Morgunblaðið - 31.08.2021, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 31.08.2021, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 2021 • Verð frá: 250.000 m/vsk. • Stærðir 3-600 persónueiningar • Ekkert rafmagn • Meira en 2ja þrepa hreinsun • Verð frá 510.000 m/vsk. • Stærðir 3-1500 persónueiningar • Rafræn vöktun (valkvæmt) • Getur hreinsað eColi allt að 99,9% INNIFALIÐ Í VERÐI ANAEROBIX HREINSIVIRKI með síu yfir 90% hreinsun ONE2CLEAN HREINSISTÖÐ allt að 99% hreinsun • Þægilegar í uppsetningu og lítið viðhald • Fyrir sumarhús, heilsárshús, hótel o.fl. • Engar siturlagnir – fyrirferðarlítil • Mikið pláss fyrir seyru • CE vottað • Uppfylla kröfur til hreinsunar á viðkvæmum svæðum t.d við Þingvallavatn • Afhending á verkstað innan 100km frá Reykjavík • Drengöng með gátlúgu sem tryggja að vökvi komist óhindrað út í jarðveg Þóra Birna Ingvarsdóttir thorab@mbl.is Knattspyrnusamband Íslands gaf út yfirlýsingu þess efnis í gærkvöldi að sitjandi stjórn hefði tekið ákvörðun um að segja af sér. Boðað hafði verið til friðsamlegra mótmæla fyrir utan höfuðstöðvar KSÍ í Laugardal undir yfirskriftinni „stjórnin út“ þar sem stjórnarmenn sambandsins voru hvattir til að segja af sér. Mótmælin áttu að vera á vegum aðgerðarhóp- anna Öfga og Bleika fílsins en for- svarsmenn hópanna voru ósáttir við að einungis Guðni Bergsson, formað- ur sambandsins, hefði þá sagt af sér. Lausir samningar við Icelandair Styrktaraðilar KSÍ hafa margir óskað eftir fundi með stjórn sam- bandsins til að ræða stöðuna og hvernig KSÍ ætli sér að takast á við hana. Icelandair fundaði með sam- bandinu í gær en samstarfssamning- ar þeirra á milli eru lausir sem stend- ur. „Við leggjum áherslu á að sambandið sýni á næstunni fram á áætlun um hvernig verði unnið mark- visst að umbótum áður en ákvörðun verður tekin um áframhaldandi sam- starf,“ segir upplýsingafulltrúi Ice- landair. Aðgerðirnar verði kynntar CCEP, Coca-Cola á Íslandi, er einnig meðal stærstu styrktaraðila KSÍ til margra ára. Vegna frétta síð- ustu daga segist Einar Magnússon, forstjóri CCEP, sjá ástæðu til að lýsa þungum áhyggjum af stöðu þessa stærsta íþróttasambands í íslensku samfélagi. Hefur fyrirtækið óskað eftir fundi með KSÍ, samtali um þessi mál og kynningu á aðgerðaráætlun sambandsins í tengslum við með- höndlun og til að fyrirbyggja ofbeld- is- og kynferðisbrotamál. Landsbankinn vill skýr svör Landsbankinn er annar mikilvæg- ur styrktaraðili KSÍ sem kveðst hafa áhyggjur af stöðu mála og hefur ósk- að eftir fundi með stjórn og fram- kvæmdastjóra. „Við viljum á fundin- um fá skýr svör um hvaða aðgerða sambandið hyggst grípa til,“ segir Rúnar Pálmason, upplýsingafulltrúi Landsbankans. Heiðar Guðjónsson, forstjóri Vodafone sem er jafnframt stór styrktaraðili KSÍ, bendir á að fram undan séu mikilvæg verkefni eins og stórmót kvennalandsliðsins á næsta ári. Opin umræða mikilvæg „Það væri fáránlegt fyrir okkur að kippa út öllum stuðningi og láta það bitna á þeim, sem koma þessu máli ekkert við,“ segir Heiðar. KSÍ sé grasrótarsamtök og Vodafone styrki ekki landsliðið sérstaklega, heldur KSÍ. Heiðar segir að búið sé að óska eftir fundi með stjórn sam- bandsins. „Við viljum sjá hvernig KSÍ ætlar að vinna úr sínum mál- um.“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglu- stjóra og fyrrverandi öryggisstjóri hjá KSÍ, segir það mikilvægt að um- ræðan sé opin og telur alla þurfa að leggja sitt af mörk- um til þess að vinna að úr- bótum: „Ég held að það sé mjög mikilvægt, alls staðar í samfélaginu eru tækifæri til þess að gera miklu betur í mál- um sem snúa að ofbeldi og þá sérstaklega kynferðis- ofbeldi.“ KSÍ undir smásjá styrktaraðila - Stjórn sambandsins sagði af sér í gærkvöldi - Lausir samningar við Icelandair - CCEP og Lands- bankinn lýsa þungum áhyggjum - Ekki rétt að málið bitni á kvennalandsliðinu og grasrótinni Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Höfuðstöðvar Boðað hefur verið til mótmæla fyrir utan KSÍ við Laugardalsvöll undir yfirskriftinni „stjórnin burt“. Stígamót vilja sjá skýran póli- tískan vilja hjá stjórn til að hrinda í framkvæmd aðgerðum til að uppræta vanda KSÍ við meðhöndlun ofbeldis- og kyn- ferðisbrotamála, áður en þau gangast við því að leiða slíka vinnu. Þetta segir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talsmaður Stígamóta. „Mér finnst fleiri bera ábyrgð innan KSÍ en bara for- maðurinn. Mér finnst að stjórnin hefði átt að grípa til róttækari aðgerða.“ Steinunn segist ekki sann- færð um að allir innan stjórn- arinnar hafi það sem þurfi til að vinna úr þessu máli. Stígamót eru samtök sem vilja gera allt sem þarf til að samfélagið taki betur á og komi í veg fyrir kynferðisbrot. „Það er öllum ljóst að innan KSÍ er rótgróin menning sem hefur látið kvenfjandsamleg viðhorf og ofbeldi óátalin. Til að uppræta svo rótgróna menningu þarf róttækar að- gerðir og skýran vilja.“ Málið verði ekki leyst með nýjum verklagsreglum einum saman. „Við viljum ekki bara vera fjarvistarsönnun.“ Fleiri beri ábyrgð EFAST UM AÐ STJÓRNIN HAFI ÞAÐ SEM ÞARF Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir „Íþróttahreyfingin er samfélag og þar finnst ofbeldi eins og í öllum öðrum samfélögum.“ Þetta segir Viðar Halldórsson, prófessor í félagsfræði, inntur eftir viðbrögðum við þeirri miklu gagn- rýni sem KSÍ hefur sætt undan- farna daga fyrir þöggun og með- virkni með meintum gerendum innan sambandsins. „Það sem er áhugavert núna, hvað þetta mál varðar, er að þarna eru nokkrir leikmenn í sama liði sem eru sakaðir um ofbeldisbrot á ákveðnu tímabili, sem bendir til þess að þetta sé ekki bara ein- staklingsvandamál þeirra heldur er þetta líka menningarvandamál,“ segir Viðar. Afreksheimurinn sérstakur Hann telur eitraða karlmennsku, ofbeldi, þöggun og meðvirkni meira ríkjandi í fótbolta en í öðrum íþrótt- um enda miklar vinsældir, peningar og völd í spilinu. Þá segir Viðar að í atvinnumennsku geti menn auðveld- lega misst tengsl við raunveruleik- ann. „Afreksfótboltaheimurinn er mjög sérstakur og öll svona vanda- mál magnast svolítið upp þar. Þar er mikil firring og samkeppni bæði innan og utan vallar. Stjörnurnar verða stærri, valdameiri, ríkari, þurfa að hafa minna fyrir hlutunum og verða yfir ýmislegt hafnar. Þá eru þær oftar en ekki settar á stall og verða við það hálfósnertanlegar,“ segir Viðar. Aðspurður segir Viðar erfitt að svara því hvers vegna menn, sem hafa allan heiminn í höndum sér, vill- ast út af braut- inni og beita of- beldi. Umhverfið sem þeir hrærast í eigi þó vissulega stóran þátt í því, að sögn hans. „Það er ákveðið ósýnilegt, fé- lagslegt afl sem ýtir fólki í ein- hverjar áttir þar sem það missir bara tökin. Svo þegar menn verða stórir, frægir, dýrkaðir og dáðir þá stígur það þeim oft til höfuðs og þeir missa fótanna. Ég hef svo sem enga skýringu á því af hverju það gerist en mitt félagsfræðilega mat er að umhverfi þessara manna magni þetta upp og ýti þeim af réttri braut. Gildin og normin sem þeir lifa eftir dagsdaglega verða nefnilega svo skringileg og absúrd.“ Uppræta þurfi eitraða karlmennsku Uppræta þurfi eitraða karl- mennsku sem sé samfélagslegt mein að sögn Viðars, en þar leiki íþróttahreyfingin mikilvægt hlut- verk. Viðar trúir því einlæglega að KSÍ taki loksins á sínum málum en til þess að ávinna sér traust sam- félagsins aftur þurfi stjórn sam- bandsins þó að stíga fast til jarðar. Firring í fót- boltaheiminum - Um menningarvandamál að ræða Viðar Halldórsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.