Morgunblaðið - 16.09.2021, Síða 47

Morgunblaðið - 16.09.2021, Síða 47
Þótt prófessor Jón Svein- björnsson væri allajafna alvar- legur í bragði og líkast til ekki allsendis laus við feimni, þá fór stór góðvild hans og hugarhlýja í garð okkar græningjanna ekki fram hjá neinum og það var með öllu ómetanlegt að kynnast hon- um fyrstum manna í V. kennslu- stofu. Það er sögn, að kennari geti ekki kennt neitt annað en sjálfan sig; það, sem hinn vandaði fræðari glæddi með okkur, hefur haldið velli til þessa dags. Framan af kenndi hann grísku, en þar kom að hann tók að lesa fyrir guðfræði Nýja testa- mentisins. Við stöðvuðumst við hið óviðjafnanlega 20. vers í 1. kapítula Jóhannesarguðspjalls, þar sem frændi frelsarans og fyr- irrennari, göfugmennið Jóhannes skírari Sakaríason, svarar spurn- ingunni um það hvort hann sé Kristur. Þessi málsgrein er svo full alvöru og hátíðleg að engu er líkara en lesandinn fái að sitja hið næsta guðspjallamanninum: „kaí homológesen kaí ouk ernésato, kaí homológesen hoti Ego ouk eimi ho Xristos.“ (Og hann játaði og neitaði ekki, og hann játaði: „Ekki er ég hinn Smurði.“) Í nýj- ustu útgáfu Biblíunnar hafa töfrar þessarar setningar fölnað nokkuð svo að nú stendur skrifað: Hann svaraði ótvírætt og játaði: „Ekki er ég Kristur.“ Í þýðinganefnd Nýja testa- mentisins sat prófessor Jón um áratuga skeið. Honum var í mun að koma merkingu textans á ís- lenskt mál, sem lesandinn ætti auðvelt með að skilja og heim- færa að eigin aðstæðum. Var hann því mjög mótfallinn hvers konar „orðabókarþýðingum“ þar sem orð er þýtt með orði. Þá taldi hann, að grunnnám í guðfræði ætti að stefna að því að þjálfa stúdenta í lestri trúar- og tilvist- artexta. Rómverski stjórnmálamaður- inn og rithöfundurinn Marcús Túllíus Cicero (106-43 f. Kr.) komst svo að orði í hinu góðfræga riti sínu Um ellina: „Sagt er að Marcús Valeríus Corvínus, sem varð hundrað ára, hafi á efri ár- um sinnt ræktun og umbótum á búgarði sínum.“ Prófessor Jón varð maður gamall og hélt áhuga sínum og gagnrýnni hugsun. Hann hafði þá hamingju að eiga alla ævi heima í Elliðaárdalnum. Efalítið hefur eflt hreysti hans eljusemin í trjá- garðinum, sem faðir hans kom á laggirnar umhverfis heimilið. Honum var í blóð borin næm til- finning fyrir því seiðandi magni, sem býr í moldinni, og hann gekk um garðinn á réttnefndum rækt- unarskóm, teygaði ilminn af ungri björk og gældi grænum fingrum við fínlegan börkinn. Þökk sé Guði fyrir merkan læriföður. Hann blessi minningu Jóns Sveinbjörnssonar og verndi og styrki ástvini hans alla. Gunnar Björnsson, pastor emeritus. Mín fyrstu kynni af Jóni Svein- björnssyni voru hlýlegt handtak er hann tók á móti okkur grísk- unemum á fyrsta misseri í guð- fræðideild. Heilsaði öllum við dyrnar, elskulegur í fasi. Reynd- ist afbragðs grískukennari og greinin skemmtileg, þó að hebr- eskan ætti svo eftir að heilla mig enn meira og verða grunnurinn að mínu fagi. Þegar litið er yfir farinn veg þá er hin langa samleið á eina lund. Mörkuð af velvild læriföður og vináttu samkennara. Hann var ekki mælskastur kennara, styrk- leiki hans lá á öðrum sviðum. Hann hvatti nemendur til að hugsa sjálfstætt, öll kennsla hans miðaði að því. Hann var jákvæður og uppbyggilegur. Jón sótti mikið ráðstefnur og málþing erlendis og kom alltaf heim hlaðinn bókum og hug- myndum. Miðlaði og örvaði til dáða. Hans helsta fræðasvið voru biblíuþýðingar. Var aðalþýðandi N.t., í útgáfunum 1981 og 2007. Réð mig snemma til verka tengdra biblíuþýðingum, fyrst fyrir útgáfuna 1981 og síðar m.a. að samstarfsverkefni fjögurra háskólastofnana við gerð Orða- lykils að Biblíunni (1994). Það var eitt einkenni Jóns að stuðla að tengslum fræðigreina. Kynni mín af biblíufræðasetrinu Tyndale House í Cambridge og reglulegar heimsóknir þangað átti ég Jóni að þakka. Þar hafði hann oft dvalist, hrifist og vildi að fleiri fengju að njóta. „Áhrifajafngildi“ var hugtak sem lýsti afstöðu Jóns til biblíu- þýðinga. Markmiðið var að nú- tímaþýðingar hefðu sömu áhrif og hinar fornu þýðingar frekar en að stefnt væri að orðréttum þýð- ingum. Jón sá til þess að Eugene A. Nida (1914-2011 ), heimskunn- ur frumkvöðull málvísindarann- sókna sem Jón kynnti í kennslu og notaði, var gerður að heiðurs- doktor við guðfræðideildina 1986. Þrátt fyrir hógværð sína gat Jón verið ákveðinn og fastur fyr- ir. Ég komst fljótt að því að hann réð líklega meiru við deildina en þeir sem hærra og meira töluðu. Það var eins og stundum væri stutt í fag föður hans, lögfræðina. Þegar kom að reglugerðasmíð var það oft Jón sem samdi text- ann og útfærði stefnuna. Átti t.d. stóran þátt í stofnun og uppbygg- ingu Guðfræðistofnunar 1975. Eftir að Jón lét af störfum við HÍ hefur hann helgað sig sínum sælureit inni í Ártúnsbrekku. Þar hafði faðir hans byrjað trjárækt á sínum tíma og Jón sinnti trjánum vel, hæstu trjánum í Reykjavík. Grisjaði og nostraði, þekkti orð Jobsbókar um að „tréð á sér framtíð“ (Jb 14.7). Þangað var alltaf gott að koma og Guðrún kona hans beið með hlaðið köku- borð. Jón var húmoristi og léttur í lund. Saga sem ég hafði heyrt og rifjaði upp við Jón var á þá leið að hann prófessorinn hefði verið kominn hátt upp í eitt hæsta tréð í garðinum sínum í ákafri grisj- unarvinnu en óvart sagað af greinina sem hann sat á og hafn- að á spítala fyrir vikið! „Meiri lygin í þér,“ sagði hann skelli- hlæjandi og bætti við: „En sagan er góð!“ Fyrir hönd starfsfólks guð- fræði- og trúarbragðafræðideild- ar þakka ég Jóni langa og dýr- mæta þjónustu við guðfræðina. Guð blessi minningu kærs læri- meistara, samkennara og vinar og styrki ástvini hans í sorginni. Gunnlaugur A. Jónsson. Við fráfall góðs nágranna og vinar, Jóns Sveinbjörnssonar, viljum við þakka honum sam- fylgdina í hartnær hálfa öld og kveðja með nokkrum orðum. Raf- stöðvarhverfið við Elliðaárnar er samfélag sem tengdi á árum áður marga íbúa þess vináttuböndum eins og þeir þekkja sem hér skrifa. Jón og Guðrún kona hans eiga snaran þátt í því að svo var. Um Jón má segja að hann hafi verið maður sem ræktaði garðinn sinn í eiginlegri og óeiginlegri merkinu þess orðs. Starf hans sem kennari í guðfræðideild Há- skóla Íslands og vinna hans að nýrri þýðingu á texta biblíunnar er mikilsvert framlag til sam- félags okkar og mun lengi halda á lofti nafni þeirra sem að því störf- uðu. Boðskapur og heilræði bibl- íunnar þarf að vera á tungumáli hvers tíma og fela í sér skilning á efninu sem lesandinn nemur, íhugar og sækir styrk í. Jón ræktaði einnig garðinn í bókstaflegri merkingu. Trjálund- urinn við heimili þeirra Guðrúnar er einstök smíð og lýsandi um garðyrkjumanninn. Greniplöntur sem plantað var af foreldrum Jóns, þeim Sveinbirni Jónssyni og Þórunni Bergþórsdóttur, og ýmsir höfðu efasemdir um, eru nú þróttmikil og hæstu grenitré í Reykjavík. Fjölmargar aðrar trjátegundir vaxa þar einnig og njóta skjóls og umhirðu garð- yrkjumannsins. Eljusemi Jóns við gróðurinn er við brugðið og hefur haft smitandi áhrif á ná- granna. Og þessu sinnti hann meðan stætt var. Rafstöðvar- hverfið með sinn mikla gróður og Elliðaárdalurinn í heild er nú orð- ið að athvarfi fólks til útivistar og íhugunar í önn dagsins. Það var öðruvísi umhorfs við rafstöðina þegar þar var fyrst plantað og svæðið undirlagt af bresku setu- liði. Framtak og framsýni í trjá- og gróðurrækt er veglegur minn- isvarði um þá sem þar stóðu að verki og Jón og hans fólk á heiður skilinn fyrir. Mannrækt Jóns viljum við ennfremur þakka. Honum var í mun að börnum þeirra hjóna vegnaði vel á lífsleiðinni og hvatti þau til mennta og að hasla sér völl hvert á sínu sviði. En hann gerði fleira því hann var áhugasamur um vegferð nágranna sinna og okkar barna. Stuttar heimsóknir milli bæja og árviss heimboð á Þorláksmessu var jafn sjálfsagt eins og að daginn væri farið lengja. Fyrir tryggð og vináttu þeirra hjóna, Jóns og Guðrúnar, viljum við einlæglega þakka. Við vottum Guðrúnu, börnum og fjölskyldunni okkar dýpstu hluttekningu við fráfall góðs ná- granna og vinar. Sigríður, Kristján, Hildur og Magnús. Hann var einstakur maður í sinni röð og mikill skóli að kynn- ast honum. Við undirbúning á útgáfu Bibl- íunnar 1981 voru nokkrir guð- fræðistúdentar kallaðir til að prófarkalesa textann. Ég vann við það í tvö sumur og parta úr tveimur vetrum jafnframt námi. Gegnum þessa vinnu kynntist ég Jóni Sveinbjörnssyni prófessor afar vel. Maður fór með prófark- irnar að ritum Nýja testament- isins til hans. Þeir fundir urðu stundum langir og hann bauð gjarnan upp á vindil og það var oft reykt reiðinnar ósköp og rætt um texta og rýnt í þá gegnum vindlamökkinn. Svart kaffi drukkið ómælt. Þetta voru merkilegar textamenntastundir og ný sjónarhorn komu iðulega upp. Jón var þó ekki maður sem tróð einhverri sérstakri túlkun inn á guðfræðistúdentana. Þvert á móti hafði hann allt opið. Þetta var hin frjálsa akademía þar sem menn urðu að færa rök fyrir sín- um málum. Allt var nefnilega til skoðunar og það var ýmsum breytingum háð. En kjarni máls- ins var að nálgast textana með ærlegum hætti og ná merkingu út úr þeim. Hún lá ekki ætíð ljós fyrir og ef einhver taldi merk- inguna augljósa þá svaraði hann gjarnan hugsi á svip: „Það er spurning.“ Fyrirlestrar byggðust í raun á samvinnu hans og stúdentanna. Hann var ekki kominn með nein- ar lausnir. Og ég man eftir einum tíma þegar allir voru andlausir í V. stofu og gátu engu stunið upp um textann þá stóð hann upp og gekk út úr stofunni til að viðra sig. Fleiri fóru á eftir honum. Síð- an var aftur komið inn og þá hafði túlkunarstarfsemi heilans vakn- að örlítið af blundi sínum og menn gátu farið að pressa text- ann eins og Jón talaði um. Í öllu samstarfi við stúdenta var hann afskaplega hlýr og hjálplegur maður. Gerði stúdent- um fljótt ljóst að biblíutexta ætti að umgangast af virðingu og væntumþykju. Stúdentar komust oft að því að margt var flóknara en þeir héldu og höfðu kannski tekið sumt í náminu með fullmik- illi léttúð. Sum jafnvel gripið til kirkjulegrar bókstafstrúar og talið hana gulltryggja allt. Ekki gekk það og prófessorinn hvatti stúdentana til sjálfstæðrar hugs- unar og að varast kirkju- og kredduklafann. Á vissan hátt var hann ögn fjarlægur kennari við fyrstu kynni, ekki laus við hjartnæma hlédrægni og ekki orðmargur. Stíll hans var ætíð knappur og hnitmiðaður. Ekkert óþarfa skrúð. Hann þoldi enda ekki neitt tildur og hégóma – hló góðlátlega að því og fannst stundum nóg um prestastúss stúdentanna eftir að þeir tóku vígslu. Það var gott að sækja Jón heim í Ártúnsbrekkuna. Þar var hann kóngur í sínu skógarríki. Við dr. Gunnlaugur A. Jónsson gerðum okkur í nokkur ár ferðir í Brekkuna til Jóns og konu hans, Guðrúnar. Þau tóku vel á móti okkur og þar bar margt á góma. Kirkju, guðfræði og skógrækt. Iðulega var farið út í skóginn áð- ur en við kvöddum þau hjón. Jón gekk á milli trjánna og horfði á þau eins og vini sína. Strauk þeim, talaði kannski við þau. Nú hefur öldungurinn kvatt þau og sitt fólk saddur lífdaga eftir far- sælt líf. Slíkum manni gleymir maður aldrei. Blessuð veri minning Jóns Sveinbjörnssonar. Hreinn S. Hákonarson. Jón Sveinbjörnsson var for- ystumaður í íslenskum guðfræði- rannsóknum og í kenningum og túlkunum var hann langt á undan sinni samtíð. Sem kennari var hann gagnrýninn á hugmyndir en um leið opinn og frjálslyndur. Hann gerði miklar kröfur til nemenda sinna um gagnrýna og skapandi hugsun en um leið lagði hann áherslu á að þeir ynnu fræðivinnu sem stæðist ýtrustu kröfur. Að vera nemandi Jóns var bæði skemmtilegt og gefandi. Jón hafði mikinn áhuga á því hvernig við nemendur hans hugs- uðum hlutina og hvernig sjónar- hornum við beittum. Hann var óþreytandi við að skerpa hugsun okkar og dýpka þær hugmyndir sem við lögðum fram. Hann kenndi okkur að bera okkar eigin hugmyndir saman við túlkanir viðurkenndra fræðimanna og sýndi okkur fram á mikilvægi þess að rökstyðja mál okkar og tengja það hugsunum annarra. Að vera góður rannsakandi var í huga Jóns að bera virðingu fyrir eigin hugsun ekki síður en ann- arra. Guðfræðin sem Jón kenndi var þverfagleg grein. Hann kenndi okkur að sjá guðfræði út frá túlk- unar- og samskiptafræðum, sál- fræði, heimspeki og félagsfræði. Hann kenndi okkur hvernig guð- fræðin var hluti af heiminum, hugmyndafræðilegri sögu, dag- legum samskiptum og félagsleg- um veruleika á sama hátt og allir aðrir textar og hugmynda- straumar. Guðfræðileg hugsun hans var oft framandi og túlkanir nýstárlegar en eiga í raun betur við í fræðaumhverfi nútímans en fyrir 20 árum. Með Jóni vann ég meistararit- gerð um afstæðiskenninguna og texta Jóhannesarguðspjalls út frá hugmyndum bókmennta- fræðinnar. Enginn annar kennari hefði verið nógu víðsýnn og frjálslyndur til að leyfa mér að vinna slíkt rannsóknarverkefni og vera samferða mér í þeirri vinnu. Jón var óþreytandi leið- beinandi og geta hans til að greina hugsun og aðferðir var einstök. Hann reyndi aldrei að þvinga hugsun mína í ákveðinn farveg heldur hjálpaði mér að sjá ný sjónarhorn, vera gagnrýnin á eigin túlkanir og benda mér á nýjar leiðir. Hann lánaði mér bækur, benti mér á greinar og greiddi mér leið að þekkingu er- lendra og innlendra fræðimanna sem honum fannst geta hjálpað mér að hugsa verkefnið áfram. Aðstoð Jóns var einstök og ást hans á nýrri þekkingu endalaus. Að fá að ganga með Jóni í fimm ár innan guðfræðideildar Háskóla Íslands var ævintýri sem breytti hugsun minni til framtíðar. Þá gjöf fæ ég seint fullþakkað. Guð blessi minningu einstaks fræðimanns og kennara. Inga Sigrún Atladóttir. MINNINGAR 47 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2021 Stapahrauni 5, Hafnarfirði Sími: 565 9775 www.uth.is - uth@uth.is Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Kristín 699 0512 Elskulegur sonur okkar, bróðir og barnabarn, GUNNAR MÁR BJÖRNSSON, lést miðvikudaginn 8. september. Útför hans fer fram frá Seltjarnarneskirkju mánudaginn 20. september klukkan 13. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans er bent á verkefnið Frú Ragnheiði hjá Rauða krossinum. Björk Hreinsdóttir Björn G. Aðalsteinsson Elín Margrét Björnsdóttir Anna María Björnsdóttir Anna Björg Agnarsdóttir Ástkær móðir, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR KRISTJÁNSDÓTTIR, Silla, lést á Mánateigi, Hrafnistu í Reykjavík 5. september. Útför fór fram í kyrrþey. Katrín, Jóhanna Kristín, Fjóla Björk, Guðbjörg Sigríður, Steinþóra og Rúnar Guðmundarbörn tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn Elsku besti eiginmaður minn, faðir okkar, bróðir og sonur, EYÞÓR MÁR HILMARSSON, lést á sjúkrahúsinu í Vesterås í Svíþjóð 2. september. Hann verður borinn til grafar 1. október í heimabæ sínum Fagersta. Louise Hilmarsson Freja Rebekka Eyþórsdóttir Astrid Sóley Eyþórsdóttir Alva Sigurbjörg Eyþórsdóttir Jón Unnar Hilmarsson Atli Viðar Þorsteinsson Katrín Edda Þorsteinsdóttir María Anna Þorsteinsdóttir Rúnar Elberg Indriðason Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, VÍGDÖGG BJÖRGVINSDÓTTIR hjúkrunarfræðingur, lést á hjúkrunarheimilinu Eir 9. september. Útför fer fram frá Guðríðarkirkju þriðjudaginn 21. september klukkan 13. Sveinn Sæmundsson Arna Sæmundsdóttir Stefanía B. Sæmundsdóttir Einar Ásbjörnsson barnabörn og barnabarnabörn Þökkum samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu, ÖNNU GUÐNÝJAR SIGURBERGSDÓTTUR. Tómas Símonarson Valur Tómasson Sigríður Björg Tómasdóttir Atli Jósefsson Berglind María Tómasdóttir Sæmundur Ari Halldórsson og barnabörn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.