Morgunblaðið - 26.08.2021, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 26.08.2021, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 2021 Blautfóður. Fullt af blautfóðri. Fyrir hunda og ketti. Fiskislóð • Bíldshöfði • Smáratorg • Helluhraun • Baldursnes www.gaeludyr.is Unnur Freyja Víðisdóttir unnurfreyja@mbl.is Miðflokkurinn vill skila afgangi úr ríkissjóði til almennings og að hver ríkisborgari fái greitt auðlindagjald á fullveldisdaginn 1. desember ár hvert. Þá leggur flokkurinn einnig til að allir Íslendingar muni eiga rétt á almennum heilbrigðisskimun- um. Þetta kom fram í ræðu Sigmund- ar Davíðs Gunnlaugssonar, for- manns Miðflokksins, á blaðamanna- fundi sem fór fram í Hörpu í gær, þar sem kosningaáherslur flokksins fyrir alþingiskosningar í haust voru kynntar. 10 ný réttindi fyrir Íslendinga „Það sem ég kynni nú felur í sér algerlega nýja nálgun í íslenskum stjórnmálum. Þetta byggist að nokkru leyti á reynslu minni af því hvað þarf til þess að breytingar nái fram að ganga. Því að breytingar, sérstaklega breytingar sem skipta máli, mæta alltaf miklum hindrun- um þannig að það þarf að finna leið- ir til að ryðjast í gegnum þær hindranir,“ sagði Sigmundur í ræðu sinni. „Að nokkru leyti er þetta kannski spurning um að setja stjórnmálin og ríkið í þá stöðu að þurfa að standa sig.“ Kosningaáherslur Miðflokksins bera yfirskriftina „10 ný réttindi – fyrir íslensku þjóðina“ og skiptast í eftirfarandi hluta: betri ríkisrekst- ur, auðlindagjald, heilbrigðisskim- un, eignir, hlutdeild í fjármálakerf- inu, jafnræði gagnvart ríkinu, jafnrétti óháð búsetu, jafn réttur óháð heilsu og aldri, jafnræði í rekstri og tjáningarfrelsi fyrir alla. Sumar áherslurnar snúi að því að endurheimta réttindi sem að ein- hverju leyti hafi glatast en í öllum tilvikum sé um að ræða nýja leið til þess að „tryggja það sem eiga að vera réttindi okkar allra Íslend- inga“ en felur um leið í sér „mjög jákvæða framþróun samfélagsins,“ að sögn Sigmundar. Eitt af því sem Miðflokkurinn leggur til er að allir fullorðnir ís- lenskir ríkisborgarar fái helming af- gangs úr ríkissjóði endurgreiddan til jafns á fullveldisdaginn 1. desem- ber árið á eftir, verði ríkissjóður rekinn með afgangi. Hinum helm- ingnum verði varið í endurgreiðslu skulda ríkissjóðs eða í varasjóð telj- ist það hagkvæmara. „Það skapar hvata fyrir stjórn- málamenn, stofnanir og kerfið að fara vel með skattfé því menn munu þurfa eftir árið að útskýra hvers vegna þeir geta ekki skilað neinu til baka ef þeir standa sig ekki. Ávinn- ingurinn deilist jafnt meðal almenn- ings. Fyrir vikið er þarna kominn sterkur hvati til að minnka báknið. Allir hafa þann sameiginlega hvata ef svo má segja,“ segir Sigmundur. „Þetta hvetur líka almenning til þess að taka þátt í verðmætasköp- un. Allir njóta góðs af þegar fyrir- tækjunum og ríkinu gengur vel. Þetta er hvatakerfi fyrir heila þjóð sem um leið setur stjórnmálamenn í þá stöðu að fara betur með skattfé almennings og auka tekjur ríkisins eins og kostur er því það er auðvit- að hin hliðin á þessu, hin leiðin til að ná afgangi í ríkisrekstri er að auka verðmætasköpun í landinu. Allir munu hafa hag af því þegar það tekst.“ Þá boðar Miðflokkurinn nýja nálgun á gjaldtöku vegna auðlinda sem felur í sér að hver ríkisborgari fái einnig greitt auðlindagjald á full- veldisdaginn 1. desember ár hvert. „Þá eru stjórnvöld komin í þá stöðu að loksins þurfa að klára mál- ið og leysa innheimtuna til þess að standa undir gjaldinu sem er skilað til Íslendinga á fullveldisdaginn og í upphafi jólamánaðar hvers árs,“ segir Sigmundur. „Það er líka mik- ilvægt að fyrirkomulagið verði til þess fallið að auðlindanýting sé áfram hagkvæm. Menn sjái sér hag í því að gera sem mest úr auðlind- inni. Búa til sem mest verðmæti.“ Þetta mun bjarga mannslífum Einnig er það stefna flokksins að tryggja rétt allra landsmanna á al- mennum og reglulegum heilbrigð- isskimunum og leggur flokkurinn til að slíku skimunarferli verði komið á hér hér á landi. Það eigi á endanum að spara peninga fyrir heilbrigðis- kerfið og bjarga mannslífum, að sögn Sigmundar. „Þeir sem eru 40 ára og eldri fái boð á þriggja ára fresti í almenna heilbrigðisskimun. Ef menn telja ástæðu til þá sé hægt að kalla eftir því oftar og þeir sem eru yngri en 40 ára geta þá sóst eftir þessu líka ef sérstakar ástæður kalla á það,“ segir hann. „Þetta hefur forvarn- argildi og hjálpar til við að finna hætturnar. Fyrir vikið verður auð- veldara og ódýrara að takast á við vandamálin þegar þau finnast en það sem skiptir hvað mestu máli er að þetta mun bjarga mannslífum.“ Miðflokkurinn boðar nýja nálgun - Vilja skila afgangi úr ríkissjóði til almennings og að hver ríkisborgari fái greitt auðlindagjald ár hvert - Leggja til að allir Íslendingar, 40 ára og eldri, muni eiga rétt á reglulegum heilbrigðisskimunum Morgunblaðið/Eggert Kosningastefna Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, kynnti kosningastefnu flokksins á blaðamannafundi í Kaldalóni í Hörpu í gær. Tómas Ellert Tómasson, bygg- ingarverkfræðingur og bæjar- fulltrúi í Árborg, hefur verið ráð- inn kosningastjóri Miðflokksins á landsvísu vegna þingkosning- anna 25. september. Í tilkynn- ingu segir að Tómas Ellert hafi yfirgripsmikla þekkingu á mann- virkjagerð ásamt víðtækri reynslu af stjórnsýslunni í gegn- um störf sín sem bæjarfulltrúi og áður verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg. Miðflokknum sé mikill fengur í að fá Tómas Ellert til starfa í kosningabarátt- unni, m.a. vegna vegna þekking- ar hans á mannvirkjagerð og framkvæmdum, sem nýtast muni við uppbyggingu þjóðarleik- vanga. Einnig við gerð sam- göngumannvirkja svo sem Sundabrautar og fleiri verkefni innan og til og frá borginni, og einnig endurreisn Reykjavíkur- flugvallar. Tómas Ellert skipar að auki 2. sæti Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Þá hefur Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, verið ráðin kosningastjóri í Reykjavík. „Frambjóðendur Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum eru afar ánægðir með ráðninguna og eru sannfærðir um að reynsla og slagkraftur Vigdísar muni skila sér í verðskulduðum kosninga- sigri,“ segir í tilkynningu. Ráða kosninga- stjóra í Reykjavík - Tómas Ellert og Vigdís hjá Miðflokki Tómas Ellert Tómasson Vigdís Hauksdóttir 2021 2021 ALÞINGISKOSNINGAR Nú finnur þú það sem þú leitar að á FINNA.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.