Morgunblaðið - 16.09.2021, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 16.09.2021, Blaðsíða 38
38 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2021 Tónlist fyrir sálina Matur fyrir líkamann Aðalstræti 2 | s. 558 0000 Kíktu til okkar í góðan mat og notalegt andrúmsloft Opnunartími Mán.–Fös. 11:30–14:30 Öll kvöld 17:00–22:00 Borðapantanir á matarkjallarinn.is Nýttu ferðagjöfina hjá okkur Eftir þungt efna- hagslegt högg sem fylgdi heimsfaraldri hefur mikið verið rætt um nauðsyn þess að fjölga stoðum at- vinnulífsins og styrkja þannig lands- hag. Flestir átta sig á því að það felast hættur í því að treysta eingöngu á fá- ar atvinnugreinar. Það gerir okkur sem þjóð berskjaldaða, því þegar þessar greinar verða fyrir höggi verður höggið svo þungt fyrir samfélagið allt. Ferðaþjónustan reyndist okkur mikil lyftistöng eftir hrunið. Sú at- vinnugrein reyndist landinu öllu og ekki síst byggðunum gríðarlega jákvæð og mikilvæg. Það leynir sér ekki þegar við ferðumst um landið og njótum nýrra veit- ingastaða og afþreyingar sem orð- ið hafa til á rúmum áratug. Ferða- þjónustan er og verður okkur áfram mikilvæg stoð. Leiðin til að fjölga stoðunum er ekki sú að tala niður þær greinar sem eru fyrir á fleti. Við eigum að vera stolt af ferða- þjónustunni. En við þurfum hins vegar að sækja markvisst fram á fleiri sviðum. Fjárfestum í há- skólum og rann- sóknum Grundvallarþáttur þess að fjölga stoðum atvinnulífs og veðja á nýsköpun er að fjár- festa markvisst í menntun og mennta- kerfinu. Menntun og nýsköpun verða nefnilega ekki í sundur slit- in. Á þetta hefur Viðreisn lagt mikla áherslu í umræðu um við- brögð við efnahagslega högginu sem fylgdi heimsfaraldri. Mér hef- ur hins vegar fundist sem und- irtektir hefðu mátt vera sterkari hjá fulltrúum annarra flokka og mér hefur raunar fundist áberandi hversu lítið vægi menntamál fá í þessari kosningabaráttu. Menntun leiðir til nýsköpunar og almennrar velferðar í samfélag- inu. Þetta er einfaldlega stað- reynd. Og það er mikilvægara en nokkru sinni fyrr að byggja skap- andi atvinnulíf með hugviti og þekkingu. Með því móti sköpum við eftirsóknarverð störf, aukum framleiðni og mótum samfélag sem laðar að sér hæfileikaríka ein- staklinga. Með þessu tryggjum við að ungt fólk sem sækir sér fram- haldsmenntun erlendis velji að snúa aftur heim. Liður í því að tryggja næstu kynslóð samkeppnishæf lífskjör er að störf á Íslandi standist sam- keppni að utan. Sú samkeppni snýst vissulega um kjör en ekki síður um hvernig störf við bjóðum, hvernig starfsumhverfi við bjóð- um, hversu auðvelt er að eignast heimili á Íslandi og hver daglegur kostnaður fjölskyldna er. Mennta- kerfið geymir lausnina við þeirri áskorun sem lýtur að því að hér verði til fjölbreytt og spennandi störf. Þess vegna er óviðunandi að Ísland skuli standa hinum Norð- urlandaþjóðunum að baki þegar litið er til fjármögnunar háskóla, til rannsókna og þróunar. Ísland er eftirbátur Norðurlandaþjóð- anna. Það er spegill á skammsýni stjórnvalda. Viðreisn menntunar Viðreisn hefur á fimm ára sögu sinni talað fyrir þeirri hug- myndafræði að nálgast beri út- gjöld til háskólanna sem langtíma- fjárfestingu. Viðreisn hefur frá upphafi lagt áherslu á að stjórn- völd eigi að standa með og standa vörð um háskólamenntun með því að gera háskólum kleift að sækja fram á sviði rannsókna. Vilji okk- ar stendur til þess að Íslendingar standi jafnfætis frændum sínum annars staðar á Norðurlöndunum hvað varðar framlög til háskóla- menntunar. Þegar Viðreisn var stofnuð árið 2016 settum við okk- ur þetta markmið fyrir árið 2022. Núverandi ríkisstjórn hefur þó fengið því áorkað að Ísland hefur nú náð OECD-meðaltalinu en töluvert er hins vegar í land til að komast í flokk með nágrannaþjóð- unum. Liður í því að sækja fram í menntamálum er að stjórnvöld setji sér metnaðarfull markmið og sjái tækifærin sem felast í menntakerfinu. Þau blasa við okk- ur. Liður í því að sækja fram sem samfélag er jafnframt að stjórn- völd séu meðvituð um og markviss í því að sjá og styrkja tengslin milli menntunar og nýsköpunar. Þá sýn hefur vantað hjá þeirri rík- isstjórn sem nú situr. Tækifærin í menntakerfinu Háskólar verða að vera fram- sýnir og það eru þeir. En það verða stjórnvöld líka að vera, því stjórnvöld eru bakhjarl skólanna. Það er þörf á stjórnmálaafli sem vill efla háskólana. Það er þörf á viðreisn háskólanna. Menntun og nýsköpun eru systur sem eiga að fá að ganga hönd í hönd. Það er ekki hægt að veðja á nýsköpun ef fókus á menntakerfið fylgir ekki með. Tækifærin í háskólamenntun, rannsóknum og nýsköpun blasa við. Þau þarf að grípa. Það verður best gert með því að veita háskól- unum sterkari stuðning. Þannig gefum við framtíðinni tækifæri. Grípum tækifærin í menntun og nýsköpun Eftir Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugs- dóttur » Liður í því að sækja fram í mennta- málum er að stjórnvöld setji sér metnaðarfull markmið og sjái tæki- færin sem felast í menntakerfinu. Þau blasa við. Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. thorbjorg.s.gunnlaugsdottir@althingi.is Franski landkönn- uðurinn, leiðang- ursstjórinn og lækn- irinn Jean-Baptiste Charcot (1867-1936) var einn þeirra merk- ismanna sem fyrstir könnuðu og kortlögðu haf- og landsvæðin umhverfis heim- skautin í byrjun síð- ustu aldar, en meðal annarra þekktra heimskautafara þessa tíma má nefna Amundsen, Scott, Nordenskjöld, Peary og Vil- hjálm Stefánsson. Í byrjun 20. aldar stóð Charcot fyrir og stjórnaði tveimur leið- öngrum til að kanna suðurskautið, og hafði þar vetursetu fyrstur Frakka. Eftir fyrri heimsstyrjöld- ina stjórnaði hann síðan fjölmörg- um þverfaglegum vísindaleið- öngrum á norðurslóðir, til Færeyja, Íslands, Jan Mayen og Grænlands. Þekktasta skip hans var Pour- quoi-Pas? – sérútbúið rann- sóknaskip með þremur rann- sóknastofum og bókasafni, allra fullkomnasta rannsóknaskip heims á þessum tíma. Í ferð- um þess voru gerðar margvíslegar vísinda- rannsóknir sem þykja stórmerkar enn þann dag í dag. Hinn 16. september 1936 strandaði Pour- quoi-Pas? í aftakaveðri á skerinu Hnokka út af Álftanesi á Mýrum í Borgarfirði. Þetta er eitt hörmulegasta sjó- slys Íslandssögunnar, en alls létust 39 manns og aðeins einn skipverjanna komst lífs af. Charcot eignaðist hér fjölmarga vini og hélt góðu sambandi við þá allt þar til yfir lauk. Þegar minn- ingarsamkoma um hina látnu var haldin í Kristskirkju, áður en líkin voru flutt til Frakklands, var öllum verslunum í Reykjavík lokað. Það mun vera einsdæmi í Íslandssög- unni að erlendum manni sé sýndur viðlíka sómi. Hvað hefur verið gert og hvernig stendur til að halda minningu Charcots lifandi á Íslandi? Hér að framan var minnst á lágmyndina við HÍ, en margt fleira má nefna og er eflaust ekki allt upptalið: nokkrir úr áhöfninni eru grafnir í Fossvogskirkjugarði í Reykjavík, minnismerki er á Álftanesi á Mýr- um, um það bil tveimur kílómetrum frá skerinu Hnokka sem Pourquoi- Pas? steytti á, en flest líkin rak einmitt á land í fjöru í Straumfirði þar nærri. Austur á Fáskrúðsfirði er stytta eftir Einar Jónsson sem hann gerði til minningar um áhöfn- ina og afsteypu af þessari sömu styttu er að finna í Saint-Malo á Bretagneskaga í Norður-Frakk- landi, en þar var Pourquoi-Pas? einmitt smíðað á sínum tíma. Þá styttu gaf íslenska þjóðin Frökkum þegar Björn Bjarnason fór þangað í opinbera heimsókn árið 1998. Kvikmyndaleikstjórinn Kristín Jóhannesdóttir gerði árið 1992 kvikmynd, Svo á jörðu sem á himni, sem að hluta til byggist á þessum atburði. Til er kantata eftir Skúla Halldórsson sem skrifuð er í minningu áhafnarinnar. Í það minnsta tvær bækur hafa verið gefnar út, önnur eftir Sigurð Thorlacius, Charcot á suðurskaut- inu, og hin eftir Þóru Friðriksson, sem nefnist einfaldlega Dr. Jean- Baptiste Charcot, en hún var mikil vinkona Charcots á sínum tíma og forseti Alliance francaise um árabil. Við þetta má bæta fjölmörgum blaðagreinum og söguþáttum, m.a. eftir Árna Óla, en mest hefur þó Elín Pálmadóttir skrifað um Char- cot í Morgunblaðið í gegnum árin og almennt um samskipti Frakka og Íslendinga í gegnum aldirnar sem kunnugt er. Við Íslendingar erum staðráðnir í að halda á lofti og heiðra minn- ingu Charcots og hans manna. Þeg- ar 70 ár voru liðin frá því Pour- quoi-Pas? strandaði við Ísland, haustið 2006, var efnt til ráðstefnu um Charcot í Háskóla Íslands, áð- urnefnd bók Serga Kahn kom út á íslensku um svipað leyti og í febr- úar 2007 var opnuð sýning, Heim- skautin heilla, í Háskólasetrinu í Sandgerði um vísindaleiðangra Charcots, sýning sem síðan hefur verið þróuð áfram og er nú orðin safn eða Charcot-setur á Íslandi. Haldin var önnur ráðstefna árið 2016 og í millitíðinni höfum við boðið fyrirlesurum að halda svo- kallaðan Charcot-fyrirlestur. Á þessu ári var fyrirhugað að halda enn eina ráðstefnuna hér, en nú eru rétt 85 ár liðin frá strandi Pourquoi-Pas? hér við land. Af því verður ekki að sinni vegna heims- faraldursins sem við göngum í gegnum nú um stundir. Minning þessara merku frönsku frumkvöðla lifir í huga vinaþjóðanna Íslendinga og Frakka og þeir hafa vottað Charcot og hans mönnum virðingu sína og m.a. sýnt það í verki. Annars vegar nefnist eitt nýjasta og glæsilegasta hafrannsóknaskip þeirra Pourquoi-Pas? og hins vegar er glænýr ísbrjótur og lúx- usfarþegaskip frönsku farþega- skipaútgerðarinnar Ponant nefnt eftir Charcot, en það nefnist Le Commandant Charcot og er vænt- anlegt hingað til lands í fyrsta skipti næsta vor. Þá gefst vonandi enn eitt tækifærið til að minnast þessa merka Íslandsvinar og rifja upp vísindaleiðangra hans, sem lögðu grunninn að ýmsum merkum rannsóknum nútímans, meðal ann- ars í loftslagsmálum. Áttatíu og fimm ár liðin frá strandi Pourquoi-Pas? við Ísland Eftir Friðrik Rafnsson »Nú eru rétt 85 ár lið- in frá strandi Pour- quoi-Pas? hér við land. Minning þessara frum- kvöðla lifir í huga vina- þjóðanna Íslendinga og Frakka. Friðrik Rafnsson Höfundur er þýðandi og leiðsögumaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.