Morgunblaðið - 26.08.2021, Side 42

Morgunblaðið - 26.08.2021, Side 42
42 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 2021 ✝ Sigtryggur Sveinn Braga- son fæddist á Akureyri 30. júlí 1943. Hann lést á Hjúkrunarheim- ilinu Mörk 18. ágúst 2021. For- eldrar hans voru Ragnheiður Val- gerður Sveins- dóttir, f. 13.6. 1915, d. 26.12. 1999, og Bragi Eiríksson, f. 29.6. 1915, d. 24.4. 1999. Bræður Sigtryggs eru: Böðv- ar, f. 4.10. 1938, Eiríkur, f. 7.3. 1949, d. 21.7. 1954, og Jóhann, f. 3.4. 1955. Sigtryggur kvæntist El- ísabetu Jóhannsdóttur, f. 30.3. 1945, hinn 12.9. 1964. For- eldrar hennar voru Ingibjörg 1976, gift Niclas Jessen, f. 16.4. 1975. Synir þeirra eru Nói Nic- lasson Jessen, f. 9.12. 2007, og Leó Niclasson Jessen, f. 13.5. 2010. Sigtryggur ólst upp á Ak- ureyri til 10 ár aldurs, en þá fluttist fjölskyldan búferlum til Reykjavíkur. Bjó hann lengst af í Reykjavík en einnig 17 ár á Akranesi, auk náms- og starfs- dvala í Noregi og Englandi. Sigtryggur tók stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykja- vík, útskrifaðist sem tækni- fræðingur frá Bergen Tekniske Skole og verkfræðingur frá University of Newcastle Upon Tyne. Sigtryggur starfaði m.a. við Iðnskólann í Reykjavík, hjá verktakafyrirtækinu Að- albraut, Dráttarvélum hf. og frá 1981 til starfsloka hjá Ís- lenska járnblendifélaginu á Grundartanga. Einnig fékkst hann við leiðsögn laxveiði- manna. Útför Sigtryggs verður gerð frá Fossvogskirkju í dag, 26. ágúst 2021, klukkan 15. Helgadóttir og Jó- hann Kr. Sæ- mundsson, sem bæði eru látin. Dætur Sig- tryggs og Elísabet- ar eru: 1) Ragn- heiður Valgerður, f. 25.3. 1971, gift Ágústi Loftssyni, f. 2.6. 1965. Synir þeirra eru Vil- hjálmur Sveinn (faðir hans er Guðmundur Þ. Sigurðsson), f. 8.8. 1991, í sam- búð með Karítas Eldeyjar- dóttur, Kjartan Bragi, f. 15.12. 1997, og Loftur Andri, f. 29.1. 2000. Börn Vilhjálms eru Rúrik Jökull, f. 16.11. 2013, og Dag- björt Elfa, f. 14.7. 2016 (móðir þeirra er Sjöfn Guðlaugs- dóttir). 2) Ingibjörg, f. 30.3. Í dag kveð ég gamlan bekkj- arbróður, vinnufélaga og vin, Sigtrygg Bragason. Kynnin hófust í Gagnfræða- skólanum við Hringbraut haustið 1956. Ég minnist hans sem afburðanámsmanns og fyr- irmyndarnemanda sem var höfðinu hærri en flestir skóla- bræður hans. Eftir tvö ár í skólanum rofnuðu tengslin en um 25 árum síðar lágu leiðir saman á ný, er ég hóf störf hjá Íslenska járnblendifélaginu á Grundartanga. Eftir skamma stund á skrifstofunni sem ég hafði fengið til afnota birtist framleiðslustjórinn, Sigtrygg- ur, í gættinni til að heilsa upp á gamlan bekkjarbróður. Saman unnum við hjá þessu fyrirtæki nær óslitið um 25 ára skeið, eða allt þar til Sigtrygg- ur neyddist til að láta af störf- um vegna þeirra veikinda sem hægt og sígandi áttu eftir að umturna lífi hans Sigtryggur var afar vel lát- inn meðal samstarfsmanna, ekki síst þeirra sem voru, eða verið höfðu, svo lánsamir að vinna undir hans stjórn. Hann var skipulagður, réttsýnn, hreinskiptinn og glöggur grein- andi, félagslyndur og spaug- samur, alltaf tilbúinn til að taka þátt í samkomum starfsmanna og árlegum menningarferðum, þar sem séntilmaðurinn Sig- tryggur klæddist gjarnan að hætti breskra, í tvídjakka með hálsklút og sixpensara á höfði. Þá er mörgum enn minnisstætt þegar hann á árshátíð brá sér í gervi Sandy, í kvikmyndinni Grease, og dansaði með miklum tilþrifum heimatilbúinn dans við lagið Greased Lightning. Orðnir ellilífeyrisþegar kom- umst við félagarnir að því að við áttum sameiginlegt áhuga- mál, gönguferðir. Við komum okkur því saman um að hittast vikulega í Elliðaárdalnum, og á meðan heilsa hans leyfði örk- uðum við nokkuð reglulega um borgarlandið þvert og endi- langt, með hundinn Hróa til halds og trausts, stöku sinnum um Hólmsheiðina og Heið- mörkina þó svo að oftast hafi leiðin legið um Fossvogsdalinn og Elliðaárdalinn. í Fossvogs- dal var hann á heimavelli, þekkti þar marga sem hann hafði kynnst á tíðum göngum sínum um dalinn og tók þá jafnan tali. Síðar bættist annar fyrrverandi vinnufélagi í hóp- inn, Helgi Þórhallsson. Sigtryggur var göngugarpur mikill; stórstígur, með göngu- staf í hvorri hendi, þrammaði hann taktfast áfram, teinréttur og bar höfuðið hátt. Flestir sem við mættum höfðu vit á að víkja í tæka tíð. Í þessum gönguferðum okk- ar og yfir kaffibolla að göngu lokinni var margt spjallað og gamlar minningar rifjaðar upp, þótt margt væri fallið í gleymsku. Sjálfsagt tóku sam- tölin stundum á sig skondna mynd eins og gengur, þegar einn minnisskertur og annar heyrnarskertur eiga í hlut. En það var aukaatriði. Félagsskap- urinn var fyrir öllu. Þessi kæri vinur er nú farinn í sína hinstu göngu, léttur í spori, laus við þær byrðar sem veikindin lögðu á hann, veikindi sem hann barðist ótrauður gegn, en báru hann ofurliði að lokum. Það var hins vegar lán hans að eiga eiginkonu sem með aðdáunarverðu æðruleysi tókst á við öll þau vandamál sem óhjákvæmilega fylgja lang- varandi veikindum. Hún var stoð hans og stytta í hvívetna. Henni og fjölskyldunni allri votta ég mína dýpstu samúð. Guttormur Ólafsson. Mig langar til að minnast Sigtryggs Bragasonar, vinnu- félaga og vinar til áratuga. Minningar frá járnblendiverk- smiðjunni á Grundartanga hrannast upp. Ofarlega í huga eru uppákomurnar: Skautbrot, blautbrot, rauðglóandi málmur sem braut sér leið í gegnum ofnsbotninn. Þá reyndi á sam- heldni starfsfólksins. Sigtrygg- ur var framleiðslustjóri og haggaðist ekki, hélt ró sinni hvað sem á gekk. Þarna komu í ljós skipulagshæfileikarnir sem hann bjó yfir í ríkum mæli. Þegar Sumitomo eignaðist hlut í Járnblendifélaginu vorum við Sigtryggur sendir til Jap- ans. Tilgangur fararinnar var að sanna fyrir viðskiptavinum Sumitomo að á Íslandi byggju ekki barbarar. Sigtryggur ávann sér traust allra, hár og myndarlegur, rólegur og yfir- vegaður og talaði góða ensku, lærður vélaverkfræðingur frá Englandi. Hann var matgæð- ingur og í hverri nýrri borg spurðist hann fyrir um áhuga- verða matsölustaði. Þegar Elkem hafði tekið yfir verksmiðjur Union Carbide fengum við tækifæri til að fara til Bandaríkjanna og kynna okkur reksturinn þar. Við sáum að ofnarnir og umfram allt raf- skautin þoldu hærri straum en Elkem hafði fyrirskrifað. Þegar við fluttum þessa þekkingu heim var gott að eiga tryggan bandamann í Sigtryggi. Í fram- haldinu unnum við í góðri sam- vinnu við aðra starfsmenn að verkefnunum Hærra álag og Betri nýting. Sigtryggi var ótal margt til lista lagt. Á einum flugvellinum dró hann nál og tvinna úr pússi sínu og saumaði á mig tölu sem hafði losnað á jakkanum. Hann var líka áhugamaður um bíla og keypti bílablöð. Kunni góð skil á öllum vélum. Seinna tók hann við sem stjórnandi viðhalds- deildar á Grundartanga og nokkru síðar unnum við saman að hönnun á ofni 3. Leið okkar lá víða til að skoða búnað og tól. Báðir héldum við síðan til Elkem í Noregi. Eftir ársdvöl þar sneri ég sjálfur aftur heim. Þá var verið að keyra upp nýja ofninn og tók eitt vandamálið við af öðru. Ég tók að mér að vera fram- leiðslustjóri í hundrað daga og tókst að fá Sigtrygg til að hafa hönd í bagga með ofni 3. Það var mikill fengur að fá mann sem allir í verksmiðjunni treystu og báru virðingu fyrir; mann með vigt. Það jók mönn- um bjartsýni og leiðin gat að- eins legið upp á við. Þetta er einn skemmtilegasta tími sem ég hef lifað. Eftir að ég var hættur störf- um hjá Elkem var ég fenginn til að keyra upp ofn 1 eftir gagngerar endurbætur og við- hald. Slík uppkeyrsla á ofni með nýrri fóðringu er vanda- söm og ég hugði gott til glóð- arinnar hvað samstarf við Sig- trygg varðaði. En nú var Bleik brugðið. Sigtryggur hafði verið greindur með byrjunina á alzheimer. Hann tók þeim vanda þó með sömu festu og öðrum. Þegar við hittumst með konum okkur gátum við talað um járnblendi, endalaust, og árin okkar sam- an. Þar var engu gleymt. Svo kom Covid. Ég var svo heppinn að eiga leið á bráðadeildina á sama tíma og Sigtryggur. Þar lá hann og tók brosandi á móti mér. Þannig mun ég minnast hans. Ellu, Ragnheiði, Ingibjörgu og allri fjölskyldunni færum við Kristín innilegar samúðar- kveðjur. Meira á: https://mbl.is/andlat Jón Hálfdanarson. Höfðinglegur, traustur, skemmtilegur, kurteis og ljúf- menni eru nokkur þau orð sem lýsa Sigtryggi, kærum vini og félaga sem nú er til moldar borinn. Návist við Sigtrygg og konu hans, Elísabetu, var ávallt mannbætandi og ánægjuleg. Kynnum okkar bar fyrst saman fyrir rúmum fjörutíu ár- um í Tækniskóla Íslands á fyrsta starfsári skólans. Þá var einungis fyrsti bekkur kenndur þar og þurfti síðan að ljúka námi erlendis. Örlögin höguðu því þannig að við fórum til Bergen ásamt hópi ungra og vaskra manna. Þar tókst með okkur öllum einstök vinátta sem haldist hefur alla tíð síðan. Við höfum hist á nokkurra ára fresti og árið 2008 fórum við í ógleymanlega hópferð til Berg- en í tilefni af 40 ára útskrift- arafmæli okkar. Okkur var ein- staklega vel tekið af forsvarsmönnum skólans og gömlum skólasystkinum. Sigtryggur var mikill göngu- maður og á seinni árum gekk hann oft eftir hitaveitustokkn- um í Bústaðahverfi þar sem ég hitti hann stundum, enda ná- býlingar. Þrátt fyrir versnandi heilsu var jafnan stutt í gam- ansemina og við mig lýsti hann helst áhyggjum sínum af El- ísabetu, að þurfa að umbera sig, jafn gleyminn og hann væri orðinn. Eftir mjög langt stríð hefur sjúkdómurinn nú lagt þennan góða dreng að velli. Fyrir hönd skólafélaganna sendi ég Elísabetu og fjöl- skyldu innilegustu samúðar- kveðjur. Björn Viggósson. Árið 1963 kom elsku Sig- tryggur okkar inn í stórfjöl- skylduna eftir að hann og Ella frænka felldu hugi saman á bökkum Haffjarðarár á Mýr- um. Mamma mín Svanborg, föðursystir Ellu, var þá að elda ofan í mannskapinn á Shell við Suðurlandsbraut. Líkaði körl- unum svo vel að þeir báðu mömmu að útvega stúlku í veiðihúsið við Hítará. Ella var í uppáhaldi hjá mömmu og fékk hún hana til að drífa sig. Sigtryggur vann við að leið- segja laxveiðiköllum sem þarna voru við veiðar. Fljótlega barst bréf að heimili Jóa frænda og Ingu má. Þar biður Ella um að sér sé sent ýmislegt smálegt, klútar og betri föt, en Dóra litla systir Ellu ætti að fara niður í Bankastræti í snyrti- vörubúðina Stellu og kaupa Innoxa-púður. Þetta þóttu tíðindi því það var Sigrún, næstelsta systirin, sem puntaði sig mest og kvað svo rammt að því að Sigrún lét Sæma bróður sinn ganga aftur á bak fyrir framan sig með spegil á leið þeirra í Laugar- nesskólann, svo hún gæti tú- berað sig betur á leiðinni. Við Dóra, tólf og þrettán þegar þetta var, fórum í Stellu í Bankastræti eftir snyrtivör- unum og ræddum mikið um að eitthvað hlyti að vera á seyði. Um haustið birtist svo Sig- tryggur himnalengja með út- stæð eyru, prins af Melhagan- um, við hlið Ellu sinnar og er skemmst frá því að segja að þau trúlofuðu sig á nýársnótt, giftu sig árið eftir og hafa verið saman allar götur síðan. Stórfjölskylda Ellu tók strax ástfóstri við Sigtrygg og Mel- haginn tók Ellu fagnandi. Sigtryggur var fyrst og fremst góður og gegnheill, vel- viljaður, hlýr og hjálpsamur, greindur, fyndinn og útsjónar- samur, örlátur, geðgóður og greiðvikinn, sveigjanlegur, seigur, vinnusamur, göngu- garpur og jazzunnandi mikill. Hann var eldklár og skjótur að greina andstæður í þjóðmálum ef hann nennti að ræða þau. „Æ, þetta er nú meiri vitleysan þessi pólitík,“ bætti hann svo við. Enginn í stórfjölskyldunni hefur flutt búferlum eftir að Sigtryggur kom til sögunnar án þess að hann bæri þyngstu kassana með bros á vör. Öll systkini og systkinabörn hans og Ellu hafa á ýmsan hátt notið örlætis og umhyggju þeirra í stóru og smáu, allt frá redd- ingum upp í vetursetur. Mér hefur Sigtryggur reynst sem hinn besti bróðir. T.d. kvæntist Bjarni minn Mörtu sinni með litlum fyrirvara sumarið 2013 á Stað í Steingrímsfirði, þar sem Ella fæddist 1945 og þaðan sem föðurfólk hennar og móðurfólk mitt er ættað. Ekki var til set- unnar boðið og við Svanborg dóttir mín og krakkarnir vorum bíllaus. Þá hringir Sigtryggur og segir: „Berta mín, taktu bara bílinn hjá mér, þú ert í fjölskyldunni. Bíll er bara blikk.“ Þetta þótti okkur mjög vænt um. Veisluhöldin, skrafið og spaugið yfir kaffibollunum hjá Ellu og Sigtryggi gerir lífs- hlaup okkar í stórfjölskyldunni miklu litríkara. Ella, ættingjar og vinir voru í fyrsta sæti í frí- tíma Sigtryggs, svo kom jazz- inn og veiðin. Samúðarkveðjur og þakklæti til allra sem þekktu Sigtrygg bæði fyrir og eftir veikindin. Þeir spila örugglega Miles Dav- is þegar Sigtryggur gengur inn um Gullna hliðið. Elísabet Berta Bjarnadóttir Valen. Sigtryggur Sveinn Bragason Harpa Heimisdóttir s. 842 0204 Brynja Gunnarsdóttir s. 821 2045 Kirkjulundur 19 | 210 Garðabær s. 842 0204 | www.harpautfor.is Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR KRISTJÁNSSON verkstjóri, sem lést þriðjudaginn 17. ágúst, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju föstudaginn 27. ágúst klukkan 11. Blóm og kransar vinsamlegast afþökkuð. Þeim sem vilja minnast hans er bent á styrktarsjóð Ljóssins, reikn. 0130-26-410520, kt. 5904060740. Jónína H. Eiríksdóttir Anna Sigríður Sigurðardóttir Tryggvi Þormóðsson Aðalheiður St. Sigurðardóttir Guðmundur Lárusson Eiríkur Sigurðsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkæri faðir minn, afi og bróðir, FRIÐRIK FRIÐRIKSSON sjómaður, Aflagranda 40, lést 19. ágúst á hjúkrunarheimili Hrafnistu við Sléttuveg. Jarðsungið verður frá Útskálakirkju í Garði þriðjudaginn 31. ágúst klukkan 15. Streymt verður frá útförinni á slóðinni https://www.facebook.com/groups/fridrik. Einnig er hægt að sjá streymið á mbl.is/andlat. Hanna Rut Friðriksdóttir Guðbjörg Friðriksdóttir og barnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR JÓHANN JÓHANNSSON frá Ísafirði, lést í faðmi fjölskyldunnar fimmtudaginn 19. ágúst á hjúkrunarheimilinu Eir. Útför hans fer fram frá Grafarvogskirkju föstudaginn 3. september klukkan 10. Minningarorð verða birt að kvöldi útfarardags, bæði texti og hljóðupptaka, á vefsíðunni: ornbardur.com. Sérstakar þakkir fær starfsfólk deildar 2 suður á Eir fyrir hlýja og góða umönnun. Sæunn Sigríður Sigurjónsdóttir Sigurjón Jóhann Sigurðsson Oddný Bára Birgisdóttir Sigurða Sigurðardóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.