Morgunblaðið - 31.08.2021, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 31.08.2021, Blaðsíða 26
26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 2021 Pepsi Max-deild kvenna Tindastóll – Keflavík................................ 0:1 ÍBV – Stjarnan ......................................... 3:1 Fylkir – Þróttur R.................................... 1:1 Staðan: Valur 16 13 2 1 46:16 41 Breiðablik 16 10 2 4 50:23 32 Þróttur R. 16 7 5 4 32:26 26 Selfoss 16 7 4 5 30:24 25 Stjarnan 16 7 2 7 18:23 23 ÍBV 16 6 1 9 26:37 19 Þór/KA 16 4 6 6 16:22 18 Keflavík 16 4 4 8 15:25 16 Fylkir 16 3 4 9 17:36 13 Tindastóll 16 3 2 11 11:29 11 Lengjudeild kvenna ÍA – HK..................................................... 1:2 Staðan: KR 16 11 3 2 45:20 36 FH 16 11 3 2 42:17 36 Afturelding 16 10 4 2 42:18 34 Víkingur R. 16 7 4 5 29:30 25 Haukar 16 6 3 7 25:30 21 Grindavík 16 3 7 6 27:32 16 Grótta 16 5 1 10 22:36 16 HK 16 4 3 9 23:37 15 ÍA 16 4 2 10 17:36 14 Augnablik 16 3 2 11 24:40 11 Svíþjóð Örebro – Linköping................................. 2:1 - Berglind Rós Ágústsdóttir lék allan leik- inn með Örebro. Cecilía Rán Rúnarsdóttir var varamarkvörður liðsins. Staðan: Rosengård 14 12 2 0 38:2 38 Häcken 14 10 2 2 41:9 32 Eskilstuna 14 7 4 3 17:10 25 Hammarby 14 6 3 5 27:24 21 Kristianstad 14 5 6 3 20:18 21 Linköping 14 4 6 4 19:19 18 Vittsjö 14 4 5 5 11:13 17 Djurgården 14 5 2 7 14:18 17 Örebro 14 4 2 8 13:29 14 AIK 14 3 4 7 11:36 13 Piteå 14 3 2 9 12:27 11 Växjö 14 0 4 10 3:21 4 Bandaríkin Gotham – Orlando Pride ........................ 0:1 - Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir lék allan leikinn með Orlando. Houston Dash – Racing Louisville ........ 1:0 - Andrea Rán Hauksdóttir var ekki í leik- mannahópi Houston. >;(//24)3;( Ítalska knattspyrnufélagið Spezia, sem leikur í A-deildinni, hefur fest kaup á landsliðsnýliðanum Mikael Agli Ellertssyni og samið við hann til fimm ára. Mikael kemur frá B- deildarfélaginu SPAL og hefur leikið tvo fyrstu leiki liðsins á tíma- bilinu. Þangað hefur hann verið lánaður beint aftur og spilar því þar áfram út þetta tímabil. Keyptu Mikael og lánuðu aftur KNATTSPYRNA 1. deild karla, Lengjudeildin: SaltPay-völlur: Þór – ÍBV ................... 17.30 Leiknisvöllur: Kórdrengir – Víkingur Ó. 18 Varmá: Afturelding – Vestri .................... 18 3. deild karla: Skessan: ÍH – Ægir.............................. 20.30 4. deild karla, 8-liða, seinni leikir: Álftanes: Álftanes – Kormákur/Hvöt ...... 19 Fjölnisv.: Vængir Júp. – Árborg.............. 19 Vivaldi-völlur: Kría – Hamar ................... 19 Valsvöllur: KH – Ýmir .............................. 20 Í KVÖLD! Knattspyrnumarkvörðurinn Patrik Sigurður Gunnarsson hefur verið lán- aður frá enska úrvalsdeildarfélaginu Brentford til norska úrvalsdeildar- félagsins Viking. Lánssamningur Patriks Sigurðar við Viking er út yfirstandandi tímabil, en keppni í úrvalsdeildinni í Noregi er rúmlega hálfnuð. Hann stóð sig afar vel á láni hjá Vi- borg og Silkeborg í dönsku B-deildinni á síðasta tímabili og er í A-landsliðs- hópnum sem mætir Rúmeníu, Norður- Makedóníu og Þýskalandi í undan- keppni HM 2022 í byrjun september. Markvörðurinn heldur í Viking Morgunblaðið/Eggert Noregur Patrik Sigurður er genginn til liðs við Viking. Pétur Theodór Árnason, framherji Gróttu, hefur skrifað undir þriggja ára samning við knattspyrnudeild Breiða- bliks og gengur til liðs við félagið í haust þegar yfirstandandi tímabili lýkur. Pétur Theodór er 26 ára gamall og hefur átt frábært tímabil í næstefstu deild í sumar þar sem hann hefur skor- að 18 mörk í 19 leikjum og er marka- hæstur í deildinni. Hann hefur skorað 45 mörk í 122 deildarleikjum fyrir Gróttu í þremur efstu deildunum á ferlinum, þar af þrjú mörk í 18 leikjum í efstu deild síðasta sumar. Morgunblaðið/Eggert Kópavogur Pétur Theodór er á leið til Breiðabliks í haust. Sá markahæsti í Kópavoginn TINDASTÓLL – KEFLAVÍK 0:1 0:1 Aerial Chavarin 8. M Amber Michel (Tindastóli) Kristrún María Magnúsd. (Tindastóli) Laufey Harpa Halldórsd. (Tindastóli) Tiffany Sornpao (Keflavík) Natasha Anasi (Keflavík) Aerial Chavarin (Keflavík) Amelía Rún Fjeldsted (Keflavík) Dómari: Valdimar Pálsson – 7. Áhorfendur: 150. ÍBV – STJARNAN 3:1 1:0 Þóra Björg Stefánsdóttir 24. 1:1 Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir 55. 2:1 Olga Sevcova 64 3:1 Olga Sevcova 83.. M Clara Sigurðardóttir (ÍBV) Olga Sevcova (ÍBV) Hanna Kallmaier (ÍBV) Júlíanna Sveinsdóttir (ÍBV) Anna M. Baldursdóttir (Stjörnunni) Ingibjörg L. Ragnarsd. (Stjörnunni) Sædís Rún Heiðarsdóttir (Stjörnunni) Hildigunnur Benediktsd. (Stjörnunni) Dómari: Guðmundur Páll Friðberts- son – 7. Áhorfendur: 119. FYLKIR – ÞRÓTTUR R. 1:1 0:1 Hildur Egilsdóttir 24. 1:1 Helena Ósk Hálfdánardóttir 51. M María Eva Eyjólfsdóttir (Fylki) Shannon Simon (Fylki) Helena Ósk Hálfdánardóttir (Fylki) Sæunn Björnsdóttir (Fylki) Íris Dögg Gunnarsdóttir (Þrótti) Andrea Rut Bjarnadóttir (Þrótti) Katherine Cousins (Þrótti) Dani Rhodes (Þrótti) Dómari: Ásmundur Þór Sveinsson – 7. Áhorfendur: Um 100. um miðjan fyrri hálfleikinn áður en Stjörnunni tókst að jafna metin í upphafi síðari hálfleiks. „Eyjakonur gerðu vel, sköpuðu sér fleiri færi og nýttu þau betur,“ skrifaði Sara Rós Einarsdóttir m.a. í umfjöllun sinni um leikinn á mbl.is. ÍBV er með 19 stig í sjötta sætinu og svo gott sem öruggt með sæti sitt í deildinni að ári en liðið mætir Þrótti og Fylki í síðustu tveimur um- ferðunum. Stjarnan siglir hins vegar lygnan sjó með 23 stig í fimmta sæt- inu en Garðbæingar eiga eftir að spila við Breiðablik og Tindastól. _ Hin sextán ára gamla Þóra Björg Stefánsdóttir skoraði sitt sjö- unda mark í úrvalsdeildinni í sumar í þrettán leikjum. Helena Ósk Hálfdánardóttir bjargaði stigi fyrir Fylki þegar liðið tók á móti Þrótti í Árbænum en leiknum lauk með 1:1-jafntefli. „Úrslitin eru heilt yfir sanngjörn. Liðin skiptust á að eiga góða kafla og það skilaði sér í sitt hvoru mark- inu,“ skrifaði Jóhann Ingi Hafþórs- son m.a. í umfjöllun sinni um leikinn á mbl.is. Fylkiskonur eru með 13 stig í ní- unda og næstneðsta sætinu, þremur stigum frá öruggu sæti, en liðið á eftir að mæta Þór/KA og ÍBV í síð- ustu umferðunum. Þá er Þróttur með 26 stig í þriðja sætinu, sex stigum minna en Breiða- blik sem er í öðru sætinu. _ Fylkiskonur hafa aðeins unnið þrjá deildarleiki í sumar en síðasti sigurleikur liðsins var gegn Keflavík á útivelli 6. ágúst. Fallbaráttan ræðst í loka- umferðunum Ljósmynd/Jóhann Helgi Sigmarsson Sauðárkrókur Jacqueline Altschuld úr Tindastóli og Arndís Snjólaug Ingvarsdóttir úr Keflavík í baráttu um boltann í fallslagnum í gærkvöldi. - Fylkir og Tindastóll í slæmum málum í tveimur neðstu sætunum FÓTBOLTINN Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Keflavík stendur vel að vígi í úrvals- deild kvenna í knattspyrnu, Pepsi Max-deildinni, eftir gríðarlega mik- ilvægan sigur gegn Tindastóli á Sauðárkróksvelli á Sauðárkróki í 16. umferð deildarinnar í gær. Leiknum lauk með 1:0-sigri Kefla- víkur en það var bandaríski fram- herjinn Aerial Chavarin sem skor- aði sigurmark leiksins strax á 9. mínútu eftir vandræðagang í vörn Tindastóls. Bæði lið fengu færi til að bæta við en markverðir beggja liða voru vandanum vaxnir. Keflavík er nú með 16 stig í átt- unda sæti deildarinnar og þremur stigum frá fallsæti þegar tvær um- ferðir eru eftir af tímabilinu en Keflavík mætir Val og Þór/KA í lokaumferðunum. Á sama tíma er Tindastóll í neðsta sætinu með 11 stig, fimm stigum frá öruggu sæti, en Stólarnir eiga eftir að mæta Selfossi og Stjörnunni og verða að vinna báða leikina. _ Chavarin er markahæsti leik- maður Keflavíkur á tímabilinu en hún skoraði sitt sjötta mark gegn Tindastóli. Þá skoraði Olga Sevcova tvívegis fyrir ÍBV þegar liðið vann afar þýð- ingarmikinn sigur gegn Stjörnunni á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum. Leiknum lauk með 3:1-sigri Eyja- kvenna en Eyjakonur komust yfir „Ég er orðinn þreyttur, ég finn það alveg. Það eru ekki bara þessar tvær og hálfa vika sem eru farnar að setjast aðeins á mann heldur eru það líka þessi tvö ár sem eru liðin frá heimsmeistaramótinu árið 2019 þar sem ég setti aðalfókusinn í mínu lífi á 100 metra baksundið, sem síðan fór fram á laugardaginn. Þau eru farin að taka sinn toll. Þetta er búin að vera tveggja ára stanslaus vinna sem er farin að gera dálítið vart við sig,“ sagði Már við Morgunblaðið. Víðir Sigurðsson í Tókýó vs@mbl.is Sundmaðurinn Már Gunnarsson sagði að þreyta væri farin að segja til sín eftir að hafa keppt í sinni þriðju grein á Ólympíumóti fatl- aðra í Tókýó í gær. Hann endaði þá í áttunda sæti í 200 metra fjórsundi blindra, komst nokkuð óvænt í úr- slitin og var innan við sekúndu frá Íslandsmeti sínu. Már synti á 2:37,43 mínútum en met hans frá EM í vor er 2:36,47 mínútur. _ Arna Sigríður Albertsdóttir hóf keppni síðust Íslendinganna á Ólympíumótinu í nótt þegar hún keppti í tímatöku í handahjólreið- um. Fréttir af gengi hennar þar má sjá á mbl.is. Í fyrramálið er síðan seinni grein hennar, götuhjólreið- arnar. _ Róbert Ísak Jónsson keppti einnig í nótt, í 200 metra fjórsundi í flokki þroskahamlaðra. Fréttir af því má sjá á mbl.is þar sem er ítar- leg umfjöllun um þátttöku Íslend- inganna á Ólympíumótinu. Þreyta segir til sín eftir tveggja ára vinnu Morgunblaðið/Víðir Sigurðsson Léttur Már Gunnarsson og Kristín Guðmundsdóttir, formaður sundnefndar Íþróttasambands fatlaðra, eftir 200 metra fjórsundið í Tókýó í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.