Morgunblaðið - 16.09.2021, Side 26

Morgunblaðið - 16.09.2021, Side 26
26 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2021 Ómar Garðarsson Vestmannaeyjum Á forsíðu Morgunblaðsins föstudag- inn 22. janúar 1982 er lýst skelfing- unni á strandstað daginn áður þar sem belgíski togarinn Pelagus lá undir áföllum í fjörunni í Prestabót, austanvert á Heimaey. Án þess að eiga nokkra möguleika á að veita hjálp fylgdust tugir björgunar- sveitamanna og Vestmannaeyinga með baráttu Kristjáns K. Víkings- sonar læknis og Hannesar Ósk- arssonar, sveitarforingja hjálp- arsveitar skáta, upp á líf og dauða um borð í Pelagusi. Þeir fóru um borð til að bjarga síðasta skipverj- anum frá borði, 17 ára gömlum pilti. Festust þeir í veiðarfærum og fór- ust. Belgíski sjómaðurinn fór fyrir borð og drukknaði. Átta voru í áhöfn Pelagusar og var sex bjargað með björgunarstól. Að- stæður voru erfiðar eins og lýst er í blaðinu. Pelagus í fjörunni í 20 til 30 metra fjarlægð frá 12 til 15 metra háum hamravegg. Brimið slíkt að það svipti togaranum til eins og fis. Kristján var 32 ára og Hannes 23. Belgísku sjómennirnir sem fórust voru Gilberts Stevelinck 17 ára og Patrick Maes sem var tvítugur. Var þetta í fyrsta skipti sem menn fórust við björgunarstörf í Vestmanna- eyjum. Samkennd Slysið markaði spor sem ekki hafa máðst, í Vestmannaeyjum og Os- tende í Belgíu, heimahöfn Pelagusar og Amandine, togarans sem reyndi að taka Pelagus í tog við mjög erf- iðar aðstæður eftir að hann varð vél- arvana. Þessa var minnst í Vest- mannaeyjum á sunnudaginn, fyrst í messu í Landakirkju, síðan við minningarathöfn við minnisvarða um Pelagus-slysið sem reistur var fyrr á árinu og loks í fjölmennu kaffisamsæti í Skátaheimilinu. Við- stödd voru m.a. Frank Arnauts, sendiherra Belgíu á Íslandi, kona hans og aðstoðarmaður. Einnig Bart Gulpen, einn þeirra sem bjargaðist, þá aðeins 17 ára. „Þetta hörmulega slys skildi eftir sig djúp sár hjá ættingjum hér í Vestmannaeyjum, uppi á landi og líka í Ostend,“ sagði Sigurður Þ. Jónsson, stjórnarmaður í Björg- unarfélagi Vestmannaeyja, þegar hann ávarpaði gesti við minnisvarð- ann sem vígður var fyrr á árinu. Sendiherrann flutti kveðju frá borgarstjóra Ostend, Bart Tomme- lein, til Eyjamanna fyrir hönd allra íbúa borgarinnar. Hann, eins og fleiri, minntist á bók Óttars Sveins- sonar, Reiðarslag í Vestmanna- eyjum, sem kom út fyrir jólin 2017 og markaði vatnaskil í hugum marga sem sátu eftir með sár á sálinni. Þar er sagan sögð frá öllum hliðum og fyrir marga var léttir að fá tækifæri til að segja frá. Það sama má segja um minningarathöfnina og kaffi- samsætið í Skátaheimilinu. Sam- kenndin var næstum áþreifanleg. Sendiherrann kom gestum á óvart þegar hann kallaði son Kristjáns heitins, Karl Axel, upp og afhenti honum afsteypu af orðu sem föður hans var veitt fyrir björgunarafrek en hafði glatast. Í dag er togarinn Amandine í Ost- end orðinn safngripur og raunveru- legur minnisvarði um það sem gerð- ist fyrir tæpum 40 árum. Þau gerðu allt fyrir mig „Ég var mikið slasaður og man lít- ið eftir mér á sjúkrahúsinu nema að þar fékk ég mjög góða umönnun,“ segir Bart Gulpen þegar hann hitti Elísabetu Arnoddsdóttur hjúkr- unarfræðing. Hún var ein þeirra sem tóku á móti skipbrotsmönn- unum af Pelagusi á sjúkrahúsinu. „Þau gerðu allt fyrir mig og voru einstaklega vinaleg. Það sem ég man, er að okkur var hjúkrað af mik- illi natni og fyrir það er ég mjög þakklátur enn þann dag í dag. Ég er líka mjög ánægður að mér var boðið hingað og hitti allt fólkið. Það skiptir mig miklu,“ sagði hann. Morgunblaðið/Óskar Pétur Friðriksson Afhenti orðu Frank Arnauts sendiherra færði Karli Axel Kristjánssyni glataða afsteypu af orðu sem faðir hans fékk fyrir björgunarafrek. Morgunblaðið/Óskar Pétur Friðriksson Minningarathöfn Fólk lýtur höfði í bæn við minnisvarðann á Heimaey. Minntust Pelagus-slyssins í Eyjum Ljósmynd/Björgunarfélagið Við minnisvarðann Óttar Sveinsson rithöfundur, sem skrifaði bók um strandið, og Bart Gulpen, sem var bjargað úr Pelagusi mikið slösuðum. - Belgískur togari strandaði árið 1982 - Kostaði tvo björgunarmenn og tvo úr áhöfninni lífið LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 0800 SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646 Laugavegi 29 - sími 552 4320 www.brynja.is - verslun@brynja.is Lykilverslun við Laugaveg síðan 1919 Áratuga þekking og reynsla VERÐ FRÁ 3.950 5.820 10.960 9.340 34.110 1.250 Vefverslun brynja.is VASAHNÍFAR & ELDHÚSHNÍFAR MIKIÐ ÚRVAL SWISS TOOL

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.