Morgunblaðið - 31.08.2021, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 31.08.2021, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 2021 Skoðið fleiri innréttingar á innlifun.is Suðurlandsbraut 26 Sími 587 2700 Opið 11-18 virka daga innlifun.is ALVÖRU ELDHÚS F rakkinn Maxime Lag- rade, Hovhannes Ga- busjan frá Armeníu og Rauf Mamedov frá Aserbaídsjan eru efstir og jafnir eftir fimm umferðir af ellefu á Reykjavíkurskákmótinu/Evr- ópumóti einstaklinga sem stendur yfir þessa dagana á Hotel Natura í Reykjavík. Þeir eru allir með 4½ vinning. Níu skákmenn eru með 4 vinninga. Keppendur eru 180 talsins, heldur færri en á síðustu Reykja- víkurskákmótum en takmarkanir vegna Covid-faraldursins eru skýringin þar á. Hjörvar Steinn Grétarsson er efstur Íslending- anna með 3½ vinning. Jóhann Hjartarson, Hannes Hlífar Stef- ánsson, Héðinn Steingrímsson og Vignir Vatnar Stefánsson eru með 3 vinninga. Hannes Hlífar vann stigahæsta keppandann, Englend- inginn Gawain Jones, í þriðju um- ferð sl. laugardag. Armeninn Robert Hovhannisjan komst enn í efsta sætið eftir fjórar umferðir á Reykjavíkurskák- mótinu/EM. En hann þurfti að tefla við Rauf Mamedov í fimmtu umferð í gær og tapaði án þess að fá rönd við reist. Armenskir skák- menn hafa átt erfitt samband við hina ágætu skákmenn frá Aserba- ídsjan á liðnum árum en Mamedov er einn öflugasti skákmaður þeirra og hefur margoft náð frábærum árangri fyrir ólympíusveit þeirra. Reykjavíkurskákmótið/EM ein- staklinga; 5. umferð: Rauf Mamedov – Robert Hov- hannisjan Reti-byrjun 1. Rf3 d5 2. g3 Bg4 3. Bg2 e6 4. O-O Rf6 5. h3 Bh5 6. c4 c6 7. d4 Be7 8. Rc3 O-O 9. Re5 Rbd7 10. g4 Bg6 11. Rxg6 hxg6 12. cxd5 exd5 13. Db3 Db6 14. Hd1 Eins og skákskýrandi mótsins, Ivan Sokolov, skýrði út fyrir áhorfendum þá tekur hvítur á sig peðaveikleika á b3 en hyggst opna taflið með e2-e4. 14. … Dxb3 15. axb3 Re8 16. e4 dxe4 17. d5! Snarplega leikið. Það liggur ekkert á að taka e4-peðið. 17. … Rc5 18. dxc6 bxc6 19. Be3 Rxb3 20. Ha6 Bc5 21. Rxe4 Bxe3 22. fxe3 Rc7 Hann hefði betur leitað eftir uppskiptum á riddurum með 22. … Rf6. 23. Hxc6 Re6 24. Rd6 Had8 25. Bd5! Með óbærilegum þrýstingi á f7- peðið. Lok skákarinnar tefldi Mamedov óaðfinnanlega. 25. … Rbc5 26. b4 Ra4 27. Bb3 Rb6 28. Hf1 Kh7 29. Rxf7 Hxf7 30. Hxf7 Rg5 31. Hxa7 Hd2 32. Kf1 Rd7 33. Ha2 Hd3 34. Bc2 Hxe3 35. Bxg6 Kh6 36. Bf5 Rf6 37. h4 - og svartur gafst upp. Sá stóri sleppur stundum Stærsti sigur hinnar ungu kyn- slóðar á Reykjavíkurskákmótinu/ EM kom í fyrstu umferð er Hilmir Freyr Heimisson lagði ungverska stórmeistarann Tamas Banusz, 2661 elo, í aðeins 25 leikjum. Hilmir vann Lenku Ptacnikovu í gær og er með 2½ vinning. Í fyrstu umferð mótsins munaði litlu að gamall skóla- félagi hans úr Salaskóla í Kópa- vogi, Birkir Ísak Jóhannsson, ynni einnig er hann tefldi við tyrkneska stómeistara Vahap Sa- nal: Vahap Sanal – Birkir Ísak Jó- hannesson Tyrkinn lék síðast 23. Hf1-f2. Þessi leikur lítur skynsamlega út, hvítur hyggst tvöfalda á f- línunni og auka einnig þrýsting- inn á stöðu svarts. En þegar vel er að gáð kemur í ljós að svartur á afar öflugan svarleik sem gerir út um taflið, 23. … Rb4! Eftir 24. Dxd7, sem liggur beinast við, kemur 24. … Rxd3 sem hótar einfaldlega 25. … Rxf2 mát. Hvítur á enga leið út úr ógöng- unum. Þannig dugar 24. Db3 skammt vegna 24. … a4! o.s.frv. Því miður greip Birkir ekki tæki- færið og lék 23. … b6 sem Sanal svaraði með 24. Hef1 og hættan var liðin hjá. Að lokum vann hvítur í 53 leikjum. Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Morgunblaðið/Heimasíða REK/E Einbeitni Unga kynslóðin setur svip sinn á Reykjavíkurskákmótið/EM. Hér tefla þau saman, Gunnar Erik Guðmundsson og Iðunn Helgadóttir. Þrír efstir á Reykjavíkurskák- mótinu/EM einstaklinga Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Vísitala lífmassa makríls í leiðangri fjögurra þjóða á noðurslóðir í júlí var metinn 5,15 milljónir tonna. Það er 58% lækkun frá árinu 2020 og er minnsti lífmassi sem mælst hefur síðan 2012. Í sumar mældust 440 þúsund tonn af makríl á hafsvæðinu við Ísland eða 7,7% af heildinni. Það er 19% minna en 2020 þegar 546 þúsund tonn mældust í lögsögunni. Hlutfallið hefur lækkað Makríll mældist suðaustan og austan við landið, ólíkt síðasta ári þegar enginn makríll mældist fyrir austan. Á sama tíma og vísitalan lækkaði mikið á milli ára var út- breiðslan svipuð og 2020. Vart varð við makríl norðan og vestan við Ís- land en magnið var óverulegt. Síðustu ár hefur dregið úr vest- lægum göngum makríls og minna verið af fiskinum í íslenskri og græn- lenskri lögsögu. Hlutfallið á Íslands- miðum hefur lækkað síðustu fjögur ár og til samanburðar má nefna að árin 2015 og 2017 var það um 37% af heildinni. Miðað við vísitölur má áætla að tæplega 3,9 milljónir tonna af makríl hafi verið í lögsögunni þeg- ar mest var árið 2017 eða tæplega níu sinnum meira en í ár. Leiðangurssvæðið í ár var 24% minna árið 2021 samanborið við árin 2018-2020. Minnkun leiðangurs- svæðis hafði ekki áhrif á niðurstöður leiðangursins þar sem útbreiðslu- mörk makríls fyrir sunnan, vestan og norðan Ísland mældust innan yfirferðasvæðisins. Íslendingar, Færeyingar Norðmenn og Danir stóðu að leiðangrinum sem farinn var á tímabilinu 30. júní til 3. ágúst 2021. Mestur þéttleiki mældist í miðju Noregshafi líkt og í fyrra en minna mældist í norðanverðu Nor- egshafi. Niðurstöður leiðangursins verða, ásamt öðrum gögnum, notaðar við mat á stofnstærð makríls. ICES mun birta ráðgjöf um aflamark norsk-íslenskrar síldar, makríls og kolmunna þann 30. september. Íslensku skipin voru í gær að veið- um í Síldarsmugunni milli Íslands og Noregs, þar sem þau hafa verið lengst af sumri. Samkvæmt yfirliti á heimasíðu Fiskistofu er makrílaflinn kominn í tæplega 100 þúsund tonn, en heimildir ársins nema 157 þúsund tonnum. Aflinn er þó eflaust orðinn hærri þar sem nokkra daga tekur að ganga frá löndunarskýrslum, auk afla sem er í skipunum. Síld og kolmunni Meginmarkmið fjölþjóða leiðang- ursins var að meta magn uppsjávar- fiska í Norðaustur-Atlantshafi að sumarlagi en jafnframt að rannsaka vistkerfi og umhverfi sjávar. Magn norsk-íslenskrar síldar er svipað á milli ára þar sem vísitala lífmassa var metin 5,9 milljónir tonna sem er sami lífmassi og mældist árið 2020. Talið er að 2016-árgangurinn sé að fullu genginn úr Barentshafi í Nor- egshaf og vó árgangurinn um 54% af lífmassa stofnsins. Útbreiðsla síldar- stofnsins var svipuð og undanfarin ár fyrir utan að lítið sást af síld norð- ur af Færeyjum. Líkt og fyrri ár mældist mikið af eldri síld fyrir aust- an og norðan Ísland, en yngri síldin í Norðaustur-Noregshafi, að því er segir á heimasíðu Hafrannsókna- stofnunar. Vísitala stofnstærðar kolmunna var 2,2 milljónir tonna sem er 22% hækkun frá síðasta ári. Þessi hækk- un skýrist af magni eins árs kol- munna sem vó 49% af lífmassa stofnsins. Kolmunni fannst á mest öllu rannsóknarsvæðinu nema í köldum sjó í Austur-Íslands- straumnum milli Íslands og Jan Ma- yen. Mun minna mældist af makríl á norðurslóðum - 440 þúsund tonn við Ísland í ár - 3,9 milljónir tonna 2017 Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Löndun Heimaey VE við bryggju á Þórshöfn í sumar, en fyrsta makrílfarmi ársins var landað þar 25. júlí. Stofnstærð og dreifing makríls Vísitala lífmassa makríls í uppsjávar- leiðangri 30. júní til 3. ágúst 2021 H ei m ild : H af ró Hver reitur er tvær breiddargráður og fjórar lengdargráður 17Lífmassi, 0-17 tonn/km

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.