Morgunblaðið - 26.08.2021, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 26.08.2021, Qupperneq 54
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 2021 Sími 557 8866 | www.kjotsmidjan.is | Fossháls 27, 110 Reykjavík Opnunartími 8:00-16:30 Veitingamenn athugið! Við sérhæfum okkur í þjónustu fyrir veitingahús Dásamleg holl möndlukókos- smyrja með döðlum 1 poki MUNA-möndlur 35 g eða 1 dl MUNA-kókosmjöl 7 stk. MUNA-döðlur 1 tsk. gróft salt 1 msk. MUNA-kókosolía, lyktar- og bragðlaus (má sleppa) 1 dós kókosmjólk Aðferð Byrjið á að setja möndlurnar í matvinnsluvél og mala þar til þær eru orðnar að fínu dufti. Bætið þá kókosmjöli og kókos- olíu út í ásamt salti og haldið áfram að mala þar til verður mjög fínt duft. Klippið þá döðlurnar út á og setjið aftur í gang þar til verður að þykkum massa. Bætið þá þykka laginu ofan af kókosmjólkinni út á og maukið þar til verður að þykkum massa sem líkist hummus. Ég notaði svo þunna lagið af kókosmjólkinni til að þynna massann en þið metið hversu þykka þið viljið hafa smyrjuna. Ég notaði næstum alla dósina af kók- osmjólkinni og mín smyrja líktist mest þykkum hummus. Geymist í kæli allt upp í viku til 10 daga. Æðislegir og einfaldir sítrónu- kókosorkuboltar 1 poki eða 200 g MUNA-kasjúhnetur ½ poki eða 100 g MUNA-kókosmjöl Börkur af 2 sítrónum (raspið bara gula lagið ekki fara ofan í hvíta) safi úr ½ sítrónu 1 tsk. gróft salt 3 msk. MUNA-agavesíróp 2 msk. af þykka laginu af kókosmjólk í dós 2 msk. af þunna vatninu af kókosmjólk í dós smá MUNA-kókosmjöl til að velta upp úr Aðferð Hér þarf ekki að bleyta upp kasjúhnetur fyrst heldur eru þær settar beint í matvinnsluvél úr pok- anum. Gott er að vera búin að setja inn í ísskáp eina dós af kókosmjólk áð- ur en kúlurnar eru gerðar svo þykka lagið setjist pottþétt upp á yfirborðið en oftast er það nú þannig þó dósin fari ekki í ísskáp en betra að vera viss. Nú skuluð þið setja öll hráefni í þeirri röð sem þau eru talin upp nema auka kókosmjölið til að velta upp úr í matvinnsluvél. Maukið saman þar til er orðið klístrað og hægt að móta úr því kúlur. Passið að mauka ekki of mikið, þá verður það að smjöri, mótið nú kúlur úr massanum og veltið upp úr kókosmjöli (ekki hafa áhyggjur ef ykkur finnst þær linar því þær stífna í ísskáp). Ég hafði mínar nokkuð stórar eða aðeins minni en borðtenniskúlu en þið getið haft þær minni líka eins og venjulegar kókoskúlur. Geymið svo í kæli, en þær eru bestar kaldar og þegar þær hafa stífnað svolítið í kælinum. Hollustubitar Maríu Gomez Nú eru skólarnir byrjaðir á ný og margir að huga að góðu nesti handa heim- ilisfólki. María Gomez galdrar hér fram tvær uppskriftir sem eru hvor annarri girnilegri. Annars vegar erum við með möndlukókossmyrju með döðlum sem er fullkomin til þess að smyrja ofan á brauð – nú eða á pönnukökur eða inn í snúða. Síðan eru það sítrónukókoskúlurnar sem eru fullkomnar til að eiga í kæli eða setja í nestisboxið. Einstaklega orkugefandi, hollar og bragðgóðar. Spennandi hráefni Kókosmjólkin gerir ótrúlega mikið fyrir uppskriftina. Eins og hentar Hægt er að hafa kúlurnar mun minni og gera þá fleiri. Ljósmynd/María Gomez Sælkerabiti Við hvetjum ykkur til að prófa. Uppskriftin er einföld og ein- staklega girnileg.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.