Morgunblaðið - 16.09.2021, Blaðsíða 37
UMRÆÐAN 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2021
Samkeppnin um
sjónvarpsmínúturnar
er hörð þegar aðeins
níu dagar eru til al-
þingiskosninga. Mál-
flutningur flestra
frambjóðenda ein-
kennist af miklu hug-
myndaflugi þegar
kemur að nýjum rík-
isútgjöldum. Skatta-
sinnar telja að leysa
megi hvers manns vanda með aukn-
um ríkisútgjöldum og hærri skött-
um. Það virðist hins vegar oft vera
feimnismál hver eigi að greiða
reikninginn.
Slíkur málflutningur er ábyrgð-
arlaus og ekki í neinu samræmi við
stöðu ríkisfjármála. Árið 2021 var
144 milljarða króna halli á ríkis-
sjóði. Þá voru fjárlög yfirstandandi
árs afgreidd með 326 milljarða
króna halla en horfur eru á að hann
verði eitthvað lægri.
Skuldir í dag eru
skattur á morgun
Samstaða var um það meðal al-
þingismanna að reka ríkissjóð tíma-
bundið með miklum halla vegna
kórónukreppunnar. Forsenda slíkr-
ar skuldaaukningar var sterk staða
ríkissjóðs eftir mikla lækkun ríkis-
skulda í góðærinu 2014-2018. Hætt-
an er þó sú að tímabundinn halla-
rekstur ríkissjóðs verði varanlegur,
einkum ef vinstristjórn tekur við
valdataumum eftir kosningar. Við
þekkjum að ýmsir
„tímabundnir“ skattar
hafa orðið varanlegir.
Í kosningastefnu
Sjálfstæðisflokksins er
áhersla lögð á ábyrga
efnahagsstjórn og
skynsamleg ríkisfjár-
mál. Flokkurinn tekur
ekki þátt í því yfirboði
á skattfé, sem vinstri-
flokkarnir stunda nú í
aðdraganda kosninga.
Öll slík yfirboð eru
ávísun á aukna skulda-
söfnun og hækkun skatta eins og
landsmenn þekkja.
Vísum vandanum ekki til
komandi kynslóða
Eitt mikilvægasta verk næstu
ríkisstjórnar verður að lækka
skuldir ríkissjóðs. Auka þarf ráð-
deild í ríkisrekstri og örva hagvöxt
og auðvelda ríkinu þannig að greiða
niður skuldir sínar. Við þurfum að
vaxa upp úr vandanum með því að
auka verðmætasköpun og gera at-
vinnulífinu kleift að blómstra. Það
væri feigðarflan að reka ríkissjóð
með halla til langframa og vísa
vandanum þannig til komandi kyn-
slóða.
Oft vantar upp á að ríkisfjármál
séu rædd með ábyrgum hætti í
kosningabaráttunni. Margir fram-
bjóðendur tala fjálglega og dreymn-
ir á svip um mikla hækkun ríkis-
útgjalda og ný verkefni upp á
hundruð milljarða króna. Reikning-
inn á að senda á ríkissjóð, sem þýð-
ir að þjarma á enn frekar að skatt-
píndum almenningi. Oft vantar upp
á að stjórnendur umræðuþátta
krefji frambjóðendur um skýr svör
við því hvernig eigi að fjármagna
herlegheitin. Verður það gert með
hækkun skatta, nýjum lántökum,
óðaverðbólgu eða jafnvel þessu
öllu? Og hvernig á að eyða halla
ríkissjóðs, sem er auðvitað ærið
verkefni án þess að nokkur ný út-
gjöld bætist við?
Íslendingar axla nú næsthæstu
skattbyrðina innan OECD. Lof-
orðaflaumur vinstrisinnaðra fram-
bjóðenda þýðir að þeir vilja koma
Íslandi í efsta sæti yfir þyngstu
skattbyrðina.
Sjálfstæðisflokkurinn, XD, er
hins vegar eini flokkurinn, sem
leggur áherslu á traustan rekstur
ríkissjóðs og lækkun skatta.
Höfnum skattaglöðum
stjórnmálamönnum
Eftir Kjartan
Magnússon
Kjartan Magnússon
» Vinstriflokkarnir
boða stórhækkun
ríkisútgjalda. Þjarmað
skal enn frekar að skatt-
píndum almenningi.
Sjálfstæðisflokkurinn
leggur hins vegar
áherslu á ábyrga efna-
hagsstjórn og skyn-
samleg ríkisfjármál.
Höfundur skipar 4. sæti framboðs-
lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík-
urkjördæmi nyrðra.
kjartanmagg@gmail.com
til að auðvelda fyrirtækjum að ráða
fólk. Þá viljum við lækkun bifreiða-
gjalda um allt að 25% sem nýtist
hinum tekjulágu best. Miðflokk-
urinn hyggst hrinda í framkvæmd
því sjálfsagða réttlætismáli að af-
nema stimpilgjöld, hve sanngjarnt
er að setja sérstakan skatt á skuld-
ara? Þá viljum við fimmfalda frí-
tekjumark atvinnutekna í 500 þús-
und á mánuði, sem er sjálfsagt
réttindamál.
Þá viljum við afnema skattlagn-
ingu á hlunnindi starfsfólks enda
ósanngjarn tekjustofn því flest
hlunnindi tengjast með beinum
hætti vinnunni og eru því nauðsyn-
leg. Þá viljum við tryggja litlum
fyrirtækjum ríflegri skattaafslætti
með það að markmiði að styrkja og
bæta samkeppnisstöðu þeirra. Það
er erfitt fyrir litlu fyrirtækin að
halda sjó, það þarf aðstoða þau
enda ein helsta undirstaða atvinnu-
lífs landsmanna.
Skerðingar afnumdar
En þessi sanngirnis- og réttlæt-
isnálgun á að ná til fleiri. Eldri
borgarar geta ekki beðið lengur og
Miðflokkurinn leggur áherslu á að
núverandi fyrirkomulag skerðinga
verði afnumið og þess í stað komið
á sanngjörnu kerfi þar sem ævi-
starf fólks er virt og komið á já-
kvæðum hvötum sem stuðla að
vinnu, verðmætasköpun og sparn-
aði. Þeir sem vilja vinna lengur en
núverandi lög um starfslok gera
ráð fyrir eiga að hafa rétt á því.
Það er réttlátt og hagkvæmt fyrir
ríkissjóð, lífeyriskerfið og sam-
félagið allt. Sömu viðmið um sann-
girni, eðlilegt lífsviðurværi og já-
kvæða hvata skulu eiga við um
örorkulífeyri.
Innleiðum hagkvæmni
og skilvirkni
Það er mannúðlegt og hagkvæmt
að eyða biðlistum. Því fyrr sem
fólk fær lækningu því betra fyrir
einstaklinginn og samfélagið. Það
er líka hagkvæmt að byggja fleiri
hjúkrunarheimili og efla heima-
hjúkrun og þjónustuheimili sem
henta þeim sem hafa heilsu til.
Þegar við verðum búin að laga
kerfið mun fólk ekki heyra fleiri
fréttir um að- og fráflæðisvanda.
Þetta er allt spurning um skipulag
og góðan rekstur byggðan á skyn-
semi, ekki pólitískum kreddum.
Við erum mjög ánægð með það
loforð sem við höfum gefið kjós-
endum um að öllum íslenskum rík-
isborgurum, búsettum á Íslandi, 40
ára og eldri, býðst almenn heil-
brigðisskimun á þriggja ára fresti
þeim að kostnaðarlausu. Við viljum
nálgast hlutina á nýjan hátt og
þessi aðferð getur markað tímamót
í heilsufari þjóðarinnar.
Að lokum hvet ég lesendur til að
kynna sér stefnuskrá Miðflokksins
og þau 10 nýju réttindi fyrir ís-
lenska þjóð sem formaður flokks-
ins kynnti fyrir stuttu. Að lestri
loknum muntu komast að því að
loks eru komnar fram lausnir sem
munu raungera þá stefnu, sem leg-
ið hefur í láginni hjá öllum stjórn-
málaflokkum síðastliðin 20 ár, sem
nefnd hefur verið „stétt með stétt“
og við í Miðflokknum munum raun-
gera undir slagorðinu „stétt með
stétt – raunverulega“.
»Eldri borgarar geta
ekki beðið lengur og
Miðflokkurinn leggur
áherslu á að núverandi
fyrirkomulag skerðinga
verði afnumið
Höfundur er byggingarverkfræð-
ingur og skipar 2. sæti á lista Mið-
flokksins í Reykjavíkurkjördæmi
norður.
tomasellert@gmail.com