Morgunblaðið - 16.09.2021, Síða 50
50 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2021
Sálm. 6.3
biblian.is
Líkna mér, Drottinn,
því að ég er
magnþrota,
lækna mig, Drottinn,
því að bein mín
tærast af ótta.
✝
Sigurrós Unn-
ur Sigurbergs-
dóttir (Rósa) fædd-
ist í Ólafsvík 9. júlí
1928. Hún lést í
Reykjavík 6. sept-
ember 2021. Hún
var dóttir hjónanna
Sigurbergs Ás-
björnssonar skó-
smíðameistara og
skókaupmanns, f.
10. október 1900, d.
17. júlí 1973, og Oddnýjar Guð-
brandsdóttur húsmóður, f. 26.
maí 1901, d. 11 maí 1942. Hún
var elst fjögurra systra sem
voru Guðrún Matthildur, f. 20.
nóvember 1930, d. 23. nóvember
2017, Erla Fanney, f. 11. ágúst
1933, d. 8. október 2020, og
Erna, f. 10. nóvember 1934.
Hinn 17. mars 1951 gekk Sig-
urrós að eiga dr. med Gunnar
Guðmundsson, prófessor við
Læknadeild Háskóla Íslands, f.
25. desember 1927, d. 6. maí
1999. Foreldrar hans voru Guð-
mundur J. Guðmundsson prent-
ari, f. 17. mars 1899, d. 10. des-
ember 1959, og Salóme Jóns-
dóttir fatahönnuður, f. 4. apríl
1906, d. 11. janúar 1953. Börn
þeirra eru: 1) Guðmundur arki-
borg, f. 1996, unnusta Molly
Öxnevad rithöfundur, f. 1996. 4)
Einar Örn lögfræðingur, f. 5.
október 1961, giftur Margréti
Stefánsdóttur flautuleikara og
tónlistarkennara, f. 4. mars
1969. Dætur þeirra eru: a) Arna
Björk myndlistarskólanemi, f.
2001, b) Arndís Ósk mennta-
skólanemi, f. 2003, og c) Hugrún
Helga, f. 2006.
Fyrstu átta ár ævinnar bjó
Sigurrós ásamt foreldrum sín-
um og systrum í Ólafsvík uns
þau fluttu til Keflavíkur. Sjö ár-
um síðar réðst hún í vist til
Reykjavíkur. Árið 1947 hóf hún
nám við Húsmæðraskólann á
Hallormsstað og útskrifaðist
þaðan 1949. Það ár hóf hún nám
við Hjúkrunarskóla Íslands en
varð frá að hverfa á öðru ári.
Síðar útskrifaðist hún sem
sjúkraliði og starfaði í fram-
haldinu á ýmsum heilbrigð-
isstofnunum. Á árunum 1956 til
1959 dvöldu þau hjónin í London
og Gautaborg þar sem Rósa
sótti námskeið í málaralist en
Gunnar var þar í sérfræðinámi.
Stærstan hluta lífsins bjó hún í
Reykjavík og þá á Laugarásvegi
60. Rósa hafði mikla ánægju af
saumaskap, blómarækt og
myndlist auk matargerðar. Þau
hjón höfðu ánægju af ferðalög-
um og ferðuðust vítt og breitt
um heiminn.
Útför Rósu fer fram frá Ás-
kirkju í dag, 16. september
2021, kl. 13.
tekt, f. 16. júlí 1951,
giftur Margréti
Maríu Þórð-
ardóttur tann-
lækni, f. 21. janúar
1951. Dóttir þeirra
er Gunnþóra arki-
tekt, f. 1976, gift
Michael Blikdal Er-
ichsen arkitekt, f.
1977. Börn þeirra
eru: a) Saga María
menntaskólanemi,
f. 2004, b) Thelma Björk, f. 2007
og c) Elías Ari, f. 2011. 2) Oddný
S., hjúkrunar- og lýðheilsufræð-
ingur, f. 31. október 1955. Dæt-
ur hennar og Ásgeirs Smára
Einarssonar myndlistarmanns,
f. 23. júní 1955, eru: a) Oddný
Rósa lögfræðingur, f. 1987, og
b) Dagný Hrönn húsmóðir, f.
1988. Synir hennar og Sandra
Freys Gylfasonar húsasmiðs, f.
1988, eru: a) Hrannar Jökull, f.
2010, b) Styrmir Logi, f. 2014, 3)
Sigur Þeyr, f. 2016, og óskírður
2021. 3) Gunnar Steinn cand.
scient. aquaculture, f. 16. apríl
1960, giftur Berit Solvang líf-
fræðingi, f. 22. maí 1965. Dætur
þeirra eru a) Bertha viðskipta-
fræðinemi, f. 1993, og b) Katla,
nemandi við Háskólann í Vi-
Frú Rósa
Fyrsti hittingurinn á Laug-
arásvegi:
Sumarið 1989 hitti ég tilvon-
andi tengdaforeldra mína, Rósu
og Gunnar, í fyrsta sinn á Laug-
arásveginum. Mér er minnis-
stætt hversu alúðleg þau hjónin
voru og hve vel þau tóku á móti
mér. Eitt af því fyrsta sem vakti
athygli mína var hversu gest-
kvæmt var á heimilinu og hversu
allir voru velkomnir þangað. Þar
voru daglegir fastagestir auk
annarra sem litu við í kaffi.
Heimilið var líflegt, stútfullt af
fólki og þar ríkti kaótísk
stemmning. Fólk heilsaðist með
kossi og faðmlögum. Þetta var
allt annar heimur en sá sem ég
þekkti. Stemmningin á heimilinu
var fremur ítölsk en norræn.
Eldhúsborðið:
Miðpunktur heimilisins var
eldhúsborðið þar sem fjölskyldan
og gestir söfnuðust saman,
drukku kaffi og spjallað var um
listir, bókmenntir, pólitík og öll
vandamál heimsins voru leyst yf-
ir kaffibolla. Þarna voru allir
jafnir og aldrei farið í mann-
greinarálit.
Rósa lagði mikið upp úr því að
ég lærði íslensku og talaði aldrei
við mig á öðru tungumáli. Eftir
að hafa búið bæði á Englandi og í
Svíþjóð vissi hún hversu mikil-
vægt það var að læra tungumál
þess lands sem dvalið er í en hún
talaði sænsku og ensku vel. Ég
lagði mig fram við að læra ís-
lenskuna á næstu árum enda
vildi ég ekki fyrir nokkurn mun
missa af þeim góðu umræðum
sem áttu sér stað við eldhúsborð-
ið eða þeim sögum sem þar voru
sagðar. Rósa var góður sögumað-
ur og sögur hennar voru af ólík-
um toga. Sumar fjölluðu um lit-
ríkar persónur sem höfðu orðið á
vegi hennar, aðrar um skemmti-
legar uppákomur en líka spenn-
andi sögur af ferðalögum og dvöl
í erlendum borgum. Sögurnar
voru oft og tíðum meinfyndnar
en aldrei á kostnað annarra. Við
eldhúsborðið kynntist ég vinum
Rósu sem urðu góðir vinir mínir.
Borðstofuborðið:
Ótal stór matarboð voru hald-
in á Laugarásveginum og mörg
þeirra með litlum fyrirvara. Eitt
af því sem ég lærði af Rósu var
að hægt er að taka á móti tuttugu
gestum og hafa þríréttað þó að-
eins séu fáeinar klukkustundir til
stefnu. Við deildum báðar
gleðinni af því að elda góðan mat.
Rósa varð mentor þegar kom að
matreiðslu fyrir stórar veislur.
Hún gaf mér margar uppskriftir
sem eru í uppáhaldi hjá mér og
þegar ég held veislur er gjarnan
eitthvað sem frá henni. Í huga
Rósu áttu boð að vera rausnarleg
og yfirdrifið nóg af mat handa
öllum. Mikilvægt var að geta
bætt gesti við borðið ef einhverj-
um yrði á að líta inn. Það var stór
heiður í mínum huga að fá að
sitja við hliðina á Rósu í boði,
borða ljúffengan mat og hlusta á
samræðurnar. Eftir nokkur ár
sem lærlingur hjá henni treysti
hún mér til að sinna matseldinni
og stjórna kvöldverðarboðunum.
Kaffiborðið:
Stundum áttum við Rósa okk-
ar einlægu stundir. Þá lokuðum
við að okkur inn að stærri stof-
unni þar sem við settumst við
kaffiborðið. Þar áttum við marg-
ar, langar og góðar samræður.
Við fráfall Rósu hef ég ekki að-
eins misst tengdamóður heldur
traustan vin og mentor í lífinu.
Þar sem borðin geta ekki talað
mun ég halda áfram að segja sög-
ur og deila uppskriftum í anda
Rósu.
Berit Solvang.
Það var í janúar árið 2000 að
ég hitti Rósu í fyrsta sinn en við
Einar Örn höfðum þá nýlega
kynnst. Hún tók svo eftirminni-
lega vel á móti mér og ég fann
hlýjuna sem frá henni stafaði.
Rósa hafði einstaklega góða nær-
veru og mér fannst strax eins og
ég hefði þekkt hana lengi. Á
þessum tíma var hún nýorðin
ekkja og þó hún væri glaðleg í
fasi þá skynjaði ég söknuðinn
sem var innra með henni og þá
hversu náin þau hjónin höfðu
verið. Gunnar var svo lifandi í
hugum fjölskyldunnar og þeim
sögum sem sagðar voru af honum
að mér þótti oft eins og ég hefði
hitt hann. Rósa saknaði hans og
það var mörgum árum síðar sem
hún sagðist fyrst vera hætt að
bíða eftir að hann kæmi inn úr
dyrunum.
Þótt fráfall Gunnars hefði ver-
ið henni verulega erfitt þá gaf
hún sér í engu eftir. Hún hafði
nýlega keypt sér bíl, fór að keyra
um alla borg og stundum teygðu
ferðirnar sig til Keflavíkur. Rósa
var einstaklega jákvæð og dríf-
andi. Hvern dag byrjaði hún á því
að fara í sund með vinkonum sín-
um þar sem hún hitti góðan hóp
sem vandi komur sínar í laugina.
Þegar dætur okkar fæddust
hver af annarri, Arna Björk,
Arndís Ósk og Hugrún Helga þá
bauðst hún til að passa þær. Voru
þær mikið hjá henni virka daga
þangað til að þær byrjuðu í leik-
skóla. Þótt Rósa væri komin hátt
á áttræðisaldur var hún í fullu
fjöri og sinnti þeim einstaklega
vel. Eftirsótt var að fá að gista
heima hjá ömmu Rósu, vaka
fram eftir og fá Coca Puffs í
morgunmat.
Rósa reyndist okkur fjölskyld-
unni alla tíð vel og var alltaf til
staðar. Í tvígang dvöldum við er-
lendis og lét hún sig þá ekki
muna um að koma í heimsóknir.
Þannig eigum við fallegar minn-
ingar um hana í Barcelona og
London en einnig úr sólarlanda-
ferðum sem við fórum saman í.
Rósa átti ávallt ráð undir rifi
hverju. Takmörkuð spænsku-
kunnátta var ekki vandamál.
Þegar við versluðum hjá kjöt-
kaupmanninum þá var gripið í
leikræna tjáningu. Til að komast
að því hvort um væri að ræða
kindakjöt, svínakjöt eða nauta-
kjöt hermdi hún skemmtilega
eftir dýrunum, brosið hennar
gladdi alla og við fórum heim
með allt sem þurfti.
Rósa var einstaklega æðru-
laus. Hún sá það jákvæða, það
sem vel var gert. Hún vissi hvað
núvitund var. „Allt í góðu Mar-
grét mín við förum bara seinna,“
sagði hún ef áform urðu óvænt að
breytast. Þegar hún sá að stress-
ið var að fara með mig sagði hún
gjarnan: „Margrét mín fáðu þér
sæti…“
Ég er óendanlega þakklát fyr-
ir að fengið að eiga hana að.
Minning Rósu mun lifa áfram í
hjörtum okkar.
Margrét Stefánsdóttir.
Amma Rósa hefur alltaf leikið
stórt hlutverk í lífi okkar systra.
Þegar við vorum litlar bjuggum
við í næsta húsi við ömmu og afa
og vorum við ekki minna heima
hjá þeim en hjá okkur sjálfum.
Eftir skóla fórum við iðulega til
þeirra og oftar en ekki var tekið á
móti okkur með mat og sögum.
Amma fór á hverjum degi í sund
með vinkonum sínum og frænk-
um Rönku og Böggu og á sumrin
fórum við systur alltaf með. Eftir
að afi Gunnar veiktist fluttum við
heim frá Danmörku til þeirra og
bjuggum þar í nokkur ár eftir að
afi lést. Amma kenndi okkur
ótrúlega margt á þessum árum,
sérstaklega hvað snerti heimilið.
Hún leiðbeindi okkur hvernig
átti að elda margvíslegan mat,
sjá um garðinn og ýmis önnur
heimilisstörf. Hún var líka stór-
góður handavinnukennari og
kenndi okkur að prjóna, hekla,
bródera, sníða og sauma. Hún
var ótrúlega úrræðagóð og kom
iðulega með skapandi tillögur að
lausnum, hvort sem það varðaði
matseld, saumaskap eða að búa
til öskudagsbúninga. Amma var
alltaf tilbúin að leyfa okkur systr-
um að framkvæma hinar ýmsu
hugmyndir okkar og máttum við
alltaf fá garn, efni og málningu til
verksins og gátum við reiknað
með dyggri aðstoð hennar sömu-
leiðis. Á meðan við unnum sagði
amma okkur sögur af hinu og
þessu, svo sem barnæsku henn-
ar, ferðalögum hennar og afa eða
eldri handavinnuverkefnum.
Þessari kunnáttu frá ömmu mun-
um við alltaf búa að og minningar
af dýrmætum stundum ylja okk-
ur um alla tíð.
Laugarásvegurinn var stórt
hús og má eiginlega kalla það
nokkurs konar fjölskylduhús, því
hann var sjaldan tómur enda
þótti ömmu gott að hafa einhvern
í húsinu, eins og hún sagði. Þann-
ig höfum við systur báðar og
fleira ungt frændfólk fengið að
búa hjá ömmu í góðu yfirlæti
gegnum tíðina. Amma hafði gam-
an að því að bjóða fólki kaffi og
átti alltaf eitthvað til að bjóða
upp á með því og hafa eflaust
margir átt ófáar stundir við
kringlótt eldhúsborðið hennar.
Við kveðjum senn ömmu Rósu og
þökkum henni fyrir allar stund-
irnar, sögurnar og ástina sem
hún sýndi bæði í orði og verki. Í
minningunni situr hún í sætinu
sínu við eldhúsborðið, brosir og
teygir sig í kaffikönnuna meðan
örlítil morgunsól brýst út milli
skýja og skín inn um eldhús-
gluggann á Laugárásveginum.
Oddný Rósa og Dagný Hrönn
Ásgeirsdætur.
Fátt þótti okkur systrunum
meira spennandi en að fá að gista
heima hjá ömmu Rósu á Laug-
arásveginum þegar við vorum
yngri. Þá máttum við vaka fram
eftir og horfa á sjónvarpið.
Amma bauð upp á stjörnupopp
og kók. Oft horfðum við saman á
Animal planet en jafnframt ýms-
ar ævintýramyndir. Það var
gaman að vakna heima hjá henni
og hefja daginn með ömmu. Hún
átti alltaf nóg af Cocoa Puffs og
Lucky Charms. Þar föndruðum
við og saumuðum í borðstofunni,
fórum með henni út í garð að róla
og skoða blómin. Sundferðirnar
voru stór þáttur í lífinu á Laug-
arásveginum.
Amma hafði mikinn áhuga á
því sem við vorum að fást við í
daglegu lífi og fylgdist vel með.
Hún var dugleg að hvetja okkur
áfram og mætti á skautasýningar
og tónleika lengst framan af en
síðustu tvö árin átti hún erfiðara
um vik. Það sem einkenndi ömmu
var hvað hún var alltaf í góðu
skapi og það var stutt í hláturinn
og hennar einstaka húmor. Við
systurnar erum óendanlega
þakklátar fyrir að hafa fengið að
hafa hana í lífi okkar.
Arna Björk, Arndís Ósk
og Hugrún Helga.
Þegar ég var barn og bjó í
Noregi fannst mér fátt meira
spennandi en að heimsækja fjöl-
skylduna á Íslandi. Þá dvöldum
við heima hjá afa Gunnari og
ömmu Rósu. Stór þáttur í heim-
ilislífinu voru sundferðir í Laug-
ardalslaugina. Það sem mér
fannst furðulegt var að fólkið
mitt var alltaf að flýta sér en
þrátt fyrir það vorum við aldrei
komin út úr húsi fyrr en löngu
eftir áætlaðan tíma. Ástæðan var
sú að það kom yfirleitt eitthvað
óvænt upp á. Stundum komu
gestir inn úr dyrunum og þá var
bara sest niður, drukkið kaffi og
spjallað. Stundum vildu einhverj-
ir koma með í sund og þá þótti
sjálfsagt að bíða í rólegheitum
eftir þeim. Amma setti allaf á sig
rauðan varalit áður en lagt var af
stað en um leið og hún var komin
í laugina var það fyrsta sem hún
gerði að fjarlægja hann. Í sund-
inu var hún yfirleitt í sundbol
með áberandi blómamynstri og
litríka sundhettu. Hún virtist
þekkja alla í lauginni og skiptist á
orðum við fjölda manns í hverri
ferð. Alla tíð var ömmu umhugað
um útlitið án þess að hún væri
upptekin af því.
Þegar ég skráði mig í Háskóla
Íslands fyrir nokkrum árum
bauð amma mér að búa hjá sér.
Þá áttum við okkar stundir sam-
an. Eitt sinn bað hún mig að
plokka á sér augabrúnirnar því
hún átti erfitt með að gera það
sjálf. Mér fannst það sýna hvað
hún var lifandi og vel með á nót-
unum. Líklega eru ekki margar
konur sem komnar eru fast að ní-
ræðu sem leggja upp úr því að
plokka augabrúnir.
Í gegnum tíðina hefur amma
kennt mér ótal margt. Hún
brýndi fyrir mér að það væri
óþarfi að vera feimin eða hafa
áhyggjur af því hvað öðrum fynd-
ist um mann. Sjálf var hún al-
gjörlega ófeimin og velti sér ekki
upp úr smámunum. Ég átti það
til þegar ég var yngri að svara
með einsatkvæðisorðum þegar
hún bauð mér að borða. Þá
brýndi hún fyrir mér að vera
kurteis og þakka ávallt fyrir mig.
„Þú átt að segja: „Já takk“ eða
„nei takk“, annað er bara dóna-
skapur,“ sagði hún svo eftir-
minnilega. Ef það er einhverjum
að þakka að ég segi „já takk“
frekar en „já“ þá er það ömmu
Rósu.
Eftir að afi lést tók amma bíla-
tíma og keypti sér VW Golf.
Stundum fórum við í búðir saman
og þá var hún ekkert að kippa sér
upp við það þótt hún væri smá
stund á röngum vegarhelmingi.
Það kom oftar en einu sinni fyrir
að hún rakst utan í grindverk eða
ljósastaura en hún tók því sem
sjálfsögðum hlut. Aldrei hlaust
alvarlegur skaði af aksturslaginu
en bíllinn var orðinn eins og
gjörningslistaverk þar sem
beyglurnar blöstu hvarvetna við.
Uppáhaldsliturinn hennar var
rauður og síðustu árin var hún
alltaf með rauðan varalit, rautt
veski og helst í rauðri kápu.
Mynstur og skærir litir munu
ávallt minna mig á hana. Hennar
verður sárt saknað.
Bertha Gunnarsdóttir.
Rósa var alltaf stór hluti af lífi
mínu og reyndist mér vel alla tíð.
Hún var gift Gunnari móður-
bróður mínum. Fjölskyldurnar
voru mjög nánar og um tíma
bjuggum við saman á Lokastíg 5
eins og ein stór fjölskylda. Þegar
faðir minn og Gunnar voru við
læknanám í Gautaborg í gamla
daga var líka náinn samgangur
og samskipti á milli fjölskyldn-
anna, enda bjuggum við í sam-
liggjandi blokkum.
Við fráfall Rósu rifjast upp
hvað mér fannst alltaf gaman að
fá hana í heimsókn eða vera
heima hjá þeim hjónum og
frændsystkinum mínum. Rósa
var einstaklega barngóð og sýndi
okkur börnunum jafnvel meiri
athygli en fullorðna fólkinu þegar
komið var saman við hátíðleg
sem hversdagsleg tækifæri.
Ég minnist þess líka hvað okk-
ur frændsystkinum þótti gaman
að hlusta á hana segja okkur sög-
ur þegar ég var lítil. Við hópuð-
umst í kringum hana þar sem
hún var að sauma og þá sagði hún
okkur sögur sem hún bjó til sjálf
á staðnum og við hlógum dátt.
Rósa kenndi mér líka fallegt ljóð
eftir Steingrím Thorsteinsson
sem ég hef alltaf haft dálæti á.
Það er svona:
Trúðu á tvennt í heimi,
tign sem hæsta ber:
Guð í alheims geimi,
Guð í sjálfum þér.
Eftir að ég flutti til Bandaríkj-
anna, var gift og orðin móðir
komu Rósa og Gunnar að heim-
sækja okkur. Það var tilhlökkun
að fá þau, skemmtileg voru þau
bæði. Synir mínir minnast líka
oft á Rósu og tala um hvað þeir
höfðu gaman af nærveru hennar.
Nú á síðari árum, þegar við
Oddný dóttir hennar byrjuðum
að fara saman í gönguferðir,
heimsóttum við gjarnan Rósu.
Hún var alltaf glaðleg og hnyttin
í tilsvörum alveg fram í andlátið.
Blessuð sé minning hennar.
Salóme Magnúsdóttir.
Nágranni okkar, vinkona og
„amma“ er látin. Fjölskyldur
okkar hafa verið nánir vinir í
þrjár kynslóðir og spannar vin-
skapurinn meira en hálfa öld.
Rósa átti stóran sess í lífi okk-
ar, sérstaklega á yngri árum okk-
ar barnanna á Laugarásvegi 58.
Þegar við hugsum um Rósu þá er
hún brosandi eða hlæjandi,
margar minningar eru af henni
að nostra við fallega garðinn sinn
þar sem við krakkarnir fengum
oft verkefni við hæfi, þá stundum
að hemja rósarunnann sem skildi
að sólbaðsstéttina við húsið og
neðri garðinn. Engin mörk voru
á milli lóðanna á Laugarásvegi 58
og 60 og við krakkarnir hlupum
inn til Rósu og Gunnars um bak-
dyrnar í gegnum svefnherbergi
þeirra hjóna og upp á efri hæð-
ina. Þar tók Rósa iðulega á móti
okkur með bros á vör. Við eigum
óteljandi minningar í eldhúsinu,
spjallandi um heima og geima
eða að föndra einhverja fallega
hluti, enda var Rósa mjög lagin í
höndunum. Rósa var hlý og þol-
inmóð og tók okkur öllum með
opnum örmum og við systur töl-
uðum oft um Rósu sem ömmu
Rósu.
Einstök vinabönd mynduðust
á milli Gumma, Einars Arnar og
Gunnars Steins. Voru uppátæki
þeirra fjölmörg og reyndu á þol-
inmæði foreldranna, en var þó
jafnan tekið með brosi og skiln-
ingi hjá Rósu. Hún deildi einu
sinni sögu af því þegar kunn-
ingjakona hennar var í heimsókn
og þær litu inn í svefnherbergi
þeirra hjóna þar sem lítill strák-
ur lá sofandi. Kunningjakonan
spurði þá hvort þarna svæfi Ein-
ar en þá svaraði Rósa því að svo
væri ekki, heldur væri þetta ná-
granni þeirra hann Gummi. Síðar
mynduðust traust vinabönd á
milli okkar systra Rósu og Maríu
og barnabörnum Rósu og Gunn-
ars, Gunnþóru, Oddnýjar og
Dagnýjar.
Þar lék Rósa stórt hlutverk
enda var hún í raun miðpunktur
þessarar vináttu, fyrst sem móðir
og síðar sem amma. Sigga og
Rósa komu upp þeirri venju að
lyklar að húsunum voru geymdir
á hvorum stað, svo hægt væri að
fá „lánaðan“ lykil ef maður læst-
ist úti sem gerðist nokkuð oft hjá
yngri kynslóðinni.
Eftir að Rósa flutti af Laug-
arásveginum á Skúlagötuna urðu
samskiptin minni en ávallt var
mikil gleði þegar fundir urðu,
eins og í 85 ára afmæli Rósu, og
mikið rætt um börn og afkom-
endur.
Við sendum ykkur öllum,
Mumma, Oddnýju, Gunnari
Steini og Einari og fjölskyldum
ykkar, okkar hjartans samúðar-
kveðjur. Fjölmargar minningar
um einstaka og góða konu munu
lifa áfram.
Sigríður, Guðmundur,
María og Rósa,
áður á Laugarásvegi 58.
Sigurrós Unnur
Sigurbergsdóttir