Morgunblaðið - 16.09.2021, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 16.09.2021, Qupperneq 1
F I M M T U D A G U R 1 6. S E P T E M B E R 2 0 2 1 .Stofnað 1913 . 217. tölublað . 109. árgangur . ÓHRÆDDAR AÐ KITLA HLÁTUR- TAUGARNAR LISTAVERK ÚR NÝRUNNU HRAUNINU HAUKAR OG FJÖLNIR MEÐ GÓÐA SIGRA NÝTT VERK TOLLA 20 UNDANÚRSLIT Í BIKAR 63BÍDDU BARA 68 Unnur Freyja Víðisdóttir unnurfreyja@mbl.is Útlit er fyrir að heimsfaraldurinn muni halda áfram að bíta í ferða- þjónustuna hér á landi og að vet- urinn framundan verði erfiður. Er- lendir ferðamenn verða að öllum líkindum talsvert færri í ár en spáð var. Í upphafi sumars spáðu greining- ardeildir bankanna að um 600-800 þúsund erlendir ferðamenn kæmu hingað til lands í ár. Þá spáði Ferða- málastofa því í lok ágúst að þeir yrðu um 890 þúsund talsins. Það sé þó „orðið alveg ljóst“ að þeir verði nær því að vera 600.000, að sögn Jó- hannesar Þórs Skúlasonar, fram- kvæmdastjóra Samtaka ferðaþjón- ustunnar. Af þessum sökum sé erfitt að meta mannaflaþörfina í greininni fyrir veturinn en hún muni þó að öll- um líkindum fara minnkandi. „Við erum einfaldlega með færri ferða- menn á veturna en á sumrin, rétt eins og önnur nágrannaríki okkar, en við sjáum líka fram á það að ákveðnir hópar muni lítið láta sjá sig í vetur, hópar sem hafa verið okkur mjög mikilvægir,“ segir Jóhannes. Þá segir hann ákvörðun Sótt- varnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) um að setja Ísland á hæsta hættustig í ágúst hafa haft merkj- anleg áhrif á ferðaþjónustuna. „Það hafði ekki afgerandi áhrif á það sem hafði þegar verið bókað þegar þetta gerðist en það hefur alveg haft merkjanleg áhrif á eftirspurnina í kjölfarið, sérstaklega núna í sept- ember.“ Líklegt er að fjöldi fyrirtækja, sér í lagi úti á landsbyggðinni, þurfi að leggja niður starfsemi sína í vetur, að sögn Jóhannesar. Því sé mikil- vægt að ráðningarstyrkir ríkisins til fyrirtækja í ferðaþjónustunni verði framlengdir fram á næsta sumar. „Það er alveg ljóst að þetta verður mjög erfiður vetur.“ Erfiður vetur framundan - Heimsfaraldurinn heldur áfram að bíta í ferðaþjónustuna - Einhver fyrirtæki gætu þurft að draga saman seglin í vetur MFerðaþjónustan í frost »32 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir ekki ólík- legt að krónan verði fest við evru á eða nærri markaðsgengi dagsins sem samningur tekst um slíkt við Evrópska seðlabankann. Þetta er meðal þess sem fram kemur í formannaviðtali Dagmála við hana, sem birt er í opnu streymi á mbl.is í dag, en útdrátt úr því má finna í blaðinu í dag. Sigmar Guðmundsson, sem er í 2. sæti Viðreisnar í Suðvestur- kjördæmi, hafði áður sagt að greint yrði frá genginu sem fest yrði við. Gríðarlegir hagsmunir eru bundnir því á hvaða gengi slík binding á sér stað. Undanfarin þrjú ár hefur evran farið úr 110 kr. í 165 kr. og er meðal- gengi hennar um 142 kr. á því tíma- bili. »6 Morgunblaðið/Ásdís Dagmál Þorgerður Katrín Gunnars- dóttir er í formannaviðtali dagsins. Krónan líklega fest evru á markaðsgengi 22. - 29. SEPTEMBER FLUG OG GISTING VERÐ FRÁ 72.900 KR. FLUG, GISTING OG INNRITAÐUR FARANGUR WWW.UU.IS | INFO@UU.IS STÖKKTU TIL TENERIFE Pítubuff 6x60 g - með brauði 1.050KR/PK ÁÐUR: 2.099 KR/PK Grísalæri 598KR/KG ÁÐUR: 1.495 KR/KG Ananas 189KR/KG ÁÐUR: 378 KR/KG 60% AFSLÁTTUR 50% AFSLÁTTUR 50% AFSLÁTTUR TILBOÐ GILDA 16.--19. SEPTEMBER FRÁBÆR TILBOÐ Í NÆSTU NETTÓ Áfram flæðir eldur úr iðrum jarðar og kemur upp í Geldingadölum. Þar breiðir hann úr sér yf- ir hraunbreiðuna sem hann hefur sjálfur skapað og teygir sig sífellt lengra. Raunar er vart enn hægt að tala um Geldingadali, þar sem þeir hafa smám saman yfirfyllst af hrauni undanfarið nær hálft ár. Í stað dalanna hefur hlaðist upp hraun í slíku magni að helst minnir á dyngju. Ef til vill væri því nær lagi að tala um Geldingadyngju, eða þá Ísólfsskjöld, eftir landnemanum sem sagður var heygður skammt frá þeim stað þar sem eld- urinn reif fyrst í sundur yfirborð jarðar. »4 Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Eldur gægist upp fyrir gíginn á Geldingadyngju _ Lilja Alfreðs- dóttir, mennta- og menningar- málaráðherra, segir að brýnt sé að styðja betur við lítil og með- alstór fyrirtæki, og að áfram verði stutt við grunn mennta- kerfisins. „Við eigum að fjárfesta í fólkinu okkar hér á Íslandi.“ Lilja segir í samtali við Morgun- blaðið í dag að hún sé stolt af ár- angri sínum á kjörtímabilinu, og nefnir m.a. þær breytingar sem gerðar hafi verið á Menntasjóði námsmanna og eflingu iðnnáms. Þá standi Framsóknarflokkurinn fyrir framsækið og kröftugt at- vinnulíf, þar sem grunnstoðirnar séu sterkar. »16 Grunnstoðirnar séu sem sterkastar Lilja Alfreðsdóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.