Morgunblaðið - 26.08.2021, Síða 8

Morgunblaðið - 26.08.2021, Síða 8
8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 2021 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Siglufjörður | Tökur eru hafnar á nýrri sjónvarpsþáttaröð, Morð í norðri, sem Silfra Productions framleiðir fyrir Sjónvarp Símans. Þóra Karítas Árnadóttir semur handritið að þáttunum og með- framleiðandi er Ragnar Jónsson lögreglumaður. Í þáttunum, sem fjalla um nor- ræna glæpasagnaæðið, eða Nordic noir, verður rætt við tíu norræna glæpasagnahöfunda, sem eiga það sameiginlegt að hafa slegið í gegn á heimsvísu. Að sögn Þóru standa tökur yfir næstu þrjá mánuði og fyrsti viðmælandi er Ragnar Jón- asson. Var rætt við hann á Siglu- firði á dögunum, eins og meðfylgj- andi mynd sýnir. Einnig ræðir Þóra Karítas við Yrsu Sigurðardóttur og fleiri kollega þeirra Ragnars meðal norrænna glæpasagnahöfunda. Þættirnir verða sýndir um páskana 2022 hjá Sjónvarpi Sím- ans. Myndatökur og klippingu ann- ast Steingrímur Jón Þórðarson. Morð í norðri tekið upp Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Tökur Þóra Karítas Árnadóttir ræðir við Ragnar Jónasson á heimili afa hans og ömmu á Siglufirði á dögunum. Steingrímur Jón á tökuvélinni. Eldhúsinnréttingar Fríform ehf. Askalind 3, 201 Kópavogur. 562–1500 Friform.is. Sumaropnun: Mán. – Föst. 10–17 Laugardaga LOKAÐ 2 0 0 0 — 2 0 2 0 Í aðdraganda kosninga er hulu iðulega svipt af leyndardómum sem almenningur þekkti ekki til. Sigmundur Davíð spurði Katrínu Jakobsdóttur hversu mörg kynin væru orðin. Okkur minnti flest að þau hefðu verið tvö frá arilds tíð. - - - En svo mundum við að Obama forseti ákvað í sinni forsetatíð að hér eftir teldust kynin vera 14 í grunninn. Því hann úrskurðaði einnig að opinber salerni yrðu ekki lengur merkt mynd karls eða konu. Obama tilkynnti að tækist svo til að karl, staddur í al- menningsrými, yrði þar og þá sannfærður um að hann væri kona þá gilti sú niðurstaða strax og stæði jafn lengi og þessi vitund rjátlaðist ekki af manninum. - - - Karl, sem þannig uppljómaðist í konu, t.d. á flugvelli, mætti ekki takmarkast af salerni merktu karli og það þótt hann sjálfur væri afrendur jötunn, þrælskeggjaður og bassi forhertur. - - - Katrín byrjaði smátt í svari sínu til Sigmundar og sagði að ís- lensku kynin væru ekki lengur tvö. Nú væru þau þrjú: kona, karl og kynlaus. Og bætti því við að lögin opni á skilgreiningu og á þann „möguleika að kyn séu fleiri“. - - - Katrín segir svo: „Hugtakið kyn er skilgreint í framangreind- um lögum sem „safnhugtak sem nær meðal annars yfir kyn- einkenni, kyngervi, kynvitund og kyntjáningu“. Skilgreining kyns ræðst því ekki eingöngu af líf- fræði.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Eigi er kyn þótt … STAKSTEINAR Katrín Jakobsdóttir Þóra Birna Ingvarsdóttir thorab@mbl.is Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að endurbætur á húsnæði Foss- vogsskóla séu í þeim farvegi sem ákveðinn var í vor. Einnig segist hann hafa góð orð fyrir því að færanlegu kennslurýmin verði komin á sinn stað innan skamms. „Hönnun úrbótanna á Fossvogs- skóla hefur undið fram og ég á von á því eftir einhverjar vikur að fá inn til- lögur í borgarráð um það hvernig staðið verði að útboðinu.“ Dagur bendir á að það þurfi að full- hanna endurbætur áður en þær eru boðnar út. Sú vinna hafi verið í gangi í sumar og á sama tíma hafi asbest sem fannst í gluggakistum hússins verið fjarlægt. „Þegar asbest er fjarlægt má ekk- ert fólk eða framkvæmdir vera í hús- inu svo það má segja að tíminn hafi verið nýttur í fjarlægingu asbestsins og því er nú lokið.“ Dagur kveðst ekki fá betur heyrt en að stóra verkefnið sé á áætlun þó full- hönnun sé ekki lokið. „Ég á von á því að það liggi fyrir á næstu vikum.“ Leiðindapólitík Eyþóri Arnalds, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, þykir kaldhæðni fólgin í því að Hjálpræðisherinn hlaupi nú undir bagga með borginni og taki á móti nemendum Fossvogsskóla, þegar borgarstjórn féllst ekki á að veita þeim lóð endurgjaldslaust á sínum tíma. „Ég er bara þakklátur Hjálpræðis- hernum að koma til móts við þetta og ætla ekki að taka þátt í að draga það niður í leiðindapólitík,“ segir Dagur, inntur eftir viðbrögðum við þessum ummælum Eyþórs. Dagur segir upp- byggingu Hjálpræðishersins í nýju húsnæði farsæla og fallega og gott sé að nemendurnir geti fengið þar inni. Þakklátur Hjálpræðishernum - Endurbætur á húsnæði Fossvogsskóla í þeim farvegi sem ákveðinn var í vor

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.