Morgunblaðið - 26.08.2021, Side 37

Morgunblaðið - 26.08.2021, Side 37
37 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 2021 Hjólað Litirnir í blómunum á Austurvelli kallast vel á við konu hjólandi fram hjá Alþingi, á bláu hjóli. Eggert Íslendingar hafa í gegnum tíðina átt býsna gott heilbrigð- iskerfi sem byggist á nor- rænni hug- myndafræði, þar sem jafnt aðgengi og þjónusta er leiðarstefið. Bless- unarlega ríkir breið samstaða um að heilbrigðisþjónusta skuli vera aðgengileg fólki óháð efnahag þess. Á vett- vangi stjórnmálanna hefur hins vegar verið tekist á um hvort ríkisrekið kerfi megi eitt veita alla heilbrigðisþjón- ustuna eða hvort fólk eigi líka að hafa aðgang að sjálfstætt starfandi fagaðilum. Þar liggja hinar pólitísku átakalínur í dag, en ekki um það hvort þjónustan eigi að vera greidd af hinu opinbera. Aukin miðstýring í boði ríkisstjórnarinnar Allt undanfarið kjörtímabil hafa ríkisstjórnarflokkarnir þrír rekið markvissa stefnu ríkisrekins kerfis og aukinnar miðstýringar. Sjálfstæðum að- ilum hefur verið gert erfitt fyrir að veita þjónustu, jafnvel þótt um sé að ræða þjónustu sem almenningur þarf sárlega á að halda. Þrengt hefur verið að sjálfstætt starfandi sér- fræðingum svo sem læknum, sjúkraþjálfurum, talmeina- fræðingum o.fl. með þeim af- leiðingum að biðlistar lengjast og lengjast og hægar gengur með nýliðun í fagstéttum. Í byrjun þessa árs voru gerðar breytingar á fyr- irkomulagi og framkvæmd skimunar fyrir krabbameinum í brjóstum og leghálsi. Það verkefni var flutt alfarið frá Krabbameinsfélaginu yfir til hins opinbera með aukinni miðstýringu. Fjölmargar kon- ur hafa ekki fengið nið- urstöður úr skimun mánuðum eftir að skoðun fór fram eftir þessar breytingar. Traustið á þjónustunni hefur hrunið og færri konur virðast mæta í skimun en áður. Skimun er lykilforsenda árangurs í bar- áttunni við krabbamein. Eftir ár af samfelldum hrakförum er ljóst að það mun taka tíma að endurheimta traust kvenna til þessarar heilbrigðisþjón- ustu. Læknar hafa gagnrýnt marga þætti þessa ferlis og þá hafa raddir kvenna í þessari umræðu borið með sér rétt- mætar áhyggjur. Ég lagði í upphafi árs fram tillögu á þingi um að unnin yrði skýrsla um forsendur að baki þeirri ákvörðun að flytja greiningu á leghálssýnum til rannsóknarstofu í Danmörku. Skýrslubeiðnin var samþykkt og ríkisstjórnin hefur nú bakkað með þá ákvörðun. Samkvæmt síðustu fréttum verður það hins vegar ekki gert fyrr en grein- ingar hér á landi verða komnar í góðan farveg. Við þekkjum sömuleiðis þá frá- leitu framkvæmd að bjóða sjúkling- um og aðstand- endum þeirra og skattgreiðendum upp á að senda sjúklinga í lið- skiptaaðgerðir til Svíþjóðar fyrir næstum þrisv- ar sinnum meiri kostnað en ef fólk gæti notið þessarar heil- brigðisþjónustu hér heima. Markmið stjórnvalda virðist einfaldlega að forða fólki frá okkar innlendu sérfræðingum. Einnig þar hefur niðurstaðan orðið sú af hálfu ríkisstjórn- arflokkanna þriggja að betur fari á því að færa þessi verk- efni út fyrir landsteinana. Staðan á Landspítala Staðan á Landspítala hefur orðið þess valdandi að bólusett þjóð býr við töluverðar tak- markanir á daglegu lífi til að tryggja að spítalinn ráði við að sinna öllum þeim verkefnum sem honum ber að sinna. Auka þarf fjármagn til Landspít- alans svo hann standi undir þeim kröfum sem gera á til að- alsjúkrahúss þjóðarinnar sam- hliða því að gera rekstur hans gagnsærri. Ótækt er að tak- markanir á daglegu lífi borg- ara landsins séu þyngri en þörf er á vegna þess að spít- alinn hefur ekki nauðsynlegar bjargir. Sú er staðan í dag. Á sama tíma eru ríkisskuldir vegna heimsfaraldurs og sótt- varnaaðgerða nú yfir 1.000 milljarðar. Það er samfélaginu gríðarlega kostnaðarsamt. Forystumenn ríkisstjórn- arflokkanna virðast staðráðnir í að starfa áfram að loknum kosningum. Atkvæði greitt þessum flokkum þremur felur í sér sömu stefnu í heilbrigð- ismálum. Það mun leiða til þess að formið fremur en inni- haldið ræður för um heilbrigð- isþjónustu. Sú stefna þjónar blindri trú á miðstýringu en horfir fram hjá þörfum þeirra sem nota þjónustuna. Nýtum tækifærin í heilbrigðiskerfinu Íslenskt heilbrigðiskerfi á að vera fyrir notendur og það er jafnréttismál að aðgengi fólks að þeirri þjónustu sé jafnt óháð efnahag. Starfsfólk í heilbrigðiskerfinu er í dag eftirsóttustu starfskraftar heims. Í slíku samkeppn- isumhverfi getur það aldrei þjónað hagsmunum almenn- ings að skerða starfsmögu- leika fagfólks sem starfar hér heima. Slíkt leysir ekki mönn- unarvandann sem forsætis- ráðherra hefur sagt að sé helsti vandi heilbrigðiskerf- isins. Fjármagn til heilbrigð- ismála þarf að byggja á grein- ingu á þörf og kostnaðarmati, þannig að fjármunum hins op- inbera sé varið skynsamlega. Verkefnið fram undan er að nýta tækifærin í heilbrigð- iskerfinu, en það er í þágu not- enda sem og starfsfólks. Og það er í þágu almannahags- muna. Eftir Þorbjörgu S. Gunnlaugs- dóttur » Allt undanfarið kjörtímabil hafa ríkisstjórnarflokk- arnir þrír rekið markvissa stefnu ríkisrekins kerfis og aukinnar mið- stýringar. Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttur Höfundur er þingmaður og oddviti Viðreisnar í Reykja- víkurkjördæmi norður. thorbjorg.s.gunnlaugs- dottir@althingi.is Gefum heil- brigðisþjónust- unni tækifæri Í alþing- iskosningunum 25. september velur þjóðin fulltrúa til að stjórna sameig- inlegum málum sínum næstu fjögur ár. Strax eftir kosningar hefjast þing- menn handa við að mynda ríkisstjórn. Mik- ilvægt er að slík stjórn hafi styrk til að takast á við erfið viðfangsefni og sé nægilega traust til að tryggja stöð- ugleika í stjórnmálum og efnahagsmálum. Íslensk stjórnmál þróast nú með þeim hætti að flokk- um og framboðum fjölgar. Aldrei áður hafa jafnmargir flokkar tilkynnt framboð í að- draganda alþingiskosninga. Nýjustu skoðanakannanir sýna að níu flokkar gætu fengið fulltrúa kjörna í kosn- ingunum. Sjálfstæðisflokk- urinn mælist langstærstur flokka með í kringum 24% fylgi en flestir hinna mælast með 5-14% fylgi. Út frá því er eðlilegt að spurt sé hvort skeið smáflokkakraðaks sé runnið upp í ís- lenskum stjórn- málum. Smáflokkar og smákóngar Ljóst er að slíkt kraðak smáflokka mun ekki auðvelda myndun rík- isstjórnar að loknum kosn- ingum, hvað þá traustrar stjórn- ar, sem tæki á viðfangsefnum næstu ára af festu og ábyrgð. Með eintómum smáflokkum á Alþingi (og smákóngum sem þurfa að fá metnaði sínum fullnægt) verður hvorki hægt að mynda trausta né vel starf- hæfa ríkisstjórn. Upplausn kæmi í stað ábyrgðar. Sjálfstæðisflokkurinn nýt- ur langmests fylgis stjórn- málaflokka samkvæmt áð- urnefndum könnunum og verður því áfram kjölfestan í íslenskum stjórnmálum. Flokkinn vantar þó fleiri at- kvæði ef tryggja á að hann geti komið að myndun þriggja flokka ríkisstjórnar og enn meira afl til að geta myndað tveggja flokka stjórn, sem væri æskilegast. Útilokunarstefna Pírata og Samfylkingar Ekki væri hægt að mynda þriggja flokka ríkisstjórn ef niðurstaða kosninga verður á þessa leið. Jafnvel yrði ein- ungis hægt að mynda fjög- urra flokka stjórn með aðild Sjálfstæðisflokksins. Í þess- um dæmum eru ekki teknar með í reikninginn nýlegar yf- irlýsingar forystumanna Pí- rata og Samfylkingar, sem telja þessa flokka yfir það hafna að vinna með sumum öðrum flokkum í ríkisstjórn. Slík útilokunarstefna mun gera stjórnarmyndun að lokn- um kosningum enn torveldari en ella. Mikilvæg verkefni fram undan Núverandi ríkisstjórn hef- ur unnið að mörgum mik- ilvægum verkefnum með far- sælum hætti. Eftir kosningar þurfa Íslendingar áfram sterka stjórn, sem getur unn- ið samhent að mikilvægum málum eins og endurreisn at- vinnulífsins, bættum lífs- kjörum, aðhaldi í ríkisfjár- málum og umbótum í opinberri þjónustu, ekki síst í heilbrigðisþjónustunni. Skýrir valkostir kjósenda Valkostir kjósenda eru skýrir. Atkvæði greitt Sjálf- stæðisflokknum eykur líkur á að hægt verði að mynda trausta meirihlutastjórn tveggja eða þriggja flokka að loknum kosningum. Í slíku stjórnarsamstarfi mun Sjálf- stæðisflokkurinn beita sér fyrir áframhaldandi stöð- ugleika í efnahagsmálum og sókn í atvinnumálum. Þannig leggjum við frekari grundvöll að aukinni verðmætasköpun, bættum lífskjörum og öflugu velferðarkerfi. Atkvæði greitt öðrum flokkum en Sjálfstæðis- flokknum myndi auka lík- urnar á myndun fimm eða sex flokka vinstristjórnar þar sem hver höndin væri upp á móti annarri. Reynslan sýnir að auknar álögur á almenning eru oft hið eina sem góð sátt næst um hjá slíkum ríkis- stjórnum. Stöðugleiki eða kraðak smáflokka? Eftir Kjartan Magnússon »Mun atkvæði þitt stuðla að myndun traustrar ríkisstjórnar? Kjartan Magnússon Höfundur skipar 4. sæti fram- boðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi nyrðra.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.