Morgunblaðið - 26.08.2021, Page 40

Morgunblaðið - 26.08.2021, Page 40
40 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 2021 ✝ Þóra Kristín Bárðardóttir fæddist á Land- spítalanum 26. ágúst 1986. Hún lést á gjörgæslu- deild Landspít- alans 6. mars 2021. Foreldrar henn- ar eru hjónin Jenný Axelsdóttir, f. 8.7. 1958, d. 29.9. 2016, og Bárður Sig- urgeirsson, f. 13.11. 1955. Seinni kona hans er Linda Björg Árnadóttir, f. 31.1. 1970. Bræður Þóru eru Sigurgeir, f. 8.1. 1988, og Guðmundur Örn, f. 23.7. 1997. Sambýliskona Sig- urgeirs er Harpa Björnsdóttir, f. 15.6. 1993. Sam- býliskona Guð- mundar Arnar er María Lind Bald- ursdóttir, f. 19.3. 1997. Dóttir Sig- urgeirs og Hörpu er Rakel Jenný, f. 13.2. 2021. Eldri dóttir Sigurgeirs er Aníta Eik, f. 20.11. 2014. Útförin fer fram frá Frí- kirkjunni í Hafnarfirði í dag, 26. ágúst 2021, klukkan 15. Hlekk á streymi má finna á: https://www.mbl.is/andlat Elsku Þóra Kristín. Til ham- ingju með 35 ára afmælisdaginn þinn. Þú varst alltaf svo mikið af- mælis- og jólabarn. Í 35 ár hef ég kviðið þessum degi þótt ég hafi vonað að það væri lengra í hann. Banalegan var erfið. Þegar þér leið aðeins betur varstu farin að skipuleggja heim- ferðina. Kvöldið áður en þér versnaði hringdir þú í mig og sagðir: „Ég ætla að setjast fram á stokkinn á morgun og þá kemst ég heim eftir nokkra daga.“ Næsta dag var staðan gjörbreytt. Graftarkýli í ristlinum sprakk út í kviðarholið og ekkert hægt að gera nema bíða eftir því óhjá- kvæmilega. Mikið af fólki kom í heimsókn, þar á meðal litlu frænkurnar þínar, Aníta Eik og Rakel Jenný. Það var falleg stund og mikilvæg fyrir alla. Aníta strauk þér allri og sagði „Þóra ég elska þig“ og þú þreifaðir eftir höndunum á litlu Rakel Jennýju. Fyrstu einkenni komu fram nokkrum mánuðum fyrir andlátið. Gallinn var að þú varst svo stór og mikil að ekkert sneiðmynda- tæki var til á landinu sem gat rannsakað þig. Slík tæki er þó að finna í flestum löndum og nýtast þau líka þeim sem eru með eðli- lega líkamsþyngd. Ég bið þig af- sökunar á þessu fyrir hönd Íslands að ekki var hægt að gera þessa rannsókn og væntanlega fram- kvæma aðgerð í tæka tíð. Jafn- framt vil ég skora á heilbrigðisyf- irvöld að kaupa slíkt tæki. Þú varst ekki nema nokkurra ára þegar þú fórst að missa sjón- ina. Síðan bættust við sjúkdómarn- ir einn af öðrum. Þú varst oft veik og þurftir mikið að liggja á sjúkra- húsum. Þú hafðir þennan frábæra hæfileika að gleyma strax öllum sorgum þegar þér leið aðeins bet- ur. Þá var rokið af stað á tónleika, í búðir og að heimsækja vini. Þann- ig tókst þér að lifa ótrúlega inni- haldsríku lífi þrátt fyrir fötlun þína og sjúkdóma. Þú fluttir ung á sambýli. Þegar Hafnarfjarðarbær tók við rekstri sambýla var byrjað var á því að taka af þér 1,5 stöðugildi sem höfðu fylgt þér frá ríkinu og voru hugsuð til að tryggja þér einstak- lingsmiðaða þjónustu. Skömmu síðar hófst kerfisbundið einelti af starfsmönnum og Félagsmál- stofnun (FS). Þetta skapaði mikla vanlíðan. Í stað þess að styðja, vernda og leiðbeina sigaði FS á þig lögreglunni, sem olli miklu vantrausti. Skýrsla var skrifuð. Skýrsluhöfundi var hótað af FS því niðurstaðan þótti ekki rétt. Þegar upp komst um bolabrögð Félagsmálastofnunar fluttir þú í búsetuúrræði sem rekið var með NPA-formi á Norðurbakka 17. Eftir þetta varð gjörbreyting á lífi þínu. Sjúkrahúsinnlögnum fækkaði og þér leið vel. Úrræðið ráku þær Guðrún Harpa og Mar- grét Hildur, sem hugsuðu um þig sem þú værir þeirra eigin. Starfs- fólkið var eins og vinir þínir. Ský dró fyrir sólu fyrir tveim- ur árum þegar FS reyndi ólög- lega að segja upp samningi við umsýsluaðila. Það kom öllum á óvart að yfirmenn FS, sem eiga að standa vörð um réttindi þín, þekktu ekki lögin um réttindi fatlaðra. Í öllum samskiptum við FS kom fram að stofnunin hafði engan áhuga á þér sem mann- eskju heldur gerði allt til að bola burt þeim einstaklingum sem höfðu hugsað svo vel um þig í áratug. Þetta olli þér auðvitað miklum kvíða: „Pabbi, hvað verð- ur um mig? Verður enginn til að hugsa um mig?“ Á Norðurbakkanum leið þér vel. Þar var komið fram við þig af virðingu og reisn og þú þrosk- aðist í lífsglaða, æðrulausa og yf- irvegaða manneskju með skemmtilegan húmor. Nú er komin lausn, verkir horfnir, engin Félagsmálastofn- un. Ég sé þig fyrir mér, lausa við líkamlega fjötra, leiðandi móður þína einhvers staðar í drauma- landinu. Mikið held ég að þar sé gaman. Kærar þakkir til starfsfólks Landspítala fyrir góða umönnun. Pabbi. Ég var svo ótrúlega heppin að fá að kynnast Þóru Kristínu Bárðardóttur fyrir nokkrum ár- um þegar ég hóf samband við Bárð föður hennar. Þrátt fyrir mikla skerðingu á hreyfigetu náði Þóra að njóta lífs- ins með þrjóskuna og bjartsýnina að vopni. Einlægur áhugi hennar á tónlist gaf lífi hennar mikið inni- hald og hún fór mikið á tónleika. Hún sá meðal annars Justin Bie- ber, Guns and Roses og Ed Sheeran og hún mátti helst alls ekki missa af neinum stórtónleik- um. Margir íslenskir tónlistar- menn voru góðir vinir hennar og komu jafnvel í heimsókn til henn- ar með gítarinn og var þeim mjög vel tekið. Þóra Kristín var mikill húm- oristi og var stutt í hláturinn þrátt fyrir að henni liði oft illa og hefði áhyggjur af framtíð sinni. En þær áhyggjur voru áberandi, sérstak- lega þetta síðasta ár eftir að Fé- lagsmálastofnun Hafnarfjarðar sagði ólöglega upp NPA-úrræð- inu og virtist vilja losna við starfs- fólkið hennar sem hafði sinnt henni svo vel síðustu árin. Hún fékk NPA-úrræðið eftir að fjölskyldan hafði betur í deilum við Hafnarfjarðarbæ sem ekki vildi veita henni þá þjónustu sem honum bar samkvæmt lögum. Hún fékk sína eigin íbúð og gat sjálf stjórnað eigin lífi. Hún hafði starfsfólk sem umgekkst hana með virðingu og skilning á þörf- um hennar. Þetta leiddi til þess að hún þroskaðist mikið og gat í fyrsta skipti notið sín sem mann- eskja. Hún hafði aldrei passað í nein úrræði önnur en þarna leið henni virkilega vel og var með frábært starfsfólk sem voru vinir hennar. Það er erfitt fyrir foreldra og fjölskyldur að eignast fatlað barn. En það getur ekki verið rétt að stór hluti erfiðleikanna felist í því að eiga við félagsmálayfirvöld sem eiga lögum samkvæmt að veita hinum fatlaða þjónustu. Fjölskyldan hefur oftar en einu sinni þurft að ráða lögfræðistofur vegna þess að yfirvöld uppfylltu ekki lögboðnar skyldur varðandi umönnum Þóru eða skort á henni. Ég hef aldrei upplifað aðra eins mannfyrirlitningu, fálæti og al- gera vanhæfni eins og ég sá hjá þeim opinberu starfsmönnum sem áttu að sinna málaflokki fatl- aðra hjá Hafnarfjarðarbæ. Þetta fólk hafði engan áhuga á þessum skjólstæðingum sínum, þekkti ekki lögin varðandi réttindi fatl- aðra og virtist vera með einhverja persónulega rætni gagnvart fjöl- skyldu og starfsfólki Þóru. Gott dæmi um hve lítinn skiln- ing þau höfðu á daglegu lífi fatl- aðra sýndi sig þegar Þóru langaði að kaupa sér bíl svo hún gæti rúntað um bæinn að vild. Hefðu Félagsmálastofnun og Trygg- ingastofnun getað gengið frá mál- um sín á milli til þess að hún fengi bílastyrk. Starfsmaður bæjarins, sem kom að þessu, segir þá við hana „hefurðu heyrt um Ferða- þjónustu fatlaðra“ og taldi sig greinilega vera að segja henni eitthvað sem hún vissi ekki. Þóra hefði orðið 35 ára í dag. Hún bjó á stofnunum og seinna í eigin íbúð frá því að hún var 15 ára. Eina leiðin fyrir hana til að fara á milli staða var með Ferða- þjónustu fatlaðra. Það er ekkert annað í boði. Þarna kom enn og aftur í ljós algert skilnings- og áhugaleysi þessa fólks, sem átti að vinna að því að bæta hennar líf, á málefn- um og raunveruleika fatlaðra. Draumurinn um bílinn sem átti að kaupa fyrir móðurarfinn og bíla- styrk rættist því miður ekki vegna tafa við að afgreiða málið. Það munaði reyndar ekki miklu en bíllinn var kominn til landsins þegar hún dó. Ég er afar þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast Þóru Kristínu. Hún var sterkur per- sónuleiki sem var ekki á því að gefast upp þrátt fyrir að oft blési á móti. Hún kenndi mér margt, ekki síst að vera þakklát fyrir það sem maður hefur og að takast á við framtíðina af bjartsýni og æðruleysi. Ég votta fjölskyldu og vinum samúð mína. Þóru verður sárt saknað. Linda Björg Árnadóttir. Þóra Kristín var ekki bara systir mín heldur vorum við líka mjög góðir vinir og gátum talað saman um allt og ekkert. Þóra var engum lík nema sjálfri sér, hún var ákveðin kona með sterkar skoðanir en mjög hress og kær- leiksrík. Ég hef alltaf verið ótrú- lega stoltur af henni, hvernig hún gat verið jákvæð og bjartsýn sama hvaða erfiðleika hún var að ganga í gegnum. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að vera litli bróðir hennar. Hennar er sárt saknað og minningin mun lifa með mér ævilangt. Guðmundur Örn Bárðarson. Elsku hjartans Þóra mín. Ég vil fá að tala beint til þín, ekki um þig. Þannig voru nefni- lega samskiptin okkar. Endalaus samtöl okkar í millum. Ó hvað við gátum skrafað endalaust, langt fram á nætur ef því var að skipta og hlegið. Þú áttir svo auðvelt með að hlæja og þess vegna var svo gaman að segja þér ýktar sögur af mönnum og málefnum. Bara að þú gætir verið með í þessu samtali okkar. Það var nefnilega svo gaman að spjalla við þig. Vöggugjafirnar þínar voru ekki í samræmi við væntingar. Þú greindist á fyrstu árum ævinnar með hvern sjúkdóminn á fætur öðrum. Þú veltir oft fyrir þér ástæðum þessa og leitaðir oft álits hjá mér um þetta undarlega ferðalag sem lífið er. Manstu Þóra, við vorum á endanum svo innilega sammála um að Guð veldi sér þá sem þyrftu að þjást á þess- ari jörð. Og hann treysti ekki hverjum sem er til þess. Hann treysti ÞÉR. Þú varst sátt við þessa niðurstöðu okkar. Það var svo mikil seigla í þér vinkona, enda dáðust margir að þér. Og svo áttirðu svo góða for- eldra sem voru óþreytandi í bar- áttunni fyrir réttindum þínum allt þitt líf. En þú saknaðir mömmu þinnar og þráðir hana aftur og sú ósk hefur núna ræst. Ég sé ykk- ur, elsku vinkonur mínar, samein- aðar á ný í fögnuði í Sumarland- inu. Það lá þó skuggi yfir síðasta árið sem þú fékkst að lifa. Þú varst búin að eiga átta góð ár eftir að þú gast ráðið til þín það starfs- fólk sem þú valdir. Og sjaldan hefur þér liðið betur en síðan þau tóku við keflinu. Loksins fékkstu að ráða þér sjálf eftir búsetuna á sambýlum sem hentuðu þér ekki. En þér þótti svo vænt um starfs- fólkið þitt á Norðurbakkanum, þar sem þú bjóst í þinni íbúð og varst farin að kalla það fjölskyld- una þína. Enda varstu orðin hluti af þeim. Börnunum þeirra þótti svo vænt um þig og áttu erfitt með að trúa að Þóra væri farin. Og sum þeirra ekki enn búin að átta sig á því. En þá kom „kerfið“ og brást þér, elsku hjartans Þóra mín. Og brá skugga fyrir sólu. Hafnfirska velferðarkerfið fór illa að ráði sínu gagnvart þér og það tók mjög á þig, meir en „kerfið“ grunar. Þar vantaði allan skilning og samúð með þínu hlutskipti. Framkoma kerfisins í þinn garð var beinlínis ljót og mjög ófagleg og olli þér kvíða og vanlíðan. Eins og reynd- ar okkur öllum sem reyndu af mætti að berjast með þér. En manstu Þóra þegar þú gerðir á endanum grín að þessu fólki og vorkenndir því fyrir að vita ekki meira um lífið en raun bar vitni. Og svo veikindin, skyndileg. Og nú var líkaminn þinn ekki sáttur. Hann sem alltaf hafði risið upp aftur. Baráttuþrekið var á enda. Takk fyrir að vera sú sem þú varst, öðruvísi myndi ég ekki vita það sem ég veit í dag, ó hvað ég sakna þín. Elsku pabba þínum og Lindu, Sigga og Gumma, bræðrum þín- um, og fjölskyldum þeirra og Kanthi þinni sendi ég samúðar- kveðjur héðan frá Kanada. Einnnig sendi ég Þóru, ömmu þinni í Neskaupstað, hlýjar kveðj- Þóra Kristín Bárðardóttir ✝ Ingibjörg Er- lingsdóttir (kölluð Imba) fædd- ist í Sandgerði 19. janúar 1938. Hún lést á Heilbrigð- isstofnun Suður- nesja 1. ágúst 2021. Foreldrar hennar voru hjónin Erling- ur Jónsson vél- stjóri, f. 3.4. 1908, d. 24.8. 1957, og Helga Eyþórsdóttir húsmóðir, f. 28.1. 1912, d. 3.12. 1993. Systk- ini Ingibjargar eru: Jóna Mar- grét, f. 1930, d, 2020, Ólafía Þórey, f. 1932, Jón Grétar, f. 1933, d. 1996, Einar Haukur, f. 1934, d. 1935, Lórý, f. 1935, d. 2007. Sjöfn, f. 1949, d. 2012, og fóstursystir Oddný S. Gests- dóttir, f. 1940. Ingibjörg giftist 24.4. 1958 Bjarna Þór Einarssyni, f. 15.3. 1936. Foreldrar hans voru hjón- in Einar Bjarnason formaður og síðar verslunarmaður í Kefla- Bjarni Þór, f. 1989, sambýlis- kona Regina Rourke. e) Jónína Þóra, f. 1989, sambýlismaður Arnar Páli Skúlason, börn þeirra eru: Róbert, f. 2014, óskírð Arnarsdóttir, f. 2021. 3) Erlingur, f. 1959, giftur Ástu Ben Sigurðardóttur, f. 1967, börn þeirra eru: a) María Ben, f. 1988, sambýlismaður Hamid Dicko. Þeirra börn eru Karmelo Þór, f. 2015, og Gabríel Elí, f. 2021. b) Eyjólfur Ben, f. 1993, í sambúð með Glódísi Brá Al- freðsdóttir. c) Dóttir Erlings frá fyrri sambúð: Stefanía Lórý, f. 1980, eiginmaður hennar er Dan Pooley, börn þeirra eru: Óskar, f. 2015, Frímann, f. 2017, og Jóhann, f. 2018. Ingibjörg var fædd og uppal- in í Sandgerði, gekk þar í barnaskóla og tók snemma þátt í atvinnulífinu og starfaði í fisk- vinnslu eins og flestir gerðu á þessum tíma. Starfaði hjá versl- un Varnarliðsins, Navy Exc- hange, við skrifstofustörf. Því næst starfaði hún hjá Íslenskum markaði og síðar Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli þar sem hún lauk sínum starfsferli. Ingibjörg verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju í dag, 26. ágúst 2021, klukkan 13. vík, f. 23.4. 1896, d. 13.7. 1952, og Ást- ríður Sveinbjörg Júlíusdóttir versl- unarkona, f. 10.7. 1910, d. 10.1. 1990. Ingibjörg og Bjarni bjuggu allan sinn búskap í Keflavík og Njarðvík. Börn þeirra eru: 1) Mekkin, f. 1955, gift Magnúsi Matt- híassyni, f. 1952. Börn þeirra eru: a) Ingibjörg Bergmann, f. 1977, gift Kristni D. Grétars- syni. b) Aron Bergmann, f. 1980. c) Stefanía Bergmann, f. 1989. 2) Einar, f. 1957, sam- býliskona Linda Sveinbjörns- dóttir, f. 1969. Þeirra börn eru: a) Sveinbjörn, f. 1995. b) Alma Katrín, f. 1998. Börn Einars frá fyrra hjónabandi eru: c) Ásdís Ragna, f. 1979, gift Stefáni Ragnari Guðjónssyni, börn þeirra eru: Guðjón Pétur, f. 2003, Egill Örn f, 2007. d) Þegar lífshlaupi móður minn- ar er lokið er eins og að það myndist tómarúm, sem ég og fjölskylda mín fyllum af ástkær- um minningum um góða og sterka konu, ástkæra eiginkonu, móður, ömmu og langömmu. Alla okkar ævi höfum við skapað okkur minningar um samveruna með móður minni og eigum við nú í hjarta okkar ómetanlegar minningar um myndarskap hennar og ánægjustundirnar með henni. Hún var ákveðin og vinnusöm til allra verka, hvort sem það var í starfi sínu eða sem húsfrú elskulegs eiginmanns síns. Þá voru öll hennar verk unnin af virðingu og myndar- skap. Það voru einkar ánægju- legar jólaveislurnar þegar við fjölskyldan komum saman á Faxabrautinni á jóladag. Þar voru miklar kræsingar á borðum og ánægjustundir. Mamma var dugleg, ákveðin og góður vinur og nutum við börn hennar og barnabörn góðs af reynslu hennar, góðmennsku og verklagni. Ganga Ingibjargar Erlings- dóttur hér á jörð og sporin sem hún skildi eftir í hjörtum þeirra sem hana þekktu er sannarlega í anda kristinnar trúar. Nú þegar lífi er lokið fyllist hjarta mitt þakklæti vegna allra þeirra stunda sem ég og fjölskylda mín áttum með móður minni. Mamma var alltaf boðin og búin að hjálpa öðrum og vinnufélagar upplifðu náungakærleika hennar og vinarþel á erfiðum stundum. Ó, hvað þú, Guð, ert góður, þín gæska’ og miskunn aldrei dvín. Frá lífi minnar móður var mér æ nálæg aðstoð þín. Mig ávallt annast hefur og allt mitt blessað ráð, og mér allt gott æ gefur, ó, Guð, þín föðurnáð. Það mér úr minni’ ei líði, svo mikli’ eg nafnið þitt og þér af hjarta hlýði, þú hjartans athvarf mitt. (Páll Jónsson) Pabbi sér á bak lífsförunaut sínum til 68 ára, missir hans er mikill, en mamma þarf ekki að hafa áhyggjur því hann er í góð- um höndum hjá fjölskyldunni. Við fjölskyldan vissum alltaf að við vorum það dýrmætasta sem hún mamma átti og fyrir það er ég óendanlega þakklátur. Blessuð sé minning þín. Erlingur Bjarnason og fjölskylda. Elsku amma Imba. Við þökk- um þér fyrir allar þær fallegu minningar sem við eigum um þig. Þú gafst okkur svo margt sem við erum þakklátar fyrir. Þú varst einstök kona með hjarta úr gulli og okkur mikil fyrirmynd í lífinu. Þín verður sárt saknað. Þú varst okkur amma svo undur góð og eftirlést okkur dýran sjóð, með bænum og blessun þinni. Í barnsins hjarta var sæði sáð, er síðan blómgast af Drottins náð, sá ávöxtur geymist inni. Við allt viljum þakka amma mín, indælu og blíðu faðmlög þín, þú vafðir oss vina armi. Hjá vanga þínum var frið að fá þá féllu tárin af votri brá, við brostum hjá þínum barmi. Við kveðjum þig elsku amma mín, í upphæðum blessuð sólin skín, þar englar þér vaka yfir. Með kærleika ert þú kvödd í dag, Því komið er undir sólarlag, En minninga ljós þitt lifir. Leiddu svo ömmu góði guð í gleðinnar sælu lífsfögnuð, við minningu munum geyma. Sofðu svo amma sætt og rótt, við segjum af hjarta góða nótt. Það harma þig allir heima. (Halldór Jónsson) Hvíl í fríði elsku amma. Ingibjörg, Ásdís Ragna, Stefanía Lórý, María Ben og Stefanía. Mér langar með fáeinum orð- um að fá að minnast fyrrverandi tengdamóður minnar, Ingibjarg- ar Erlingsdóttur. Ég kom til Imbu minnar, eins og ég kallaði hana alltaf, 15 ára gömul, frá fyrsta degi urðum við vinkonur. Ég var gift Einari syni hennar og Bjarna, við Ein- ar skildum og eigum tvö ynd- isleg börn saman Ásdísi Rögnu og Bjarna Þór, sem eru mín gæfa í lífinu. Samskipti mín við Imbu og Bjarna voru alltaf með miklum kærleik enda ekki hægt að skilja við þau og við Einar alltaf góðir mátar samt sem áður. Imba var yndisleg manneskja hjartagóð og hlý og okkar á milli ríkti mikill kærleikur. Í seinni tíð þótti okkur Óskari eigin- manni mínum vænt um þegar þau kíktu í kaffi þegar þau tóku ísrúnt. Ég vil fá að þakka Imbu minni fyrir samfylgdina, tryggð- ina og okkar skemmtilegu stundir í gegnum tíðina. Ynd- isleg kona er farin og minning- arnar eru dýrmætar sem ég geymi í hjarta mínu. Öllum aðstandendum votta ég mína dýpstu samúð. Þín Helga Ragnars. Ingibjörg Erlingsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.