Morgunblaðið - 31.08.2021, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 31.08.2021, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIR Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 2021 Mikið úrval lita bæði á áklæði og grind. Sérsmíðum allt eftir pöntunum. Íslensk hönnun og framleiðsla frá 1960E60 Sólóhúsgögn ehf. Gylfaf löt 16-18 112 Reykjavík 553-5200 solohusgogn. is Stóll E-60 orginal kr. 38.600 Retro borð 90 cm kr. 142.000 (eins og á mynd) 31. ágúst 2021 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 126.87 Sterlingspund 174.1 Kanadadalur 100.04 Dönsk króna 20.064 Norsk króna 14.407 Sænsk króna 14.579 Svissn. franki 138.19 Japanskt jen 1.1513 SDR 180.18 Evra 149.2 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 179.5579 « Flugskóli Reykjavíkur hef- ur gert samning um kaup á þremur eFlyer- kennsluflug- vélum. Í tilkynn- ingu frá skól- anum segir að með kaupunum brjóti skólinn blað í sögu flug- kennslu á Íslandi þar sem í fyrsta sinn verði nemendum boðin kennsla á flug- vélum sem ganga fyrir rafmagni ein- göngu. „Innleiðing eFlyer í flota flug- skólans er einnig mikilvæg tímamót í orkuskiptum hér á landi og marka upp- haf að nýrri og umhverfisvænni framtíð í kennslu til flugs,“ segir í tilkynning- unni. Flugvélarnar sem um ræðir eru fram- leiddar af Bye Aerospace (USA) og eru tvenns konar: annars vegar tveimur eFlyer 2, sem eru tveggja sæta; og hins vegar einni eFlyer 4, sem er fjögurra sæta kennsluflugvél. Að auki standa viðræður yfir um samning um kauprétt á tveimur flugvélum í viðbót sem verða kynntar síðar, að því er fram kemur í til- kynningunni. Þá segir að stutt sé síðan þróun raf- magnsflugvéla hófst fyrir alvöru og hafi takmarkað flugþol verið helsti flösku- háls á framleiðslu þeirra. Bye Aero- space hefur samkvæmt tilkynningunni tekið forystu á markaðnum með því að tryggja þriggja klukkustunda flugþol. Nemendum boðið að læra á rafflugvélar Flug Vélarnar geta flogið í þrjá tíma. STUTT BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Bergþóra Baldursdóttir, hagfræð- ingur hjá Greiningu Íslandsbanka, segir húsnæðisliðinn vega þyngst í síðustu verðbólgumælingu. Vísitala neysluverðs hefur hækk- að um 4,3% sl. tólf mánuði og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 3,3%. Ágúst er því áttundi mánuðurinn í röð þar sem verðbólgan mælist yfir 4% og hefur verðbólgan nú verið yfir 2,5% markmiði Seðlabankans í sex- tán mánuði samfleytt, frá maí 2020. Hér til hliðar má sjá þróun verð- bólgu frá mars 2020, þegar kórónu- veirufaraldurinn hófst á Íslandi. Þá fylgja með upplýsingar um mánaðar- legar breytingar á vísitölu neyslu- verðs með og án húsnæðis. Eins og sjá má hefur vísitalan að meðtöldum húsnæðisliðnum hækkað meira en vísitalan án hans frá mars sl. Að sögn Bergþóru vegur undirlið- urinn reiknuð húsaleiga 17% af verð- bólgunni í ágúst en sá liður er al- mennt nefndur húsnæðisliðurinn. Hækkunin umfram spár „Húsnæðisliðurinn hefur verið meginástæðan fyrir innlendri verð- bólgu að undanförnu. Við spáðum því að það færi að hægja á hækkun hans í þessum mánuði, en hækkunin var meiri en við gerðum ráð fyrir,“ segir Bergþóra. Fasteignir hafi hækkað meira í verði að undanförnu en gert var ráð fyrir í spálíkani bankans. Bergþóra rifjar upp að þegar seðlabankastjóri greindi frá vaxta- hækkun í síðustu viku hafi hann sagt að tilgangurinn væri meðal annars að kæla fasteignamarkaðinn. „Við gætum séð áhrif af því þegar frá líður á næstu mánuðum,“ segir Bergþóra um áhrif hærri vaxta. Hafa stýrivextir hækkað um sam- tals 0,5% í tveimur lotum frá maí. Þeir eru nú 1,25% sem er engu að síður sögulega lágt á Íslandi. Fram kom í Morgunblaðinu 30. júlí að fasteignaverð hafi hækkað umfram leiguverð á höfuðborgar- svæðinu síðustu misseri. Bergþóra telur aðspurð að fram- boð muni til skemmri tíma litið halda aftur af hækkun leiguverðs. Meðal annars hafi margir keypt íbúðir með útleigu í huga, enda séu innlánsvext- ir nú sögulega lágir. Þá hafi sam- dráttur í skammtímaleigu til ferða- manna áhrif á framboðið. Bergþóra segir það líka eiga þátt í verðbólgunni í ágúst að áhrif af út- sölum séu að ganga til baka í ýmsum liðum. Þar með talið fötum og skóm og húsgögnum og heimilisbúnaði. Þá hafi faraldurinn enn áhrif á innflutta verðbólgu vegna röskunar á framleiðslu og flutningum sem aft- ur hafi leitt til verðhækkana. Það muni taka tíma að ganga til baka. Af öðrum undirliðum má nefna að verð á gistingu og veitingum hækk- aði milli mánaða sem Bergþóra rek- ur til meiri eftirspurnar. Þess megi vænta að þegar atvinnulífið réttir úr kútnum muni víðar verða hækkanir, eftir því sem framboð og eftirspurn leitar nýs jafnvægis. Of fáar íbúðir eru í smíðum Samtök iðnaðarins birta reglulega talningu á nýjum íbúðum í smíðum. Ingólfur Bender, aðalhagfræðing- ur Samtaka iðnaðarins, segir síðustu talningu benda til að of fáar íbúðir séu í smíðum til að anna eftirspurn. Nýjasta talning hafi sýnt að íbúðum í byggingu væri að fækka og sérstakt áhyggjuefni hversu fáar væru á fyrstu byggingarstigum. Horft eitt til tvö ár fram í tímann sé því útlit fyrir áframhaldandi ójafnvægi – að framboð nýrra íbúða verði áfram minna en eftirspurn á höfuðborgar- svæðinu. Nafnverð íbúða muni að óbreyttu hækka áfram. „Seðlabankinn hefur ráðist í að- gerðir til að tempra eftirspurnina. Við hjá Samtökum iðnaðarins teljum hins vegar að fremur hefði verið til- efni til að stuðla að auknu framboði. Rót vandans er skortur á byggingar- lóðum og er ábyrgðin í þeim efnum hjá sveitarfélögunum,“ segir hann. Húsnæðisliðurinn vegur áfram þungt í verðbólgunni - Lóðaskortur er sagður meginskýringin á hækkandi verði íbúðarhúsnæðis Ingólfur Bender Vísitala neysluverðs og húsnæðisliðurinn Ársbreyting vísitölu neysluverðs frá mars 2020 Mánaðarbreyting vísitölu neysluverðs 5% 4% 3% 2% 1% 0% 0,8% 0,6% 0,4% 0,2% 0% -0,2% 2020 2020 2021 2021 Heimild: Hagstofa Íslands mars apríl maí júní júlí ágúst sept. okt. nóv. des. jan. feb. mars apríl maí júní júlí ágúst mars apríl maí júní júlí ágúst sept. okt. nóv. des. jan. feb. mars apríl maí júní júlí ágúst Vísitala neysluverðs Vísitala neysluverðs án húsnæðis 12 mánaða breyting vísitölu neysluverðs 2,1% 4,3% 4,6% 4,3% 3,6% 3,0% Bergþóra Baldursdóttir Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur áframsent erindi Félags at- vinnurekenda (FA) varðandi net- verslun með áfengi til dómsmálaráðu- neytisins. Vill félagið fá skýr svör um afstöðu stjórnvalda til lög- mætis netverslun- ar með áfengi. Ólafur Steph- ensen, frkvstj. FA, segir slíka verslun nú fara fram með ýmsu formi og stöðugt fleiri hugsi sér til hreyfings á þessum nýja markaði. Löglegt en samt kært „Dómsmálaráðuneytið verður auð- vitað að svara erindinu af því að nú er uppi sú furðulega staða að ráðamenn segja að viðskiptin séu lögleg en ríkis- stofnun, sem er Áfengis- og tóbaks- verslun ríkisins, kærir menn til bæði löggæslu- og skattyfirvalda. Net- verslun fer nú fram á Íslandi með ýmsum hætti. Þetta eru fyrirtæki með heimilisfesti á Íslandi, í öðrum EES-ríkjum og jafnframt í ríkjum ut- an EES sem stunda þessi viðskipti. Öll afhenda þau hins vegar vörurnar úr vöruhúsum á Íslandi. Okkar fé- lagsmenn eru bæði fyrirtæki sem hafa ekki verið í þessum geira, en vilja hasla sér völl á þessum nýja markaði, og fyrirtæki sem hafa stundað framleiðslu og innflutning á áfengi og sjá sér ekki annað fært en að bregðast við þessari nýju sam- keppni. Við viljum fá skýr svör um að þetta sé lögleg starfsemi og að menn geti farið inn á þennan markað. Af því að fyrirtækin eru kannski skiljanlega hikandi við það þegar ríkisstofnanir kæra þau og menn hafa ekki áhuga á að hafa yfir höfði sér lögreglurann- sóknir eða sektir.“ Hafa leiðbeiningarskyldu Spurður hvort hann telji raunhæft að dómsmálaráðuneytið svari er- indinu fyrir komandi alþingiskosning- ar segir Ólafur að stjórnvöld hafi leið- beiningarskyldu og verði að veita skýr svör. „Dómsmálaráðherrann, sem hefur mjög beitt sér fyrir auknu frelsi í verslun með áfengi, ætti að sjá sér hag í að þrýsta á að hennar ráðu- neyti veiti skýr svör um þetta og taki af allan vafa um að þessi viðskipti séu lögleg,“ segir Ólafur. baldura@mbl.is Skýri afstöðuna til netsölu áfengis - Erindi FA varðandi lögmæti netsöl- unnar á borði dómsmálaráðuneytisins Ólafur Stephensen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.