Morgunblaðið - 16.09.2021, Blaðsíða 53
MINNINGAR 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2021
✝
Ólöf Krist-
mundsdóttir
fæddist á Ísafirði 12.
ágúst 1943. Hún lést
á Heilbrigðisstofnun
Þingeyinga Húsavík
5. september 2021.
Foreldrar hennar
voru Kristmundur
Breiðfjörð Bjarna-
son frá Ísafirði, bif-
reiðarstjóri, f. 24.
janúar 1914, d. 17.
júní 2001, og Kristín Bjarney
Ólafsdóttir frá Dynjanda, ljós-
móðir, f. 21. febrúar 1922, d. 2.
september 1998. Systkini Ólafar
eru: Kristín Breiðfjörð Krist-
mundsdóttir, f. 18. september
1944, og Svavar Cesar Krist-
mundsson, f. 2. ágúst 1947, d. 2.
febrúar 2016.
Ólöf giftist Samúel Þór Sam-
úelssyni, f. 17. maí 1943, d. 3.
október 2014. Börn þeirra eru: 1)
Ólafur Einar, f. 4. september
1966. Fyrrverandi kona hans er
Guðný Steingrímsdóttir, f. 11.
júlí 1997. Sigþór Orri, 26. maí
2004. 3) Sigrún Jóna, f. 11. mars
1972. Fyrrverandi eiginmaður
hennar er Sveinn Aðalsteinsson,
f. 13. desember 1968. Börn þeirra
eru Samúel Jón, f. 23. nóvember
1990, unnusta Elísa Rún Gunn-
arsdóttir, f. 22. mars 1989, þau
eiga tvö börn. Anna Guðrún, f.
14. desember 1991.
Ólöf, sem alltaf var kölluð
Lóló, ólst upp í stórri fjölskyldu á
Ísafirði. Þar lauk hún skyldunámi
og fór því næst í lýðháskóla í Nor-
egi. Lóló fluttist ung til Akraness
þar sem hún hóf búskap með
Samúel. Þau bjuggu síðar til
skamms tíma í Mývatnssveit og
Þorlákshöfn, áður en þau fluttu
til Húsavíkur þar sem þau bjuggu
framvegis. Lóló sinnti ýmsum
störfum um ævina, svo sem versl-
unarstörfum og rekstri, en starf-
aði lengst af á Hvammi, dval-
arheimili aldraðra.
Útför Lólóar fer fram frá
Húsavíkurkirkju í dag, 16. sept-
ember 2021, klukkan 14.
janúar 1967. Börn
þeirra eru Steingrím-
ur Þór, f. 26. júlí 1986,
unnusta Urszula Kud-
erska, f. 30. júní 1981,
þau eiga þrjú börn.
Sævar, f. 4. desember
1989. Einar Óli, f. 29.
apríl 1993, unnusta
Helga Gunnarsdóttir,
f. 23. nóvember 1994.
Eiginkona Ólafs er
Laufey Marta Einars-
dóttir, f. 5. september 1969. Börn
hennar eru Thelma Björk Martin,
f. 25. maí 1990, eiginmaður Rhys
Martin, f. 16. apríl 1987, þau eiga
þrjú börn. Andri Dan Traustason,
f. 10. júlí 1992, unnusta Natascha
Damen, f. 9. febrúar 1996. Dagný
Anna Laufeyjardóttir, f. 16. febr-
úar 1999. 2) Berglind, f. 19. júlí
1969. Eiginmaður hennar er Örn
Logi Hákonarson, f. 8. ágúst
1968. Börn þeirra eru Snæfríður,
f. 3. september 1993. Brynjar
Örn, f. 3. júlí 1997, unnusta
Sandra Björk Arnarsdóttir, f. 4.
Elsku mamma, hugrakka hetj-
an mín hefur kvatt okkur og er
farin í annan og betri heim.
Þessum degi hafði ég kviðið
lengi, ég gerði mér grein fyrir að
það væri ekki langt í hann en samt
var ég alls ekki tilbúin. Ég ótt-
aðist oft að hún myndi kveðja og
hefði okkur ekki hjá sér. En með
sínu ótrúlega hugrekki og ákveðni
stjórnaði hún þessu að mestu
sjálf.
Hún talaði við okkur öll sem
gátum verið hjá henni og hin voru
með hugann hjá henni.
Hún sagði okkur að tíminn sinn
væri komin, hún væri orðin mjög
þreytt og væri tilbúin að kveðja.
Hún notaði tímann í að telja kjark
í okkur og hafði mestar áhyggjur
af okkur, en ekki sjálfri sér, hún
vissi að stutt yrði í að hún losnaði
þrautum sínum frá.
Með heilan her í kringum rúm-
ið sitt kvaddi mamma okkur á
friðsælan hátt. Hún elskaði okkur
og var stolt af okkur öllum og
þakklát og lét okkur heyra það.
Hún tók á sínum veikindum í
gegnum lífið með miklu æðruleysi
og ákveðni (vestfirskri þrjósku).
Það var alltaf gaman að koma
til mömmu og pabba og síðar
mömmu, hún fylgdist vel með öll-
um sínum afkomendum og gerði
engan greinarmun hvort það
væru barnabörn eða langömmu-
börn og hafði gaman af að fá þau
til sín. Þegar ég flutti til Akureyr-
ar voru samskiptin áfram mikil.
Síðasta eina og hálfa árið jukust
þau til muna vegna covid, við lok-
uðum okkur af og vorum saman í
sjálfskipaðri sóttkví. Á þeim tíma
fór heilsu mömmu að hraka mikið
og hún átti erfitt með að vera ein,
þá snerust hlutverk okkar við; við
systkinin fórum að sjá um þig eins
og þú hafðir gert fyrir okkur áður,
það var skrýtið en samt svo gott
að geta gert þetta fyrir þig.
Á þessum tíma fjölgaði gæða-
stundum okkar til muna. Loksins
þroskaðist ég nóg til að fá mikinn
áhuga á ættfræði og áhuga á fólk-
inu okkar í sumarlandinu, búsetu
þess áður og lífi almennt. Stund-
um gekk ég svo langt að henni
fannst nóg um. Ég nýtti tímann
okkar saman vel og spurði hana
um margt, henni fannst líka gam-
an þegar ég gat sagt henni eitt-
hvað sem hún vissi ekki áður.
Mamma fæddist og ólst upp á
Ísafirði, þaðan var mest af föður-
fólki hennar, móðurætt hennar
var frá Jökulfjörðum og af
Ströndum, frá Dynjanda í Leir-
ufirði og Skjaldabjarnarvík á
Ströndum, síðar í Furufirði á
Ströndum þar til það fór í eyði.
Kveðja til þín mamma mín.
Þú bauðst mér upp á allt hið besta,
elsku mamma mín.
Þú þerraðir tárin mín mörgu,
sem komu vegna þín.
Nú svífur þú í skýjum,
í heimi við hliðina á mér.
Í fangið á pabba ertu komin,
og unir á sælustöðum nýjum.
Berðu honum kveðjuna mína,
þar til ég mæti svo þar.
Ég elska þig svo mikið,
í sumarlandið ég kem.
Minn tími er ekki kominn,
en ég leggjast mun hjá þér.
Saman í hring við rúm þitt við sátum,
í höndina þína ég hélt.
Hjarta mitt brotnaði,
ég vildi ekki sleppa þér.
Ég sendi þér elsku mamma,
mína hinstu kveðju hér.
Nú bíð ég eftir tímanum okkar,
með pabba, mér og þér.
(Sigrún Jóna Samúelsdóttir)
Ég elska þig alltaf og á eftir að
sakna þín endalaust.
Þín
Sigrún Jóna.
Ólöf Kristmundsdóttir
Að skrifa minningarorð um
elsku fallegu Hildi Elínu Heró
okkar er alveg óbærilega erfitt.
Við biðum fæðingar hennar
með mikilli eftirvæntingu og
hlökkuðum öll til að hitta þenn-
an litla einstakling. Okkur hafði
verið boðið í fjölskyldubrúðkaup
í Noregi og hún mætti í heiminn
nógu tímanlega til að koma með
í brúðkaupið. Það var lýsandi
fyrir Hildi því frá fyrsta degi
var hún mikil félagsvera og vildi
alltaf vera með í fjörinu. Hún
var glaðleg og félagslynd og það
var mikið líf í kringum hana.
Hildur var yngst þriggja
systkina. Hún og Arnar Páll
bróðir hennar voru afar náin og
miklir félagar. Tvö ár skildu þau
að í aldri og var hann alltaf blíð-
ur og góður við litlu systur sína.
Elst er svo Saga Dögg sem
dýrkaði og dáði yngri systkini
sín og vildi allt fyrir þau gera.
Þau eru ófá eftirminnilegu
ferðalögin, hvort heldur sem er
sólarlandaferðir eða bústaða-
ferðir, þar sem Hildur var hrók-
ur alls fagnaðar. Fyndin, kímin
og yndislegur prakkari. Hún
var skemmtilega stríðin og í
sundi hafði hún dálæti á því að
taka vatn upp í munninn og
sprauta á afa sinn í von um að
fá hann til að tuskast við sig.
Þegar Hildur var að verða
tveggja ára fæddist Helena
frænka hennar. Þær urðu strax
afar samrýndar og léku sér
mikið saman. Í fjölskylduboðum
voru þær duglegar að búa til
leikrit og svo fékk fjölskyldan
að njóta sýninganna við mikinn
hlátur og fögnuð. Seinna bætt-
ust fleiri frænkur í hópinn sem
Hildur umvafði kærleik sínum.
Það var skemmtilegt og
áhugavert að tala við Hildi. Hún
hafði einstakt lag á því að segja
frá og kom fólki iðulega á óvart
í samræðum. Hún var listræn
og bjó til sögur, teiknaði
fallegar andlitsmyndir af fólki
og orti ljóð. Hún var bæði dug-
leg og vandvirk í öllu sem hún
tók sér fyrir hendur. Hún hafði
áhuga á tónlist og amma hennar
fékk að kenna henni á gítar og
skutla henni í gítartíma. Hún
var mikil ömmu- og afastelpa og
undi sér vel hjá okkur.
Hildur okkar var með hjarta
úr gulli og vildi öllum vel. Hún
var mikil baráttukona fyrir
bættum mannréttindum og stóð
alltaf með þeim sem minna
máttu sín. Hún gat stundum
lent í vandræðum út af því en
ávallt stóð hún föst á sinni skoð-
un, enda með eindæmum sterk-
ur karakter. Ranglæti, yfirgang
og illt umtal gat hún alls ekki
liðið. Sjálf talaði hún alltaf vel
um fólk og var traustur vinur
vina sinna.
Elsku fallegi gleðigjafinn
okkar. Þú hefur kennt okkur
svo ótrúlega margt. Við erum
endalaust þakklát fyrir hverja
stund sem við fengum að hafa
þig í lífi okkar. Við elskum þig
alltaf elsku dýrmæta barnið
okkar.
Hildur amma og Arnar afi.
Hildur Elín R.
Ólafsdóttir Heró
✝
Hildur Elín R.
Ólafsdóttir
Heró fæddist í
Reykjavík 6. júlí
2007. Hún lést 6.
september 2021.
Foreldrar hennar
eru Rut Arnars-
dóttir, f. 28. janúar
1977, og Ólafur Eg-
ilsson, f. 30. júní
1955.
Systkini Hildar
eru Arnar Páll Ólafsson, f. 12.
október 2005, og Saga Dögg
Þrastardóttir, f. 19. maí 1996.
Útförin fer fram frá Árbæj-
arkirkju í dag, 16. september
2021, klukkan 15.
Það fer margt í
gegnum hugann
þegar við kveðjum
elsku litlu frænku
okkar, Hildi Elínu.
Við munum litlu
ljóshærðu stelpuna
sem lék sér við
hundana, klappaði
köttunum, skrifaði,
litaði, hló og lék
sér við frænd-
systkinin sín,
áhyggjulaust barn.
Þegar barnsárin eru að baki
og við taka unglingsárin verða
oft kaflaskil. Þessi skil urðu
Hildi Elínu erfið. Enginn getur
með fullri vissu sagt hvað ger-
ist, hvers vegna fer áður
ánægðu barni að líða svona illa?
Hvers vegna eru ekki til full-
nægjandi ráð?
Falleg og vel gefin stúlka
sem átti framtíðina fyrir sér
verður vanlíðan og myrkum
hugsunum að bráð.
Við sem á eftir henni horfum
með ólýsanlega sorg í hjarta
reynum að skilja og virða henn-
ar vilja, minnumst hennar með
hlýju og æðruleysi.
Einnig veltum við fyrir okkur
þessum spurningum: Hvað get-
um við gert? Hvernig getum við
hjálpað? –
Okkur langar að veita alla þá
mögulega hjálp sem hægt væri
að veita, en finnum til vanmátt-
ar.
Að senda samúðarkveðjur og
óskir um styrk virðist svo létt-
vægt á þessari stundu, en allur
okkar hugur fylgir þessum
kveðjum og óskum.
Allur sá kærleikur sem við
búum yfir, sú hlýja og vænt-
umþykja sem okkur er unnt að
finna til er send með þessari
kveðju og við vonum svo heitt
og innilega að þið megið finna
styrk til að fást við það sem lífið
hefur nú lagt fyrir ykkur.
Hjartkæri bróðir og mág-
kona, foreldrar, systkini og
frændfólk, missir ykkar er mik-
ill, samúð okkar er öll hjá ykk-
ur.
Guð blessi yndislegu stúlkuna
ykkar.
Perlur
Þau hanga um hálsinn
eins og þung festi,
tárin, perlur Guðs á himnum.
Minning um ástvin,
sem fór.
Með tímanum breytast perlurnar,
verða ekki tár,
heldur fegurstu demantarnir
sem við eigum.
Minningar.
(MSB)
Herdís Kristín, Þorsteinn,
Magga Sigurbjörg,
Guðmundur og Hulda
Brynjólfsbörn.
Það er ólýsanlega sárt að
sitja hér og skrifa niður minn-
ingarnar sem við áttum með
þér. Þær hefðu átt að vera svo
ótal margar í viðbót en það er
það sem er svo erfitt við þær.
Þú varst rétt að byrja lífið.
Ljóshærð, bláeygð, brosmild
og glettin sem barn. Þegar þú
brostir þínu breiðasta áttu aug-
un þín til að hverfa. Hildur Elín
var einstaklega listræn, teiknaði
fallegar myndir sem eftir var
tekið og náði fljótt tökum á gít-
argripum enda bæði dugleg að
æfa sig og með gott tóneyra.
Hún átti auðvelt með að dunda
sér við áhugamálin sín.
Það voru margar ferðir sem
að við fórum í saman en ég held
að allir séu sammála um að
Flórída-ferðin standi upp úr.
Þar nutum við fjölskyldan jóla
og áramóta saman og yljum við
okkur nú við fallegar minningar
úr þeirri ferð. Í þessari ferð
sást greinilega hversu barngóð
Hildur Elín var því hún naut
þess að leika við Heklu Katrínu,
þá þriggja ára, öllum stundum
en mest þó í sundlauginni.
Hekla Katrín var svo sannar-
lega heppin og ánægð með
frænku sína. Við munum sjá til
þess að hún fái að sjá myndir,
heyra sögur af þér og halda
minningunum um þig á lofti.
Við elskum þig.
Þín systir og frænkur,
Rakel, Helena Bryndís,
Hildur Telma og
Hekla Katrín.
Elsku Hildur Elín Heró okk-
ar. Á óbærilega sárri kveðju-
stund förum við yfir fjölmargar
skemmtilegar og fallegar minn-
ingar um þig sem gafst okkur
svo mikið og hafðir svo ofsalega
mikið fram að færa. Algjör sól-
argeisli inn í líf okkar allra.
Þú varst gædd miklum mann-
kostum, vönduð, eldklár og
sterk og jafnframt hlý og skiln-
ingsrík. Svo hugrökk, með flott-
ar skoðanir og við dáðumst að
þér. Viska þín var oft dýpri en
árafjöldinn sagði til um. Þú
hafðir næma tilfinningu fyrir
líðan annarra, alveg fordóma-
laus og barðist fyrir réttindum
annarra, sérstaklega þeirra sem
þurftu sterkan málsvara. Sagðir
vel frá, bæði léttum og erfiðum
málefnum og varst opinská og
hreinskilin.
Þú varst gríðarlega fær lista-
manneskja og ljóðskáld. Teikn-
ingar þínar eru einstakar og
með sterkri tjáningu. Það var
dásamlegt að sjá verk þín úr
Myndlistarskóla og leiklistar-
hæfileika þína á sviði. Þú hafðir
góðan smekk og gerðir allt
fallegt í kringum þig.
Þú varst fljót að tileinka þér
margs konar þekkingu. Mjög fé-
lagslynd, þolinmóð og góð við
samferðafólkið þitt. Dugleg og
það var gaman að fylgjast með
þér æfa á mismunandi tímabil-
um ballett, listdans á skautum,
körfubolta og crossfit.
Kímnigáfa þín var algjörlega
frábær. Þú áttir svo auðvelt
með að láta okkur kútveltast af
hlátri með áreynslulausum lýs-
ingum með skemmtilegum
hreim eða hnyttnum tilsvörum.
Algjörlega fyrirhafnarlaust
gastu fengið fólk sem alla jafna
er frekar alvarlegt til að liggja í
hláturskasti með bráðfyndnum
lýsingum á hversdagslífinu.
Það var alltaf svo dásamlegt
að hafa þig hjá okkur. Þú varst
falleg eins og sólin og við vild-
um öll vera í kringum þig. Nær-
vera þín var svo góð og við vor-
um afar tengd.
Samverustundirnar okkar voru
hver annarri skemmtilegri og
við gerðum óteljandi hluti sam-
an. Fórum á fjölmarga staði í
borginni, víðsvegar um landið
og til annarra landa. Stunduð-
um útivist, sund og íþróttir,
teiknuðum og föndruðum margt
fallegt, fórum á söfn, strendur,
tívolí, sýningar, verslunarferðir,
garða og hátíðir.
Við fjölskyldan stóðum alltaf
þétt saman og höfðum mikla
innsýn í líf hvert annars. Hitt-
umst reglulega í matarboðum,
héldum saman veislur, spila-
kvöld, spurningakeppnir og
önnur skemmtileg boð.
Tilveran verður aldrei aftur
söm yndislega gullið okkar. Þú
átt afar mikilvægan og gull-
fallegan stað í hjarta okkar og
ert okkur svo ákaflega dýrmæt.
Það sem við erum heppin að
hafa haft þig með okkur og gert
líf okkar svo ríkt. Þú verður
alltaf með okkur, í hug okkar og
hjarta og í öllu sem er fallegt.
Þú fylgir okkur í hversdagsleg-
um athöfnum og áskorunum
lífsins.
Við elskum þig svo innilega
heitt. Minningu þína munum við
ávallt heiðra.
Þínar frænkur,
Eva, Helena,
Sandra og Rakel.
Elsku Kiddi
minn. Við fengum
mörg afskaplega
góð ár saman.
Þetta var samt
rétt að byrja. Við áttum svo
margt eftir að gera saman. Líf-
ið er núna, eins og við sögðum
svo oft, engin ástæða til að
bíða. Guð tók þig frá mér alltof
fljótt elsku karlinn minn.
Hvernig fer ég að þessu án þín?
Ég sakna þín svo ótrúlega mik-
ið. Takk fyrir allt. Ég elska þig.
Drottinn er minn hirðir,
mig mun ekkert bresta.
Á grænum grundum
lætur hann mig hvílast,
leiðir mig að vötnum,
þar sem ég má næðis njóta.
Hann hressir sál mína,
leiðir mig um rétta vegu
fyrir sakir nafns síns.
Jafnvel þótt ég fari um dimman dal,
óttast ég ekkert illt,
því að þú ert hjá mér,
sproti þinn og stafur hugga mig.
Þú býr mér borð
frammi fyrir fjendum mínum,
Kristinn Pedersen
✝
Kristinn Ped-
ersen fæddist
30. maí 1948. Hann
lést 28. ágúst 2021.
Útför Kristins
fór fram 9. sept-
ember 2021.
þú smyr höfuð mitt
með olíu,
bikar minn er
barmafullur.
Já, gæfa og náð fylgja
mér
alla ævidaga mína,
og í húsi Drottins bý ég
langa ævi.
(23. Davíðssálmur)
Þín
Erla.
Elsku pabbi. Það er svo erf-
itt að hugsa til þess að þú mun-
ir aldrei koma aftur til okkar
og njóta með okkur. Ég sit við
tölvuna og reyni að skrifa en
tárin renna niður kinnarnar því
það er svo sárt að vera búin að
missa þig pabbi minn. Án þín
verður lífið ekki eins, mamma
saknar þín svo sárt að hún veit
ekki hvernig hún á að halda
áfram, en við verðum að
styrkja hvert annað og hugsa
um allar minningarnar og
halda áfram, það hefðir þú vilj-
að.
Þið mamma voruð með svo
skemmtileg plön fram undan,
það var kominn tími til að njóta
lífsins, fara til útlanda og
dvelja þar lengri tíma í einu.
Þið voruð bæði við góða heilsu
og því er þetta mikið reiðarslag
fyrir okkur öll að þú sért fall-
inn frá svona hraustur eins og
þú varst bæði á sál og líkama.
Mikið var gaman þegar þið
komuð hjólandi á nýju raf-
magnshjólunum ykkar í bakarí-
ið til mín og fenguð ykkur
kleinuhring og kaffi. Minning-
arnar eru margar og mikilvægt
að minnast þeirra allra þegar
við söknum þín og þig vantar
með okkur.
Ófáar sumarbústaðaferðirnar
fórum við saman fjölskyldan og
höfðum gaman af, þú varst dug-
legur að fara út á golfvöll með
strákunum okkar og kenna
þeim grunninn í golfi. Þú varst
góður í að hvetja Robba minn
áfram í fótboltanum og þú
komst á flesta leiki sem hann
spilaði og stappaðir í hann stál-
inu. Robbi á eftir að sakna þín
mikið elsku pabbi. Missir strák-
anna er mikill en þeir munu
halda í minningarnar um
ókomna tíð.
Elsku besti pabbi minn, nú
kveð ég þig með sárum söknuði.
Ég mun ávallt minnast þeirra
góðu stunda sem við áttum
saman. Eftir situr stórt skarð
sem enginn mun fylla, og ég
veit að þetta mun taka tíma að
sætta sig við það þegar svo kær
manneskja er tekin burt frá
manni. Ég passa mömmu fyrir
þig, ég veit að góði guð mun
styrkja okkur og við munum öll
styrkja hvert annað í sorg okk-
ar.
Hvíldu í friði elsku pabbi
minn.
Helga og synir.