Morgunblaðið - 16.09.2021, Page 25
ensku. Við þurfum að vera ótrúlega
góðir í „communication“, hvað heitir
það aftur á íslensku?“ spyr Patrekur
og blaðamaður bjargar honum með
samskipti. „Fólkið okkar kemur frá
30 löndum og viðhorfin og menningin
eru ólík milli landa, þarna þarf að
gæta sín. Við erum líka með keppi-
nauta sem borga fólki of lág laun,
bransinn okkar, ræstingar, er starfs-
svið sem oft er litið niður á, við þurf-
um að setja mjög mikla vinnu í að
byggja ræstingastarfið upp,“ segir
Patrekur.
Einn liður í þessari uppbyggingu
er eins konar skóli sem Support Ser-
vice Partner rekur. „Við bjóðum öll-
um starfsmönnum okkar upp á nám-
skeið og viljum hafa alvörufagfólk á
okkar snærum. Margir átta sig ekki
á mikilvægi ræstinga, til dæmis á
vinnustöðum, ef þessu starfi er ekki
sinnt stoppar allt og ræstingafólk
fær oft ekki þá virðingu sem það á
skilið og við gerum allt sem í okkar
valdi stendur til að breyta þeirri
ímynd,“ segir hann.
Þeir félagarnir auglýsa ekki mikið
en halda úti söludeild hverrar starfs-
menn hringja látlaust í fyrirtæki og
bjóða upp á þjónustu. Kúnnarnir
koma ekki sjálfir. „Enginn kemur til
okkar, við förum til þeirra. Og við er-
um heldur ekki hræddir við að
treysta starfsfólkinu okkar og veita
því ábyrgð. Margir stjórnendur ótt-
ast að gefa öðrum ábyrgð vegna þess
að þeir eru hræddir um að enginn
geri hlutina eins vel og þeir. Ef þú
hugsar svona getur fyrirtækið þitt
ekki vaxið, þú kemst ekkert áfram.
Þess vegna erum við mjög uppteknir
af því að láta fólkið okkar bera
ábyrgð. Auðvitað eru alltaf einhver
rotin epli inn á milli en okkur finnst
eina rétta leiðin að veita fólki frelsi
og traust til að vinna vinnuna sína á
réttan hátt. Fólk nýtur okkar trausts
þangað til við höfum ekki ástæðu til
að treysta því lengur og það hefur al-
veg gerst,“ segir Patrekur og lítur
djúpt í augu blaðamanns. Hér fylgir
hugur máli.
Orðstír deyr aldregi
„Ræstingabransinn er þannig að
enginn tekur eftir því þegar við
vinnum vinnuna okkar, fólk tekur
hins vegar eftir því þegar við vinnum
hana ekki. Við fáum alls konar kvart-
anir, stórar og smáar, okkar styrkur
liggur kannski fyrst og fremst í því
að við leysum málin fljótt og gerum
það þannig að viðskiptavinurinn er
ánægður. Öðruvísi rekurðu ekki
fyrirtæki.“
Spurður út í framtíðarstefnu fyrir-
tækisins segir Patrekur stefnuna
vera að tuttugufalda stærð þess áður
en þeir Ghazi standi á fertugu. Þeir
ætla sér að velta milljarði norskra
króna innan 14 ára.
„Við höfum gott orðspor, fólk mæl-
ir með okkur og það skilar miklu.
Auðvitað eru þetta sjaldnast ein-
staklingar, þetta eru mestallt fyrir-
tæki sem eru að mæla með okkur við
önnur fyrirtæki,“ segir Patrekur sem
auk þess er eftirsóttur fyrirlesari í
frumkvöðlafræðum við norska fram-
halds- og háskóla. Förum aðeins yfir
það.
„Ég held oft fyrirlestra innan þess
sem heitir „ung entreprenørskap“
[ungir frumkvöðlar] sem er nám í
framhaldsskólum sem fjallar um að
stofna eigin fyrirtæki. Þetta er nám
sem væntanlegir stofnendur fyrir-
tækja velja sér. Ég er mest hérna í
Vestfold að tala við þessa nemendur
en auk þess er ég dómari í árlegri
keppni þar sem nemendur koma
fram með hugmyndir sínar og kynna
rekstrardrauma sína.“
Nú er miklu púðri varið í rekstur,
fyrirtæki og grjótharðan vilja til að
standa sig. Á þessu er enginn hörg-
ull. En Patrekur á sér fleiri líf, inni í
stofu situr gullfalleg kærasta og ræð-
ir við móður Patreks. Þetta er sem
fyrr segir Celina Svanberg frá Lar-
vik. Hvernig stendur á þessu?
„Við kynntumst um páskana í
fyrra, hún fann mig á Tinder,“ segir
Patrekur og hlær. „Ég bauð henni
bara beint á stefnumót og hún er
ekki farin heim enn þá. Ég sendi einn
starfsmann hjá mér heim til hennar
fyrst með páskaegg og inni í því voru
skrifuð skilaboð frá mér. Þetta var
maður frá Sómalíu og henni kolbrá
auðvitað. Næsta dag sendi ég svo
annað páskaegg sem í þetta sinn inni-
hélt USB-lykil. Á honum var mynd-
skeið þar sem strákur frá Bangla-
dess þakkar henni fyrir stefnumótið
fyrir mína hönd,“ segir Patrekur og
sýnir rómantísku hliðina.
„Við seldum svo íbúðirnar okkar
og keyptum okkur þetta hús saman
og sex mánuðum seinna varð hún
ólétt. Við eignumst stelpu í október
og hún á að heita Ilma, Ilma Patreks-
dóttir,“ segir Patrekur Sólrúnarson
við lok stórskemmtilegs samtals,
maður sem hætti 17 ára gamall í
framhaldsskóla til að láta draumana
rætast og dæmi nú hver sem vill um
hvort þeir gerðu það ekki í Tønsberg
í Noregi.
Ljósmynd/Úr einkasafni
Jólahlaðborðið Starfsmenn komu Patreki og Ghazi á
óvart með blómvendi og gjöf á jólahlaðborðinu.
Morgunblaðið/Atli Steinn
Með mömmu Patrekur er sonur Sólrúnar Stefáns-
dóttur, vaxtarræktarkonu og naglasérfræðings.
FRÉTTIR 25Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2021
Umsækjendur með virka ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á lán geta
nú óskað eftir því að ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á lán haldi
áfram. Þetta er gert með því að skrá sig inn áwww.leidretting.is
og óska eftir að gildistími ráðstöfunar sé framlengdur.
Frestur til að óska eftir áframhaldandi ráðstöfun inn á lán er til og
með 30. september 2021. Eftir það gilda umsóknir aðeins frá þeim
mánuði þegar þær berast.
Ef gildistími umsókna er ekki framlengdur falla umsóknir úr gildi
frá og með 1. júlí 2021 og engar frekari greiðslur berast inn á lán.
Heimild til ráðstöfunar
séreignarsparnaðar framlengd
um tvö ár
Heimild til að nýta
séreignarsparnað vegna
kaupa á íbúðarhúsnæði
til eigin nota eða til
ráðstöfunar upp í
höfuðstól láns hefur
verið framlengd til
30. júní 2023.
Þeir sem nú þegar nýta sér úrræðið og vilja halda
því áfram þurfa að óska eftir framlengingu.
skatturinn@skatturinn.is 442 1000
Upplýsingaver opið:
Mán.-fim. 9:00-15:30
Fös. 9:00-14:00
Lengri útgáfa af viðtalinu
verður birt á mbl.is.
mbl.is