Morgunblaðið - 31.08.2021, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 31.08.2021, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 2021 Dæmin eru óteljandi fyrr og nú um að skínandi gæði „góða fólksins“ slá það sjálft óviðráð- anlegri blindu. - - - Páll Vilhjálmsson þarf ekki að leita langt í sam- tímasögu eftir slá- andi tilviki: - - - Fyrir þrem árum varð uppvíst kynferðisbrot á rit- stjórnarskrifstofu Kjarnans. - - - Þórður Snær Júl- íusson ritstjóri vissi af brotinu en þagði. - - - Þórður Snær útskýrði afstöðu sína fyrir þrem árum með þeim orðum að það er ,,alltaf þol- enda að ákveða í hvaða farveg brot gegn þeim fara.“ - - - Guðni Bergsson fyrrum formað- ur KSÍ virti trúnað við þol- anda kynferðisbrots þegar hann sagði ekki opinberlega frá af- brotinu. - - - Alveg eins og Þórður Snær fyrir þremur árum. - - - En núna fær Guðni dembu á sig frá Þórði Snæ fyrir að stunda ,,þöggunartilburði.“ - - - Það verður ekki logið á rökvísi góða fólksins. - - - Þegar nógu margir stunda grjót- kastið kemur enginn auga á að sumir grýta úr glerhýsi.“ Þórður Snær Júlíusson Öðru gegnir um okkur góða fólkið STAKSTEINAR Páll Vilhjálmsson ÁR 1921-2021 Í Y KKA R ÞJÓNUSTU 10% afsláttur fyrir 67 ára og eldri Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Hræringar á norska hlutabréfa- markaðnum síðastliðinn föstudag urðu til þess að ekki verður af því nú að eignarhald stóru sjóeldisfyrir- tækjanna á Vestfjörðum verði sam- einað. Hins vegar er kominn nýr eig- andi að meirihluta Arctic Fish. Norsku fiskeldissamsteypurnar SalMar, sem er meirihlutaeigandi að Arnarlaxi, og NTS, sem seldi frá sér Fiskeldi Austfjarða í nóvember síð- astliðnum, hafa að undanförnu barist um að ná meirihluta hlutafjár í Norway Royal Salmon (NRS) sem er eigandi meirihluta hlutafjár í Arctic Fish. Eftir dramatískar vendingar á hlutabréfamarkaðnum síðastliðinn föstudag varð niðurstaðan sú að NTS náði undirtökunum og á nú meira en tvo þriðju hlutafjár. Stjórn NRS hafði heimild til að auka hlutafé til þess að stuðla að sameiningu sem tryggði hagsmuni hluthafa. Á föstudagsmorguninn var hins vegar tilkynnt að hluti stjórn- enda félagsins hefði selt NTS hluta- bréf sín á háu verði og náði fyrir- tækið við það forystunni í slagnum. Vinnur NTS nú að undirbúningi þess að samþætta rekstur fyrirtækj- anna tveggja. Ein af eignum NRS og þar með hinnar nýju samstæðu er meirihluti hlutabréfa í Arctic Fish. helgi@mbl.is Norskir eigendur náðu ekki saman - Niðurstaða í valdabaráttu stöðvar sameiningu Arnarlax og Arctic Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Sjókvíar Arnarlax og Arctic Fish eru stærstu laxeldisfyrirtækin. Bjarni Magnússon, fyrrverandi hreppstjóri í Grímsey, lést sunnu- daginn 29. ágúst, 91 árs að aldri. Bjarni fæddist í Syðri-Grenivík í Gríms- ey 30. júní 1930 og ólst þar upp. Foreldrar hans voru Magnús Stefán Símonarson, hreppstjóri í Sigtúni í Grímsey, og Siggerður Bjarnadóttir húsfreyja. Bjarni var við vél- stjóranám á Akureyri 1948-1949. Hann var vélgæslumaður fyrir Rafmagns- veitur ríkisins, vatnsveitustjóri, vita- vörður og slökkviliðsstjóri í Gríms- ey. Bjarni sat í hreppsnefnd í Grímsey frá 1962-1970. Hann tók við starfi hreppstjóra árið 1969 og gegndi starfinu í nákvæmlega 40 ár, tvo mánuði og tvo daga eins og hann orðaði það sjálfur í samtali við Morg- unblaðið í tilefni áttræðisafmælisins árið 2010. „Þó er ég náttúrlega alltaf kallaður hreppstjóri ennþá,“ sagði Bjarni við það tilefni og hló við. Bjarni sá um kosn- ingar í Grímsey í um fimmtíu ár. Hann var einn af stofnendum Kiwanisklúbbsins í Grímsey og var forseti hans. Bjarni stundaði það um áratugaskeið að síga í björg eftir eggjum og veiða lunda. „Ég byrjaði á bjargi þegar ég var þrettán ára, 1943. Þá var ég að teyma hest fyrir pabba,“ sagði Bjarni í viðtali við Morgunblaðið ár- ið 2008. Bjarni var kvæntur Vilborgu Sigurðardóttur, ljósmóður, sím- stöðvarstjóra og veðurathugunar- manni. Hún fæddist 1. maí 1929 en lést 2. febrúar 2009. Bjarni og Vil- borg eignuðust fimm börn; Siggerði Huldu, Sigurð Inga, Kristjönu Báru, Magnús Þór og Bryndísi Önnu. Barnabörnin eru 12, þar af eitt látið, og barnabarnabörnin eru 11. Andlát Bjarni Magnússon ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.