Morgunblaðið - 16.09.2021, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 16.09.2021, Qupperneq 46
46 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2021 ✝ Jón Svein- björnsson fæddist í Reykjavík 27. júlí 1928. Hann lést 1. september 2021. Foreldrar Jóns voru hjónin Sveinbjörn Jónsson hæstaréttar- lögmaður, f. 5.11. 1894, d. 27.10. 1979, og Þórunn Bergþórsdóttir húsmóðir, f. 8.11. 1895, d. 13.10. 1949. Systir Jóns var Helga Bergþóra auglýs- ingateiknari, f. 6.3. 1933, d. 21.11. 2000. Jón kvæntist 5. september 1954 Guðrúnu Magnúsdóttur húsmóður, f. 23.8. 1932. For- eldrar hennar voru Magnús Bjarnason skipasmíðameistari, f. 30.12. 1900, d. 8.12. 1992, og Ingibjörg Halldórsdóttir hús- móðir, f. 29.10. 1906, d. 3.8. 1999. Börn Jóns og Guðrúnar eru: 1) Sveinbjörn verkfræðingur, f. 26.12. 1954, hann á fjórar dæt- ur: a) Guðrúnu Eddu verkfræð- ing, f. 22.10. 1984, móðir Jenný Gunnarsdóttir, f. 1.3. 1957. Dætur Guðrúnar Eddu og Just- in Christopher Shouse, f. 16.9. 1981, eru Sóley Lilja, f. 12.12. 2017, og Alma Ingibjörg, f. 6.5. 2021. Maki Sveinbjörns er Sig- b) Alexander Jose verk- fræðinemi, f. 25.7. 1996, og c) Anna Guðrún viðskipta- fræðinemi, f. 26.8. 2000. 4) Halldór lögmaður, f. 23.7. 1966, synir hans og Önnu Dóru Helgadóttur lögfræðings, f. 6.5. 1966, eru: a) Helgi, tölfræð- ingur og tölvunarfræðingur, f. 17.8. 1994, og b) Jón Sveinbjörn fjármálastærðfræðingur, f. 30.9. 1996. 5) Ingibjörg, land- fræðingur og dósent, f. 1.4. 1969, synir hennar og Richards Fraser Yeo eðlisfræðings, f. 3.12. 1966, eru: a) Bergur Helgi, f. 2.11. 2003, og b) Jón Björn, f. 5.8. 2005, framhalds- skólanemar. Jón ólst upp við Marargötu í Reykjavík en síðan í Ártúns- brekku við Elliðaár. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1948, fil. cand.-prófi í grísku, trúar- bragðafræðum og heimspeki frá Uppsalaháskóla árið 1955, cand. theol. prófi frá Háskóla Íslands árið 1959. Stundaði framhaldsnám í grísku og nýja- testamentisfræðum við Upp- salaháskóla og við Háskólann í Cambridge á Englandi. Starfaði við þýðingar biblíunnar 1962- 2005, lektor í grísku við guð- fræðideild HÍ árið 1966, dósent 1971 og prófessor 1974-1998. Sæmdur heiðursdoktorsnafnbót við Háskóla Íslands árið 2000. Útförin fer fram frá Dóm- kirkjunni í dag, 16. september 2021, klukkan 13. Streymt verður frá útför: https://youtu.be/56eT7BflY3Q Hlekk á streymi má finna á: https://www.mbl.is/andlat rún Kristjánsdóttir hjúkrunarfræð- ingur, f. 6.7. 1953, þau eiga b) Helgu verkfræðing, f. 22.4. 1985, dætur hennar og Braga Kárasonar, f. 18.6. 1981, eru Hrefna, f. 28.12. 2011, og Lóa, f. 19.9. 2013. c) Hjördísi við- skiptafræðing, f. 17.3. 1990, dætur hennar og Kára Einarssonar, f. 29.7. 1986, eru Harpa, f. 16.10. 2017, og Rakel, f. 16.1. 2020. d) Hildi hagfræðing, f. 19.8. 1993, dæt- ur hennar og Sverris Eðvalds Jónssonar, f. 24.5. 1992, eru Birta Kolbrún, f. 20.10. 2019, og Erla Sigrún, f. 26.5. 2021. 2) Þórunn Bergþóra, tölv- unarfræðingur og kennari, f. 12.4. 1957, börn hennar og Birgis Bachmann, sjómanns og skrifstofumanns, f. 23.12. 1952, eru: a) Unnur lögfræðingur, f. 19.7. 1988, maki Trausti Páll Þórsson, f. 26.4. 1988, og b) Jón byggingafræðingur, f. 23.2. 1990. Áður átti Birgir Höllu, f. 1.5. 1979. 3) Magnús Bjarni iðn- aðartæknifræðingur, f. 12.11. 1964, börn hans og Lucia Am- oros verkfræðings, f. 30.3. 1964, eru: a) Jón Tómas sjáv- arvistfræðingur, f. 12.1. 1995, Tengdafaðir minn hann Jón Sveinbjörnsson er dáinn 93 ára að aldri. Ég kynntist honum fyrir um 35 árum þegar við Þórunn dóttir hans fórum að búa saman. Hann kom mér fyrir sjónir sem mjög þægilegur og heimakær fjölskyldumaður. Hann var pró- fessor í guðfræðideild við Há- skóla Íslands og þegar hann var ekki þar við vinnu undi hann sér best heima þar sem hann vann við biblíuþýðingar og vinnu í garðinum. Samhliða kennslu vann hann að endurskoðun á nýja testa- mentinu sem út kom 1981 og þýð- ingu á nýja testamentinu og bréf- um þess sem út kom 2007. Sú þýðing var þýdd úr frummálinu og var markmiðið að hún yrði á góðu samtímamáli og erfið bibl- íuorð þannig þýdd að þau yrðu öllum auðskiljanleg. Eitthvað var vikið frá þessu markmiði á síð- ustu stigum þýðingarinnar og var Jón afar ósáttur við það og sagði sig frá verkinu. Hann vildi að allir gætu lesið biblíuna á nútímamáli sér til skilnings. Garðurinn í Ártúnsbrekku er feikistór. Sveinbjörn faðir Jóns hóf þar trjárækt þegar hann flutti þangað 1934 og Jón erfði skógræktaráhugann frá föður sínum. Þar eyddi hann miklum tíma í að planta, slá og snyrta til og ber garðurinn þess merki. Á veturna voru trén snyrt og þá fór hann með hvert kerruhlassið á eftir öðru í Sorpu á Súkkunni sinni. Á sumrin var garðurinn alltaf nýsleginn og eins og lysti- garður þannig að eftir var tekið. Jónsmessugangan í Elliðaárdaln- um endaði oftast í garðinum hjá Jóni þar sem hann sýndi fólki garðinn meðan heilsan entist. Þegar starfsævinni lauk hafði hann enn meiri tíma til að vinna í garðinum en var einnig að dunda sér við þýðingar á verkum forn- grískra heimspekinga sem hann hafði mikið dálæti á eins og t.d. Epiktet, Platon og fleirum. Hann náði ekki að ljúka þeirri þýðingu þannig að hann væri ánægður með. Jón kynntist eftirlifandi eigin- konu sinni, Guðrúnu Magnús- dóttur, á námsárum sínum í Sví- þjóð. Þau áttu saman fimm börn og afkomendurnir eru orðnir fjöl- margir. Jóni þótti einkar vænt um þau öll og þótti ekki verra ef hann gat strítt þeim aðeins. Með- an börnin okkar Þórunnar voru yngri vorum við þar yfirleitt á að- fangadagskvöld. Það var erfið stund fyrir börnin þegar afi þurfti að leggja sig eftir matinn og hlusta á messuna og ekki búið að opna einn einasta pakka. Og þegar messan var loksins búin og afi fór að deila út pökkum var hann jafnvel ákafari og æstari en börnin svo pakkar og pappír utan af þeim flugu um alla stofuna. Síðustu árin dró mjög úr þrek- inu og síðustu tvö árin voru Jóni erfið. Hann gat ekki gengið um garðinn með sögina sína eða sláttuvélina og hann hætti að geta grúskað í bókunum sínum eins og hann hafði alla tíð gert. Ég vil þakka fyrir góðar og notalegar samverustundir og votta Guðrúnu og nánustu ætt- ingjum Jóns innilega samúð. Birgir Bachmann. Ég hitti Jón, tengdaföður minn, fyrst fyrir rúmlega þrjátíu árum er við Halldór fórum að stinga saman nefjum. Það var á heimili þeirra sem alltaf var nefnt Ártúnsbrekka en telst nú til Raf- stöðvarvegar. Heimili þetta var að því leyti sérstakt að þarna hafði stórfjölskyldan búið en fað- ir Jóns lét byggja húsið á sínum tíma og bjó þar fram að andláti ásamt börnum sínum, tengda- dóttur og barnabörnum. Húsið stendur á stórri lóð sem Svein- björn hóf skógrækt á. Tók Jón við húsinu af föður sínum og hélt áfram skógrækt á lóðinni. Jón tók mér strax vel og sýndi mér alla tíð mikla vinsemd og væntumþykju. Þegar við Halldór kynntumst var Jón prófessor við Guðfræðideild Háskóla Íslands. Sinnti hann kennslu við skólann auk þýðinga og lagði metnað í störf sín. Heima fyrir naut Jón sín best í garðinum sínum við skógrækt en garðurinn var enda- laus uppspretta verkefna sem gaman var að aðstoða hann við. Meðal annars þurfti að saga greinar og tré og sinnti Jón því langt fram á níræðisaldur með handsög að vopni. Jón var laus við allt prjál og kom til dyranna eins og hann var klæddur. Hann var heiðarlegur og nægjusamur og hafði ríka kímnigáfu. Lagði hann áherslu á að börn sín væru ætíð þau sjálf í samskiptum við fólk. Jóni leið alltaf best í Ártúnsbrekku um- kringdur fjölskyldu sinni og kisu en fjölskyldan hafði fyrir sið að hittast þar á laugardögum í kaffi. Bar Jón hag fjölskyldu sinnar fyrir brjósti og var umhugað um að fólkinu sínu farnaðist vel og sýndi hann það allt fram á dán- ardag. Ég minnist Jóns með mikilli hlýju og þakklæti. Guð blessi minningu hans. Anna Dóra. Þá er runnin upp sú stund sem við vissum svo sem að kæmi ein- hvern tíma, að Jón afi er fallinn frá eftir langa og gæfusama ævi. Við eyddum svo miklum tíma hjá afa og ömmu í Ártúnsbrekku að flestar minningarnar renna í raun saman. Afi var stöðugt að vinna í garðinum eða einfaldlega rölta um og njóta garðsins. Þegar við vorum inni, þá heyrði maður reglulega einkennandi blásturs- blístrið hans þegar hann labbaði á milli herbergja. Flestar minn- ingar af honum eru af honum inni á kontór að grúska, í garðinum með klippur eða sög, sitjandi með fjölskyldunni inni í stofu að spjalla um heima og geima. Þá var hann mikill kisukarl og lék sér oft við kisu. Sagði okkur frá því að hann hefði átt kött allt sitt líf. Afi fylgdist alltaf spenntur með því sem við vorum að læra og gaf okkur góð ráð þegar við fór- um til útlanda í nám. Hann kynnti okkur stóuspeki og sagði okkur að það væri mikilvægt veganesti, sérstaklega ef eitthvað kæmi fyr- ir eða ef maður fengi ekki það sem maður vildi. Afi grínaðist oft og var að eigin sögn mikill prakk- ari í æsku. Hann virtist alltaf eiga tíma fyrir okkur afabörnin, smyrja afabrauð handa okkur og segja okkur hvernig hlutirnir voru í gamla daga. Þrátt fyrir Co- vid-19 þá tókst fjölskyldunni að hittast reglulega. Síðustu dagana fór hann yfir lífshlaup sitt og var sáttur og tilbúinn að fara. Tveimur dögum fyrir kveðjustundina fór kisa líka í heimsókn til þeirra, og lá malandi á milli afa og ömmu. Við erum þakklátir fyrir allar sam- verustundirnar og munum geyma þær í minningunni um ókomna tíð. Helgi og Jón Sveinbjörn. Þótt við hefðum búið á Spáni, þá hittum við afa og ömmu reglu- lega. Við fórum til þeirra í sum- arfríum og mörg jól en þau komu líka út til okkar og nutu þess að vera með okkur á ströndinni. Það fyrsta sem við báðum afa um var „afabrauð“ en hann gerði fyrir okkur ristað brauð með smjöri og osti sem okkur fannst svo gott. Við bjuggum meira að segja til smá lag sem við sungum til að biðja um brauðið „Afabrauð, heitt og gott.“ Honum fannst gaman þegar við komum og lék með okk- ur. Einnig fannst honum gaman að sýna okkur myndir og tala um fjölskylduna en fjölskyldan var honum dýrmæt. Afi hafði skemmtilegan húmor og gat ver- ið dálítið stríðinn, en alltaf í gríni. Alla laugardaga og sunnudaga komu allir sem gátu upp í Ártúns- brekku í kaffi. Það voru oft mjög margir sem komu, enda fjöl- skyldan orðin stór. Afi var gáf- aður og vel að sér og alltaf svo góður við okkur. Við höfum alltaf litið upp til hans og við eigum honum svo margt að þakka. Nú síðustu ár höfum við síðan búið á Íslandi. Það var erfið ákvörðun að ákveða að flytja til Íslands en það hjálpaði að vita af afa og ömmu og getað farið daglega að heimsækja þau. Afi sýndi áhuga á því sem við vorum að gera og átt- um við oft skemmtileg samtöl. Okkur fannst afi stundum alvar- legur sem krakkar en hann var alltaf mjög vingjarnlegur og skemmtilegur við okkur. Það var síðan frábært að kynnast honum betur sem fullorðið fólk og verða raunverulegur vinur. Hann kynnti fyrir okkur lífspeki Stoiko og kenndi okkur að nálgast hluti og fólk með opnum hug, en afi var lifandi ímynd þess að vilja alltaf halda áfram að læra og nema nýja hluti. Hann vildi endilega læra spænsku og vorum við stundum að kenna honum orð og setningar. Honum þótti mjög vænt um kisuna sína og sagði okkur sögur frá kisunum sem hann átti sem krakki. Hann var einnig þakklátur ömmu Guðrúnu sem stjórnaði alltaf öllu á heim- ilinu. Þau voru svo flott saman. Hann gleymist okkur aldrei og mun lifa í huga okkar og gefa okkur orku og ást. Við vitum að hvar sem hann er, þá er hann í mikilli ró. Takk elsku afi. Jón Tómas, Alexander Jose og Anna Guðrún. Elsku afi. Það var alltaf gott að koma í Ártúnsbrekku til ykkar ömmu. Garðurinn leikur stórt hlutverk í æskuminningum okkar allra og okkur finnst verðmætt að dætur okkar flestar hafa fengið að upp- lifa gleðina að koma í Ártúns- brekku og hitta langömmu og langafa. Minningarnar munu ylja okk- ur um ókomna tíð. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Hvíl í friði, elsku afi. Guðrún Edda, Helga, Hjördís og Hildur Sveinbjörnsdætur Sælt er að endurminnast glaðra haustdaga 1967, þegar hafið var nám við guðfræðideild Háskóla Íslands. Kennarar orð- lagðir heiðursmenn, ógleyman- legir. Jón Sveinbjörnsson kenndi grísku, síra Magnús Már Lárus- son kirkjusögu og nýjatesta- mentisfræði, síra Jónas Gíslason kirkjusögu, síra Björn Magnús- son guðfræði Nýja testamentis- ins og kennimannleg fræði, síra Jóhann Hannesson heimspeki, trúfræði og prédikunarfræði, Björn Björnsson siðfræði, Þórir Kr. Þórðarson hebresku og guð- fræði Gamla testamentisins og Róbert Abraham Ottósson messusöngfræði. Jón Sveinbjörnsson Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, GUÐBJÖRG ÞORLEIFSDÓTTIR, Hrísmóum 1, Garðabæ, lést á hjúkrunarheimili Hrafnistu, Hraunvangi í Hafnarfirði, sunnudaginn 12. september. Útförin fer fram frá Vídalínskirkju klukkan 14 mánudaginn 20. september. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarfélög. Sigurborg Sigurðardóttir Ljótur Ingason Svanhvít Sigurðardóttir Ragnar Jörundsson María Sigurðardóttir Páll Sigurðsson Halldór Ó. Sigurðsson Margrét H. Hjaltested Þóra Sigurðardóttir Sigurður G. Jóhannsson Ingvar E. Sigurðsson Edda Arnljótsdóttir Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGRÚN SIGURÐARDÓTTIR, Heiðargerði 58, Reykjavík, lést á Landspítalanum sunnudaginn 12. september. Útför hennar fer fram frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 23. september klukkan 13. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki krabbameinsdeildar Landspítalans fyrir einstaka umönnun og hlýhug. Árni Þór Kristjánsson Fjölnir Þór Árnason Björg Alexandersdóttir Guðrún Árnadóttir Martin Kollmar Fróði Árnason og barnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, sonur og tengdasonur, ÞORSTEINN VALSSON, Stuðlaseli 1, Reykjavík, lést miðvikudaginn 8. september. Útförin fer fram frá Seljakirkju þriðjudaginn 21. september klukkan 13. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþökkuð en þeim er vildu minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið. Mínerva Gísladóttir Anna Pála Þorsteinsdóttir Guðmundur I. Hammer Gísli Þráinn Þorsteinsson Sara Atladóttir Snjólaug Þorsteinsdóttir Anna Pála Þorsteinsdóttir Snjólaug Kristinsdóttir Gísli Sæmundsson Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGURRÓS UNNUR SIGURBERGSDÓTTIR, Rósa, Lindargötu 57, áður Laugarásvegi 60, Reykjavík, andaðist á Landspítalanum í Fossvogi 6. september. Útförin fer fram í dag fimmtudaginn 16. september klukkan 13 frá Áskirkju. Alúðarþakkir færum við starfsfólki Vitatorgs, Múlabæjar og bráðaöldrunarlækningadeildar B4 á Landspítalanum Fossvogi. Guðmundur Gunnarsson Margrét María Þórðardóttir Oddný Sigurborg Gunnarsd. Gunnar Steinn Gunnarsson Berit Solvang Einar Örn Gunnarsson Margrét Stefánsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Okkar yndislega eiginkona, móðir, systir, mágkona, amma, langamma og frænka, MARÍA FRÍMANNSDÓTTIR, er látin. Útförin fer fram frá Háteigskirkju föstudaginn 17. september klukkan 13. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Thorvaldsensfélagið. Baldur Ólafsson Rósa Kristín Baldursdóttir Vilhelm Frímann Frímannss. Hildur Gísladóttir og fjölskyldur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.