Morgunblaðið - 26.08.2021, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 26.08.2021, Qupperneq 10
10 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 2021 Mörkin 6 - 108 Rvk. s:781-5100 Opið: 11-18 virka daga www.spennandi-fashion.is Lokað á laugardögum í sumar. LURDES BERGADA TIL LEIGU GRANDINN EYJARSLÓÐ 9 EYJARSLÓÐ 3 Upplýsingar gefur Ólafur í síma 892 5064 133 m2 „Studio Loft“ til leigu. Húsnæðið er einn salur. Mjög gott útsýni. Laust strax. 163 m2 atvinnuhúsnæði á jarð- hæð með stórri innkeyrsluhurð. Næg bílastæði. Laust 1. okt. Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Fulltrúar þriggja flokka sem nú sitja á Alþingi eru sammála um að verja þurfi auknu fjármagni til Landspít- alans og heilbrigðiskerfisins í heild. Hins vegar greinir þá á um hvort megináherslan skuli lögð á opinbera kerfið eða hvort styrkja eigi bæði ríkisreksturinn og einkarekin fyrir- tæki og sjálfseignarstofnanir á sviði heilbrigðisrekstrar. Þrátt fyrir sam- hljóm milli flokkanna varðandi nauð- syn þess að svara ákalli um aukið fjármagn til Landspítalans vill eng- inn þeirra slá því föstu hversu mikið það þurfi að vera. Þá greinir einnig á um það hvernig aukinna fjármuna til starfseminnar skuli aflað. Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir mikilvægt að leita leiða til þess að létta álaginu af Landspítalanum sem augljóslega glími við mönnunarvanda. Það verði bæði gert með því að vinna niður biðlista sem safnast hafi upp og einnig með því að styðja opinberan heilbrigðisrekstur, m.a. með því að byggja upp starfsemi kraga-sjúkra- húsanna svokölluðu og vísar hún þar m.a. til Heilbrigðisstofnunar Suður- nesja og Sjúkrahússins á Akranesi. Telur hún að átak í styttingu bið- lista, m.a. þeim sem tengjast lið- skiptaaðgerðum, muni kosta fjóra til fimm milljarða króna. Hallar á opinberu stofnanirnar Spurð um það hvers vegna Sam- fylkingin leggi fyrst og fremst áherslu á mikilvægi þess að efla rík- isstofnanir í heilbrigðisþjónustu, fremur en einkarekstur á sviðinu, segir Oddný að augljóslega halli á opinbera reksturinn, þá hafi hún ekki innsýn í fjárhagsmálefni fyr- irtækja á borð við Klíníkina í Ár- múla. Willum Þór Þórsson, þingmað- ur Framsóknarflokksins, er formaður fjárlaganefndar. Hann segir þingið hafa aukið framlög á öll- um sviðum heilbrigðisþjónustunnar en að augljóslega þurfi meira að koma til. Hann ítrekar þó mikilvægi þess að allt heilbrigðiskerfið, bæði það sem rekið er af hinu opinbera og einkaaðilar, vinni saman að því að bæta stöðu mála. Aðeins með því að nýta þekkingu í öllu kerfinu muni viðunandi árangur nást. Inntur eftir því hvort hann sé sáttur við fram- göngu heilbrigðisráðherra á yfir- standandi kjörtímabili, þar sem þrengt hefur verið mjög að einka- rekstri, vill Willum ekki kveða fast að orði en ítrekar þá skoðun sína að styrkja þurfi undirstöður allrar þjónustunnar. „Gæluverkefni“ stjórnmálaafla Hanna Katrín Friðriksson, þing- maður Viðreisnar, er hins vegar ómyrk í máli þegar hún fer yfir emb- ættisfærslu heilbrigðisráðherra. Segir hún rauð ljós blikka um allt þar sem heilbrigðisyfirvöld virðist kveikja elda í samskiptum við lækna, sjúkraþjálfara, líknarþjónustur, hjúkrunarheimili og fleiri aðila. Vill hún meina að það sé afleiðing af „gæluverkefnum“ einstakra stjórn- málaafla á kostnað hagsmuna al- mennings. Innt eftir því hvaða verkefna hún sé að vísa til segir Hanna Katrín að engum dyljist að nú standi yfir „ríkisvæðing“ að und- irlagi heilbrigðisráðherra með full- tingi samstarfsflokka VG. Nefnir hún að hundruð einstaklinga, ekki síst börn, bíði nú eftir þjónustu frá sjúkraþjálfurum og talmeinafræð- ingum. Biðlistarnir lengist og að á sama tíma sé sett reglugerð um að talmeinafræðingar verði að vinna á vettvangi hins opinbera áður en þeir geti fengið samning við Sjúkratryggingar. Það þýði að þjónusta sem þeir hyggjast bjóða almenningi sé tvöfalt dýrari fyrir notendur hennar, en sú þjónusta sem þeir sem fyrir eru á sviðinu geta veitt á grundvelli slíkra samninga. Vilja breyta fjármögnun Willum Þór og Hanna Katrín eru sammála um mikilvægi þess að koma á fót þjónustutengdri fjár- mögnun á Landspítalanum. Það sé besta leiðin til þess að tryggja góða meðferð fjármuna. Hins veg- ar þurfi hið opinbera að skilgreina hvað það vilji fá út úr þjónustunni. Hafa þau bæði væntingar til þess að slíkt kerfi verði innleitt á spít- alanum fyrr en seinna. Hanna Katrín nefnir þó að þar sem þjón- ustutengd fjármögnun er nú þegar komin á séu núverandi stjórnvöld að grafa undan því. „Það eru blikur á lofti. Ég hef séð tölur um að það er verið að veita fjármunum inn í heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins framhjá þessum fjórum sjálfstætt reknu á höfuðborgarsvæðinu sem sinna tugum þúsunda einstaklinga sem þar með fá verri þjónustu fyrir sína skattpeninga. Það er stað- reynd.“ Kvótakerfið komi við sögu Willum Þór hefur trú á því að aukinn hagvöxtur muni gera rík- isvaldinu kleift að veita meira fjár- magni inn í heilbrigðiskerfið á næstu árum. Oddný vill hins vegar breyta skattkerfinu. Segir hún að hægt væri að leggja 15 milljarða aukalega á sjávarútveginn í formi veiðigjalda sem nýta mætti beint til Landspítalans, þá sér hún fyrir sér að lagður verði auðlegðarskattur á eignir fólks sem eigi meira en 200 milljónir króna í hreina eign. Létta þarf álaginu af Landspítala - Samfylkingin leggur áherslu á opinberan heilbrigðisrekstur - Ríkisstjórnin rekur hreina vinstri- stefnu í málaflokknum að mati þingmanns Viðreisnar - Aukið fjármagn til Landspítala sótt í veiðigjöld Dagmál Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins, og Hanna Katrín Friðriksson, þing- maður Viðreisnar, ræða um Landspítalann og heilbrigðiskerfið og áskoranirnar varðandi fjármögnun þess nú þegar tæpur mánuður er til kosninga. Atvinna
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.