Morgunblaðið - 26.08.2021, Qupperneq 34
34 FRÉTTIR
Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 2021
BAKSVIÐ
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Seðlabankinn hækkaði í gær stýri-
vexti sína um 0,25% og eru þeir nú
1,25%. Í yfirlýsingu peningastefnu-
nefndar bankans segir að efnahags-
horfur hafi batnað frá fyrri spá en
horfur eru nú á 4% hagvexti í ár sem
er 0,9 prósentum meiri vöxtur en
spáð var í maí. Þar vegur þungt örari
fjölgun ferðamanna í sumar en gert
var ráð fyrir. Þá hefur atvinnuleysi
hjaðnað meira en spáð var og slakinn
í þjóðarbúskapnum minnkað hraðar.
Í riti Seðlabankans, Peningamál-
um, segir að horfur séu á að verð-
bólga haldist 4% út árið en verði
komin í markmið á seinni hluta
næsta árs, en verðbólgumarkmið
Seðlabankans er 2,5%.
Ísland í ólíkri stöðu
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri
segir í samtali við Morgunblaðið,
spurður að því hvort stýrivaxta-
hækkunin sé mögulega of snemma á
ferðinni eins og greiningaraðilar og
Samtök atvinnulífsins bentu á í gær,
að Ísland sé í ólíkri stöðu en aðrar
þjóðir. „Að mörgu leyti sýndi farald-
urinn fram á ágæti þess að vera með
sjálfstæða peningastefnu og sjálf-
stæða mynt. Við náðum að bregðast
gríðarlega hratt við með kröftugum
hætti þegar faraldurinn hófst. Önnur
ríki gátu ekki brugðist við eins skart
enda mörg hver þá þegar komin með
vexti niður í núll, en okkar vaxtastig
var hærra fyrir þetta átak. Við höfð-
um þetta sjálfstæði til að gera þetta.
Ísland er miklu háðara ferðaþjón-
ustu en eiginlega nokkurt annað land
í Norður-Evrópu og þessir átján
mánuðir sem við höfum haldið vöxt-
um lágum hafa leitt til þess að við
höfum séð efnahagslífið taka veru-
lega við sér á nánast öllum sviðum.
Nú er ferðaþjónustan að koma sterk
til baka og mun styrkjast enn frekar.
Við trúum því líka að þar sem Ísland
er eitt bólusettasta land í heimi þá
muni veiran ekki valda mikið meiri
efnahagslegum truflunum þrátt fyrir
allt. Við teljum það einnig líklegt að
til lengri tíma muni farsóttin treysta
Ísland sem áfangastað því það eru
varla til fleiri lönd þar sem jafn auð-
velt er að halda tveggja metra fjar-
lægð á milli manna,“ segir Ásgeir.
Ekki of hratt um gleðinnar dyr
Allt þetta segir Ásgeir að sé
ástæða þess að bankinn sjái þessi
miklu jákvæðu áhrif. „Og þá verðum
við að bregðast við til að hægja að-
eins á þessu, til að menn fari ekki að
ganga of hratt um gleðinnar dyr.“
Í gær á kynningarfundi bankans
vegna vaxtahækkunarinnar sagði
Ásgeir að hann sæi fyrir sér að fleiri
geirar atvinnulífsins færu að sækja í
sig veðrið eftir því sem fjármögnun
leitaði út á markaðinn. „Stór hluti af
hagnaði í bankakerfinu í faraldrinum
stafar af þeim aðgerðum sem við
gripum til. Nú eru bankarnir í mjög
góðri stöðu til að fjármagna nýtt
hagvaxtarskeið, sem þeir eru líka að
fara að gera. Mögulega mun farsótt-
in verða blessun þegar til lengri tíma
er litið. Ég tel að margt af því sem
við höfum gert muni hafa jákvæð
áhrif inn í framtíðina. Ég sé fram á
að við séum við upphaf nýs framfara-
skeiðs á landinu.“
Kom á óvart
Daníel Svavarsson, forstöðumaður
Hagfræðideildar Landsbankans, tel-
ur vaxtahækkunina ótímabæra.
„Þetta kom svolítið á óvart. Við
spáðum óbreyttum stýrivöxtum
fram eftir haustinu. Mér fannst lík-
legra að sjá hækkun seinna í vetur, í
ljósi þess hve óvissan nú er mikil
vegna faraldursins. Viðbrögð stjórn-
valda í sóttvarnamálum bera þess
merki að verið sé að bregðast við
jafnóðum enda hefur þróun farald-
ursins ítrekað komið á óvart. Efna-
hagsbatinn er því enn afar brothætt-
ur og lítil merki enn um að fyrirtæki
séu almennt farin að ráðast í fjárfest-
ingar að nýju. Þróun útlána við-
skiptabankanna til fyrirtækja bera
þess skýr merki.
Spurður um þá fullyrðingu seðla-
bankastjóra að hvati í kerfinu sé enn
nægur, enda séu raunvextir -2,5%,
segir Daníel að svipað sé uppi á ten-
ingnum í öllum helstu viðskiptalönd-
um Íslands en þar er víðast talsvert í
að vextir verði hækkaðir. Neikvæðir
raunvextir séu ekki einstakir hér á
landi enda ekki óeðlilegt að raun-
vextir séu neikvæðir í kjölfar eins
mesta efnahagssamdráttar sögunn-
ar. „Ofan á lága vexti erlendis eru
gríðarlegar örvunaraðgerðir í gangi
víða, eins og mun virkari inngrip á
skuldabréfamarkaði og þess háttar
sem hefur verið beitt í miklu minni
mæli hér á landi.“
Spurður um mat á frekari vaxta-
hækkunum telur Daníel að 25-50
punkta hækkun sé möguleg fram að
áramótum, að því gefnu að ekki komi
verulegt bakslag í efnahagsbatann.
„Þessar vaxtahækkanir núna
munu bíta mun harðar á almenning
en fyrir faraldurinn þar sem miklu
stærra hlutfall heimila er nú með
óverðtryggð íbúðalán á breytilegum
vöxtum. Þau finna strax fyrir breyt-
ingunni í formi hærri afborgana af
lánum.“
Í Peningamálum segir að útlit sé
fyrir að útflutningur í heild vaxi um
14,7% á þessu ári sem er 3,5% meiri
vöxtur en spáð var í maí. Telur bank-
inn að vöxturinn verði 17% á næsta
ári.
Í ritinu segir að horfur fyrir út-
flutning kísiljárns og eldisfisks hafi
batnað á þessu ári og sömuleiðis ger-
ir bankinn ráð fyrir meiri útflutningi
sjávarafurða vegna hagstæðrar
loðnuvertíðar.
Einnig segir í Peningamálum að
innflutningur vöru og þjónustu hafi
dregist saman um 3,4% milli fjórð-
unga á fyrsta fjórðungi og um 11,3%
milli ára. Útlit sé fyrir að heildar-
innflutningur vaxi um tæplega 12% í
ár. Horfur séu á hægari vexti á
næsta ári.
Seðlabankinn hefur uppfært spá
sína um fjölda ferðamanna til lands-
ins í ár og spáir nú 680 þús. gestum í
stað 660 þúsund. Til og með júlí
komu 185 þús. ferðamenn hingað.
Farsóttin blessun til lengri tíma litið
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Framtíðin „Ég sé fram á að við séum að mörgu leyti við upphaf nýs framfaraskeiðs á landinu,“ segir Ásgeir Jónsson.
Efnahagsspár
» Hagvöxtur 4% á þessu ári.
» 680 þúsund ferðamenn.
» 1,5% viðskiptaafgangur.
» Verðbólga í markmið um
mitt næsta ár.
» Atvinnuleysi 6,5% að með-
altali.
» Þjónustuútflutningur eykst
um 29% á árinu öllu.
» Gengi krónu hækkar á þriðja
fjórðungi.
- Seðlabankinn hækkaði vexti um 0,25% - Slakinn í þjóðarbúskapnum minnkað hraðar - Bankarnir
í góðri stöðu til að fjármagna nýtt hagvaxtarskeið - Ótímabær vaxtahækkun segir greiningaraðili
Notaðir bílar
Meira úrval á
notadir.benni.is
Bílabúð Benna | Krókhálsi 9 | Reykjavík | 590 2035
Birt með fyrirvara um mynda- og textabrengl. * Tökum aðeins 1 bíl uppí hvern nýlegan notaðan bíl. **Forsendur: 7 ára lán hjá Lykli. Útborgun 500.000 kr.
Gamli bíllinn þinn gildir að lágmarki sem 500.000 króna innborgun* í nýlegan og öruggan bíl (sérmerktur á plani). Þinn
gamli þarf aðeins að vera með gilda skoðun og í ökufæru ástandi. Ef þú ert ekki með bíl uppí má alltaf ræða aðra díla.No
ta
ðu
r
u
p
p
í
n
ý
le
ga
n 00.000Við tökum gamla
bílinn uppí á
SsangYongKorandoHlx ‘18, sjálfskiptur,
ekinn 74þús. km.Verð: 3.390.000 kr.
Opel Crossland X Enjoy ‘18, sjálfskiptur,
ekinn 533 þús. km. Verð: 2.490.000 kr.
SsangYong Tivoli Dlx ‘17, sjálfskiptur,
ekinn75 þús. km. Verð: 2.390.000 kr.
591589 800093 800023
Opel Astra Innovation ‘18, sjálfskiptur,
ekinn 76þús. km. Verð: 2.990.000 kr.
800003 4x4
4x4
Verð ....................................... 2.390.000 kr.
Greitt m/notuðum ............... 500.000 kr.
Eftirstöðvar .......................... 1.890.000 kr.
Afborgun á mánuði ............ 28.184 kr.**
26. ágúst 2021
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 127.76
Sterlingspund 175.3
Kanadadalur 101.21
Dönsk króna 20.169
Norsk króna 14.426
Sænsk króna 14.694
Svissn. franki 140.05
Japanskt jen 1.1651
SDR 181.43
Evra 150.0
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 179.6141