Morgunblaðið - 26.08.2021, Page 48

Morgunblaðið - 26.08.2021, Page 48
48 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 2021 Langar þig að starfa þar sem hlutirnir gerast? Skrifstofa Alþingis leitar að jákvæðum og þjónustu- liprum einstaklingum í stöður þingvarða á rekstrar- og þjónustusviði skrifstofunnar. Verkefni sviðsins eru m.a. rekstur húsnæðis, umsjón öryggismála og tæknivinna við útsendingar þingfunda ásamt almennri +;81),*) (!/ +!1"2$11 0" ,*4.#,#89:5 '*7.61 $.) fjölbreytt og vinnustaðurinn lifandi og skemmtilegur. &2 *(7 ,*7/)"!9%! $. 4/ .3/45 -114/ ,*4.6/ $. )11!/ á dagvöktum, milli kl. 8 og 20, og hitt er unnið á næturvöktum, milli kl. 20 og 8. Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem forseti Alþingis og Félag starfsmanna Alþingis hafa gert. Tekið er mið af jafnréttisáætlun skrifstofu Alþingis við ráðningar. ,.(( J* '4 O :J:3'4 *<=383:M*6J*& >**MG +4).63 )6M5 ;$5:7M ;J*85)6*< <)M4( 6$3383:M*L*"& NM* )J4 '4)D67M3K8 rökstyður umsókn sína og lýsir hæfni sinni til starfsins. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um *<=383:' 58::'* ;$*8*G +4).638* '4 )(M*&= :85KM O )J% mánuði frá auglýsingu þessari. Nánari upplýsingar á starfatorg.is Starfshlutfall er 100% +4).63M*;*J)('* J* (85 2: 4J= BEG/GCFCE Frekari upplýsingar um starfið • Þjónusta við þingmenn og starfsfólk • Öryggisgæsla • Tæknivinna við útsendingu þingfunda • Eftirlit með húsnæði þingsins • +(M3'49M5K 2: J;(8*58( 4J= )6*<383:'4 • Móttaka gesta, símsvörun og leiðsögn um þinghúsið • Önnur verkefni • Stúdentspróf, iðnmenntun eða sambærileg menntun • @M*6(D6 )(M*;)*J$3)5M )J4 3?(8)( O )(M*& • Mjög góð tölvu- og tæknikunnátta • Færni og lipurð í mannlegum samskiptum • Háttvísi og rík þjónustulund • Góð íslenskukunnátta • Góð tungumálakunnátta, einkum í ensku og Norðurlandamálum Helstu verkefni og ábyrgð Hæfnikröfur Nánari upplýsingar veitir: !4M* -*3 AM'6))23 H 10B F1FF I 24M*9#M5(983:8G8) gildi skrifstofu alþingis eru framsækni | virðing | fagmennskaÞverholt 2 I Mosfellsbær 270 I Sími 525 6700 I mos.is Umsóknarfrestur er til og með 29. ágúst 2021. Sækja skal um starfið á ráðningarvef Mosfellsbæjar, www.mos.is/storf. Umsóknum skal fylgja starfsferilsskrá og kynningarbréf sem greinir frá reynslu, menntun og fyrri störfum ásamt rökstuðningi fyrir hæfni í starfið. Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigurbjörg Fjölnisdóttir framkvæmdarstjóri sigurbjorgf@mos.is eða Guðrún Marínósdóttir stjórnandi barnaverndar gudrunmar@mos.is. Um framtíðarstarf er að ræða. Öllum umsóknum verður svarað. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands ísl. Sveitarfél. og viðkomandi stéttarfélags. Við ráðum í öll störf óháð kyni. Félagsráðgjafi í barnavernd Mosfellsbæjar MOSFELLSBÆR AUGLÝSIR EFTIR FÉLAGSRÁÐGJAFA Í BARNARVERNDMOSFELLSBÆJAR Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar auglýsir stöðu félagsráðgjafa í barnavernd lausa til umsóknar. Helstu verkefni eru meðferð og vinnsla barnaverndarmála og eftirfylgd þeirra auk þess að ganga bakvaktir í málum er varða heimilisofbeldi sem og barnavernd. Félagsráðgjafi stuðlar að góðu samstarfi við lykil samstarfsaðila barnaverndar, þarf að vera opinn fyrir nýjungum í starfi og tilbúinn að taka þátt í uppbyggingu barnaverndarstarfs í Mosfellsbæ. Starfsmaðurinn er viðbót við þann öfluga hóp sem nú þegar starfar hjá fjölskyldusviði. Mosfellsbær er öflugt og framsækið sveitarfélag þar sem gildin virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja eru leiðarljós starfsmanna í daglegu starfi. Menntunar- og hæfnikröfur: ! Starfsréttindi í félagsráðgjöf er skilyrði ! Meistarapróf í félagsráðgjöf er kostur ! Þekking á og reynsla af barnaverndarstarfi er skilyrði ! Þekking á og reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur ! Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum er skilyrði ! Góð alhliða tölvukunnátta er skilyrði ! Þekking á OneCrm er kostur ! Sjálfstæði, samviskusemi og nákvæmni í vinnubrögðum er skilyrði ! Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku er skilyrði Hæstiréttur Íslands Aðstoðarmaður dómara Við Hæstarétt er laust til umsóknar starf aðstoðarmanns dómara. Um er að ræða fullt starf en aðstoðarmenn heyra undir skrifstofustjóra réttarins. Starfskjör fara eftir kjarasamningi. Leitað er eftir hæfileikaríkum og kraftmiklum lögfræðingi sem hefur öðlast nokkra starfs- reynslu. Starfið krefst færni við að greina lögfræðileg álitaefni og sjálfstæðis og nákvæmni í vinnubrögðum. Framundan í starfi réttarins er aukin áhersla á stafræna vinnslu og breytingar er lúta að tæknimálum en aðstoðarmenn réttarins munu taka þátt í þeirri þróun. Helstu verkefni: • Aðstoð við meðferð mála sem skotið er til réttarins • Birting dóma og tilkynningar til aðila • Aðstoð við meðferð beiðna um heimild til að skjóta málum til réttarins • Samskipti við lögmenn • Móttaka gesta og kynning á starfsemi og húsakynnum réttarins Menntunar- og hæfniskröfur: • Grunn- og meistaranám í lögfræði • Að lágmarki tveggja ára starfsreynsla á sviði lögfræði • Haldgóð þekking í réttarfari • Mjög góð færni í að tala og rita íslensku • Gott vald á ensku og einu Norðurlandamáli • Sjálfstæði í vinnubrögðum og lipurð í mannlegum samskiptum • Góð tölvu- og tækniþekking Með umsókn skal fylgja ítarleg starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðum umsóknar og hvernig viðkomandi fullnægir fyrrgreindum hæfniskröfum. Nánari upplýsingar veitir Ólöf Finnsdóttir skrifstofustjóri Hæstaréttar, olof.finnsdottir@haestirettur.is. Umsóknarfrestur er til og með 6. september 2021 og skulu umsóknir berast á netfangið haestirettur@haestirettur.is. Stefnt er að því að ráða í starfið frá 1. október 2021. Umsóknir um starfið gilda í sex mánuði frá birtingu auglýsingar. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Aðstoðarmaður tannlæknis Tannlæknastofa Grafarvogs, sem staðsett er í Hverafold 1-3, Reykjavík, óskar eftir að ráða aðstoðarmann eða tanntækni í 100% starf. Kostur er að viðkomandi hafi lokið tanntæknanámi en önnur starfsreynsla við þjónustu sem reynir á lipurð, frumkvæði, mannleg samskipti og vandvirkni er einnig mikils metin. Æskilegt er að geta hafið störf sem fyrst eða eftir nánari samkomlagi. Þau sem hafa áhuga á þessu starfi eru vinsam- legast beðin um að senda upplýsingar um sig og meðmæli á netfangið auglysing999@gmail.com fyrir 10. september nk. Fullum trúnaði er heitið um allar umsóknir og upp- lýsingar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.