Morgunblaðið - 16.09.2021, Side 4
4 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2021
Frumsýning
í kvöld
borgarleikhus.is
Tryggðu þér miða
Eftir
Dóra DNA
Rúmlega 250 íbúðir og herbergi
fyrir nemendur Háskólans í
Reykjavík voru formlega tekin í
notkun við Nauthólsveg í gær. Var
íbúum boðið upp á kaffi og með því.
Þau Ragnhildur Helgadóttir,
rektor HR, Selma Rún Friðjóns-
dóttir, varaforseti Stúdentafélags
HR, Dagur B. Eggertsson borgar-
stjóri og Lilja Alfreðsdóttir,
mennta- og menningarmálaráð-
herra, gróðursettu tré að við-
stöddum íbúum, stjórn HR og
framkvæmdaráði, starfsfólki,
fulltrúum verktaka og arkitekta og
fleirum.
Sagði Ragnhildur við athöfnina
að það væri mikið gleðiefni að geta
loksins opnað garðana formlega.
„Það skiptir miklu, meðal annars
upp á aðgengi nemenda af lands-
byggðinni og erlendis frá að HR, að
unnt sé að bjóða upp á hagkvæmar
leiguíbúðir. Það er líka lykilatriði
fyrir margt fjölskyldufólk í námi og
í samræmi við stefnu háskólans.“
Selma Rún sagði að nemendur
væru gríðarlega ánægðir með þessa
aðstöðu sem HR hefði nú upp á að
bjóða. „Það hefur verið mikil þörf á
þessum íbúðum til margra ára.
Þetta er því mikilvægt skref í rétta
átt fyrir hagsmuni nemenda og
gaman að sjá þetta verða að veru-
leika. Í dag er góður dagur fyrir
núverandi og framtíðarnemendur
Háskólans í Reykjavík,“ sagði hún.
250 stúdentaíbúðir vígðar
Morgunblaðið/Eggert
Háskólagarðar Íbúðirnar munu mæta brýnni þörf stúdenta við HR.
- Háskólagarðar
HR formlega opn-
aðir í Öskjuhlíð
Skúli Halldórsson
sh@mbl.is
Hrauntjörn í syðri hluta Geldinga-
dala er talin hafa brostið í gærmorg-
un. Í kjölfarið tók hraun að flæða
stríðum straumi suður að leiðigarð-
inum þar og niður í Nátthaga.
Breiddi straumurinn úr sér yfir
gamla hraunið en storknaði fljótt.
Enn mátti þó sjá, síðdegis í gær,
hraun renna undir yfirborði eldri
hraunfossins niður vestari hlíðar
Nátthaga.
Í fyrstu óttuðust almannavarnir
að fólk á svæðinu kynni að vera í
hættu og var blásið til allsherjar-
rýmingar í því skyni að afstýra
manntjóni. Fljótt varð ljóst að engin
aukin hætta var á ferðum og um
einni klukkustund síðar gat fólk
gengið frjálst upp grýttar hlíðar
Langahryggs til að berja gosstöðv-
arnar augum.
Ekkert lát á streymi hrauns
Og ekki vantaði fólkið. Ferða-
menn hvaðanæva lögðu leið sína að
gosinu í gær, eins og nær alla aðra
daga. Ferðamenn sem blaðamaður
tók tali voru allir sammála um að út-
sýnið væri engu líkt.
Ljóst er að ekkert lát er á streymi
fólks þangað, rétt eins og streymi
hraunsins úr iðrum jarðar sem virð-
ist engan enda ætla að taka. Portú-
galska, danska, finnska, spænska,
þýska, hollenska, tékkneska, enska
og íslenska voru tungumálin sem
blaðamaður gat heyrt á annars
stuttri göngu sinni upp hrygginn. Í
þessari röð.
Engu var líkara en að úr svörtu
hrauninu hefði verið reistur Babels-
turn og að þaðan streymdi fólkið.
Stöðugur straumur að gosinu og í því
- Ferðamenn sækja enn margir að eldgosinu - Heyra má fjölda tungumála á leið upp Langahrygg
- Allsherjarrýming á svæðinu í gærmorgun eftir að hrauntjörn brast - Rýmingin fljótt blásin af
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Hraun Eldrauð hrauntunga teygði sig niður vesturhlíðar Nátthaga í gær og læddi sér yfir eldra og storknað hraun.
Gos Mathias og Ada, frá Þýskalandi
og Ísrael, hrifust af sjónarspilinu.
Bros Michal og Radka frá Tékk-
landi voru ánægð með upplifunina.
Anton Kristinn Þórarinsson kom í
skýrslutöku í aðalmeðferð Rauða-
gerðismálsins í Héraðsdómi Reykja-
víkur í gær þar sem hann tjáði dóm-
inum að hann og fjölskylda hans
hefðu átt mjög erfitt eftir að málið
kom upp. Anton var færður í gæslu-
varðhald vegna morðsins á Armandi
Beqirai 13. febrúar síðastliðinn í
Rauðagerði, sem Angjelin Sterkaj
hefur játað að hafa framið. Sat hann í
gæsluvarðhaldi þegar rannsókn
málsins fór fram á sínum tíma en var
síðan sleppt.
Spurður út í meintar sektar-
greiðslur upp á samtals 50 milljónir
segir Anton að þær greiðslur hafi
aldrei átt sér stoð í raunveruleikan-
um.
Segist hann hafa þekkt Angjelin
vel og þeir hafi verið vinir en Arm-
ando þekkti hann lítillega. Þá sagði
Anton fyrir dómi að hann hefði ekki
kippt sér sérstaklega upp við að
Sterkaj og meðákærð, Claudia Sofia,
hefðu komið í sumarbústað sem
hann var staddur í með fjölskyldu
sinni aðeins klukkustundum eftir
morðið. Hann hefði ekki vitað neitt
um að Angjelin hefði þá þegar myrt
Armando, né að Angjelin hefði átt
byssu. oddurth@mbl.is
Málið verið erfitt
fyrir fjölskylduna
- Segir 50 milljóna skuld ekki til staðar
Morgunblaðið/Íris Jóhannsdóttir
Rauðagerðismál Anton Kristinn
kom fyrir héraðsdóm í gær.