Morgunblaðið - 16.09.2021, Side 34

Morgunblaðið - 16.09.2021, Side 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2021 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Í dag eru 29 ár liðin frá hinum „Svarta mið- vikudegi“ 16. sept- ember 1992 þegar George Soros varð í senn heimsfrægur og ofboðslega ríkur þegar hann kom Englandsbanka á kné og knúði til þess að fella sterlingspundið. Bretar höfðu þá um tveggja ára skeið haldið uppi einhliða fastgengi við þýska markið inn- an evrópska myntsamstarfsins (ERM), en áhlaup spákaup- manna hafði staðið um hríð. Englandsbanki hækkaði stýri- vexti sína upp í 10% og seldi ógrynni af gjaldeyri til þess að verja pundið, en allt kom fyrir ekki. Hinn 16. september var gjaldeyrisforðinn uppurinn, Bretar gáfust upp og þurftu að draga sig út úr ERM við mikla niðurlægingu. Englandsbanki tapaði að minnsta kosti 600 milljörðum króna í einu vetfangi, ríkisstjórn Íhaldsflokksins náði sér aldrei á strik aftur og galt af- hroð í næstu kosningum. Á þeim tíma höfðu mörg Evr- ópulönd bundið gjaldmiðla sína við þýska markið í von um lága vexti og lága verðbólgu líkt og Þjóðverjar nutu. Það endaði óhjákvæmilega með skelfingu, því gjaldmiðillinn verður að vera í takt við efnahagslíf og við- skipti. Bretar voru ekki einir um að falla í þá freistni. Það gerðu Sví- ar og Finnar einnig, en urðu líka fyrir árás spákaupmanna og neyddust til að slíta gengisteng- ingunni og fella gengið haustið 1992. Hafði þó ekki lítið gengið á og Svíar í örvæntingu hækkað millibankavexti í 500%! Sömu sorgarsögu er að segja af ámóta tilraunum annars staðar, frá Te- quila-kreppunni í Suður- Ameríku 1994 til Asíukrepp- unnar 1998. Einhliða fastgengi á tímum frjálsra fjármagnsflutninga er einfaldlega skotheld uppskrift að spákaupmennsku, gjaldeyris- kreppu, bankakreppu og loks efnahagskreppu. Þau víti þekkja Íslendingar og verða að varast þau. Það er enda svo að Evrópu- löndin hafa skipt sér í tvo hópa: þau sem tóku upp evruna og hin sem láta gjaldmiðilinn fljóta. Finnar kusu evruna, en Svíar flotgengi. Danir einir halda enn í gamla fyrirkomulagið með geng- isfestingu við evru, en eru að vísu aðilar að ESB og Seðla- banka Evrópu með samnings- bundinn stuðning hans ef syrta fer í álinn. Gengisfesting Dana er því ekki einhliða, heldur reist á samningum og sögulegum for- sendum, sem engum öðrum standa til boða, ekki innan ESB og enn síður utan þess, líkt og Íslandi. Sérfræðingar í peninga- málum, þar á meðal í Seðlabanka Ís- lands, hafa rétt- mætar áhyggjur af hugmyndum um að taka upp geng- isfestingu á ný, eins og menn hafi öllu gleymt og ekkert lært. Þar er þó ekki um að ræða for- sögulega tíma. Ísland tók á lið- inni öld upp einhliða gengis- festingu við myntkörfu helstu viðskiptaríkja, studda fjár- magnshöftum, sem dugði bæri- lega þar til fjármagnsviðskipti við útlönd voru gefin frjáls árið 1994. Árið 2000 neyddist Seðla- bankinn því til að verja fast- gengið með gjaldeyrissölu og vaxtahækkunum, en í upphafi árs 2001 var ákaflega gengið á gjaldeyrisforðann og stýrivextir komnir í 11,5%. Þá loks var gengisstefnunni breytt og krón- an sett á flot; gengið féll og verð- bólga fór í tæp 10%. Meðal hagfræðinga er nú al- mennt viðurkennt að lönd hafi í raun aðeins tvo kosti í þessum efnum: algera gengisfestu með aðild að myntbandalagi eða fljót- andi gengi. Einhliða fastgengi er peningastefna fortíðar, sem fel- ur í sér að allur gjaldeyrisforði þjóðarinnar er lagður að veði og getur hæglega tapast til spá- kaupmanna á einni nóttu. Sem er alls ekki ólíklegt, vegna þess að slíkur fjársjóður dregur að sér athygli þeirra og ágirnd. Fastgengisstefna myndi – þvert á það sem boðberar henn- ar segja – að öllum líkindum hækka vexti, þar sem allt myndi miðast við að verja gengið en ekki hagsmuni heimila og fyrir- tækja í landinu. Þá myndu Ís- lendingar ekki lengur hafa sveigjanleika til þess að bregð- ast við áföllum í útflutningi líkt og átti sér stað í nýliðinni kórónukreppu, en rétt er að hafa í huga að allar helstu útflutn- ingsgreinar Íslands – sjávar- útvegur, orkunýting og ferða- þjónusta – eru háðar ytri þáttum, sem við fáum engu um ráðið. Við blasir að atvinnuleysi hefði orðið miklu meira og út- gjöld ríkissjóðs mun hærri, hefði ekki verið unnt að beita pen- ingastefnunni til sveiflujöfnunar líkt og gert var með afgerandi og farsælum hætti. Allt frá því að fastgengis- stefna Íslendinga hrundi fyrir 20 árum hefur verðbólgumarkmiði verið fylgt, með miklu betri ár- angri. Það miðast við hinar sér- stöku aðstæður Íslendinga hverju sinni, gæftir og gæfu. Eftir allt sem á undan er gengið og efnahagsuppbygginguna sem er fram undan er því með ólík- indum að fyrirfinnist íslenskir stjórnmálanenn sem hafa það helst til málanna að leggja að kollvarpa peningastefnunni og bjóða hættunni heim. Einhliða fastgengi er peningastefna fortíðar, sem felur í sér að allur gjaldeyr- isforði þjóðarinnar er lagður að veði} Að bjóða hættunni heim F átækt er ekki náttúrulögmál. Það að börn og fullorðnir búi við fá- tækt á Íslandi er pólitísk ákvörð- un en ójöfnuður leiðir til minni hagsældar, það er staðreynd. Skattkerfið er langbesta jöfnunartæki sem við höfum. Með því er hægt að létta undir með þeim tekjulægstu með meiri þátttöku þeirra ríkustu í samneyslunni. Tvær nýjar skýrslur Vörðu, rannsóknarstofnunar vinnumarkaðar- ins, um kjör öryrkja og atvinnuleitenda sýna að þessir þjóðfélagshópar hafa verið skildir eftir á kjörtímabilinu. Svo virðist sem ráðherra ör- yrkja og atvinnuleitenda, framsóknarmaðurinn Ásmundur Einar Daðason, hafi hreinlega gleymt að hann beri ábyrgð á málaflokkunum og svo virðist sem fjölmiðlar hafi líka gleymt ábyrgð hans enda ekkert heyrst til hans um skýrslurnar á meðan ekki vantar fréttir af útdeilingu hans á skattfé í aðdraganda kosninga. 71% fatlaðs fólks á erfitt með að ná endum saman, 52% ekki hafa efni á fríi og 23% ekki efni á staðgóðri máltíð. Þá hafa nærri 80% fatlaðra einstaklinga neitað sér um heilbrigðisþjónustu! Í hópi at- vinnuleitenda kom í ljós að nærri helmingur þeirra hefur neitað sér um nauðsynlega heilbrigðisþjónustu. Meðal öryrkja segist þriðjungur ekki geta greitt kostn- að vegna skipulagðra tómstunda barna sinna og sama hlut- fall segist ekki geta veitt börnum sínum næringarríkan mat. Það að skapa börnum þær aðstæður að alast upp við fátækt skaðar íslenskt samfélag til framtíðar. Það veit barnamálaráðherrann en virðist ómeðvitaður um að þarna hefði hann átt að bregðast við. Það dugar ekki að afhenda fólki sem ekki getur greitt fyrir mat eða heilbrigðisþjónustu tóm- stundastyrki eins og Framsóknarflokkurinn boðar. Sá hópur getur ekki lagt út fyrir dýrum tómstundum fyrir börn sín og fengið hluta end- urgreiddan eins og gert var við sérstaka tóm- stundastyrki í kjölfar heimsfaraldurs. Það þarf að gera betur og við í Samfylkingunni ætlum að gera það. Við ætlum að bæta kjör barnafjölskyldna með alvöru norrænu barnabótakerfi. Við ætl- um að hækka lífeyri og minnka skerðingar. Þannig ætlum við strax að hækka frítekjumark öryrkja vegna atvinnutekna, sem hefur staðið óbreytt frá árinu 2010, úr 109 í 200 þúsund. Við ætlum að minnka kjarabilið þannig að öryrkjar nálgist að nýju lágmarkslaun í landinu en tekjubilið milli lægstu launa og lífeyris hefur aldrei verið meira en í tíð fráfarandi ríkisstjórnar. Við ætlum okkur að beita skatt- kerfinu þannig að eignamesta 1% landsmanna greiði hærri hlut af hreinum eignum sínum í samneysluna og ætlum að sækja meiri fjármuni með hækkun veiðileyfagjalds. Já, það er hægt að jafna kjörin í gegnum skattkerfið en til þess þarf pólitískt hugrekki og vilja til að jafna kjör íbúa landsins. Hvort tveggja höfum við í Samfylkingunni. Helga Vala Helgadóttir Pistill Við ætlum að jafna kjörin Höfundur skipar 1. sæti á lista Samfylkingar í Reykjavík norður. helgavala@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Ómar Friðriksson omfr@mbl.is V íða um land þurfa grunn- skólabörn að fara daglega langar leiðir með skólabíl- um á milli heimila og skóla. Á Suðurlandi eru skólaakstursleið- irnar þær lengstu á landinu og heild- araksturinn með börnin tæpir 1.200 kílómetrar á dag í landshlutanum, þar af 131 km á malarvegi og yfir fjölda einbreiðra brúa, skv. könnun fyrir fáeinum árum. Á seinasta skóla- ári hafði skólaaksturinn svo aukist í þremur sveitarfélögum. Voru þá t.d. eknir daglega 292 km til og frá skóla með börn í Skaftárhreppi og í Flóa- hreppi er heildarskólaaksturinn 244 km. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu Byggðastofn- unar fyrir samgöngu- og sveitar- stjórnarráðuneytið um vinnu- og skólasóknasvæði og almennings- samgöngur á landsbyggðinni. Mjög mismunandi er eftir lands- hlutum og sveitarfélögum hve langt börn þurfa að fara til að sækja grunn- skóla en hvergi þarf hærra hlutfall nemenda að sækja skóla í meira en 30 km fjarlægð frá heimili sínu en á Norðurlandi vestra. Um 8,5% grunn- skólabarna í landshlutanum er ekið daglega meira en 60 km til og frá skóla. Hið sama á við um 7% grunn- skólabarna bæði á Vesturlandi og á Vestfjörðum. Yfir 49 einbreiðar brýr Skólaakstursleiðir á Norður- landi vestra eru með þeim lengstu á landinu. „Samtals aka skólabílar rúma 1.000 km aðra leið á degi hverj- um, þar af eru tæpir 300 km á mal- arvegi. Skólabílar fara auk þess yfir 49 einbreiðar brýr. Oft fara skólabílar um lítið ekna vegi en gera verður þá kröfu að áhersla sé lögð á vegi sem um fara hópar skólabarna á degi hverjum,“ segir í skýrslunni. Á Vestfjörðum aka skólabílar 740 km fram og til baka á degi hverj- um, að hluta til á malarvegum og fara þarf yfir 14 einbreiðar brýr á leiðinni, auk þess sem á sumum þessara vega á Vestfjörðum er hætta á ofanflóðum og grjóthruni. Í skýrslunni er einnig fjallað um vinnusóknarsvæði, hversu langan veg margir íbúar þurfa að fara til að sækja vinnu og um stöðu almennings- samgangna í byggðarlögum um allt land. Á Vesturlandi hefur vinnusókn íbúa út fyrir heimabyggð verið tölu- verð. Fyrir fáeinum árum kom fram að fimm af hverjum tíu körlum sóttu vinnu út fyrir sína heimabyggð og tæplega þriðjungur kvenna. Á Norð- urlandi vestra þurfa væntanlega flestir að ferðast með einkabíl til vinnu þar sem almennings- samgöngur eru sagðar þjóna illa þörfum íbúa við að ferðast þar á milli þéttbýlisstaða. Á Norðurlandi eystra sóttu 25% þeirra sem virkir eru á vinnumarkaði vinnu út fyrir sína heimabyggð og fram kemur að skóla- nemendur á norðaustursvæðinu geta ekki nýtt sér neinar almennings- samgöngur til að sækja framhalds- skóla á Tröllaskaga, á Laugum og á Húsavík. Á Austurlandi hefur vinnu- sókn íbúa í Fjarðabyggð og á Héraði út fyrir heimabyggð verið töluverð og átti það við um fjóra af hverjum tíu. Um stöðuna á Suðurlandi segir að þjónustuframboð hjá Strætó sé minna í dag en það var 2016 til 2017. Breyta þurfi gjaldskrám svo stefna ríkisins í almenningssamgöngum nái fram að ganga. „Þegar rætt er um skólasókn í framhaldsskólana gleym- ist að börn af Suðurlandi sækja fram- haldsskóla á höfuðborgarsvæðinu og börn af höfuðborgarsvæðinu geta í stökum tilfellum sótt Fjölbrautaskóla Suðurlands (hestabraut og íþrótta- akademía).“ Ekið með skólabörn hundruð kílómetra Morgunblaðið/RAX Vetrarakstur Mismunandi er eftir svæðum hve langt er í grunnskóla. 8,5% barna á Norðurlandi vestra fara daglega yfir 60 km til og frá skóla. Staða almenningssamgangna á Suðurnesjum er langt frá því að vera góð. Það getur t.d. tekið starfsmann sem býr í Sandgerði og vinnur í Leifsstöð rúmar þrjár klukkustundir að komast til og frá vinnu með strætó þá níu kílómbetra leið sem tekur að öllu jöfnu átta mínútur að aka aðra leið. Íbúi í Garði sem vinnur í Grindavík á litla sem enga möguleika á að nota al- menningssamgöngur til og frá vinnu. „Verð á almennings- samgöngum er einnig veikleiki en í dag kostar fyrir fjögurra manna fjölskyldu, tvo fullorðna og tvö börn tæpar 10.000 kr. að fara fram og til baka milli Reykjanesbæjar og Reykjavík- ur,“ er haft eftir framkvæmda- stjóra Samtaka sveitarfélaga á Suðurnesjum í skýrslunni. Þá sé hátt hlutfall íbúa af erlendum uppruna á Suðurnesjum sem þekki ekki annað en að nota al- menningssamgöngur. Kostar fjöl- skyldu 10 þús. ALMENNINGSSAMGÖNGUR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.