletir – eitt verð!
1
Morgunblaðið
fimmtudaga
2
Morgunblaðið
laugardaga
3
mbl.is
atvinna
4
finna.is
atvinna
*GallupMediamix – dagleg dekkun 2020
✝
Þórhallur
Tryggvi
Sigurbjörnsson
fæddist 15. júlí
1945 á Sauð-
árkróki. Hann lést
á hjúkrunar-
heimilinu Dyngju
á Egilsstöðum 5.
ágúst 2021.
Foreldrar hans
voru Kristmundur
Sigurbjörn
Tryggvason, f. 30. mars 1896,
d. 4. sept. 1984, og Jónanna
Jónsdóttir, f. 23. jan. 1904, d.
14. ágúst 1969. Þau bjuggu í
Grófargili í Seyluhreppi og
ólst Tryggvi þar upp. Hann
var næstyngstur 12 systkina
og eru þau í aldursröð: Hulda
Ingibjörg, f. 4. sept. 1922, d. 8.
sept. 2015, Jórunn Birna, f. 3.
júlí 1925, d. 30. maí 1979, Árni
Eymar, f. 29. ágúst 1927, d. 28.
júlí 2009, Ingvi Ólafur, f. 20.
sept. 1930, d. 22. júní 1991, Jón
Stefán, f. 2. okt. 1932, d. 12.
sept. 2014, Gunnar Eysteinn, f.
17. sept. 1934, Sæmundur Sig-
ursveinn, f. 21. júlí 1936, Ásta
Kristín, f. 11. nóv. 1938, Gígja
Ester, f. 11. júní 1940, María
Sigríður, f. 20. sept. 1942, og
Hugrún Hjördís, f. 7. des. 1949.
Eiginkona
Tryggva er Klara
Benediktsdóttir, f.
12. febrúar 1945.
Dóttir Tryggva
er Vilborg Sigríð-
ur, f. 26. apríl
1967. Eiginmaður
hennar er Chri-
stopher MacNealy,
f. 6. nóvember
1971. Dóttir þeirra
er Sandra Ösp, f.
7. október 1997. Móðir Vil-
borgar var Ágústa Sigríður
Erlendsdóttir, f. 23 apríl 1935,
d. 15. okt. 2011.
Tryggvi stundaði nám við
barnaskólann í Varmahlíð og
gagnfræðaskólann á Sauð-
árkróki, tók landspróf frá
Laugaskóla og gekk í Mennta-
skólann á Akureyri. Hann
vann ýmis störf í Skagafirði,
keyrði til dæmis mjólkurbíl.
Tryggvi og Klara fluttu austur
á Jaðar á Völlum þar sem þau
hófu búskap og Tryggvi vann
mikið við ýmiskonar akstur
samhliða búskapnum, svo sem
vegagerð og akstur langferða-
bifreiða.
Útförin fór fram í kyrrþey
hinn 21. ágúst 2021 frá Egils-
staðakirkju.
Elsku pabbi minn. Mig langar
með nokkrum orðum að kveðja
þig. Þú varst svo hógvær og
góður maður og mjög stoltur af
fjölskyldunni þinni og vildir allt-
af það besta fyrir þína nánustu.
Þótt það sé mjög erfitt að
kveðja þig og þú værir ekki
tilbúinn að fara í þína hinstu
ferð frá Jaðri, þá veit ég að þér
líður betur núna.
Mér þykir svo vænt um að við
vorum í meira sambandi síðustu
árin og þykir sérstaklega vænt
um samverustundirnar sem við
Chris og Sandra Ösp áttum með
ykkur Klöru þegar við komum
síðast heim í apríl 2019. Ég veit
að ykkur langaði að koma út að
heimsækja okkur þegar heilsan
leyfði og vorum við farin að
hlakka til þess að fá ykkur út til
okkar.
Hvíl í friði elsku pabbi minn
og hafðu þökk fyrir allt. Guð
geymi þig og varðveiti og passi
elsku Klöru þína og gefi henni
styrk.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt
(Sveinbjörn Egilsson)
Þín dóttir,
Vilborg Sigríður.
Kveðja úr Beinárgerði
Fegurstu perlur
fjaðra sinna
hún foldinni gefur.
Aldan niðar
Við unnarsteina,
Og Ísland sefur.
(Davíð Stefánsson
frá Fagraskógi)
Tryggvi Sigurbjörnsson er
sofnaður svefninum langa.
Hann kvaddi okkur eftir langa
og harða baráttu við krabba-
mein. Já, sína lokaorrustu vinn-
ur enginn. Eftir stendur minn-
ing um mann sem var traustur
vinur. Minning um mann sem
var klettur er reyndist mörgum
vel. Eftir stendur minning um
mann sem var greindur vel, víð-
lesinn og viðræðugóður. Hans
verður sárt saknað. Sárastur
verður söknuður eiginkonu
hans, Klöru Benediktsdóttur, er
stóð við hlið hans alla þeirra bú-
skapartíð. Missir hennar er
mestur.
Hvíl í friði góði vinur og hafðu
þökk fyrir allt og allt.
Lárus Bragason, Stefanía
Ósk Stefánsdóttir,
Lea Birna Lárusdóttir og
Óskar Benediktsson.
Elsku Tryggvi. Við minnumst
með hlýju og þakklæti liðinna
stunda sem við systur áttum hjá
ykkur Klöru frænku á Jaðri.
Þökkum samfylgdina. Við vott-
um Klöru, Vilborgu og fjöl-
skyldu innilega samúð.
En komin eru leiðarlok
og lífsins kerti brunnið
og þín er liðin æviönn
á enda skeiðið runnið.
Í hugann kemur minning mörg,
og myndir horfinna daga,
frá liðinni stundu læðist fram
mörg ljúf og falleg saga.
Svo, vinur kæri, vertu sæll,
nú vegir skilja að sinni.
Þín geta máttug verndarvöld
á vegferð nýrri þinni.
Með heitu, bljúgu þeli þér
ég þakka kynninguna,
um göfugan og góðan dreng
ég geymi minninguna.
(Höf. ók.)
Helga, Benedikta
og Jóna.
Tryggvi
Sigurbjörnsson
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Óheimilt er að taka efni úr minningargreinum til birtingar í
öðrum miðlum nema að fengnu samþykki.
Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírn-
arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Myndir | Hafi mynd birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með
minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal
senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið
sent er ráðlegt að senda myndina á netfangið minning@mbl.is og láta
umsjónarmenn minningargreina vita.
Minningargreinar