Morgunblaðið - 16.09.2021, Side 32

Morgunblaðið - 16.09.2021, Side 32
32 FRÉTTIR Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2021 TESLA - MODEL 3 LR AWD – RN. 340561. Nýskráður 4/2019, ekinn 36 þ.km., rafmagn, hvítur, sjálfskiptur, hiti í framrúðu, glerþak, litað gler, 360° myndavél, bluetooth, GPS, leður, topplúga Verð 5.690.000 kr. MAZDA - CX-3 VISION – RN. 340522 Nýskráður 6/2017, ekinn 75 þ.km., bensín, brúnn, sjálfskiptur, fjarlægðarskynjarar, hraðastillir, filmur, bakkmyndavél, bluetooth, lyklalaust aðgengi. Verð 2.590.000 kr. OKKUR VANTAR ALLAR GERÐIR BÍLA Á SKRÁ!Sími 567 4949 | Bíldshöfða 5, 110 Rvk. | bilahollin.is LAND ROVER - DISCOVERY SPORT HSE RN. 331540. Nýskráður 4/2017, ekinn 76 þ.km., dísel, grár, sjálfskipting, driflæsing, dráttarkrókur, akreinavari, leiðsögukerfi, hiti í stýri, bakkmyndavél. Verð 5.990.000 kr. HYUNDAI - I20 – RN. 191863 Nýskr. 12/2020, ekinn 6 þ.km., bensín, grár, beinskipting, hiti í stýri, álfelgur, bluetooth, handfjáls búnaður, stöðugleikakerfi. Verð 2.490.000 kr. Unnur Freyja Víðisdóttir unnurfreyja@mbl.is Útlit er fyrir að heimsfaraldurinn muni haldi áfram að bíta í ferðaþjón- ustuna og veturinn fram undan verði erfiður. Erlendir ferðamenn verða að öllum líkindum talsvert færri í ár en spár gerðu ráð fyrir. Þetta segir Jóhannes Þór Skúlason, fram- kvæmdastjóri Samtaka ferða- þjónustunnar, í samtali við Morg- unblaðið. Í upphafi sum- ars spáðu grein- ingardeildir bank- anna því að 600-800 þúsund erlendir ferðamenn kæmu hingað til lands í ár. Þá spáði Ferðamálastofa því í lok ágúst að þeir yrðu um 890 þúsund talsins. Jóhannes segir það þó orðið „alveg ljóst“ að þeir verði nær því að vera 600 þúsund talsins. Í upphafi sumars virtist vera að birta yfir ferðaþjónustunni þegar verulega var dregið úr fjölda- takmörkunum vegna faraldursins hér á landi og sóttvarnaaðgerðir á landamærunum rýmkaðar. Þrátt fyr- ir það gekk illa að ráða í störf geirans, að sögn Jóhannesar. „Heilt yfir gekk það verr en við mátti búast og í raun mjög illa í upp- hafi sumars,“ segir hann. „Það er ýmsu um að kenna. Bæði hefur fólk í greininni hætt og farið í nám, leitað í önnur störf í öðrum greinum eða ein- faldlega farið á atvinnuleysisbætur og ekki treyst sér til að fara út á vinnumarkaðinn aftur.“ Vegna óvissunnar sem faraldurinn hefur haft í för með sér er erfitt að meta mannaflaþörfina í vetur. Hún muni þó að öllum líkindum fara minnkandi, segir Jóhannes inntur eftir því. „Við sjáum fram á það að ákveðnir hópar, sem hafa verið okkur mjög mikilvægir, muni lítið láta sjá sig í vetur.“ Þar nefnir hann annars vegar ferðamenn frá Bretlandi, sem hafa bæði verið að koma hingað á haustin og vorin, og hins vegar ferðamenn frá Asíu, sem hafa komið hingað í stórum fylkingum í kringum jól og áramót. „Það er ólíklegt að hér verði jafn mikið flæði af þessum ferðamönnum, bæði vegna takmarkana og stöðu far- aldursins í löndunum sem þeir koma frá,“ segir hann. „Það gefur augaleið að þegar við kippum þessum tveimur hópum nánast alveg út stendur bandaríski markaðurinn eftir sem sá mikilvægasti.“ Í ágúst hafi sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) þó sett Ísland á hæsta hættustig stofnunarinnar og þar með ráðið bandarískum ferða- mönnum frá því að ferðast hingað til lands. Inntur eftir því segir Jóhannes ákvörðun CDC hafa haft merkjanleg áhrif á ferðaþjónustuna hér á landi. „Þetta hafði ekki afgerandi áhrif á það sem hafði þegar verið bókað áður en þessi ákvörðun var tekin en þetta hefur haft merkjanleg áhrif á eftir- spurnina í kjölfarið, sérstaklega núna í september.“ Segir erfiðan vetur fram undan Því sé ljóst að verulega muni slakna á ferðaþjónustunni hér á landi í lok þessa mánaðar og mikilvægt sé að stjórnvöld bregðist við því með viðeigandi aðgerðum, að sögn Jó- hannesar. „Við eigum von á því að töluverðu af fyrirtækjum, t.d. á landsbyggðinni, verði bara lokað í vetur,“ segir hann. „Þar koma t.d. ráðningarstyrkir sterkir inn en það er mjög mikilvægt að það úrræði verði framlengt fram á næsta sumar. Það myndi minnka óvissu starfsfólks í þessum geira verulega.“ Aðspurður segist Jóhannes bjart- sýnn á að stjórnvöld fari í að leysa vanda ferðaþjónustunnar. „Við hlökkum bara til að eiga sam- talið við næstu ríkisstjórn, hver svo sem hún verður.“ Þótt talsmenn SA séu bjartsýnir að eðlisfari hafi þeir áhyggjur af því sem koma skal, að sögn Jóhanns. „Það er alveg ljóst að þetta verður mjög erfiður vetur.“ Ferðaþjónustan í frost - Erlendir ferðamenn verða færri í ár en spár gerðu ráð fyrir - Mannaflaþörf fer minnkandi - Einhver fyrirtæki gætu þurft að draga saman seglin í lok sumars Þúsundir Fjöldi erlendra ferðamanna til Íslands 2.500 2.000 1.500 1.000 500 0 2016 2017 2018 2019 2020 2020 2021 2021 Heildarfjöldi erlendra ferðamanna 2016 til 2020 skv. tölum frá Ferðamálastofu Fjöldi í janúar til ágúst Spár um heildarfjölda árið 2021 451 337 1.792 2.225 2.342 2.013 486 600 890 Spár Arion banka, Hagstofunnar, Landsbankans, Íslandsbanka, Ferðamálastofu og Seðlabankans gerðar á tímabilinu mars til ágúst 2021 hafa verið um 600 til 890 þúsund ferðamenn á árinu Jóhannes Þór Skúlason framleiðslu á íslensku viskíi þegar hann var á ferðalagi í Skotlandi. „Þá tók ég eftir því að veður- og hitaskil- yrðin í Skotlandi eru ekkert svo ólík skilyrðunum hér á Íslandi. Þá vakn- aði spurningin um það hvers vegna við værum ekki líka að framleiða viskí.“ Hreint umhverfi, gott aðgengi að hráefni og græna orku segir hann vera það sem geri íslenska viskí- framleiðslu vænlega til vinnings en lykilhráefnin í viskí eru korn, ger og vatn. „Að framleiða á svona hreinu landi gæti skilað sér í mjög góðu vis- kíi.“ Viskíið frá Þoran mun þurfa að liggja í tunnum næstu þrjú árin áður en hægt verður að selja það, að sögn Birgis. Þangað til getur fólk bragð- að á íslensku gini frá Þoran, sem fæst bæði í ÁTVR og í fríhöfninni eða íslensku Limoncello sem er væntanlegt í verslanir von bráðar. Úrval af íslensku viskíi mun brátt aukast en ný tegund af íslensku vis- kíi frá bruggverksmiðjunni Þoran fór í tunnur í fyrsta sinn á þessu ári. Aðeins ein tegund af alíslensku vis- kíi hefur verið fáanleg hér á landi fram að þessu en það er frá brugg- verksmiðjunni Eimverki. Inntur eftir því segist Birgir Már Sigurðsson, stofnandi og fram- kvæmdastjóri Þoran distillery, hafa fengið hugmyndina um að hefja Viskí frá Þoran distillery komið í tunnur Ljósmynd/Þoran distillery Viskí er látið liggja í viðartunnum. 16. september 2021 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 127.99 Sterlingspund 177.35 Kanadadalur 101.13 Dönsk króna 20.333 Norsk króna 14.865 Sænsk króna 14.904 Svissn. franki 138.87 Japanskt jen 1.1623 SDR 182.3 Evra 151.2 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 181.1385 Upplýsingatæknifyrirtækið Luc- inity, sem framleiðir gervi- greindarhugbúnað sem hjálpar fyrirtækjum að berjast gegn peningaþvætti, var valið vaxt- arsproti ársins (e. Nordic Scale- up of the Year) á fjártækniviku Kaupmanna- hafnar (CPH Fintech Week) í síðustu viku. Fjártækni- vikan er haldin á ári hverju af CPH Fintech sem er að sögn Guðmundar Kristjánssonar, framkvæmdastjóra Lucinity, einn sterkasti nýsköpunarklasi Norðurlanda. Lucinity atti kappi við tíu önn- ur norræn sprotafyrirtæki, en þrjú voru valin úr hópnum til að kynna starfsemi sína nánar fyrir dómnefnd. „Það sem var hvað merkilegast við þessa verðlaunahátíð var dómnefndin. Hún var skipuð fulltrúum frá Citibank, eins stærsta banka í heimi, endur- skoðunarfyrirtækinu Ernst & Young, Klarna, eins stærsta fjár- tæknisprota Norðurlanda, og Lunar, stærsta nýja bankans á Norðurlöndum,“ segir Guð- mundur. Aukinn trúverðugleiki Spurður um þýðingu verð- launanna segir Guðmundur þau mikilvæg upp á aukinn trúverð- ugleika á markaðnum. „Einnig skipta þau máli til að sýna fjár- festum Lucinity að mögulegir kaupendur að okkar vörum og þjónustu séu spenntir fyrir því sem við erum að gera.“ Lucinity vaxtarsproti ársins Guðmundur Kristjánsson. - Spennandi dóm- nefnd - 10 kepptu Samkvæmt upplýsingum Vinnumálastofnunar hefur atvinnuleysi í ferða- þjónustunni aukist talsvert frá því í upphafi árs 2020. Þar hefur atvinnulausum í gistiþjónustu fjölgað hvað mest en í janúar 2020 voru þeir 543 talsins samanborið við 724 í ágúst 2021. Er það 33% aukning á rúmu einu og hálfu ári. Þá hefur atvinnulausum konum innan ferðaþjónustunnar fjölgað um 27% samanborið við 13% fjölgun karla á síðastliðnu 1,5 ári. Í janúar 2020 voru atvinnulausir karlar í ferðaþjón- ustu 2.142 talsins en í ágúst 2021 voru þeir 2.416. Atvinnulausar konur voru 1.837 í upphafi árs 2020 samanborið við 2.334 í ágúst 2021. Þá eru hlutfallslega fleiri Íslendingar heldur en útlendingar í starfs- greininni enn án atvinnu eða um 21% á móti 17%. Atvinnuleysi hefur aukist í ár VINNUMARKAÐUR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.